Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN
34 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
K
LÆÐA sig vel,“
sagði maðurinn hjá
Útivist með digrum
karlaróm að hætti
útilegumanna.
Hann tók við greiðslu í gegnum
síma og gaf góð ráð í kaupbæti.
„Ganga eins hægt og maður getur
fyrsta klukkutímann,“ sagði vinur
minn, fjallvanur. „Og hafa skíða-
stafi til þess að styðja sig við,“
sagði vinkona mín, fjallvön. Þau
renndi í grun að tíu stunda ganga
yrði mér erfið. Jónsmessunæt-
urganga yfir Fimmvörðuháls.
Upp. Upp. Upp. Og svo niður.
Víst voru þetta ágæt ráð í upp-
hafi ferðar, en eitt klikkaði samt
alveg. Enginn sagði mér frá öllum
þeim lyfjum og efnum sem skrif-
stofublókir úr bænum þurfa að
hafa með sér, eigi þær að lifa af
helgardvöl í óbyggðum. Það eru
nefnilega eng-
in apótek á
fjöllum. Og
verkjalyf vaxa
ekki á íslensk-
um trjám.
Þegar í ann-
arri brekku
hófust vandræðin. Svimi og sjón-
truflanir sem gáfu ófögur fyrirheit
um fótaskort í skriðum. Skrambi
er vont að vera með höfuðverk á
ferðalögum, það fer alveg með
stemmninguna. Ég þáði jeppafar
dálítinn spotta og stúlka með hæl-
særi gaf mér verkjatöflur til þess
að koma höfðinu í lag. Ég ætlaði
að gefa henni hælsærisplástur á
móti en skildist að ekki væri pláss
fyrir fleiri plástra á hælunum.
Eftir að jafnvægið komst í lag
og ég aftur komin í gönguhópinn
miðjan, tók ég til við neyslu orku-
drykkja og próteinsúkkulaðis sem
ég hafði af forsjálni tekið með.
Það jafnast á við hressilegt lyfja-
spítt að fá guarana og þrúgusykur
inn á líkamskerfið og sem snöggv-
ast virtust allar leiðir færar. Leið-
irnar reyndust að vísu torfærar og
hrikalegar en viðbótarorkan
fleytti jafnvel mestu liðleskjum
fyrir Heljarkamb og niður Bröttu-
fönn.
Þegar eldaði aftur og birti kom
hins vegar í ljós að sólvörn var
meðal þess „lyfjavarnings“ sem
vantaði í bakpokann. Á móti okk-
ur tók sumarsól sem sveipaði gulli
dal og hól. Endurvarpið af snjó-
breiðunum jók brunahættu, svo
nefi og kinnum var í voða stefnt.
Síðar varð og ljóst að svitalykt-
areyðir var meðal þess sem marg-
ir höfðu gleymt, en eftir heillar
nætur fjallgöngu í flísgöllum og
steikjandi sól gaus upp megn lík-
amslykt í flíkum og tjöldum. Það
urðu tjaldbúar að láta sig hafa.
Það eru nefnilega heldur engin
þvottahús á fjöllum.
Við komuna niður í Bása að
morgni var bætiefnatap göngu-
fólks bætt upp með lýsi sem
bauðst í snafsaglösum, en D-
vítamínríkt lýsi er einmitt talið
gott í dagsbyrjun. Ég var hins
vegar í hópi þeirra sem æptu á
annars konar apótekaravarning;
bólgueyðandi töflur, því strengir
eftir gönguna gerðu ótrúlega
fljótt vart við sig. Ég var varla
göngufær það sem eftir lifði dags
og komu sér þá vel íbúfen-
töflurnar sem mamma hafði laum-
að í nestispokann minn, skv. hug-
boði um ógöngur í óbyggðum.
Meðan gigtarlyfin gerðu sitt til
þess að draga úr þjáningum lær-
vöðvanna brosti ég til samferð-
armanna og bar mig vel. Þegar
leið á kvöldið fóru hins vegar önn-
ur einkenni að gera vart við sig.
Gróðurofnæmi, sem veldur mér
sjaldan óþægindum á hinu
hrjóstruga Fróni, blossaði upp.
Kannski er ekki við öðru að búast
þegar maður liggur nánast með
andlitið ofan í grassverðinum dag-
langt og dregur ofan í sig mosa-
mylsnu, jurtailm og öll hugsanleg
frjókorn. Krónískur hnerri, kláði í
nefi, bólginn háls og sokkin augu
íþyngdu tilveru minni það sem eft-
ir lifði útilegu. Ofnæmislyfin mín
lágu á eldhúsborðinu heima og
enn var ég óþyrmilega minnt á að
í óbyggðum eru engin apótek.
Í kringum varðeldinn, eftir
grillveisluna, fékk ég þó á tilfinn-
inguna að lyfjafræðingar á svæð-
inu væru fleiri en í fyrstu var talið.
