Morgunblaðið - 08.06.2001, Page 59

Morgunblaðið - 08.06.2001, Page 59
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 59 HINN 1. júní síðastliðinn brautskráði Menntaskólinn í Kópavogi 115 nem- endur og fór athöfnin fram í Digra- neskirkju. Alls voru 72 stúdentar brautskráð- ir, 24 iðnnemar, tveir matartæknar, 12 nemendur af skrifstofubraut og fimm úr meistaraskóla matvæla- greina. Forseti bæjarstjórnar, Ármann Kr. Ólafsson, afhenti þremur útskrift- arnemum viðurkenningar úr Viður- kenningarsjóði MK. Viðurkenningar hlutu stúdentinn Þórhildur Þorkels- dóttir, matreiðsluneminn Steinn Ósk- ar Sigurðsson og matartæknineminn Margrét Kristjánsdóttir. Fram kom í máli Margrétar Frið- riksdóttur, skólameistara, að skólinn byði upp á hefðbundið bóknám og verknám á sviði hótel- og matvæla- greina og auk þess fjölbreytt nám í ferðagreinum. Þá kom fram að í haust munu allir byrjunaráfangar í bóknámi verða kenndir með aðstoð fartölva. Í lok ræðu sinnar talaði skólameist- ari um þá spennandi tíma sem fram- undan væru í skólamálufm og hve mikilvægt væri fyrir skólann að vera þátttakandi í þeirri þróun sem upp- lýsingatæknin býður upp á. MK braut- skráði 115 nem- endur Morgunblaðið/Sigurður Jökull Nýstúdentar Menntaskólans í Kópavogi. KVENNASKÓLANUM í Reykjavík var slitið í 127. sinn við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju 2. júní að viðstöddu fjölmenni. Í skólaslitaræðu sinni ræddi Ingi- björg Guðmundsdóttir skólameist- ari um verkfall framhaldsskóla- kennara og áhrif þess á skólastarf síðastliðinn vetur, nýju námskrána sem skólinn starfar nú eftir og auk- ið sjálfstæði skóla. Einnig fjallaði hún um húsnæðisvanda skólans. Hæsta einkunn á stúdentsprófi frá upphafi Alls stunduðu 518 nemendur skólann í vetur í 22 bekkjardeildum undir leiðsögn 46 kennara. Piltar voru um þriðjungur nemenda. Stúdentsprófi luku 108 nemendur. Morgunblaðið/Arnaldur Hvítir kollar við skólaslit Kvennaskólans í Reykjavík. Morgunblaðið/Arnaldur Nýstúdentar Kvennaskólans skoða einkunnaspjöldin. Kvennaskólanum slitið í 127. sinn Dúx skólans er Sigríður Karls- dóttir, nemandi á náttúrufræði- braut með einkunnina 9,51. Þetta er hæsta einkunn sem nemandi hef- ur hlotið á stúdentsprófi við skól- ann. Hæstu einkunn á stúdents- prófi á félagsfræðibraut hlaut Hafdís Einarsdóttir, 9,24, og hæstu einkunn á nýmálabraut hlaut Gísla Rún Kristjánsdóttir, 8,84. Verðlaun voru afhent fyrir góð- an námsárangur í ýmsum greinum á stúdentsprófi. Flest verðlaun fengu Sigríður Karlsdóttir, Magdalena Rós Guðnadóttir, Halla Hrund Logadóttir og Brynhildur Tinna Birgisdóttir á nátt- úrufræðibraut, Vala Hrönn Bjarka- dóttir og Þórey Ósk Ágústsdóttir á nýmálabraut og Hafdís Ein- arsdóttir á félagsfræðibraut. Þá hlaut Sigríður Karlsdóttir „Stúd- entspennann 2001“ úr verðlauna- sjóði dr. Guðrúnar P. Helgadóttur fyrir bestu stúdentsritgerðina. Að- alverðlaun skólans, verðlaun úr Minningarsjóði frú Þóru Melsteð, stofnanda Kvennaskólans í Reykja- vík, fyrir hæstu meðaleinkunn og besta heildarárangur á stúdents- prófi 2001 hlaut Sigríður Karls- dóttir á náttúrufræðibraut. Í lok athafnarinnar ávarpaði Ingibjörg Guðmundsdóttir skóla- meistari nýstúdenta og María Rún Bjarnadóttir flutti ræðu fyrir þeirra hönd. Halla Vilhjálmsdóttir nýstúdent söng við undirleik Harð- ar Áskelssonar organista. Fulltrúar tíu ára stúdenta voru viðstaddir útskriftina og talaði Hrönn Birgisdóttir fyrir þeirra hönd og færði skólanum pen- ingagjöf. Eftir athöfnina var öllum viðstöddum boðið að þiggja veit- ingar í Kvennaskólanum. 