Morgunblaðið - 08.06.2001, Síða 69
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 69
ÚTSÖLUSTAÐIR:
HYGEA Laugavegi,
HYGEA Kringlunni,
GALLERÍ FÖRÐUN Keflavík,
AGNES snyrtistofa,
Listhúsinu Laugardal,
Snyrtistofan JÓNA Hamraborg,
Snyrtistofan MANDÝ Laugavegi.
C ENERGY CELLULAR SERUM
C-VÍTAMÍN ORKUSPRENGJAN FRÁ
Húð þín fyllist ORKU og
geislar sem aldrei fyrr
Eflir varnar- og
endurnýjunarmátt
húðarinnar.
Jafnar
óreglulegan
húðlit og gefur
húðinni aukinn
ljóma og
stinnleika.
SUMARIÐ er tíminn, a.m.k. sá tími
sem „skemmtiferðaskipið“ SS-Sól fer
af stað. Skipstjórinn er enginn annar
en hinn landsþekkti Helgi Björnsson,
en hann skellir sér ósjaldan upp á svið
til þess að syngja með húshljómsveit-
inni, en það er skemmtiatriði sem
gestir kunna vel að meta. Það fer hver
að verða síðastur að skella sér um
borð, skipið er í þann mund að losa
landfestar og partíið því að byrja.
„Þetta er stór túr ef við teljum í kíló-
metrum,“ tilkynnir Jakob Magnússon
vélstjóri og bassaleikari húshljóm-
sveitarinnar.
Stoppin verða ekki mörg í þessari
ferð en þó er þess gætt að leggja upp
að fjölsóttum stuð-höfnum.
„Við verðum í Ýdölum á föstudags-
kvöldið og í Stapanum á laugardags-
kvöldið,“ tilkynnir Helgi skipstjóri.
Ómar Ragnarsson í stuði
Eins og flestir vita hefur skipið
haldist lengi á floti og án þess að
lenda í alvarlegum brotsjó. Eftir öll
þessi ár hefur siglingaleiðin verið að
mótast hægt og rólega og stoppunum
fækkað. Nú stoppar Helgi kafteinn
aðeins á þeim stöðum, sem hann
þekkir eins vel og handarbakið á sér.
Það er því auðvelt að ímynda sér að
þegar hann lítur til baka, renni allar
heimsóknirnar í eitt.
„Ég get nú alveg greint á milli
þeirra,“ segir hann og glottir. „Maður
man alltaf eftir einhverjum sérstök-
um atvikum frá hverju balli. Ég man
alltaf sérstaklega eftir balli sem var í
Njálsbúð með Bong, Spoon og Maus.
Það var alveg ferlega skemmtilegt
ball, mikill „fílingur“ í gangi og geggj-
uð stemmning. Ómar Ragnarsson
mætti og var í miklu stuði.“
Ómar er nú einn þeirra heppnu
sem ekki þarf að hafa áhyggjur af því
að verða ekki heimilaður aðgangur
vegna aldurs. Aldurstakmarkið hefur
um árabil verið 16 ár og Ómar er örlít-
ið eldri en það. En á næstunni gæti
vel farið svo að það verði hækkað upp
í 18. Þó að Ómar þurfi vart að verða
andvaka vegna þess, hefur Helgi
áhyggjur af því.
„Þetta er komið á í Miðgarði,“ segir
Helgi. „Sýslumaðurinn setti þessa
reglu á og aðstandendur samkomu-
hússins hafa lagt fram kæru. Þetta
verður því dómur sem hnekkir nið-
urstöðunni eða staðfestir. Á meðan
ekki hefur verið dæmt í málinu þá
stendur þessi ákvörðun sýslumanns-
ins. Mér finnst þetta bara mjög
slæmt. Ég held að þetta eigi ekki eftir
að hafa þau áhrif sem þeir eru að von-
ast eftir. Ef krakkar á þessum aldri
ætla sér að ná í brennivín og skemmta
sér þá gera þau það. Á dansleikjum
ertu með gæslu á staðnum, lögregl-
una og fíkniefnalögregluna. Þar eru
þeir a.m.k. í vernduðu umhverfi. Ef
lokað er á svoleiðis, hvað gerist þá?
Þá fara krakkarnir bara út í móa eða
eitthvað. Það er náttúrulega miklu
meiri hætta á því að þar gerist eitt-
hvað slys. Félagsmiðstöðvarnar eru
fyrir krakka upp að 16 ára aldri.
Krakkar á aldrinum 16-18 komast
ekki inn á vínveitingahúsin þannig að
það myndast gat þarna. Þannig að ég
segi: „You Gotta Fight For Your
Right To Party!“ (lausleg þýðing:
„Það þarf að berjast fyrir partírétt-
indunum“).“
„Þetta verða einu skiptin sem við
komum fram í júní, næst spilum við í
júlí á Sjallanum og svo í Njálsbúð,“
segir Helgi að lokum.
Sem sagt; SSSól í Ýdölum í kvöld
og Stapanum annað kvöld.
„Það þarf að berjast
fyrir partíréttindunum“
Í kvöld verður SSSól í
Ýdölum. Birgir Örn
Steinarsson hitti Helga
Björnsson, Jakob
Magnússon og Hrafn
Thoroddsen og kynnti
sér sumartúrinn.
Morgunblaðið/Billi
Hrafn Thoroddsen vélamaður, Jakob Magnússon háseti
og Helgi Björnsson skipstjóri.
SSSól setur í sumargírinn
biggi@mbl.is
Skræktu
(Shriek)
G a m a n m y n d
Leikstjóri: John Blanchard. Hand-
rit: Sue Bailey, Joe Nelms. Aðal-
hlutverk: Tiffany-Amber Thiessen,
Tom Arnold, ofl. Bandaríkin, 2000.
Myndform. Bönnuð innan 12 ára.
ÞEIR SEM hafa fengið sig full-
sadda af hryllingsmyndaæði Holly-
wood sem hófst eftir velgengni
Scream-myndanna
ættu að taka
myndum á borð við
Skræktu fagnandi.
Stólpagrín er gert
af klisjunum sem
sjá má í unglinga-
hrollvekju eftir
unglingahroll-
vekju og myndin
hittir nægilega oft
í mark til að vera
hin sæmilegasta afþreying, enda
þótt kímnigáfan sé jafnan heldur
groddaleg. Óþarfi er að lýsa sögu-
þræði myndarinnar, hann er fremur
óöguð samsuða úr öðrum myndum,
sem hittir stundum í mark, og stund-
um ekki. En þótt Skræktu falli dálít-
ið í skuggann af Scary Movie, ann-
arri mynd með sama markmið, má
gera mörg verri mistök á vídeóleig-
um borgarinnar en taka þessa með
sér heim.
Heiða Jóhannsdótt ir
MYNDBÖND
Skrækt í
gegnum
hláturinn