Grunsamlegt glundur í flöskum
gekk manna á milli og fylgdi sú
skýring að vökvinn væri ýmist
„hjartastyrkjandi“ eða „róandi“.
Mér var að vísu ráðlagt að drekka
sem minnst ofan í íbúfenið og
hlýddi. Þegar leið á nóttina fór ég
hins vegar að sjá eftir því að hafa
ekki tekið með mér svefnlyf, slík-
ur var hópsöngurinn og gítarspilið
á tjaldsvæðinu. En þreytan varð
ónæðinu yfirsterkari og jafnvel
frjókornin létu í minni pokann yfir
blánóttina.
Daginn eftir voru augun enn
sokkin og kláðinn í algleymingi en
strengir í lærum vægari. Samt
hefði ég þurft kæruleysissprautu
til þess að feta í fótspor ferða-
félaganna sem sér til gamans óðu
ískalda Sauðá upp á mið læri á
heimleiðinni. Ég lét mér nægja að
horfa á úr nærliggjandi brekku og
drekka síðustu orkulöggina. En
sem ég sat þar og hnerraði, fang-
aði fjólublátt lyfjagras athygli
mína í flórunni og mér flaug í hug
að þarna í brattanum væri
kannski komið apótekið sem ég
hafði allan tímann leitað að. Þarna
óx lyfjagras, blóðarfi, selgresi –
jurtir sem áður fyrr voru notaðar
til þess að græða, lækna og deyfa.
Rétt nýbúin að blóta því að hafa
ekki tekið með mér teldanexið,
rhinocortið og kestinið, rann upp
fyrir mér að fyrir ekki svo mjög
löngu tókst fólk á við náttúruna
með meðulum náttúrunnar sjálfr-
ar. Það bjó í náttúrunni og lifði
með henni. Engin sólkrem, ekkert
íbúfen, ekkert aspirín.
Ég varð sem snöggvast skömm-
ustuleg, stakk grönnum stilk af
lyfjagrasi milli tannanna og byrj-
aði að tyggja. Það var í raun ekk-
ert að mér nema kveifarskapur.
Sjóntruflanirnar í upphafi voru
sennilega bara súrefnissjokk, eins
og einhver hafði reyndar úrskurð-
að strax. Hælsæri fá menn ein-
ungis ef þeir nota gönguskóna
sína sjaldan. Strengir koma af því
að hreyfa sig ekki reglulega. Frjó-
kornaofnæmi má eflaust lækna
með tei úr öðrum jurtum. Og al-
besta víman er fegurð fjallanna
sjálfra. Ég hellti síðustu drop-
unum af orkudrykknum í veg-
kantinn, fyllti flöskuna af tæru
vatni úr ískaldri Sauðánni og tók
með mér í bæinn. Nýtt náttúrulyf.
Til þess að dreypa á í vinnunni
daginn eftir, í geislanum frá óheil-
næmum tölvuskjánum.
Um landið
á lyfjum
Þarna var apótekið sem ég hafði leitað
að. Þarna óx lyfjagras, blóðarfi, selgresi
– jurtir sem áður fyrr voru notaðar til
þess að græða, lækna og deyfa.
VIÐHORF
Eftir Sig-
urbjörgu Þrast-
ardóttur
sith@mbl.is
ÞAÐ hefur verið
einhver ólund í Einari
Má Sigurðarsyni,
þingmanni Samfylk-
ingarinnar, þegar
hann skrifaði grein
sína í Morgunblaðið
19. júní sl. Þar er Ein-
ar að svara grein minni
um framkvæmd
byggðaáætlunar sem
birtist í Morgun-
blaðinu 12. júní. Í
grein minni sýndi ég
fram á að mjög margt
af því sem stefnt var
að í þeirri byggðaáætl-
un sem Alþingi sam-
þykkti fyrir árin 1999-
2001 hefur náð fram að ganga.
Einar sér að sjálfsögðu ekkert já-
kvætt við lestur skýrslunnar. Að
sjálfsögðu segi ég, því það er nánast
regla að þingmenn Samfylkingar-
innar sjá aldrei neitt jákvætt koma
frá stjórnvöldum og eru á móti öllu
sem ríkisstjórnin leggur til. Gott
dæmi um það er afstaða samfylking-
arþingmanna til veiða smábáta á ýsu
og steinbít utan kvóta, þar sem þeir
studdu ekki frumvarp sjávarútvegs-
ráðherra um að framlengja þessar
veiðar vorið 2000 en hömuðust á rík-
isstjórninni fyrir að framlengja þær
ekki vorið 2001!
