Morgunblaðið - 08.06.2001, Side 36
KRISTJANA Helgadóttir
þverflautuleikari heldur
tónleika í Mosfellskirkju í
Mosfellsdal á sunnudag,
kl. 17. Þar verða flutt ein-
leiksverk eftir Jón Nordal,
Henri Tomasi, Kazuo
Fukushima, G. Ph. Tele-
mann, André Jolivet og
Jean Francaix.
Kristjana lauk námi hjá
Bernharði Wilkinson við
Tónlistarskólann í
Reykjavík 1995 og fór það-
an í Sweelinck
Conservatorium van
Amsterdam þar sem hún
lauk UM (Uitvoerend
Musicus) gráðu 1998 auk
eins árs námi í samtíma-
tónlist frá sama skóla.
Kennarar hennar þar voru
Abbie de Quant og Harry
Starreveld.
Kristjana hefur verið
virk í tónleikahaldi hér á
landi sem erlendis bæði
sem einleikari og í hljóm-
sveitum.
Tónleikarnir eru styrkt-
ir af Mosfellsbæ og er að-
gangur ókeypis.
Flaututónleikar í
Mosfellskirkju
Kristjana
Helgadóttir
Gíslasonar, þáverandi menntamál-
ráðherra, og þótt sjóðurinn hafi
gengið í gegnum margvíslegar
hremmingar og erfiðleika þá fjóra
áratugi, sem hann hefur starfað,
hefur hann smám saman vaxið og
dafnað og er nú öflugri en nokkru
sinni fyrr. Þá hefur hlutverk hans
einnig aukist og veitir hann nú nem-
endum í öðru námi en háskólanámi
einnig stuðning.
Bókin, sem hér er til umfjöllunar,
er samin að tilhlutan stjórnar LÍN
og rekur sögu sjóðsins frá upphafi
og til loka ársins 2000. Öll er sú saga
rækilega og skilmerkilega sögð.
Höfundur rekur sögu sjóðsins á
greinargóðan hátt, skýrir frá laga-
setningu um starfsemi hans á ýms-
um tímum, stjórnum og vinnu-
reglum, segir frá samskiptum við
viðskiptavini og ræðir ýtarlega og
skýrir þá erfiðleika sem oft hlutust
af óstöðugleika og ókyrrð í íslensku
efnahagslífi á 7. og 8. áratugnum. Þá
reið hver holskeflan af annarri yfir
sjóðinn, stjórnendur hans, starfsfólk
og viðskiptavini og urðu öllum til
angurs og vandræða. Stundum
héldu útlánareglur ekki vegna
óstöðugleikans, en urðu úreltar áður
en þær komst til framkvæmda, og
fyrir kom að stjórnvöld gripu til
ráðstafanasem komu illa við alla
sem að málefnum sjóðsins komu.
Þessi bók er athyglisverð fyrir
ýmissa hluta sakir. Hér er í fyrsta
skipti, svo mér sé kunnugt, rakin
saga opinberrar námsaðstoðar á Ís-
landi og er að því góður fengur.
Endalaust má deila um hve mikil
slík aðstoð eigi að vera, í hvaða
formi, hverjir eigi að njóta hennar –
jafnvel hvort hún eigi yfirleitt að
vera fyrir hendi. Þar er vitaskuld
komið að grundvallarspurningu en
nú munu flestir sammála um að
námsaðstoð, og hún heldur rausn-
arleg, verði að vera í boði ef þjóðin á
annað borð eigi að njóta menntunar
á sama hátt og nágrannaþjóðir.
Í annan stað þykir mér þessi bók
athyglisverð fyrir þá sök að hér er
saga fjármálastofnunar og þýðingar
hennar í þjóðlífinu brotin til mergj-
ar. Allt of lítið hefur hefur verið gert
af slíku í íslenskri söguritun fram til
þessa og engu líkara en menn hafi á
stundum verið ragir við að fást við
peningasögu sem svo má kalla. Von-
andi boðar þessi bók betri tíð í þess-
um efnum en saga fjármálastjórnar
og fjármálalífs hlýtur að vera einn
undirstöðuþátturinn í þjóðarsög-
unni. Hér á landi er sá þáttur að
mestu leyti órannsakaður enn.