91 nemandi braut- skráður frá Fjöl- braut við Ármúla Morgunblaðið/Arnaldur Nýstúdent úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla skoðar einkunnir. uðust alls 33 nemendur, 12 tann- tæknar, átta læknaritarar, sex nudd- arar, fimm lyfjatæknar og tveir sjúkraliðar. Þá útskrifuðust 10 starf- andi sjúkraliðar eftir einnar annar viðbótarnám í hjúkrun langveikra. Jafnframt voru útskrifaðir sjö nem- endur úr starfsdeild 1 hinn 30. maí síðastliðinn. Sá óvenjulegi atburður gerðist að kennslustjóri tanntæknabrautar út- skrifaði móður sína sem tanntækni. BRAUTSKRÁNING nemenda á vorönn 2001 í Fjölbrautaskólanum við Ármúla fór fram við hátíðlega at- höfn í Borgarleikhúsinu síðastliðinn laugardag. Alls brautskráðist 91 nemandi, 41 stúdent, þar af 27 af félagsfræði- braut,10 af náttúrufræðifræðibraut og fjórir nemendur af málabraut. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Sigríður Guðmundsdóttir. Af starfsmenntabrautum útskrif- BORGARHOLTSSKÓLA var slitið í fimmta sinn föstdaginn 1. júní sl. Að þessu sinni voru útskrifaðir 104 nemendur af hinum ýmsu brautum skólans og var stærsti hópurinn nemendur í bílgreinum, eða um 40 talsins. Stúdentar voru nú útskrifað- ir í annað sinn og voru þeir 20. Guðni S. Guðjónsson, stúdent af náttúrufræðibraut, varð dux scholae en meðaltal einkunna hans var 9,67. Sérstakur heiðursgestur var Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, og flutti hann stutt ávarp. Þá flutti Melkorka Óskarsdóttir, stúdent á málabraut, ávarp útskriftarnema og þakkaði starfsliði og samnemendum fyrir góða skólavist. Eygló Eyjólfs- dóttir, fráfarandi skólameistari sem verið hefur í leyfi þetta skólaár, kvaddi nemendur og starfsfólk með ávarpi. Starfandi skólameistari, Ólafur Sigurðsson, gerði að umtalsefni hina miklu þróun og fjölbreytni sem ein- kennir skólann og hversu vel skólinn væri skipaður starfsfólki við upp- byggingarstarf nýs skóla. Að lokn- um skólaslitum og myndatöku var gestum boðið kaffi. Borgar- holtsskóla slitið í fimmta sinn Morgunblaðið/Sigurður Jökull Beðið eftir að húfurnar verði settar upp. ALLS voru brautskráðir 41 nemandi frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ laugardaginn 2. júní 2001 en athöfnin fór fram í Vídalínskirkju. Einn nemandi útskrifaðist af tveimur brautum og einn af tveggja ára braut og því 40 stúdentar í heild- ina. Fjórtán nemendur útskrifuðust af félagsfræðibrautum, einn af eðlis- fræðibraut, sjö af hagfræðibrautum, tveir af íþróttabrautum, fimm af málabrautum, þrír af myndlista- og handíðabrautum, átta af náttúru- fræðibrautum, einn af uppeldisbraut og einn nemandi af verslunarbraut. Útskrifaðist með 163 einingar Dúx Fjölbrautaskólans í Garðabæ að þessu sinni er Davíð Hilmarsson, stúdent af félagsfræðibraut, sálfræði- línu. Davíð fékk ágætiseinkunn í 44 námsáföngum og hlaut einnig viður- kenningu fyrir ágætan árangur í sál- fræði og ensku. Hulda Björk Þóroddsdóttir, stúd- ent af málabraut, nýmálalínu, lauk flestum námseiningum, 163 eining- um, en lágmarksfjöldi er 140 eining- ar. Hulda Björk hlaut einnig viður- kenningu fyrir góðan námsárangur í frönsku. Aðrir nemendur sem hlutu viður- kenningu voru Karítas Sæmunds- dóttir fyrir frábæran árangur í textíl- og fatahönnun, Hildur Ketilsdóttir fyrir bókfærslu og markaðsfræði, Árni Gunnarsson fyrir þýsku, Nanna Traustadóttir fyrir dönsku, Erna Sig- ríður Sigurðardóttir fyrir efnafræði og Eva Lind Jónsdóttir fyrir ágæta skólasókn allan námstímann. Við athöfnina söng Eva Lind Jóns- dóttir, nýstúdent af hagfræðibraut, markaðslínu, ásamt föður sínum, Jóni Þórarinssyni. Agnes Löve lék með á píanó. Að brautskráningu lokinni var gestum boðið til móttöku í hinu nýja og glæsilega húsnæði skólans við Skólabraut. 40 stúdent- ar braut- skráðir frá FG Morgunblaðið/Arnaldur Davíð Hilmarsson, dúx Fjölbrautaskólans í Garðabæ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.