Afstaða Samfylkingar
til stóriðju
Einar gætir þess í grein sinni að
svara ekki skrifum mínum um af-
stöðu Samfylkingarinnar til stóriðju,
en í byggðaáætluninni var lögð
áhersla á að nýjum stóriðjuverkefn-
um verði fundinn staður utan höf-
uðborgarinnar. Enginn vafi er á að
stóriðja gjörbreytir atvinnuástandi
og fjölgar íbúum þar sem hún er sett
niður. Gott dæmi um
það er Grundartangi,
en verksmiðjurnar þar
eiga stóran þátt í mikilli
uppbyggingu í suður-
hluta Vesturlandskjör-
dæmis.
Það er því ástæða til
að rifja upp umræður
um Fljótsdalsvirkjun
og álver í Reyðarfirði á
Alþingi í fyrra, en þar
töluðu félagar Einars í
Samfylkingunni sig
hása gegn framkvæmd-
um og við lokaaf-
greiðslu málsins á Al-
þingi greiddu 12 þeirra
atkvæði gegn virkjun-
inni, 1 var fjarverandi, en aðeins 4
voru samþykkir þó allt benti til að
þarna væri einstakt tækifæri til að
snúa við byggðaþróun á Austur-
landi.
Nú eru framundan stórar ákvarð-
anir í stóriðju- og virkjanamálum.
Norðurál á Grundartanga óskar eft-
ir orku til að auka framleiðslu úr 90
þús. tonnum í 180 þús. tonn og síðar í
240 þús. tonn. Þessi stækkun myndi
skapa mörg hundruð ný störf í verk-
smiðjunni og þjónustu við hana, en
milli 80 og 90% starfsmanna fyrir-
tækisins búa á Vesturlandi. Stækk-
unin myndi auka útflutningsverð-
mæti um 15 milljarða á ári í fyrri
áfanga og 10 milljarða á ári í þeim
síðari. Til að hægt sé að verða við
óskum Norðuráls þarf mikla orku og
til að útvega hana þarf Landsvirkjun
að ráðast í framkvæmdir á hálend-
inu sem nokkrar deilur eru um.
Hver er afstaða Samfylkingarinnar
til þeirra framkvæmda? Það hefur
ekki bólað á henni.
Þá styttist í ákvarðanatöku varð-
andi byggingu stóriðjuvers á Reyð-
arfirði. Þar er gert ráð fyrir að 1.
áfangi skapi 455 störf að viðbættum
300 afleiddum störfum og 2. áfangi
sem kæmi í gagnið 2012 skapi 150
störf að viðbættum 100 afleiddum
störfum. Útflutningsverðmæti ál-
versins yrði væntanlega 40-60 millj-
arðar á ári. Allir sjá hve gífurlegar
breytingar þetta iðjuver hefði í för
með sér á Austurlandi. Til að þetta
verði að veruleika þarf að virkja
stórt. Deilur um fyrirhugaða virkjun
eru hafnar. Hver er afstaða Sam-
fylkingarinnar til þeirra fram-
kvæmda? Það hefur ekki bólað á
henni.
Allt hjal Einars um getuleysi
stjórnarflokkanna í byggðamálum
er marklaust gaspur meðan flokk-
urinn hans treystir sér ekki til að
taka afstöðu til þessara miklu fram-
kvæmda sem munu stórefla lands-
byggðina.
Fylgisleysi Samfylkingarinnar
Af hverju er Samfylkingin smá-
flokkur? Þessi mikla hreyfing vinstri
manna sem stofnuð var sem mót-
vægi við Sjálfstæðisflokkinn og
stefndi að 40% fylgi mælist stöðugt
minni í skoðanakönnunum og nálg-
ast hægt og bítandi fylgi Frjálslynda
flokksins. Skyldi það nú vera að
þessi stanslausa neikvæðni og svart-
sýni gangi ekki í landsmenn? Ég
græt það svo sem ekki.
Ólund í Einari
Guðjón
Guðmundsson
Samfylkingin
Samfylkingin, segir
Guðjón Guðmundsson,
nálgast hægt og bítandi
fylgi Frjálslynda
flokksins.
Höfundur er þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins.
Í KJÖLFAR ákvörð-
unar sjávarútvegsráð-
herra um heildarafla á
næsta fiskveiðiári er
vert að velta því fyrir
sér hvaða áhrif það
hefði ef gjaldmiðill Ís-
lendinga væri evra,
eins og hugur sumra
stendur til. Það er
reyndar rétt að undir-
strika strax í upphafi
að engar aðstæður eru
til slíks, hvorki hag-
rænar né pólitískar. Ég
hef áður bent á það í
nýlegri grein í Morgun-
blaðinu að flestir máls-
metandi hagfræðingar
og stofnanir á sviði efnahagsmála
hafa talið það best fyrir Ísland að
fylgja sveigjanlegri gengisstefnu líkt
og nú er gert, m.a. þar sem sveiflur í
hagkerfinu eru hér meiri og með öðr-
um hætti en í viðskiptalöndum okk-
ar. Þessa skoðun hafa stjórnvöld hér
á landi stutt með nýlegri ákvörðun
um að afnema svokölluð vikmörk í
gengi krónunnar, sem þýðir í reynd
að genginu er leyft að hreyfast að
vilja markaðsafla. Þetta hefur það
m.a. í för með sér að gengi krónunn-
ar breytist eftir aðstæðum í efna-
hagsmálum hér á landi hverju sinni
og jafnar gengið þá áhrifin af sveifl-
um í framleiðslu. Þannig verður síð-
ur hætta á stórfelldum gjaldþrotum
og atvinnuleysi.
