Morgunblaðið - 30.06.2001, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 31
éfum.
ststærsti
un fyrir
ðalsteinn
luthafinn
tstærstur
eða ekki
f deilun-
er hvort
í meg-
með yf-
blaði í
sins á A.
astliðnum
stjórnar
vera og
reynt að
n um að
g. Minni-
e. tveir
af fimm
s á þeim
nnisblað-
órir hlut-
því hins
aðið hafi
plagg hjá
bindandi
r svo og
rmönnum
sári hafa
gar álits-
m málstað
oroddsen
rð fyrir
þar sem
iðurstöðu
bindandi
yfjaversl-
firlýsing-
frá því í
son hrl.
iðurstöðu
narmönn-
nkans
féllst á
s, stjórn-
Aðalsteins
fari verð-
m. Grím-
formaður
, banka-
gögn „til
eta óefn-
amnings-
gði í yf-
n, fram-
viðs Bún-
mi bréf,
þar sem
að Grími
ntar nið-
verðmats
Frumafls-
29. maí.
gasemdir
ar komið
ankans á
gu eign-
g Grímur
nn skilaði
ð til þess
ér fram-
júní þar
mikilvæg-
étta væri
tilkynnt
r ekki til
gu þætti
hinn bóg-
mlegt nú-
efnið en
fyrir mat
gsins og
ki verið
meðferðar
málsins af hálfu Búnaðarbankans.
Þá kom fram í yfirlýsingu Gríms
að stjórn Lyfjaverslunar hefði
ákveðið að fara þess á leit við
Fjármálaeftirlitið að það rannsaki
tilurð þess að samskiptum Gríms
og Búnaðarbankans væri lýst op-
inberlega með jafnröngum hætti
og fram komi í bréfi Yngva Arnar.
Stjórn Lyfjaverslunar ætlaði jafn-
framt að fara fram á að viðskipti
Búnaðarbankans Verðbréfa með
hlutabréf Lyfjaverslunar yrðu
rannsökuð.
Í framhaldi af yfirlýsingu Gríms
Sæmundsen sendi bankastjórn
Búnaðarbankans frá sér yfirlýs-
ingu og harmaði að bankinn skyldi
dragast inn í deilur innan Lyfja-
verslunar.
Úttekt endurskoðanda
Lyfjaverslunar
Samkvæmt núvirðismati endur-
skoðanda Lyfjaverslunar, hjá end-
urskoðunarskrifstofunni Deloitte
& Touche, sem Grímur Sæmund-
sen sagði í yfirlýsingunni 14. júní
að fyrir hefði legið þegar Bún-
aðarbankinn lagði fram slíkt mat,
þá skilar fjárfesting Frumafls í
Öldungi vegna Sóltúnsverkefnis-
ins á bilinu 125-143 milljónum
króna á 25 árum, á verðlagi ársins
1999. Um er að ræða núvirt inn-
streymi fjármagns að viðbættu
virði fasteignar í lok tímabilsins.
Uppreiknað til núverandi verðlags
er tekjustreymið á bilinu 140-160
milljónir króna á 25 árum auk
virðis fasteignarinnar í lok tíma-
bilsins. Í forsendum þessara út-
reikninga er miðað við að vextir
láns vegna framkvæmda séu 7,5%
og miðað er annars vegar við 9%
og hins vegar 10% ávöxtunar-
kröfu.
Endurskoðandi Lyfjaverslunar
hefur lagt áherslu á að þessir nú-
virðisreikningar séu ekki verðmat
á Sóltúnsverkefninu.
Við verðmat á fyrirtæki eru
vanalegast framkvæmdir núvirð-
isreikningar á tekjustreymi, sam-
bærilegir við reikninga endur-
skoðanda Lyfjaverslunar, að
viðbættu mati á eignum auk mats
á óefnislegum þáttum, s.s. við-
skiptavild og öðru þess háttar.
Frumafl eðlilega verðmetið
Samkvæmt niðurstöðum sér-
fræðingaskýrslu endurskoðunar-
skrifstofunnar Endurskoðun og
uppgjör ehf., sem unnin var að
beiðni stjórnarformanns Lyfja-
verslunar, er fyrirtækið Frumafl
eðlilega verðmetið. Endurskoð-
endurnir meta samning Öldungs á
355 milljónir króna og hlut Frum-
afls þar af 302 milljónir, þ.e. 85%.
