Morgunblaðið - 26.06.2001, Page 23

Morgunblaðið - 26.06.2001, Page 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 23 Gamlar fulningahurðir verða sem nýjar. Leysum einnig málningu og bæs af gömlum skápum, kommóðum, kistum o.fl. Viðurinn fær lútáferð. Langholtsvegi 126,104 Rvík, sími 555 4343. gsm: 897 5484, 897 3327, www.afsyring.is Aðeins það besta fyrir andlit þitt Estée Lauder andlitsmeðferðin miðar öll að því að veita þér slökun og dekra við þig - allt frá vandvirkri hreinsun húðarinnar að yndislega róandi nuddinu. Nútímaleg húðumhirða okkar vinnur gegn vandamálum sem stafa af þurri húð eða feitri, hrukkum, slælegri blóðrás, þreytulegri húð og öðru sem hrjáir húðina. Öll er meðferðin umvafin ljúfri munúð og slökun. Veittu þér andlitsmeðferð eins og þær gerast bestar og sjáðu hvað svolítið dekur gerir húðinni gott. Það kostar aðeins kr. 1.500. Hringdu og pantaðu tíma. Síminn er 564 5600. Smáratorgi sími 564 5600 Snyrtiklefi - fyrir útlitið VONIR Jacques Chiracs Frakk- landsforseta um endurkjör gætu brostið vegna tillögu þingmanns um að forsetinn verði ákærður fyrir spillingu. Forsendur ákærunnar eru tengsl forsetans við spillingarmál frá þeim tíma er hann gegndi emb- ætti borgarstjóra í París. Það er lítt þekktur franskur þing- maður, Arnaud Montebourg, sem hefur farið fram á að forsetinn verði ákærður fyrir spillingu. Hann hefur ritað 29 síðna þingsályktun um að Chirac verði dreginn fyrir dómstóla vegna tengsla sinna við fjármála- misferli sem átti sér stað í borg- arstjóratíð hans. Sérstakur dómstóll réttar í málum forsetans Öll dómsmál er varða forsetann verða að fara fyrir sérstakan yf- irdóm sem skipaður er þingmönn- um, en franska stjórnarskráin kveð- ur á um að ekki megi draga forsetann fyrir almenna dómstóla. Til að hefja megi málaferli fyrir yf- irdómnum verða minnst 58 þing- menn að undirrita ályktun þess efn- is og þarf ályktunin að hljóta samþykki í báðum deildum þingsins. Sl. fimmtudag hafði 31 þingmaður skrifað undir þingsályktun Mon- tebourgs en í upphafi var talið að um aðför eins manns að forsetanum væri að ræða. Spáð er að fleiri muni taka undir álykt- un Montebourgs fyrir lok þessarar viku. Gæti ógnað endur- kjöri Chiracs Þar til nú hefur Montebourg verið lítt þekktur í Frakklandi. Hann hefur ekki skap- að sér sérstöðu á franska þinginu og hefur aldrei gegnt ráð- herraembætti. Mon- tebourg hvetur til þess að stjórnmálasiðferði verði eflt, en hann er nú talinn geta orðið ein helsta ógnin við kosninga- herferð Chiracs á næsta ári. Þingmaðurinn krefst þess að for- setinn beri vitni fyrir dómstólum vegna ásakananna. Ef til kemur verður það mjög auðmýkjandi fyrir Chirac enda hefur æðsti valdhafi franska ríkisins ekki verið kallaður fyrir dómstóla eftir síðari heims- styrjöld. Margar tilraunir hafa verið gerð- ar til að fá Montebourg til að draga ályktun sína til baka en allt kemur fyrir ekki. Rúm- lega 30.000 eintök af hinni 29 síðna þings- ályktun hafa selst á síð- astliðnum þremur vik- um og hefur málið vakið mikinn áhuga al- mennings í Frakklandi. Orðrómur um mútur og ólöglega fjáröflun Gaullistaflokksins í borgarstjóratíð Chiracs hefur verið á kreiki í meira en áratug. Rann- sókn málsins var hætt fyrr á þessu ári vegna þess að rannsóknardómari taldi sig kominn út fyrir valdsvið sitt enda má ekki draga forsetann fyrir dóm- stóla. Flokksmenn Sósíalistaflokksins, undir forystu Lionels Jospin for- sætisráðherra, hafa verið tregir til að fylgja rannsókn málsins eftir. Talsmenn forsetaembættisins hafa þó sakað forsætisráðherrann um að styðja málstað Montebourgs á bak- við tjöldin. Ný spillingarmál komin upp á yfirborðið Nýjustu grunsemdir um spillingu frá borgarstjóratíð forsetans varða utanlandsferðir Chiracs og hans nánustu á árunum 1992 til 1995. Haft er eftir embættismanni í dómskerfinu að dómstóll í París rannsaki nú hvers eðlis ferðirnar voru en grunsamlegt þykir að þær hafi verið greiddar með beinhörðum peningum. Ferðirnar tuttugu, sem ásakan- irnar snúast um, eru taldar hafa kostað rúmlega 27 milljónir króna, að því er fram kemur á fréttavef vikuritsins L’Express. Yfirvöldum er í mun að komast að því hvaðan peningarnir, sem fóru í að borga ferðir til Japans, Bandaríkjanna og Máritíus, komu. L’Express hefur eftir talsmönnum Chiracs að forset- inn hafi greitt fyrir ferðirnar úr eig- in vasa og að þær verið greiddar með reiðufé til að gæta öryggis for- setans. Jacques Chirac var borgarstjóri í París í 18 ár, eða frá 1977 til ársins 1995, er hann tók við forsetaemb- ætti. Þingmaður í herferð gegn Frakklandsforseta Berst gegn sakar- uppgjöf Chiracs Jacques Chirac París. AP, AFP, The Daily Telegraph. ÍBÚAR í þorpinu Bonga við rætur eldfjallsins Maya á Filippseyjum sjást á myndinni flykkjast upp á pallinn á bíl, sem flutti þá á örugg- ari stað. Mikill mökkur af gufu og ösku frá gjósandi fjallinu gnæfir yf- ir. Eldgosið hófst á sunnudaginn en því slotaði í gær og snéru þá nokkr- ir íbúar þorpa við rætur fjallsins heim til sín aftur. Þeir voru varaðir við því að fjallið gæti á hverri stundu farið að spúa aftur hrauni og ösku. Á sunnudag reis mökk- urinn í rúmlega 15 km hæð. Fram- kvæmdastjóri Eldfjalla- og jarð- skjálftamiðstöðvar Filippseyja, Raymundo Punongbayan, sagði að gosið gæti staðið í eina til tvær vik- ur og ekki væri ólíklegt að allt að 70 milljónir rúmmetra af hrauni kæmu upp úr fjallinu. Hátt í 60 þús- und manns kynnu að þurfa að yf- irgefa heimili sín. Mayon er eitt af virkustu eld- fjöllum Filippseyja og hefur gosið að minnsta kosti 47 sinnum síðan 1616. Ösku- og aurflóð frá fjallinu gróf þorp og varð 1.200 manns að bana árið 1814. Síðast gaus í fjall- inu í febrúar í fyrra og þá þurftu um 68 þúsund manns að flýja heim- ili sín. AP Mayon gýs Legazpi á Filippseyjum. AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.