Eins og vænta má um rit frá
hendi þessa höfundar er þetta ágæt-
lega samið. Hann kemur efninu vel
til skila og sýnir glöggt hve miklu
hlutverki LÍN hefur gegnt í ís-
lensku menntalífi undanfarna ára-
tugi. Mun þá sönnu nær að flestir
þeirra sem viðskipti hafa átt við
sjóðinn eigi honum nokkuð gott upp
að inna, líka þeir sem á stundum
hafa bölvað honum hástöfum.
Í UPPHAFI þessarar læsilegu
bókar gerir stuttlega grein fyrir að-
stöðu þeirra er fóru í skólanám,
heima og erlendis, á fyrri öldum og
tekur námsögu Hannesar Þorsteins-
sonar, síðar þjóðskjalavarðar, sem
dæmi um fátækan alþýðupilt sem
„braust til mennta“, eins og það var
stundum kallað. Víst er saga Hann-
esar harla sérstök, ekki síst fyrir þá
sök að hann var svo lánssamur að
skólasveinar við Lærða skólann í
Reykjavík buðust til að greiða götu
hans. Ef ekki hefði komið til þeirrar
óvenjulegu námsaðstoðar er næsta
víst að Hannes hefði aldrei í skóla
komist, hvað þá í langskólanám. Í
hópi stuðningsmanna Hannesar hef-
ur að öllum líkindum verið annar
bláfátækur sveitapiltur sem kostaði
sig sjálfur til náms, lauk stúdents-
prófi og síðar dopktorsprófi frá
Hafnarháskóla og starfaði lengst af
við þá stofnun, dr. Valtýr Guð-
mundsson.
Sögu þessara tveggja manna má
hafa sem dæmi um fátæka sveita-
pilta sem „brutust til mennta“ í bók-
staflegri merkingu. Þeir voru á hinn
bóginn engan veginn dæmigerðir
fyrir þá Íslendinga sem gengu
menntaveginn á þessum tíma eða
fyrr, og reyndar ekki fyrir fyrri
heimsstyrjöld. Þeir sem áttu kost á
skólagöngu á þeim tíma voru flestir
synir embættismanna eða efnafólks,
eða nutu stuðnings velmegandi ætt-
ingja. Engin opinber námsaðstoð
var fáanleg á þessum tíma önnur en
fátækleg skólaölmusa og svo Garð-
styrkur þegar til Kaupmannahafnar
var komið. Að öðru leyti varð fólk að
kosta nám sitt sjálft og það var ekki
á færi nema örfárra.
Friðrik G. Olgeirsson gerir að
minni hyggju rétt í því að fjalla
stuttlega um aðstæður íslenskra
námsmanna á fyrri tíð í inngangi
þessarar bókar. Opinber námsað-
stoð er í sjálfu sér ekki sjálfgefin,
þótt margir virðist nú líta svo á, og
spurning hvort ekki hefði mátt fjalla
ýtarlegar um aðstæður á fyrri tíð,
þó ekki væri nema til þess að sýna
enn skýrar hver bylting hefur orðið
í þessum efnum á 20. öld.
Með stofnun Háskóla Íslands árið
1911 tók fyrst að örla á því að stúd-
entar ættu kost á styrkjum og síðar
lánum meðan á námi stóð. Sú aðstoð
kom vissulega mörgum vel en var
þó afar takmörkuð, nánast í skötu-
líki, og það var ekki fyrr en með
stofnun Lánasjóðs stúdenta árið
1952 að umtalsverð hreyfing komst
á þessi mál. Sá sjóður starfaði til
1961. Þá var LÍN stofnaður, ekki
síst fyrir forgöngu dr. Gylfa Þ.
BÆKUR
S a g n f r æ ð i
– Námslán og námsstyrkir á 20. öld
eftir Friðrik G. Olgeirsson. LÍN,
Reykjavík 2001. 253 bls., myndir,
töflur, línurit.
LÁNASJÓÐUR ÍS-
LENSKRA NÁMSMANNA
Lánasjóður í
fjörutíu ár
Jón Þ. Þór
Morgunblaðið/Auðunn Arnórsson
Ritstjóri Fregna, Sjúrður Skalle (lengst t.v.) ásamt nokkrum úr Fregna-teyminu. Uni Arge hallar sér fram á
borðið en standandi eru Jonhard Mikkelsen, Andrass Samuelsen og Eva Brekkstein.
