Morgunblaðið - 26.06.2001, Page 1

Morgunblaðið - 26.06.2001, Page 1
142. TBL. 89. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 26. JÚNÍ 2001 HLEYPT var af byssum fyrir utan þinghúsið í Skopje í gærkvöldi þegar um 6.000 Makedóníumenn söfnuðust þar saman til að mótmæla vopna- hléssamkomulagi stjórnarinnar við albanska uppreisnarmenn og krefj- ast afsagnar Borís Trajkovskís for- seta. Nokkrir tugir manna úr vara- liði lögreglunnar, sem tóku þátt í mótmælunum, komust inn í þinghús- ið og þrír þeirra hleyptu af byssum upp í loftið á svölum byggingarinnar. Trajkovskí var inni í þinghúsinu að ræða við leiðtoga helstu stjórnmála- flokka Makedóníu til að reyna að hefja samningaviðræður um pólitísk- ar umbætur sem taldar eru nauðsyn- legar til að afstýra borgarastyrjöld. Að minnsta kosti tólf menn skutu byssukúlum upp í loftið á meðal mót- mælendanna. Þeir sem komust inn í bygginguna köstuðu tölvum út um glugga og mótmælendurnir fyrir ut- an brutu rúður og réðust á opinberar bifreiðar sem lagt hafði verið við bygginguna. Menn í varaliði lögreglunnar og nokkrir tugir óvopnaðra hermanna tóku þátt í mótmælunum, sem hófust þegar hundruð albanskra uppreisn- armanna voru flutt frá þorpinu Arac- inovo, nálægt Skopje, samkvæmt samkomulagi sem náðist fyrir milli- göngu Evrópusambandsins á sunnu- dag. Stjórn Makedóníu féllst þá á að fyrirskipa hernum að hætta árásum sínum á þorpið og leyfa uppreisnar- mönnunum að fara þaðan án þess að afvopnast. Mikil reiði er meðal slavneskra Makedóníumanna vegna samkomu- lagsins. Hópur fólks stöðvaði bílalest stjórnarerindreka, eftirlitsmanna ESB og NATO og bandarískra her- manna sem voru á leiðinni til Skopje eftir að hafa fylgst með brottflutn- ingi uppreisnarmannanna. Til skotbardaga kom einnig milli uppreisnarmanna og lögreglumanna nálægt bænum Tetovo. Talsmaður innanríkisráðuneytis Makedóníu sagði að einn lögreglumaður hefði beðið bana og fimm særst. ESB hótar að stöðva fjárhagsaðstoðina Evrópusambandið krafðist þess í gær að stjórn Makedóníu hætti til- raunum sínum til að binda enda á uppreisnina í landinu með hervaldi og hæfi þegar í stað viðræður um pólitískar umbætur til að afstýra borgarastyrjöld. Stjórnin var enn- fremur vöruð við því að hún fengi ekki frekari fjárhagsaðstoð frá Evr- ópusambandinu nema viðræðurnar bæru skjótan árangur. „Hernaður er engin lausn á vand- anum,“ sagði í yfirlýsingu utanríkis- ráðherra ESB-ríkjanna á fundi í Lúxemborg. Hópur mótmælenda ræðst inn í þinghúsið í Skopje Krefjast afsagnar forseta Makedóníu Reuters Mótmælendur fagna eftir að hópur manna úr varaliði lögreglunnar réðst inn í þinghúsið í Skopje til að krefjast þess að forseti Makedóníu segði af sér vegna vopnahléssamkomulags við albanska uppreisnarmenn. Skopje, Lúxemborg. Reuters, AFP. MARGT bendir til, að raunverulegt samdráttarskeið sé hafið í banda- rísku efnahagslífi ef marka má nýjar tölur frá bandarísku hagstofunni. Í yfirlýsingum hagstofunnar á síð- ustu mánuðum hefur því alltaf verið vísað á bug, að minni umsvif í hag- kerfinu jafngildi samdrætti en í þeim nýjustu, 18. júní sl., segir, að „hugs- anlegt sé, að samdráttarskeið hafi hafist fyrir skömmu“. Paul O’Neill, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, heldur því þó fram, að tekist hafi að sigla framhjá sam- dráttarskerjunum með skattalækk- ununum, sem brátt muni skila sér til fólks, og með vaxtalækkunum, sem muni fara að hafa áhrif á næstunni. 