Morgunblaðið - 30.06.2001, Page 18

Morgunblaðið - 30.06.2001, Page 18
LANDIÐ 18 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI KAUPÞING hf. hefur undirritað viljayfirlýsingu um sameiningu við Sofi Financial Services Group í Finnlandi. Að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Kaupþingi er Sofi verðbréfafyrirtæki sem hefur sérhæft sig í eignastýringu og verðbréfamiðlun fyrir fyrirtæki, stofnanafjárfesta og efnaða ein- staklinga. Sofi er aðili að kauphöll- inni í Helsinki og á í nánu sam- starfi við aðrar fjármálastofnanir, meðal annarra Merrill Lynch, Deutsche Bank og Fidelity Invest- ments. Í tilkynningu Kaupþings kemur fram að samkvæmt fyrrnefndri viljayfirlýsingu sé gert ráð fyrir að hluthafar Sofi fái hlutabréf í Kaup- þingi í skiptum fyrir hlutabréf sín í Sofi, en fyrirvari er gerður um nið- urstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki stjórnar og hluthafa- fundar Kaupþings. Miklir vaxtarmöguleikar í Finnlandi Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, segir aðdraganda máls- ins vera þann að Kaupþing hafi verið að skoða markaðinn í Finn- landi mjög ítarlega undanfarin ár og eigi töluverð viðskipti við Finn- land. Hann segist telja að finnski markaðurinn eigi eftir að vaxa mik- ið á næstu árum og að Sofi hafi alla burði til að vaxa hratt. Það sé stór- kostleg breyting fyrir Kaupþing að komast inn á finnska markaðinn. Starfsmenn Sofi eru nú um 35 og það hefur jafnvirði um 50 milljarða króna í eignastýringu. Til saman- burðar eru um 300 starfsmenn hjá Kaupþingssamstæðunni og um 200 milljarðar í eignastýringu. Kaupþing hyggst kaupa finnskt verðbréfafyrirtæki BRESKA tískuverslanakeðjan Ar- cadia, sem er að 20% í eigu Baugs hf., hefur birt sölutölur fyrir fyrstu 17 vikur seinni helmings rekstrarárs síns sem nú er nýlok- ið. Sala í verslunum Arcadia jókst um 7,1% á tímabilinu ef miðað er við sama tímabil árið 2000 og sala á hvern fermetra jókst um 14%. Miklar breytingar hafa orðið á rekstri félagsins allt frá því að nýir stjórnendur, með Stuart Rose í broddi fylkingar, tóku við síðast- liðið haust. Alls jókst heildarsala keðjanna um 0,8% á tímabilinu en sölurými minnkaði hins vegar um 11,8%. Þá hækkaði framlegð fyr- irtækisins um 1,1%, en sú hækkun jafngildir 17,2 milljón punda aukningu hagnaðar á ársgrund- velli, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Baugi. Hlutur Baugs um 16 milljarðar Arcadia Group velti tæpum 300 milljörðum króna á síðasta rekstr- arári og um 150 milljörðum á fyrri hluta nýliðins rekstrarárs. Gert er ráð fyrir að hagnaður árs- ins í heild verði nálægt 300 millj- örðum króna. Hlutabréf Arcadia Group eru skráð í kauphöllinni í London og samkvæmt gengi bréfanna er markaðsvirði um 80 milljarðar króna og markaðsvirði fimmt- ungshlutar Baugs því um 16 millj- arðar króna. Sala Arcadia jókst um 7,1% Morgunblaðið/Þorkell Stuart Rose, forstjóri Arcadia. SAMNINGAVIÐRÆÐUM um mögulegan samruna Norðlenska matborðsins ehf., sem er í meirihluta- eigu KEA, og Goða hf. hefur verið hætt. Þess í stað eiga sér viðræður milli félaganna um kaup Norðlenska matborðsins ehf. á einstökum rekstr- areiningum og eignum. Samningavið- ræðum slitið VÖRUSKIPTIN í maí voru óhag- stæð um 3,5 milljarða króna en þá voru fluttar út vörur fyrir 14,3 milljarða króna og inn fyrir 17,9 milljarða króna fob. í maí í fyrra voru vöruskiptin óhagstæð um 10,9 milljarða á föstu gengi. Í frétt frá Hagstofunni kemur fram að fyrstu fimm mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 75,5 milljarða króna en inn fyrir 84,1 milljarð króna fob. Halli var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 8,6 milljörðum króna en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 18 milljarða á föstu gengi. Fyrstu fimm mánuði ársins var vöruskiptajöfnuðurinn því 9,4 millj- örðum króna skárri en á sama tíma í fyrra. Verðmæti vöruútflutnings fyrstu fimm mánuði ársins var 7,9 millj- örðum eða 12% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Aukn- ingin stafar að stórum hluta af út- flutningi á áli og auknum skipaút- flutningi. Sjávarafurðir voru 61% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 2% meira en á sama tíma ár- ið áður. Aukningu sjávarafurða má einna helst rekja til aukins útflutn- ings á fiskimjöli. Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu fimm mánuði ársins var 1,5 milljarði eða 2% minna á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Af einstökum vöruflokkum hefur orðið mestur samdráttur í eldsneyti og flutningatækjum. Halli á vöruskiptum 8,6 milljarðar fyrstu fimm mánuðina Vöruskiptajöfnuðurinn 9,4 milljörðum skárri en í fyrra SÍF og Eimskip hafa gengið frá samningi um að Eimskip kaupi flutn- ingaskipið ms. Hvítanes sem hefur undanfarin ár verið í eigu SÍF hf. og flutt saltfisk frá Íslandi til Suður- Evrópu. Bókfærður hagnaður SÍF hf. af sölunni verður um 120 milljónir króna. Samhliða eigendaskiptum á skip- inu hafa félögin gert með sér samn- ing til fimm ára um flutning á salt- fiskafurðum, að því er fram kemur í tilkynningu til Verðbréfaþings. Hvítanesið hefur 2.000 tonna burðargetu og hefur verið í eigu SÍF hf. frá árinu 1997. Eimskip tekur við rekstri Hvítanessins í september og er gert ráð fyrir að rekstur verði með svipuðum hætti a.m.k. fyrst um sinn. Skipið sinnir áfram kæliflutn- ingum á saltfiskafurðum til Suður- Evrópu. Skerpa áherslur í rekstri Sala SÍF hf. á skipinu er liður í nýrri stefnu félagsins um að skerpa áherslur í rekstri samstæðunnar, og kaup Eimskips á Hvítanesinu eru liður í að efla þjónustu og auka hag- kvæmni í flutningum félagsins milli Noregs, Íslands, Norður-Spánar og Portúgals. Kaupin eru gerð í fram- haldi af ákvörðun Eimskips um að hefja reglubundnar siglingar til þessara landa með tveimur frysti- skipum í apríl sl. Aðspurður um hvort Samskip hefðu eitthvað verið inni í myndinni varðandi söluna á Hvítanesinu sagði Örn Viðar Skúla- son, framkvæmdastjóri markaðssvið SÍF, í gær að svo hefði ekki verið. Mundill ehf., dótturfélag Sam- skipa, er fjórði stærsti hluthafinn í SÍF en félagið keypti 6,14% eignar- hlut í SÍF 31. maí síðastliðinn. Knútur Hauksson, aðstoðarfor- stjóri Samskipa, sagði í gær að kaup félagsins á Hvítanesinu hefðu hugs- anlega getað komið til greina en þau hefðu hins vegar ekki komið til um- ræðu. Eimskip kaupir Hvítanesið af SÍF VIÐAMESTA og dýrasta dómsmáli í Bretlandi hefur verið afstýrt með dómsátt. Ernst & Young, sem sá um þrotabú Barings bankans, hafði höfðað mál á hendur endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtækjunum Coopers & Lybrand, sem nú er hluti af Price- WaterhouseCoopers og Deloitte&- Touche með skaðabótakröfur upp á einn milljarð punda. Fyrirtækin tvö endurskoðuðu dótturbanka Barings í Singapúr, sem Nick Leeson gerði gjaldþrota með fífldjörfum og ólöglegum um- svifum. C&L hafa nú náð dómsátt en málið gegn D&L stendur enn. Málshöfðunin verður nú umsvifa- minni en í stefndi. Dómsátt um Baring London. Morgunblaðið. ♦ ♦ ♦ HJÓNIN Sigrún Kjartansdóttir og Haukur Tryggvason hafa hafið rekstur orlofshúss á Húsavík sem þau nefna Orlofshúsið Þórðarstaði. Orlofsíbúð er nýr valkostur fyrir ferðamenn og aðra sem þurfa á gistingu í bænum að halda, en fyr- ir eru hótel og gistiheimili. Þetta er fjögurra herbergja íbúð sem eins og nafnið gefur til kynna er til húsa að Þórðarstöðum. Húsið stendur við Skálabrekku, sem er gata við rætur Skálamels í Húsa- víkurfjalli. Íbúðin er á efri hæð hússins, sem byggt er 1932 en hefur gengið í gegnum margar breytingar og endurnýjun í gegnum tíðina, efri hæðin er síðan byggð 1984. Sigrún segir að íbúðin hafi öll verið tekin í gegn, í íbúðinni eru eins og áður segir þrjú svefnherbergi, stofa og eldhús. Sett var parket á gólfin, nýjar innréttingar, eldhústæki, allt innbú nýtt o.fl. ásamt því að allt var málað í hólf og gólf. Sigrún segir að fyrstu gestirnir hafi komið í lok apríl og til þessa hafi eingöngu verið Íslendingar í íbúðinni en þó hafi komið fyrir- spurnir frá erlendum ferðamönn- um. Sigrún segir aðspurð að þau séu ekki komin í samstarf við stétt- arfélög, starfsmannafélög o.fl. í þeim dúr hvað sem svo síðar kunni að verða. Orlofsíbúð í boði í bænum Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Orlofshúsið Þórðarstaðir er við rætur Húsavíkurfjalls. Húsavík NÚ ER vargurinn, eins og mýflug- an er kölluð, að kvikna og þá flýja rollur og önnur spendýr í það skjól sem þær finna. Rollurnar við Más- vatn í Þingeyjarsýslu nota utan- gjóluna til að verjast vargnum og safnast saman í vatnsborðinu og láta goluna blása flugunni frá sér. Að sögn kunnugra er þetta þó ekki vargur nema í meðallagi, samt safnast margar rollur saman alla jafna þarna við Másvatn á sumrin. Flýja varginn Norður-Hérað GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.