Morgunblaðið - 08.06.2001, Síða 53

Morgunblaðið - 08.06.2001, Síða 53
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 53 SFR félagar Sterk verkal‡›shreyfing er forsenda fless a› unnt sé a› tryggja réttindi einstaklinga og sækja fram í flágu mannréttinda fyrir launafólk. Vi› hvetjum til sóknar fyrir hugsjónir verkal‡›shreyfingarinnar. fiátttaka flín skiptir máli! Sækjum fram, bætum samfélagsfljónustu! Vi› Íslendingar erum sammála: X Y Z E T A / S ÍA OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14 Við Fellsmúla Sími 588 7332 - trygging fyrir l águ verði! H ön nu n & u m b ro t eh f. © 2 00 0 – D V R 06 9 TILBOÐSum ar Kr. 29.500,- stgr. Handlaug á vegg. Stærð 55 x 43 cm. Roca Group, stærsti hreinlætis- tækjaframleiðandi í Evrópu, tryggir sama litatón á öllum tækjum. Baðkar 170 x 70 cm. Innifalið í tilboði Salerni með stút í vegg eða gólf Vönduð, hörð ABS seta og festingar fylgja. AÐ greinast með krabbamein er oft upphafið á löngu og sársaukafullu ferli. Meðferðin getur verið erfið og langvinn. Við langar sjúkrahúslegur verða talsverðar breytingar á lífi ein- staklingsins. Óvissu- ástand um sjúkdóms- ferlið hefur í för með sér andlegt álag og töluverða röskun á ýmsum félagslegum athöfnum. Margir sem greinast með krabba- mein, þurfa með- höndlun svo mánuðum og árum skiptir. Eftir útskrift af sjúkrahúsi tekur oft við erfitt tímabil, þegar einstaklingurinn þarf að takast á við lífið á nýjan leik. Að lifa við breyttar aðstæður getur tekið á, bæði andlega og líkamlega og margir finna fyrir orkuleysi og ein- manaleika. Í mörgum tilfellum kemst einstaklingurinn í gegnum þetta ferli af eigin rammleik eða með aðstoð fjölskyldu og vina, en margir þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda. Að efla iðju Sérhæfð endurhæfing fyrir krabbameinssjúka er brýnt verk- efni. Þar þurfa margar starfstéttir að vinna sameiginlega til að veita bestu mögulegu þjónustu fyrir hinn krabbameinssjúka. Iðjuþjálf- ar búa yfir sérþekkingu til eflingar iðju. Með iðju er átt við allt sem einstaklingurinn tekur sér fyrir hendur í samfélaginu, hefur til- gang fyrir hann sjálfan og kemur öðrum til góða. Veikindi eins og krabbamein koma oft í veg fyrir að fólk geti stundað daglega iðju. Þegar færni minnkar er hætt við að sjálfstraust dvíni og sjálfsmynd geti breyst til hins verra. Það get- ur síðan leitt til kvíða og depurðar. Haft er að leiðarljósi að hver og einn er einstakur og þess vegna þarf skipulagning endurhæfingar að byggjast á samvinnu við ein- staklinginn. Virðing er borin fyrir ákvarðanatöku hans og reynsla hans og þekking viðurkennd. Iðju- þjálfinn hvetur og styður einstak- linginn í gegnum þjónustuferlið. Áhersla er lögð á samspil einstak- lings, umhverfis og iðju. Iðjuþjálf- inn hjálpar einstaklingnum að nýta þá styrkleika sem hann býr yfir og þau úrræði sem eru í umhverfinu. Með því að taka sjálfur ýmsar ákvarðanir um eigið líf og iðju, upplifir einstaklingurinn að hann hafi stjórn á tilveru sinni. Í upp- hafi endurhæfingarferlis er mik- ilvægt að einstaklingurinn setji sér raunhæf markmið. Ákveða þarf fyrirfram hæfilega stór skref í átt að árangursmarki. Áætlunin verð- ur að vera í samræmi við gildi, trú og vonir einstaklingsins. Á endurhæfingareiningu fyrir krabbameinssjúka þarf að leitast við að- skapa aðstæður þar sem andrúmsloft er notalegt og gagn- kvæm virðing milli skjólstæðinga og starfsfólks. Umhverf- ið má ekki líkjast því sem gerist á sjúkra- húsi. Endurhæfingin byggist bæði á hóp- astarfi og einstak- lingsþjálfun með það að markmiði, að