Morgunblaðið - 08.06.2001, Page 35

Morgunblaðið - 08.06.2001, Page 35
LISTIR/KVIKMYNDIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 35 Frumsýningar PEARL HARBOR Bíóhöllin, Bíóborgin, Kringlubíó, Nýja Bíó Keflavík, Nýja Bíó Akureyri Memento Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: Christopher Nolan. Aðalleikendur: Guy Pierce, Carrie-Anne Moss, Joe Pantoliano. Sérlega áhugaverð, um mann með ekkert skammtímaminni. Frábærlega útsmogin og úthugsuð, spennandi og fyndin. Bíóborgin. Traffic Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Steven Sod- erbergh. Handrit: Stephen Gaghan. Aðal- leikendur: Michael Douglas, Benicio Del Toro, Don Cheadle, Luis Guzman.Yfirgrips- mikil, margþætt spennumynd um dóps- myglið frá Mexíkó til Bandaríkjanna. Kong, þó glædd mikilli frásagnargleði og flestir kaflarnir trúverðugir í heimildarmyndarstíl. Bíóborgin. Blow Bandarísk. 2001. Leikstjóri Ted Demme. Handrit: Nick Cassavetes. Aðalleikendur: Johhny Depp, Rachel Griffiths, Penelopé Cruz. Látlaus, vel gerð og mjög áhugaverð mynd um ævi umsvifamesta kókaínsmygl- ara í Bandaríkjunum á áttunda áratugn- um. Depp er góður að vanda, sömuleiðis aðrir leikarar.  Háskólabíó. State and Main Bandarísk. 2000. Leikstjórn og handrit David Mamet. Aðalleikendur Alec Baldwin, William H. Macy. Skondin og skemmtileg mynd um þegar stjörnur ráðast inní smábæ og setja allt á annan endann. Frá- bær leikarahópur en Philip Seymour Hoff- man er bestur.  Háskólabíó, Regnboginn. Spy Kids Bandarísk. 2001. Leikstjóri og handrit: Roberto Rodriguez. Aðalleikendur; Antonio Banderas, Carla Gugino, Alan Cumming. Ævintýraleg, spennandi og skemmtileg mynd fyrir alla fjölskylduna.  Stjörnubíó, Laugarásbíó, Regnboginn. Crimson Rivers Frönsk. 2000. Leikstjóri Matthieu Kassov- itz. Handrit: Kassovitz og Jean-Christopher Grange. Aðalleikendur: Jean Reno, Vincent Cassell. Óhugnanlegur en spennandi, franskur tryllir, sem er aðeins of ruglings- legur en fínasta skemmtun.  Stjörnubíó. Kirikou og galdrakerlingin Frönsk. 1998. Leikstjórn og handrit: Mich- el Ocelot. Aðalraddir: Óskar Jörundarson, Stefán Karl Stefánsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir. Einfalt ævintýri um gott og illt í frumskógum svörtustu Afríku. Góð fyrir yngstu börnin.  Regnboginn. Miss Congeniality Bandarísk. 2001. Leikstjórn: Donald Petr- ie. Handrit: Mark Lawrence. Aðalleikendur: Sandra Bullock, Benjamin Bratt, Michael Caine. Prýðileg gamanmynd um FBI-löggu sem tekur þátt í fegurðarsamkeppni gegn vilja sínum.  Bíóhöllin. The Mummy Returns Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: Stephen Sommers. Aðalleikendur: Brend- an Fraser, Rachel Weisz, John Hannah. Múmían snýr aftur með miklum látum. Ósvikin fjölskylduskemmtun með mögn- uðum brellum.  Háskólabíó, Bíóhöllin. Nýi stíllinn keisarans – The Emperor’s New Groove Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Mark Dindal. Handrit: Thomas Schumacher. Það kveður við nýjan tón í nýjustu Disneymyndinni, sem fjallar um spilltan keisara sem breyt- ist í lamadýr og lærir sína lexíu. Bráðfynd- in mynd fyrir börn og fullorðna.  Bíóhöllin, Regnboginn. Along Came a Spider Bandarísk. 