Morgunblaðið - 26.06.2001, Side 27

Morgunblaðið - 26.06.2001, Side 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 27 EITT af því sem einkenndi und- anlát módernismans á síðustu ára- tugum nýliðinnar aldar, var end- urkoma tónmiðjunnar, þ.e. grunnhugmynd tóntegundaskipun- arinnar, ítrekanir heilla þátta og hálfkvæðar stefhugmyndir, ofast hugsaðar sem tilvitnanir. Sú tón- stefna sem endanlega braut á bak aftur flókna byggingartækni mod- ernismans, var „minimalisminn,“ þar sem tónmálið var fært til þess einfaldasta, bæði í tónferli og hljómskipan og að endurtekningin kom í staðinn fyrir úrvinnslu tón- hugmyndanna. Sé þetta haft í huga, voru tónleikar þeir sem haldnir voru í Ými sl. sunnudag, undir heitinu Íslensk kammertón- list á Jónsmessu, eins konar „nos- talgisk“ upprifjun og fyrir margra hluta sakir skemmtileg, sérstak- lega að fá að heyra „gömul“ verk og hvernig ný verk bera í sér um- ræddar breytingar, þó með þeim söknuði, að enn má heyra að „mód- ernisminn“ heldur höndum manna að nokkru leyti. Fyrsta verk tónleikanna var Ristur (1995) fyrir klarinett og píanó, eftir Jón Nordal, einfalt og látlaust verk, er var mjög fallega leikið af Önnu Guðnýju og Sigurði Ingva. Þarna mátti heyra að tón- miðjan var enn vakandi og tónferli stefjanna sérlega lagrænt og á köflum fallega ofið í eitt fyrir hljóðfærin. Nýjasta verkið var Nocturno I, II og III, (1999) fyrir klarinett, selló og píanó, eftir Pál P. Pálsson. Þarna mátti heyra hljómbundnar tónlínur, sem voru jafnvel leiknar í áttundum og í Nocturno II var skemmtileg og hröð „Perpetuo“ tónhugmynd leik- in í áttundum, sem eins konar A stef með hægferðugum millikafla (B) en Nocturno III er tónræn hugleiðsla, mjög nærri kontra- punktískum hugmyndum barokk- manna, sem náði töluverðu risi er leitaði niðurlags í tregfullan fá- tónaleik (minimal). Verkið var ein- staklega vel leikið af öllum félög- unum og oft tekið til hendi af glæsibrag, eins og t.d. í Nocturno II, sem er sérlega skemmilegt verk. Elsta verk tónleikanna var Plu- tôt blanche que azurée (1976), fyrir klarínett, selló og píanó, eftir Atla Heimi Sveinsson, en samt sem áð- ur nýtískulegast þeirra verka sem hér voru flutt, þ.e.a.s. að í því get- ur að heyra höfnun á bygginga- tækni modernismans og þar er tónlistinni stefnt til þess frjálsræð- is í tóntaki og formskipan, sem far- ið var að gæta hjá tónskáldum úti í heimi á áttunda áratugnum. Þarna mátti heyra í upphafi fallega radd- aðan samleik á selló og klarínett, leik með einstök tónbil (fimmundir þríundir og sexundir) langa og hljómrænt kyrrstæða „kadensu“ og „minimaliskan“ endi, sem var ef til vill einum og langdreginn. Verkið naut þess hve vel það var flutt af Önnu Guðnýju, Bryndísi Höllu og Sigurði Ingva. Það verk sem hélt mest í eldri gildi modernismans en þó með ákveðinni leit til komandi tíma, var sónatína (1998) fyrir klarinett og píanó, eftir Áskel Másson. Sóna- tína Áskels er magnað verk, ákaf- lega þétt í gerð en þó með fallega mótuðum andstæðum og var ein- staklega vel flutt. Lokaverk tón- leikanna var Áfangar fyrir klarí- nett, fiðlu og píanó, eftir Leif Þórarinsson. Áfangar er í upphafi byggt á „minnkuðum ferhljómi“ sem er sérlega áberandi í minimal- isku uppafi, er verður svo óræðari er líður á verkið, en endar eins og það hófst, með fátónaleik. Flutningur fjórmenninganna var hreint frábærlega mótaður og átti Anna Guðný skemmtilega mótuð tilþrif í verki Atla en þó sérstak- lega í hinu frábæra verki Áskels. Fiðlan fékk í raun vart að njóta sín fyrr en í verki Leifs, þar sem hann m.a. brá á leik með tilvitnun í klassísk tóngrip, sem Sigrún Eð- valdsdóttir lék af glæsibrag. Bryn- dís Halla átti frábæran leik í Noct- urno II, eftir Pál og einnig í verki Atla. Klarínettið var í raun þunga- miðju hljóðfæri tónleikanna og átti Sigurður Ingvi aldeilis glæsilegan leik, sérstaklega í verkunum eftir Atla og Áskel. Það var sérlega skemmtileg upplifun að heyra þarna gamla kunningja, og eignast nýja vini í frumflutningi hérlendis á næturljóðum Páls og ekki síst sónatínu Áskels, sem undirritaður var að heyra í fyrsta sinn. Gamlir kunningjar og nýir vinir TÓNLIST Ý m i r Anna Guðný Guðmundsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Sigrún Eðvaldsdóttir og Sigurður