Morgunblaðið - 30.06.2001, Page 11

Morgunblaðið - 30.06.2001, Page 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 11 PÁLL Skúlason, háskólarektor, hefur ákveðið að leggja niður starf Gunnars Þórs Jónssonar læknis sem prófessors í slysalækningum við læknadeild Háskóla Íslands frá og með 1. júlí. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem þau Gunnar og eiginkona hans og talsmaður, Arnþrúður Karlsdóttir, héldu í gær. Að sögn Arnþrúðar hafði Gunnari borist bréf frá Páli Skúla- syni háskólarektor á miðvikudags- kvöld þar sem Gunnari var tilkynnt að staða hans yrði lögð niður á morgun, þann 1. júlí. Gunnari var á sínum tíma vikið úr stöðu prófess- ors. Hann höfðaði mál til ógildingar uppsögninni og vann málið bæði í héraðsdómi og fyrir Hæstarétti. „Undanfari þess er nánast eng- inn af hálfu háskólarektors, við höfðum ekkert frá honum heyrt, ekki heyrt frá nokkrum manni sem gat gefið okkur tilefni til þess að ætla að við gætum átt von á svona niðurstöðum,“ segir hún. Höfðu tvo virka daga til að bregðast við Í umræddu bréfi sem Gunnar fékk frá Páli kemur fram að það er dagsett þann 22. júní. Þar kemur fram að deildarráð læknadeildar Háskóla Íslands hafi á fundi sínum þann 21. júní afgreitt tillögu um að stofnuð verði ný fræðigrein við deildina sem taki til bráðalækn- inga. Jafnframt leggur deildarráð til ásamt kennsluráði að störf pró- fessors og dósents í slysalækning- um verði lögð niður frá og með 1. júlí. Tillögur læknadeildar eru rök- studdar með vísan til þeirrar þró- unar sem orðið hafi innan lækn- isfræðinnar á síðustu 10 til 20 árum hvað varðar meðferð bráðatilvika og slysa. Þessi þróun hafi leitt til þess að ný sérgrein, bráðalækn- ingar, hafi orðið til og það kalli á nýja hætti í kennslu og rannsókn- arvinnu. Í bréfinu segir orðrétt: „Ég [Páll Skúlason] hef fyrir mitt leyti fallist á framangreindar til- lögur læknadeildar um breytingar á skipan fræðigreina og jafnframt að rétt sé að byggja upp frá grunni kennslu og rannsóknir í hinni nýju fræðigrein. Er það mat mitt að óhjákvæmilegt sé að stofna til nýrra starfa í þágu hinnar nýju fræðigreinar sem verði auglýst í samræmi við almennar reglur og að störf sem byggðust á eldri grunni verði úr sögunni. Því hef ég ákveðið að leggja niður störf pró- fessors og dósents í slysalækning- um við læknadeild Háskóla Ís- lands.“ Eins og frá segir fengu hjónin að sögn Arnþrúðar bréfið frá Páli á miðvikudagskvöldið. „Við reyndum þá auðvitað að ná í lögmann okkar, Jón Steinar Gunnlaugsson, en hann er þá í veiði úti á landi þannig að við erum lögmannslaus,“ segir hún og bætir við að þar sem þetta taki gildi á morgun hafi þau haft tvo virka daga til að bregðast við. Þau hjónin hugleiddu að setja lögbann á þetta en tímans vegna sem og lög- mannsleysis gátu þau ekki brugðist við því. Réttarhlé var að hennar sögn sett af stað í gærmorgun. „Þetta er einhver sú ljótasta valdabarátta sem ég tel að sé að eiga sér stað hjá hámenntuðu fólki í þjóðfélaginu og okkur hefur a.m.k. öllum verið kennt að bera virðingu fyrir svo ekki sé meira sagt. Og þetta er grimm og ljót valdabarátta og við teljum að fram- kvæmdin að þessu sé engan veginn lögleg. Hún er að minnsta kosti ekki siðleg.