Þá leggja þeir mat á fleiri þætti
en núvirt tekjustreymi og virði
fasteignar Frumafls. Stækkunar-
möguleikar á Sóltúni eru metnir
að núvirði 130 milljónir króna,
samkeppnisforskot á 50 milljónir
og viðskiptavild og framtíðarsýn á
u.þ.b. 378 milljónir. Þá geta þeir
þess að samkvæmt samningi
Lyfjaverslunar og seljanda Frum-
afls sé kveðið á um að endurgjald
til seljanda geti breyst eftir þeim
lánskjörum sem Frumafl fær við
fjármögnun Sóltúnsverkefnisins.
Miðað við forsendur eins og þær
séu í dag megi gera ráð fyrir að
lækkunin á kaupverðinu geti orðið
hæst tæplega 154 milljónir króna.
Með hliðsjón af þessu öllu geti
endurgjald fyrir Frumafl orðið
lægst 707 milljónir króna sem
þýði það að einungis þurfi eitt
verkefni í viðbót við Sóltúnsverk-
efnið til þess að Lyfjaverslun fái
endurgreidd þau verðmæti sem
félagið leggur í kaupin á Frumafli.
Deilur fyrir dómstóla
Þrír hluthafar í Lyfjaverslun
reyndu að koma í veg fyrir að
gengið yrði frá kaupum félagsins
á Frumafli fyrir hluthafafund
félagsins 10. júlí með beiðni um
lögbann vegna kaupanna hjá
Sýslumanninum í Reykjavík.
Þetta voru hluthafarnir Aðal-
steinn Karlsson, Guðmundur
Birgisson og Lárus L. Blöndal.
Sýslumaður synjaði lögbanns-
beiðninni 20. júní. Þá kröfðust
hluthafarnir úrlausnar Héraðs-
dóms Reykjavíkur vegna ákvörð-
unar Sýslumanns.
Krafan um lögbann byggðist í
fyrsta lagi á því að ákvörðun um
kaupin á Frumafli hafi verið tekin
á stjórnarfundi í Lyfjaverslun,
sem ekki hafi verið löglega boð-
aður og í annan stað að fram hafi
verið komin krafa innan stjórn-
arinnar um hluthafafund í félaginu
áður en ákvörðun um kaupin yrði
tekin.
Hluthafarnir þrír gerðu aðra til-
raun 22. júní til að ná fram lög-
banni vegna kaupanna á Frumafli.
Þá kröfðust þeir þess að lögbann
yrði sett á að Jóhann Óli Guð-
mundsson hagnýti sér það sem
fylgir hlutafjáreign hans í Lyfja-
verslun, sem hann fékk fyrir söl-
una á Frumafli. Sýslumaður synj-
aði þessari lögbannsbeiðni sam-
dægurs og var henni einnig vísað
til úrlausnar héraðsdóms.
Ekki liggur fyrir hvenær úr-
skurður héraðsdómur verður
kveðinn upp. Hver sem niðurstaða
dómsins verður er samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins ekki
talið útilokað að deilurnar fari
lengra og krafist verði riftunar á
kaupunum á Frumafli eða stað-
festingar á þeim fyrir dómstólum,
eftir því hvernig mál þróast.
Flestir sem að þessu máli koma
eru þó sammála um að málaferli
geti skaðað Lyfjaverslun Íslands
og hugsanlegt sé að það muni hafa
áhrif í þessum efnum, varðandi
hvað deiluaðilar verða reiðubúnir
til að ganga langt.
Í eðlilegum farvegi
gagnvart VÞÍ
Spurning vaknar um það hvort
Lyfjaverslun Íslands hefði átt að
tilkynna tilvist minnisblaðsins um
kaup félagsins á Frumafli, þar
sem stjórn félagsins segir minn-
isblaðið ígildi samnings, til Verð-
bréfaþings Íslands í janúar síðast-
liðnum. Helena Hilmarsdóttir,
forstöðumaður viðskipta- og
skráningarsviðs VÞÍ og staðgeng-
ill forstjóra, segir að ef það hefur
verið skilningur manna í janúar,
er stjórnarmenn Lyfjaverslunar
settu stafi sína á minnisblaðið, að
um samning hafi verið að ræða, þá
hefði átt að tilkynna um það til
VÞÍ. Opinberlega hafi hins vegar
ekki verið greint frá tilvist minn-
isblaðsins fyrr en í júní og þá jafn-
framt upplýst að stjórn Lyfja-
verslunar telji félagið skuldbundið
gagnvart Frumafli. Enda hafi þá
fyrst verið greint frá því að fyrir
lægi lögfræðilegt álit sem segði að
minnisblaðið sé ígildi samnings.