Ingvi Snorrason fluttu verk eftir Jón Nordal, Pál P.Pálsson, Atla Heimi Sveinsson, Áskel Másson og Leif Þórarinsson. Sunnudagurinn 24. júní, 2001. KAMMERTÓNLIST Jón Ásgeirsson FORMAÐUR Félags íslenskra leik- ara, Edda Þórarinsdóttir, hefur af- hent Ólöfu Ingólfsdóttur, dansara og danshöfundi, fyrsta EuroFia-dans- arapassann á Íslandi. „Félagið er aðili að FIA, Alþjóða- samtökum dansara, leikara og óperusöngvara, og hefur Evrópu- deild samtakanna, EuroFia, nýlega gefið út dansarapassa. Með útgáfu passans hefur sá gamli draumur orð- ið að veruleika að dansarar geti ferðast milli landa innan Evrópu og fengið alla þá þjónustu sem aðildar- félög FIA veita dönsurum í sínu heimalandi,“ segir Edda. „Það er misjafnt hvaða þjónusta býðst í hverju hinna 17 aðildarlanda. Sem dæmi má nefna að í Bretlandi á dansarinn greiðan aðgang að ýmsum upplýsingum, s.s. um daglega þjálf- un, námskeið, læknisaðstoð og vinnumöguleika. Erlendir dansarar sem heimsækja Ísland með passann í vasanum fá félagsskírteini FÍL og njóta þar með sömu réttinda og aðrir í félaginu, s.s. lagalegrar aðstoðar ef með þarf, upplýsingar um samninga dansara og ókeypis leikhúsmiða.“ Fyrsti EuroFia- passinn á Íslandi Morgunblaðið/Jón Svavarsson Edda Þórarinsdóttir afhendir Ólöfu Ingólfsdóttur passann. margar einka- og samsýningar allt frá því hún lauk námi árið 1997. Sjóðinn stofnaði Erró til minn- ingar um frænku sína og er hon- um ætlað að efla og styrkja efni- legar listakonur. Þetta er í fjórða sinn sem veitt er úr sjóðnum en fyrri styrkþegar eru Ólöf Nordal, Finna Birna Steinsson og Katrín Sigurðardóttir. ÚTHLUTAÐ var úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur, móð- ursystur Erró, við opnun á yfirlits- sýningu Errósafnsins í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi sl. laug- ardag. Framlag sjóðsins féll að þessu sinni í skaut listakonunnar Gabríelu Friðriksdóttur og nemur upphæðin þrjú hundruð þúsund krónum. Gabríela hefur haldið Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun í vörslu borgarsjóðs Reykjavíkur en umsjón með honum hafa Reykjavíkurborg og Errósafn. Stjórn sjóðsins skipa forstöðu- menn Listasafns Reykjavíkur, Listasafnsins á Akureyri og Lista- safns Íslands. Forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur er formað- ur sjóðsstjórnar. Úthlutað úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur Styrkurinn kemur í hlut Gabríelu Friðriksdóttur Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, Eiríkur Þorláksson forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur og for- maður sjóðsstjórnar, Erró og styrkþeginn að þessu sinni, Gabríela Friðriksdóttir myndlistarkona. FIMMTÁNDU tónleikarnir í röð- inni Bach í Breiðholtskirkju verða í kvöld, þriðjudagskvöldið, kl. 20:30. Það er Jörg E. Sonder- mann, organisti í Hveragerði og kennari við Tónskóla þjóðkirkj- unnar, sem leikur á orgel kirkj- unnar. Tónleikaröðin er í tilefni af 250 ára ártíð tónskáldsins. Á tónleikunum nú verður flutt verkin Kontrapunktur I og XI, Sex sálmforleikir (úr Neumeister Sammlung), Fantasía in Organo pleno um sálmalagið Komm, Heil- iger Geist Herre Gott, Sálmfor- leikur á 2 Clav. et Pedale um sálmalagið Komm, Heiliger Geist Herre Gott, Sálmforleikur in Org- ano pleno um sálmalagið Komm, Gott Schöpfer, Heiliger Geist og Prelúdía og fúga í h - moll. Aðgangseyrir er 900 kr. og rennur til Hjálparstarfs kirkjunn- ar. 15. Bachtónleikarnir í Breiðholtskirkju Just For Men hárlitunarsjampó fyrir karlmenn, sem litar gráu hárin og gefur eðlilegan lit á aðeins 5 mínútum og hver litun endist í allt að 6 vikur.  Þú gerir það sjálfur  Sáraeinfalt  Leiðbeiningar á íslensku fylgja hverjum pakka Einnig skegglitunargel sem þú burstar í skeggið og gráu hárin fá eðlilegan lit á aðeins 5 mínútum. Haraldur Sigurðsson ehf. heildverslun, símar 567 7030, og 894 0952, fax 567 9130. E-mail: landbrot@simnet.is Útsölustaðir: Hagkaup, Nýkaup, apótek og hársnyrtistofur Aðeins fyrir karlmenn 5 mínútna háralitun Mörkinni 3, sími 588 0640 G læ si le g hú sg ög n Sérpantanir Opið virka daga frá kl. 12-18. Ryðfríar Blómagrindur y fríar Blómagrindur með hengi Tilboðsverð kr. 2.900 áður kr. 3,595 Klapparstíg 44 Sími 562 3614

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.