“ Gunnari vitanlega hefur þetta aldrei verið rætt í læknadeildinni fyrr en þann 21. júní 2001 og þá telur hann að beðið hafi verið með að setja bréfið í póst. „Ég var bú- inn að lýsa því yfir við marga sem ég þekki að ég skyldi ekki fara frá þessu máli þar sem framkvæmda- valdið hefur farið þvílíku offorsi og brotið lög í marggang og verið dæmt fyrir það án þess að þurfa að gjalda fyrir það á einn eða neinn hátt,“ segir Gunnar og vísar einnig til baráttu sinnar við forráðamenn Sjúkrahúss Reykjavíkur sem þá var. Þegar Gunnar er spurður hvað hann hyggist gera í framhaldi seg- ist hann muni leita réttar síns. „Ég hyggst ræða við minn lögfræðing og láta fara yfir það hvort það sé grundvöllur fyrir því að kæra þessa ákvörðun rektors.“ Þá segist hann vilja loka þessu máli með starfs- lokasamningi þar sem hann fengi einhver eftirlaunaréttindi sem væru viðunandi og eitthvert ígildi skaðabóta án þess að þurfa fara í mál. Háskólinn leggur niður stöðu Gunnars Þórs Jónssonar við Háskólann Hyggst leita réttar síns Morgunblaðið/Árni Sæberg Hjónin Arnþrúður Karlsdóttir og Gunnar Þór Jónsson læknir á blaða- mannafundinum í gær. NEYÐARLÍNA gegn barnaklámi á Netinu er í bígerð hjá samtök- unum Barnaheill og verður fyrsta skrefið að setja upp vef á netinu með upplýsingum um barnaklám og afleiðingar þess. Barnaheill hafa nýlega fengið styrk frá Evr- ópusambandinu sem alls mun nema 100.000 evrum og munu samtökin í tengslum við þetta einnig gerast aðilar að INHOPE samtökunum sem stofnuð voru 1999 og eru fjármögnuð af Evr- ópusambandinu. INHOPE-sam- tökin eru regnhlífarsamtök neyð- arlína í Evrópu og hafa að markmiði að berjast gegn óæski- legu efni á netinu, sér í lagi barna- klámi. Cormac Callanan, formaður IN- HOPE-samtakanna. segir samtök- in taka við ábendingum frá al- menningi um hvar óæskilegt efni kunni að vera að finna og fylgi svo formlegum starfsreglum til að vinna úr málum, sem til dæmis geti falist í því að tilkynna málið til lögregluyfirvalda. „Samtökin fylgjast með starfsemi neyðarlína um Evrópu og hafa eftirlit með að þau byggi á ákveðnum gæðastuðli og vinni starf sitt fagmannlega. Neyðarlínur sem berjast gegn barnaklámi á Netinu hafa verið starfandi víða undanfarin ár og er starfsemi þeirra brýn, enda auð- velt fyrir hvern sem er að setja efni á Netið og aðgangurinn er frjáls,“ segir Callanan. Hann bendir á að starfsemi neyðarlínanna sé landamæralaus. „Ef Íri t.d. kvartar yfir efni á net- síðu sem á rætur að rekja til Ís- lands við írsku neyðarlínuna, þá munu starfsmenn hennar skoða málið og ef ástæða er til hafa samband við íslensku neyðarlín- una. Mismunandi löggjöf milli landa getur gert mönnum erfitt fyrir, því það sem er ólöglegt í einu landi getur vel verið löglegt annars staðar,“ segir Callanan. Starf INHOPE hefur þegar borið árangur Á vegum INHOPE-samtakanna á sér nú stað samstarf milli 11 neyðarlína víðs vegar í Evrópu og að auki samstarf við Ástralíu og Bandaríkin. Callanan segir starf neyðarlínanna og INHOPE þegar hafa borið árangur. Starfandi neyðarlínur hafi náð að skapa góð tengsl við lögregluna með því að tilkynna um óæskilegt efni á Net- inu til hennar og hafa slík mál leitt til handtöku og dóma yfir fólki sem staðið er að því að dreifa óæskilegu efni á Netinu. Að sögn Kristínar Jónasdóttur, framkvæmdastjóra Barnaheilla, hefur lengi verið í bígerð að koma upp neyðarlínu á Íslandi og er nú stefnt á að starfsemi hennar hefj- ist í haust. „Þótt Netið sé að mörgu leyti bylting í upplýsinga- gjöf á það sér dökkar hliðar sem við erum að reyna að vinna gegn, við viljum gera Netið að öruggu svæði fyrir alla til að vera á og leita sér upplýsinga. Við viljum vekja foreldra, skóla og aðra upp- alendur til umhugsunar um að þetta er nýr miðill sem við þurfum að fylgjast með hvernig börn nota, sérstaklega þegar kemur að spjall- rásum og fréttahópum,“ segir Kristín. Að sögn Kristínar voru þeir sem áttu frumkvæði að starf- semi neyðarlína víðs vegar um lönd í mörgum tilfellum meðvitaðir borgarar sem risu upp og gripu til aðgerða gegn efni á borð við barnaklám. „Fólk myndaði hópa og fór kannski dálítið í lögreglu- hlutverk við að elta þessa glæpa- menn. INHOPE-samtökin voru meðal annars stofnuð til að stöðva það, og færa starfsemi samtak- anna undir eftirlit og auka sam- starf við yfirvöld.