Morgunblaðið - 08.06.2001, Síða 56

Morgunblaðið - 08.06.2001, Síða 56
FRÉTTIR 56 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ F r ít t á n æ s t u l e ig u DAGSKRÁ sjómannadagsins verð- ur með hefðbundnum hætti í Hafn- arfirði og verður dagskráin með veglegra móti í ár. Sjómannamessan hefst í Fríkirkj- unni kl. 11 og er það Einar Eyjólfs- son fríkirkjuprestur sem þjónar fyr- ir altari. Strax eftir hádegi verður bæjarbúum boðið í ókeypis skemmtisiglingu með nýja hafn- sögubátnum, sem fengið hefur heitið Hamar, og hvalaskoðunarbátunum Húna II og Eldingu. Siglt verður frá suðurhöfninni kl. 13. Hátíðardagskráin sjálf hefst síðan kl. 14 og fer fram rétt hjá Kænunni, nánar tiltekið á svæðinu framan við fiskmarkaðinn. Flutt verða ávörp í tilefni dagsins og aldraðir sjómenn heiðraðir. Að því loknu fer fram skemmtidagskrá með rímnakveð- skap, barnahljómsveitinni Kiðling- unum og von er á trúð í heimsókn. Hefðbundnar sjómannadagsíþróttir eins og koddaslagur og kappróður hafa sinn sess og einnig verður björgunarsýning, þyrluflug og list- flugsýning. Lúðrasveit Hafnarfjarð- ar leikur og gestum er boðið til grill- veislu við fiskmarkaðinn á meðan dagskráin stendur yfir. Frá klukkan eitt verður Siglinga- klúbburinn Þytur með opið hús og kynningu á starfsemi klúbbsins, auk þess sem boðið verður upp á sigl- ingar á skútum klúbbsins frá flot- bryggjunni. Þess má geta að að- gangur er ókeypis í Sjóminjasafn Íslands um helgina og er safnið opið frá 13 til 17 á laugardag. Á sunnu- dag opnar safnið kl. 10 og munu aldraðir sjómenn sýna gömul hand- brögð auk þess sem leikið verður á harmoniku. Dagskrá sjómanna- dagsins í Hafnarfirði HINN árlegi Esjudagur verður hald-inn laugardaginn 9. júní. Kl. 9. verður lagt af stað yfir Esjuna sunnanverða og komið niður að norðanverðu. Þátt- takendur verða sóttir í lok göngu. Kl. 13.00 verður gengið á Þverfellshorn, upp í hlíðar Esjunnar og fyrir þá sem vilja verður létt og skemmtileg skóg- arganga í leiðsögn Skógræktarfélags Reykjavíkur. Flugbjörgunarsveitin verður fólki til aðstoðar. Veittar verða viðurkenn- ingar fyrir þá sem ganga á Þverfells- horn. Allir sem koma og taka þátt í Esjudeginum verða sjálfkrafa með í happadrætti og meðal vinninga eru ferðavinningar frá FÍ og útivistarvör- ur frá Nanoq og fleira. Allir þátttak- endur fá veitingar, þær verða í boði Leppin, Nóa Síríus og Emmess íss. Allir eru velkomnir á Esjudaginn en mikill fjöldi hefur ávallt tekið þátt og þátttökugjald er ekkert. Fararstjórar verða á vegum Ferða- félags Íslands. Esjudagur Spron og FÍ FERÐAFÉLAGIÐ Útivist fer í kvöld, föstudagskvöldið 8. júní, í 4. ferð í fjallasyrpu sinni og er að þessu sinni gengið á Esju. Brottför er frá BSÍ kl. 20.00 og ekið að Esju- bergi þaðan sem gengið er á Kerhólakamb (851 m.y.s.), einn besta útsýnisstað Esj- unnar. Verð er 1.000 kr f. félaga og 1.200 kr f. aðra. Þátttakendur geta einnig komið á eigin vegum að Esju- bergi. Allir eru velkomnir í Útivistarferðir. Esjuganga í fjallasyrpu Útivistar STARFSÁRINU í grunnskólum landsins er lokið og tíundu bekking- ar hafa kvatt skólann sinn að loknum prófum. Í tilefni af þeim tímamótum verðlauna Félag íslenskra bókaút- gefenda og Prentsmiðjan Oddi alla sem útskrifast með bókagjöf. Bókin sem 10. bekkingar fá er Kappar og kvenskörungar eftir Gísla Jónsson íslenskufræðing með teikn- ingum Kristins G. Jóhannssonar. Bókin hefur að geyma æviþætti 49 fornmanna í stuttum og