0,4% hagvöxtur apríl–júní? Hagvöxtur í Bandaríkjunum var 1,3% á fyrsta ársfjórðungi en spáð er, að hann verði ekki nema 0,4% á öðrum ársfjórðungi. Það er einkum einkaneyslan, sem kyndir undir efnahagslífinu, en úr henni hefur lít- ið dregið enn, og sömu sögu er að segja í byggingariðnaði. Samdráttur er hins vegar í framleiðslugreinum og birgðasöfnun og of mikil fram- leiðslugeta vaxandi vandamál. Kenna framleiðendur m.a. um háu gengi á dollaranum, sem hefur ekk- ert lækkað þrátt fyrir vaxtalækkan- ir. Frá því á síðasta ári hefur at- vinnuleysi aukist úr 3,9% í 4,4%. Búist er við, að bandaríski seðla- bankinn bregðist við nýjustu tíðind- unum með því að lækka vexti um fjórðung eða hálft prósentustig. Bandarískt efnahagslíf Samdrátt- arskeið hafið? Washington. AP. KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði við upp- haf alnæmisráðstefnu allsherjar- þings SÞ í gær að nauðsynlegt væri að verja 7 til 10 milljörðum dollara (um 700 til 1.000 milljörðum króna) á ári hverju til baráttunnar gegn út- breiðslu alnæmis í heiminum, um fimm sinnum meira en nú er gert. „Stríðið gegn alnæmisvánni verð- ur ekki unnið nema framlög til bar- áttunnar verði stóraukin,“ sagði Annan í ávarpi sínu. Allsherjarþingið ræðir alnæmis- vandann á sérstakri þriggja daga ráðstefnu, en þetta er í fyrsta sinn sem þingið tekur heilbrigðisvanda- mál til umræðu á slíkum fundi. Um 3.000 gestir hvaðanæva úr heiminum sækja ráðstefnuna, sem hófst með einnar mínútu þögn til minningar um þær 22 milljónir manna sem sjúkdómurinn hefur dregið til dauða. 36 milljónir manna hafa smitast Á ráðstefnunni kom fram að 36 milljónir manna eru nú smitaðar af HIV-veirunni. Þar af búa langflestir í mið- og suðurhluta Afríku, 25,3 milljónir. HIV-smitaðir eru 5,8 millj- ónir í Suður- og Suðaustur-Asíu og 1,4 milljónir í Suður-Ameríku, en Vestur-Evrópa er sá heimshluti þar sem fæstir eru smitaðir, um 540 þús- und. Rúmlega helmingur HIV-já- kvæðra í heiminum er konur og talið er að um ein milljón barna undir 14 ára aldri sé smituð. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í ávarpi sínu á ráðstefnunni í gær að Bandaríkja- stjórn hygðist auka framlög til al- næmisvarna. Alnæmisráðstefna Sameinuðu þjóðanna í New York Annan segir þörf á stór- auknum framlögum Sameinuðu þjóðunum. AFP, AP. VLADIMIRO Montesinos, fyrrver- andi yfirmaður leyniþjónustu Perú, var fluttur með flugvél til heima- landsins frá Venesúela í gær eftir að hafa verið á flótta í átta mánuði. Hann var færður í dýflissu undir dómhúsi í Lima þar sem hann var yfirheyrður. Yfirvöld hyggjast sak- sækja hann fyrir spillingu, fjár- drátt, skipulagningu dauðasveita, eiturlyfjasmygl, ólöglega vopna- sölu og fleiri glæpi. Hann á lífstíð- arfangelsi yfir höfði sér. Búist er við að Montesinos verði fluttur í herfangelsi sem hann hannaði sjálfur fyrir hættulegustu glæpamenn landsins. Montesinos var handtekinn í Venesúela á laugardaginn var og talsmaður bandaríska utanrík- isráðuneytisins sagði í gær að bandaríska alríkislögreglan FBI hefði átt stóran þátt í handtökunni. Orðrómur hafði gengið um að njósnaforinginn fyrrverandi hefði gengist undir aðgerð hjá lýtalækni til að breyta útliti sínu en hann virt- ist óbreyttur. Montesinos, annar til hægri, er hér í fylgd lögreglu- manna við komuna til herflugvallar í Lima. Reuters Montesinos í fangelsi  Montesinos framseldur/23

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.