RITSTJÓRI Fregna er Sjúrður
Skaale, en hann hefur víðtæka
reynslu úr blaðamennsku í Færeyj-
um. Hann hóf þann feril á fréttastofu
færeyska sjónvarpsins, síðan var
hann um skeið á ritstjórn Dimma-
lætting, stærsta dagblaðs Færeyja,
þá á Sosialurin, næststærsta dag-
blaðinu, en síðustu tvö árin, fram í
janúar á þessu ári, starfaði hann sem
blaðafulltrúi færeysku landstjórnar-
innar.
„Við sem stofnuðum þetta blað
settum okkur að markmiði að stunda
gæðablaðamennsku, en við þær að-
stæður sem fjölmiðlar búa hér í Fær-
eyjum er erfitt að gera það á dagblaði
sem þarf að koma út á hverjum degi.
Þess vegna varð það úr að Fregnir
varð vikublað,“ segir Sjúrður í sam-
tali við Morgunblaðið.
Flokkspólitísk
tengsl reynt á þolrifin
En hver var kveikjan að því að ráð-
izt var í útgáfu Fregna? Sjúrður út-
skýrir: „Hin flokkspólitísku tengsl
færeysku dagblaðanna hafa að mínu
mati reynt mjög á þolrifin, einkum og
sér í lagi eftir að landstjórnin sem nú
situr tók við stjórnartaumunum fyrir
rúmum þremur árum og setti stefn-
una á sjálfstæði. Stærsta dagblaðið,
Dimmalætting, hefur að vísu svo að
segja óháða ritstjórn, en blaðið á sér
djúpar rætur í Sambandsflokknum
og það kemur fram í leiðaraskrifum
þess. Og hitt blaðið, Sosialurin, er
flokksmálgagn Jafnaðarmanna-
flokksins. Þessir flokkar, Sam-
bandsflokkurinn og Jafnaðarmanna-
flokkurinn, eru í stjórnarandstöðu og
berjast báðir gegn sjálfstæðisstefnu
landstjórnarinnar. Það er ekki sízt
þetta ástand á blaðamarkaðnum sem
kallaði á nýtt blað sem gæti verið
vettvangur vandaðrar blaðamennsku
þar sem sjónarmið sjálfstæðissinna
fengju að njóta sín betur. Við töldum
að það væri markaður fyrir slíkt blað
hér.“
Sjúrður segir 25 aðila standa að út-
gáfufélagi Fregna, flestir séu þeir
færeyskir athafnamenn sem hafi
deilt þeirri skoðun með ritstjóranum
að skapa þyrfti vettvang fyrir sjón-
armið sjálfstæðissinna.
Nú eru komin út tíu tölublöð og
segir Sjúrður upplagið vera í kring
um 4.000; blaðið rati inn á um fjórð-
ung allra heimila í Færeyjum. Stefnt
sé að því að áskrifendur verði að
minnsta kosti 1.600. Til samanburðar
má geta þess að hinu rótgróna Dimm-
alætting er dreift í 9.000 eintökum.
Íbúar Færeyja eru nú um 46.000.
Dagblaðið, flokksmálgagn Þjóðar-
flokksins, flokks Anfinns Kallsberg
lögmanns Færeyja, kemur út viku-
lega en það má muna sinn fífil fegurri,
að minnsta kosti hefur það lítið skoð-
anamyndandi vægi í hinni opinberu
umræðu í Færeyjum, ólíkt Sosialurin
og Dimmalætting. Önnur blöð sem
gefin eru út í Færeyjum eru Oyggja-
tíðindi sem kemur út tvisvar í viku,
Norðlýsið sem kemur út vikulega í
Klakksvík, og FF/FA-blaðið, sem
flytur fréttir af sjávarútvegsmálum
og kemur út hálfsmánaðarlega.
Fastir blaðamenn ritstjórnar
Fregna eru fjórir, en blaðinu berst
líka reglulega efni frá fleiri lausa-
pennum, að sögn Sjúrðar. Meðal
föstu blaðamannanna er Uni Arge,
sem á Íslandi er betur þekktur fyrir
knattspyrnulistir sínar.