2001 Leikstjóri Lee Tamahori. Handrit: Marc Moss. Aðalleikendur: Morgan Freeman, Monica Potter, Michael Wincott. Snyrtilega gerð glæpamynd um mannrán og mistök. Vel leikin af Freeman en ótrúverðug, með ógnarlega möskvastærð. Háskólabíó, Laugarásbíó. Janice Beard Bresk. 1999. Leikstjórn og handrit: Claire Kilner. Aðalleikendur: Eileen Walsh, Rhys Ifans, Patsy Kensit. Væn og sæt grínmynd sem mætti vera fyndnari, um Janice sem lifir í eigin heimi. Fín saga en ekki nógu vel leikstýrt. Háskólabíó. See Spot Run Bandarísk. 2001. Leikstjóri: John White- sell. Handrit: William Kid. Aðalleikendur: David Arquette, Michael Clarke Duncan. Meinlaus barnamynd um hressan bolabít og heimska tvífætlinga, ástir og uppeldis- mál. Dágóð til síns brúks. Bíóhöllin, Kringlubíó. Someone Like You Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Tony Goldwyn. Handrit: Elizabeth Chandler. Aðalleikend- ur: Ashley Judd, Greg Kinnear, Hugh Jack- man. Þokkalega gerð og vel leikin en efn- islega villuráfandi kvennamynd. Bíóhöllin, Regnboginn. Exit Wounds Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Andrzej Bartk- owiak. Handrit Martin Keown. Aðalleik- endur: Steven Seagal, DMX. Hasarmynd með Seagal og hefur öll hans helstu per- sónueinkenni: Beinbrot, bílaeltingaleiki, osfrv. Bíóhöllin. Say It Isn’t So Bandarísk. 2001. Leikstjóri: J.B. Rodgers. Handrit: Peter Gaulke. Aðalleikendur Chris Klein, Heather Graham, Sally Field. Aula gamanmynd í anda Farrellybræðra en nær ekki markmiði sínu. Stjörnubíó. Get Over It Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Tom O’Haver. Handrit: R. Lee Fleming Jr. Aðalleikendur: Kirsten Dunst, Bill Foster, Sisgo. Mis- heppnuð unglingamynd með aulahúmor. Leikararnir ágætir en bjarga engu.  Regnboginn. Pokémon 3 Bandarísk 2001. Leikstjóri Michael Haig- ney. Handrit Haigney og Norman Gross- feld. Þriðja Pokémon myndin er einsog þær fyrri; realísk stuttmynd kemur á undan háskaævintýrinu þar sem Pokémonar berj- ast og Ash bjargar málunum. Óaðlaðandi og óspennandi að öllu leyti.  Bíóhöllin, Kringlubíó. Tomcats Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: Gregory Poirier. Aðalleikendur: Shannon Elizabeth, Jerry O’Connell, Jake Busey. Nokkrir vinir veðja um hver verður síðastur að kvænast. Er tveir standa eftir, hefst mikill hamagangur á Hóli. Heldur klént, alltsaman.  Laugarásbíó. Sweet November Leikstjóri: Pat O’Connor. Handrit: Herman Raucher. Aðalleikendur: Keanu Reeves, Charlize Theron. Afleit óraunsæisvella um hrokagikk og dauðvona fegurðardís sem gerir úr honum mann. Er hægt að óska sér einhvers betra? ½ Bíóhöllin. Valentine Bandarísk. 2001. Leikstjóri: James Blanks. Handrit: Tom Savage. Aðalleikend- ur: Denise Richards, David Boreans. Hrylli- lega óspennandi hryllingsmynd með rétt- dræpum persónum. ½ Kringlubíó. Bíóin í borginni Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir Michael Douglas í Traffic. FRIÐSÆLAN sunnudagsmorgun í desember árið 1941 réðust japanskar árásarflugvélar á flotastöð Banda- ríkjanna í Perluhöfn eða Pearl Har- bor. Árásin varð til þess að Banda- ríkjamenn urðu beinir þátttakendur í síðari heimsstyrjöldinni. Í bandarísku stórmyndinni Perlu- höfn, sem frumsýnd er í fjölda kvik- myndahúsa í dag, segir frá árás Jap- ana á Pearl Harbor og atburðunum lýst frá sjónarhóli tveggja ungra flug- manna (Ben Affleck og Josh Harnett) og hjúkrunarkonu (Kate Beckinsale) og