Sveigjanlegt gengi dregur úr
áhrifum samdráttar
Það er einmitt það sem nú virðist
ætla að gerast. Búast má við nokkr-
um samdrætti í veiðum vegna
ástands þorskstofnsins, en hagkerfið
hér á landi hefur brugðist við því
með því að láta gengi krónunnar falla
þannig að meira fæst fyrir útflutning
sjávarafurða í íslenskum krónum tal-
ið. Þannig mildast
áhrifin af samdrættin-
um, tekjutap framleið-
enda verður minna og
jafnframt verða áhrifin
á atvinnustig minni;
sem sagt síður hætta á
atvinnuleysi. Á þetta
hafa íslenskar hag-
stofnanir m.a. bent eins
og lesa má í fréttum í
Morgunblaðinu.
Þeir sem eru fylgj-
andi því að Ísland taki
upp evru virðast líta al-
gjörlega fram hjá ofan-
greindum atriðum, en
telja að með tilkomu
evrunnar myndi ís-
lenskt hagkerfi laga sig að hagsveifl-
um í Evrópu. Það er hins vegar stað-
reynd að sjávarútvegur er enn sem
fyrr meginstoð íslensks hagkerfis.
Nýjar hátæknigreinar sem sprottið
hafa upp hér á landi að undanförnu
breyta litlu þar um. Því má búast við
sveiflum af því tagi sem við nú stönd-
um frammi fyrir með nokkurra ára
millibili og því ekki útlit fyrir á næst-
unni að sveiflur í íslensku hagkerfi
lagi sig að því sem gerist á megin-
landi Evrópu (helst mætti reyndar
ætla að sumir evrusinnar teldu að
þorskurinn myndi láta sig það ein-
hverju skipta hvort hér væri notuð
króna eða evra og að viðkoma þorsk-
stofnsins yrði stöðugri ef evran yrði
notuð!).
Til þess að gæta sanngirni skal
viðurkennt að viðskiptakostnaður
sumra fyrirtækja og einstaklinga
gæti minnkað við það að Ísland gengi
í myntbandalag. Ábatinn sem af því
hlytist væri þó mun minni en hagur
allra landsmanna af því að viðhalda
sjálfstæðri gengisstefnu. Ennfremur
er rétt að viðurkenna að sveigjanleg
gengisstefna getur haft í för með sér
tímabundna verðbólgu, líkt og nú
virðist ætla að gerast. Verðhækkan-
irnar að undanförnu virðast þó vera
óhjákvæmilegur liður í aðlögun hag-
kerfisins að þeim sveiflum sem átt
hafa sér stað, m.a. í viðskiptum við
útlönd, en viðskiptahallinn væri
minni ef ríkisstjórnin hefði ekki haft
frammi þensluhvetjandi aðgerðir.
Ein leið til þess að draga úr áhrif-
um þessara sveiflna og áfalla er sem
sagt að hafa gengi krónunnar sveigj-
anlegt og leyfa því að hækka í góðæri
en lækka þegar útlit er fyrir að
harðni á dalnum, líkt og gerst hefur
nú fyrir tilstilli markaðsaflanna.
Fyrir vikið er útlit fyrir að útflutn-
ingsfyrirtækin hér á landi fái nú 12–
13% prósentum meira fyrir fram-
leiðslu sína en ella. Ef evrusinnar
hefðu fengið að ráða hefðu tekjur út-
flutningsfyrirtækja verið mun minni
og atvinnu fjölda fólks hefði verið
stefnt í voða. Það er vert að hafa
þetta í huga við umræður um hugs-
anlega ESB-aðild og evruvæðingu
hér á landi.
Hvar stæðum við nú
með evruna?
Stefán Jóhann
Stefánsson
Gengi
Ef evrusinnar hefðu
fengið að ráða, segir
Stefán Jóhann Stef-
ánsson, hefðu tekjur út-
flutningsfyrirtækja ver-
ið 12–13% minni og
atvinnu fjölda fólks
hefði verið stefnt í voða.
Höfundur er hagfræðingur og
stjórnmálafræðingur og er formaður
Kjördæmafélags Samfylkingarinnar
í Reykjavík.