Burðarefnið er niðurstöður
nýrra sagnfræðirannsókna
Meðal burðarefnis í fyrstu tölu-
blöðum Fregna eru niðurstöður
sagnfræðilegra rannsókna á atburða-
rásinni í kring um þjóðarat-
kvæðagreiðsluna árið 1946, þegar
kosið var um tillögu dönsku stjórn-
arinnar um heimastjórnarlögin, sem
enn þann dag í dag er stjórnskipunar-
legur grundvöllur þeirra sjálfstjórn-
arréttinda sem Færeyingar þó njóta.
Þessi atkvæðagreiðsla fór þannig,
að naumur meirihluti felldi tillöguna,
en hún var ekki talin bindandi þannig
að heimastjórnarlögin tóku gildi engu
að síður. Lögþingið var leyst upp og
þingmennirnir sendir heim. Meðal
þess sem þessar sagnfræðirannsókn-
ir leiddu í ljós er að Danir voru jafn-
vel undir það búnir að beita hervaldi
til að halda í skefjum þeim Færeying-
um sem þá beittu sér hvað mest fyrir
sambandsslitum.
Þessar og fleiri æsilegar uppljóstr-
anir úr færeyskri stjórnmálasögu
hafa skapað Fregnum áberandi sess í
opinberri umræðu í Færeyjum. Og
ritstjórinn er bjartsýnn á að blaðinu
takist að halda þessum dampi og
halda áfram að gegna virku skoðana-
myndandi hlutverki í Færeyjum.
Lögþingskosningar verða vorið
2002 og má því bóka að á næstu mán-
uðum muni fara að hitna í kolunum í
hinum pólitísku átökum fylkinganna
tveggja, sjálfstæðis- og sam-
bandssinna. Þegar kosningar nálgast
má gera ráð fyrir að þrýstingur auk-
ist á flokkstengdu blöðin að fylgja
gefinni flokkslínu og hyggur ritstjóri
Fregna að þessar aðstæður skapi
blaði sínu ótvíræð sóknarfæri.
Heimasíðu Fregna er að finna á
vefslóðinni: www.fregnir.fo, en með
þeim takmarkaða mannafla sem blað-
ið hefur yfir að ráða hefur ekki reynzt
unnt að byggja upp virka netfrétta-
síðu enn sem komið er.
Vikuritið Fregnir hristir upp í blaðaflóru Færeyja
Sjálfstætt málgagn
sjálfstæðissinna
Forsíða þriðja tölublaðs Fregna
frá 20. apríl sl.
Fyrir tveimur mánuðum
hóf göngu sína í Þórs-
höfn í Færeyjum viku-
blaðið Fregnir sem, að
sögn Auðuns Arnórs-
sonar, hefur með metn-
aðarfullri blaðamennsku
náð að hrista upp í fjöl-
miðlalandslagi Færeyja.
FJÖLMIÐLUN
36 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
STYR hefur staðið um svokallað
raunveruleikasjónvarp í Noregi í
vor. Forstjóra sjónvarpsstöðvar-
innar TVNorge var nýlega sagt
upp störfum, m.a. vegna andstöðu
hans við að taka til sýninga banda-
rísku þáttaröðina „Temptation Isl-
and“ þar sem barnlausum pörum
eða hjónum er safnað saman á Suð-
urhafseyju og freistað til framhjá-
halds.
Dagskrárstjóri TVNorge hefur
nú sagt upp störfum hjá sjónvarps-
stöðinni vegna þess að hann vill
ekki bera ábyrgð á útsendingu
hinnar umdeildu þáttaraðar. Dag-
skrárstjórinn, Eivind Landsverk,
vann náið með fyrrverandi for-
stjóra, Pål Trælvik, og segir það
eðlilegt framhald að hann láti sjálf-
ur af störfum.
Nýlega lauk þáttaröðinni Big
Brother á TVNorge, en þátturinn
naut gríðarlegra vinsælda, en var
jafnframt umdeildur eins og í fleiri
löndum. Það sem vakti hvað mesta
athygli var hve frjálslega þátttak-
endur höguðu sér undir sívökulu
auga myndavélanna. Þegar innan
við mánuður var liðinn af þriggja
mánaða dvöl tíu manna hóps í hús-
inu, voru tvö pör farin að lifa þar
kynlífi.
Deilur um raunveruleikasjónvarp
Ósló. Morgunblaðið.
LISTIR