greint frá því hvernig þau upplifa árás Japananna. Framleiðandi mynd- arinnar er einn fremsti framleiðand- inn í Hollywood, Jerry Bruckheimer, en leikstjóri er Michael Bay, sem áð- ur hefur unnið með framleiðandanum m.a. við gerð Armageddon. Handrits- höfundur er Randall Wallace. Perluhöfn er ein dýrasta mynd sögunnar en Bruckheimer sparaði ekkert til þess að koma sögu sinni til skila á hvíta tjaldið. „Árásin á Perlu- höfn er einn af afdrifaríkustu atburð- unum í sögu Bandaríkjanna,“ er haft eftir honum. „Hún er ein af hörmu- legustu atburðum sögu okkar en minnir okkur einnig á að við getum risið upp úr rústunum og orðið sig- urvegarar.“ „Þessi mynd er ólík öllum öðrum sem ég hef gert,“ segir Bruckheimer. „Þótt á yfirborðinu fjalli hún um vin- skap og ást þriggja einstaklinga er hún alvarlegt verk um menn sem lifðu á þessum viðsjárverðu tímum. Árásin á Perluhöfn þjappaði bandarísku þjóðinni saman. Við vorum ekki búin undir styrjaldarátök. Drengir urðu að karlmönnum á einni nóttu og ekkert varð eins og áður.“ „Ég hefði ekki tekið hlutverkið að mér ef hér væri aðeins á ferðinni ein- faldur áróður,“ segir Ben Affleck. „Við reyndum að vera sanngjörn og heiðarleg. Japönum er lýst sem heið- virðu fólki. Þeim fannst þeim vera ógnað af Bandaríkjunum og þeir gerðu það sem þeir töldu sig þurfa.“ Affleck var sendur ásamt öðrum leikurum í herbúðir þar sem þeir gengu í gegnum stranga þjálfunar- dagskrá svo þeir kynntust því að nokkru hvað felst í þjálfun hermanna og því að vera hermaður. Einnig las Affleck sér til um atburðina í desem- ber 1941. Hann ræddi við sagnfræð- inga, tæknilega ráðgjafa og herfræð- inga sem unnu við gerð myndarinnar. Leikstjórinn Bay stýrði Affleck einnig í Armageddon og segir að hann hafi aldrei leikið betur en í Perluhöfn. „Honum eru allir vegir færir.“ Leikarar: Ben Affleck, Josh Harnett, Kate Beckinsale, Alec Baldwin, Jon Voight, Cuba Gooding, Dan Akroyd og William Lee Scott. Leikstjóri : Michael Bay. Árásin á Perluhöfn Bíóhöllin, Bíóborgin, Kringlubíó, Há- skólabíó, Nýja bíó Keflavík, Nýja bíó Akureyri og fleiri frumsýna bandarísku stórmyndina Pearl Harbor með Ben Affleck. Reuters Óskarsverðlaunahafinn Cuba Gooding stendur í ströngu í Pearl Harbor. BARNAMYNDIR um hunda eru yfirleitt hið besta mál, ekki síst hér, innan hundfjandsamlegra borgar- markanna. Aðalsöguhetjan, Depill (Spot), er virðulegur lögregluhundur í þjónustu FBI, Alríkislögreglunnar. Fullgildur spæjari, #11, félagi lögg- unnar Murdoch (Michael Clarke Duncan), í eilífri baráttunni við und- irheimalýðinn. Þeir félagar eru einmitt á kafi í slíkum slag í myndarbyrjun, þegar Depill verður fullkjaftagleiður og bítur undan mafíósanum Sonny (Paul Sorvino). Sonny vill drepa hundspottið í hefndarskyni og sendir tvo leigumorðingja til að framkvæma verknaðinn. Örlögin haga því svo að Depill lendir ekki í felum í Alaska, einsog Murdoch kemur til leiðar, heldur hjá Gordon (David Arquette), hálfvönkuðum póstburðarmanni, og drengstaulanum James (Angus T. Jones), sem hann gætir þessa dag- ana fyrir hinn íturvaxna nágranna sinn, fröken Stefaníu (Leslie Bibb). Fislétt fjölskyldufóður og telst vitaskuld allt annað en vitsmunalegt á nokkurn hátt. Myndin er röð af misfyndnum uppákomum, sem sjálf- sagt höfða þokkalega til óvita og þol- inmóðra