auka færni viðkomandi þegar heim er komið. Gera þarf ítarlegt mat á því hvaða iðja er mikilvægust fyrir hvern og einn og hvaða leiðir eru ákjósanlegastar til að ná settu marki. Hópastarf eflir félagsleg tengsl og skapar oft samvinnu og samhug. Þar gefst fólki tækifæri til að skiptast á skoðunum, þiggja stuðning frá öðrum og gefa á móti. Einstaklingi getur fundist hann vera einn með óbærileg vandamál og hugsanir og því er það oft mikill léttir og stuðningur að vita að aðr- ir eru að ganga í gegnum það sama. Hópastarf í iðjuþjálfun get- ur verið af ýmsum toga. Dæmi um það er verkstæðisvinna, þar sem hver og einn nýtir sköpunargáfu sína og styrkir um leið líkamlega og andlega getu. Að efla þrek og styrk Margir krabbameinssjúkir vilja breyta mataræði. Þjálfunareldhús iðjuþjálfunar er góður vettvangur fyrir þá sem það velja. Þar geta fleiri unnið saman og útbúið mál- tíðir sem eru hollar og lystaukandi. Þá skapast vettvangur fyrir félags- legt samneyti um leið og mataræð- ið er tekið til endurskoðunar. Nær- ingarráðgjafi getur einnig komið þar við sögu. Við vinnu í eldhúsi er einnig hægt að meta þörf fyrir hjálpartæki, sem geta aukið færni og verið orkusparandi um leið, allt frá smáhjálpartækjum fyrir mat- reiðslu að vinnustólum og stærri hjálpartækjum. Vettvangsferðir utan dyra geta haft þann tilgang að skoða náttúr- una, jafnvel safna hlutum úr henni, sem hægt er að vinna úr þegar heim er komið. Hér skapast einnig vettvangur fyrir skemmtilegar um- ræður. Um leið eflir einstakling- urinn gönguþrek og kraft, ásamt því að búa til nytjahlut. Einnig má nýta umhverfið enn frekar og vinna með garðrækt eða ræktun matjurta. Að auka færni eða aðlaga um- hverfi að færni einstaklings verður að miðast við getu hvers og eins. Sú iðja sem hentar einum þarf ekki að henta öðrum. Ef tekið er mið af styrkleika og áhuga einstaklings- ins í upphafi verður árangurinn meiri. Þannig er hægt að auka vel- líðan hans og auðvelda honum að takast á við breyttar aðstæður. Dagdeild fyrir krabbameinssjúka Starf iðjuþjálfa með krabba- meinssjúklingum, sem eru lengra leiddir í sjúkdómsferli sínu, er einnig mikilvægt. Iðjuþjálfun þeirra sem dvelja á líknardeild, stuðlar að því að viðhalda reisn og færni við eigin umsjá og auka al- menna virkni með ýmis konar tóm- stundaiðju. Ennfremur er veitt ráðgjöf varðandi hjálpartæki, bæði á deildum og á heimili. Þegar unn- ið er með krabbameinssjúkum er mikilvægt að huga að vinnuhag- ræðingu og orkusparandi vinnuað- ferðum t.d. hvort hæðin á rúmi, stólum og salerni henti. Hægt er að sitja við ýmis störf, sem við er- um annars vön að standa við. Einnig má spara orku við að klæða sig og baða með því að nýta hjálp- artæki. Hér hefur verið stiklað á stóru um iðjuþjálfun krabbameinssjúkra og efnið hvergi tæmandi. Nú í haust er ráðgert að opna dagdeild fyrir krabbameinssjúka innan end- urhæfingarþjónustu Landspítala – háskólasjúkrahúss. Deildin mun hafa aðsetur í byggingum sjúkra- hússins í Kópavogi. Þar mun starfa þverfaglegt teymi sem saman- stendur af lækni, hjúkrunarfræð- ingi, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara, félagsráðgjafa og sálfræðingi. Af ofanskráðu má sjá, að iðjuþjálfun er mikilvægur hlekkur í þverfag- legri þjónustu við krabbameins- sjúka. Iðjuþjálfun fyrir krabbameinssjúka Erna Magnúsdóttir Iðjuþjálfun Nú í haust, segir Erna Magnúsdóttir, er ráð- gert að opna dagdeild fyrir krabbameinssjúka innan endurhæfingar- þjónustu Landspítala. Höfundur er iðjuþjálfi á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.