“ Vonumst eftir góðu samstarfi við lögregluyfirvöld Hún segir að enn sé ekki alveg búið að útfæra hvernig íslenska neyðarlínan muni starfa en grunn- hugmyndin sé þó sú að almenn- ingur geti látið vita af óæskilegu efni á Netinu. „Við munum þá skoða málið og kanna hvort ástæða er til að gera eitthvað meira í því. Við vonumst til að verða í góðu samstarfi við lögregl- una. Samstarfið við INHOPE- samtökin er eitt af skilyrðum fyrir styrk Evrópusambandsins en við þurfum þó einnig að afla fjár til starfseminnar hér heima og von- umst til að ríkisstjórn Íslands komi þar að málum,“ segir Kristín. Samtökin Barnaheill hafa fengið styrk frá Evrópusambandinu Neyðarlína gegn barnaklámi á Netinu FIMMTÁN ára piltur slapp naum- lega þegar eldur kviknaði í gámi á Akranesi upp úr klukkan tíu í gær- morgun. Að sögn lögreglunnar á Akranesi var gámurinn notaður sem bensín- geymsla vinnuskólans og stóð hann við áhaldahúsið við Ægisbraut. Pilturinn var að sækja bensín í gáminn og kveikti eld inni í honum en nokkruð hundruð lítrar af bensíni voru í geymdir þar inni og loftið því mengað af bensíngufum. Eins og áður segir slapp pilturinn naumlega en hann stökk út úr gám- inum með eldtungurnar á eftir sér. Stökk út úr brenn- andi gámi ♦ ♦ ♦ FRAMKVÆMDUM við Barnaspít- ala Hringsins miðar vel að sögn Ólafs Friðrikssonar, hjá ÓG Bygg sem sér um byggingu hússins, frá- gang að utanverðu og lóð. Nú er ver- ið að klára að steypa húsið og verður þá aðeins eftir að klæða húsið með steinplötum, áður en verkið verður afhent til frágangs innanhúss. Samkvæmt verksamningi átti ÓG Bygg að skila verkinu af sér þann 1. júní, en vegna mistaka í gerð útboðs- gagna var sá tími framlengdur um tvo mánuði. Ingólfur Þórisson, fram- kvæmdastjóri tækni og eigna Land- spítala – Háskólasjúkrahúss, segir þó útlit fyrir að verkinu verði skilað nokkru síðar. Í útboðsgögn vantaði að sögn Ólafs allar gólfplötur, sem og þrjá stigaganga í húsinu sem ná milli fimm hæða. Einnig eru milliveggir fleiri en fram kom í útboðsgögnum frá Framkvæmdasýslu ríkisins. ÓG Bygg fékk verkið í útboði og hljóðaði tilboð fyrirtækisins upp á tæpar 400 milljónir, en Ólafur segir að um 40 milljónir hafi bæst við þá upphæð vegna þess sem gleymdist. Ingólfur segir að búið sé að bjóða út frágang innandyra. Tilboð verða opnuð í byrjun ágúst og er búist við að hafist verði handa við innrétting- ar í byrjun september. Þó bygging hússins hafi tafist, lengist heildar- byggingartími hússins ekki, þar sem hægt verður að byrja að innrétta þó enn verði unnið í húsinu að utan. Ingólfur segir að meginhluta hússins verði skilað 1. október 2002, og þremur mánuðum síðar eigi vöku- deild og gjörgæslu nýbura, sem og fyrirlestrasal, að vera lokið. Til viðbótar við vöku- og gjör- gæsludeild nýbura verða þrjár legu- deildir í húsinu, ungbarnadeild, handlækningadeild og lyflækninga- deild. Alls verða um 65 sjúkrarúm á barnaspítalanum. Bygging Barna- spítala Hringsins Fyrri áfangi langt kominn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.