foreldra, sem vita af dýr- keyptri reynslu, að auðvelt er að lenda í mun verri hremmingum en þessum í þrjúbíó. Unglingahroll- vekjuleikarinn Arquette, sýnir þokkalegan skrípaleik, líkt og snáð- inn Angus, tilburðir þeirra minna þó full mikið á Adam Sandler og dreng- staulann í Big Daddy. Sem höfundar See Spot Run hafa séð einum of oft. Michael Clarke Duncan, sem var ómissandi burðarás í The Green Mile, og er í fylkingarbrjósti barda- gaapa í Planet of the Apes, seinna í sumar, á góða spretti, líkt og Paul Sorvino, sem virðist gera sér uppsóp sem þetta að góðu. Hundspottið Depill KVIKMYNDIR B í ó h ö l l i n . K r i n g l u - b í ó , H á s k ó l a b í ó Leikstjóri og handritshöfundur John Whitesell. Aðalleikendur Dav- id Arquette, Michael Clarke Dunc- an, Leslie Bibb, Angus T. Jones, Paul Sorvino. Sýningartími 90 mín. Bandarísk. Warner Bros. 2001. SEE SPOT RUN Sæbjörn Valdimarsson ÞAÐ er oft svo að fyrsta verk höf- undar er sjálfsævisögulegt að miklu leyti. Einhvern veginn grunar mig að svo sé því farið með þessa fyrstu mynd leikstjórans Clare Kilner. Þar segir frá Janice, sem alla tíð hefur spunnið upp sögur til að vekja áhuga veikrar móður sinnar á umheimin- um. Ekki gengur það þó nógu vel og dag einn, þegar Janice er orðin full- vaxta, heldur hún af stað út í hinn stóra heim að afla peninga fyrir hinni einu sönnu lækningu á móðurinni heittelskuðu, sem hefur legið í rúm- inu frá því eiginmaðurinn lést úr hjartaáfalli við fæðingu dótturinnar. Þessi grínmynd er ósköp sæt og væn í sínum ævintýrastíl. Janice lendir í ýmsum ævintýrum sem hún að lokum kemst klakklaust út úr vegna þess hvað hún er góð, hug- myndarík og samkvæm sjálfri sér. Einnig sigrast hún á vonda mann- inum og fær hann til að iðrast synda sinna, köttur úti í mýri … Sem grínmynd hefði Janice Beard mátt vera fyndnari, þótt klaufaskap- ur og hugmyndaauðgi stúlkunnar gefi, já, á stundum ástæðu til að skella upp úr. Hugmyndirnar eru margar mjög góðar og handritið hef- ur áreiðanlega verið skemmtilegt af- lestrar þótt það sé ekki fullkomið. Leikstjórnin er hins vegar svolítið klaufaleg og ber öll merki ágætrar útskriftarmyndar. Leikararnir eru fínir og leikkonan Eileen Walsh er mjög sannfærandi í aðalhlutverkinu. Hún hefði eflaust getað gert enn betri hluti með betra hlutverki, og sama verður að segjast um framlag Patsy Kensit, sem leikur frekar súran yfirritara á nýja vinnu- staðnum hennar Janice. Þar vinnur líka sendillinn Sean sem Janice fellur fyrir, leikinn af Rhys Ifans, sem nú er orðinn þekktur fyrir sína kómísku hæfileika, en þessi mynd var gerð strax á eftir Notting Hill. Hann er alltaf jafn fínn, en gaman hefði verið að sjá hann fá að njóta sín betur. Það er eitthvað ósköp elskulegt við Janice og sögu hennar í heildina, og kannski að Clare Kilner hefði átt að geyma hugmyndina þar til hún næði betri tökum á miðlinum. En það gerði hún ekki, svo þeir, sem þyrstir í öðruvísi mynd, geta hitt Janice hina draumlyndu í Háskólabíói. Köttur úti í mýri KVIKMYNDIR H á s k ó l a b í ó Leikstjórn: Clare Kilner. Handrit: Ben Hopkins og Kilner. Aðal- hlutverk: Eileen Walsh, Rhys Ifans, Patsy Kensit, Frances Gray og Sandra Voe. 81 mín. Dianphana Films 1999. JANICE BEARD Hildur Loftsdótt ir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.