hnitmiðuð- um texta. Hún kom upphaflega út hjá Bókaútgáfunni Hólum á Akur- eyri og er nú endurútgefin með hennar leyfi og höfundar. Þetta er í fimmta sinn sem bókaút- gefendur og Oddi senda 10. bekking- um bækur sem afhentar eru við skólauppsögn. Vöruflutningamið- stöðin-Flytjandi tók að sér að koma bókunum til nemenda á landsbyggð- inni. Kappar og kvenskör- ungar til 10. bekkinga Í TILEFNI af 40 ára afmæli Grasagarðsins í sumar verður opn- uð veggspjaldasýning í gróðurskál- anum laugardaginn 9. júní kl. 10. Sigurður Albert Jónsson fyrrver- andi forstöðumaður og Eva G. Þor- valdsdóttir forstöðumaður munu segja frá tilurð Grasagarðsins og sögu hans. Grasagarðurinn er á landi Laug- ardals og Laugatungu og sagt verð- ur frá ábúendum þeirra. Elsta safn Grasagarðsins er Flóra Íslands en Jón Sigurðsson skólastjóri og Katrín Viðar píanó- kennari gáfu Reykjavíkurborg safn um 175 íslenskra jurta sem síðar varð fyrsti vísir að Grasagarði Reykjavíkur. Saga Grasa- garðsins í máli og myndum SJÓMANNADAGSBLAÐ Austur- lands er komið út. Að vanda er blaðið stútfullt af austfirsku efni ásamt miklum fjölda ljósmynda. Meðal efnis í blaðinu eru greinar eftir tvo ráðherra: Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Jón Krist- jánsson heilbrigðisráðherra. Jón segir frá því þegar hann fór sem há- seti á togarann Hólmanes frá Eski- firði og varð fyrir því slysi að tapa framan af tveimur fingrum. Af öðru efni má nefna viðtal við Pál Dagbjartsson, skipstjóra á Höfn, sem segir frá því er stundaðar voru snapveiðar á síld og umfjöllun um þegar Björn lóðs á Hornafirði týnd- ist í þrjá daga 1942. Þá eru margar frásagnir frá því er ísbirnir hafa gengið á land vítt og breytt um Aust- urland, þegar Björg frá Djúpavogi lenti í hrakningum og var talin af, grein um fiskeldisævintýrið á Aust- urlandi, grein um Fransmenn á Fá- skrúðsfirði og margt, margt fleira. Hægt er að nálgast blaðið á höf- uðborgarsvæðinu m.a. í Bókaverslun Lárusar Blöndal á Skólavörðustíg, í bókabúðinni Grímu á Garðatorgi og Grafarvogi, Kænunni í Hafnarfirði og Kaffivagninum úti á Granda. Ritstjóri Sjómannadagsblaðs Austurlands er Kristján J. Krist- jánsson á Höfn. Sjómannadagsblað Austurlands 2001 ÞRÍTUGASTA og þriðja norræna þing sérfræðinga í meltingarsjúk- dómum verður haldið í Borgarleik- húsinu dagana 9.–12. júní nk. Sam- hliða því halda meltingarhjúkrunarfræðingar ár- legan fund sinn í Verslunarskóla Ís- lands. Yfir 400 fagaðilar sækja þingið og fjölda fyrirlesara hefur verið boðið að halda erindi um nýjungar í fag- inu. Norrænt þing í meltingar- sjúkdómum ♦ ♦ ♦ ÍSLANDSMEISTARARNIR í flokki unglinga II, 14–15 ára, í sígildum samkvæmisdönsum, Agnar Sig- urðsson og Elín Dröfn Einarsdóttir, Dansíþróttafélaginu Kvistum og silfurverðlaunahafarnir í sama flokki, Friðrik Árnason og Sandra Júlía Bernburg, Dansíþróttafélag- inu Gulltoppi, eru á leið til Tékk- lands til þátttöku í heimsmeist- aramóti unglinga 14–15 ára í sígildum samkvæmisdönsum. Keppnin verður haldin í borginni Hradec Kralove í Tékklandi, laug- ardaginn 9. júní nk. Keppt verður í öllum sígildu samkvæmisdönsunum fimm, enskum valsi, tangó, foxtrot, vínarvalsi og quickstep. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Agnar Sigurðsson og Elín Dröfn Einarsdóttir. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Friðrik Árnason og Sandra Bernburg. Fara á HM í sígildum dönsum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.