Helena segir að þetta mál hafi
ekki komið upp gagnvart VÞÍ fyrr
en deilur aðila hafi komið upp á
yfirborðið í júní. VÞÍ hafi því ekki
haft nokkra ástæðu til
að kalla eftir gögnum
frá Lyfjaverslun vegna
þessa. Það hefði hins
vegar ekkert upp á sig
að gera það nú. Gagn-
vart VÞÍ skipti mestu
máli, úr því sem komið
er, að öllum fjárfestum
sé ljós sú óvissa sem er
hjá Lyfjaverslun og að
þeir fái að fylgjast með
framvindu mála. Félagið sé á at-
hugunarlista þingsins til þess að
vekja athygli fjárfesta á óvissunni.
Mál Lyfjaverslunar gagnvart
Verðbréfaþingi Íslands séu því nú,
þrátt fyrir allt, í eðlilegum farvegi.
Samningur um rekstur
hjúkrunarheimilis
Undirrót deilnanna innan Lyfja-
verslunar er samningur Öldungs
hf. við heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytið frá apríl 2000.
Forsaga þess máls er sú að í des-
ember 1998 var auglýst forval
vegna útboðs um einkafram-
kvæmd á byggingu, rekstri og
fjármögnun hjúkrunarheimilis við
Sóltún í Reykjavík. Leitað var eft-
ir aðilum til þátttöku í lokuðu út-
boði, sem væru tilbúnir til að selja
heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytinu þjónustu sem felst í
að leggja til og reka hjúkrunar-
heimili fyrir aldraða sjúklinga í 25
ár. Þrjár þátttökutilkynningar
bárust í forvalinu. Tveir þátttak-
endur tóku svo þátt í útboðinu.
Það voru annars vegar Securitas
ehf. og Verkafl hf. og hins vegar
Nýsir hf. og Ístak hf., auk þriggja
einstaklinga. Að mati verkefnis-
stjórnar voru bæði tilboðin vel
fullnægjandi en að mati heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðuneytisins
voru þau of há og var þeim báðum
hafnað.
Tilboð Securitas var lægra en
tilboð Nýsis, sem skýrist af nokk-
uð lægri húsnæðiskostnaði. Þjón-
ustuþáttur tilboðs Nýsis var hins
vegar lægri en hjá Securitas.
Í janúar 2000 var tekin ákvörð-
un um það í heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytinu að semja við
Securitas og Verkafl um byggingu
og rekstur hjúkrunarheimilisins
við Sóltún og undirrituðu þessir
aðilar þá viljayfirlýsingu þar um.
Það var svo í apríl 2000 sem heil-
brigðisráðherra og fjármálaráð-
herra undirrituðu samning við
Öldung hf., félag sem þá var í eigu
Securitas og Íslenskra aðalverk-
taka hf., um að fyrirtækið leggi til
og reki hjúkrunarheimili fyrir
mikið veikt fólk í Sóltúni í Reykja-
vík. Umsamið daggjald samkvæmt
samningnum er um 30% hærri
fjárhæð en upphafleg
áætlun verkkaupa
samkvæmt útboðinu
hljóðaði upp á en ein-
ungs 5% lægri fjár-
hæð en samkvæmt til-
boði Securitas, sem
heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytinu
hafði fundist of hátt.
Samningurinn var
reyndar í veigamikl-
um atriðum frábrugðinn útboðinu.
Rýmum var til að mynda fjölgað
um 53%, samsetningu vistmanna
var breytt svo og þátttöku í lyfja-
kostnaði.
Athugasemdir Ríkisend-
urskoðunar
Í mars síðastliðnum var birt
skýrsla Ríkisendurskoðunar um
hjúkrunarheimilið að Sóltúni og
um samanburð á heildarútgjöldum
fimm hjúkrunarheimila á legudag
á árinu 1999 við umsamið dag-
gjald hjúkrunarheimilisins við Sól-
tún. Skýrslan var gerð að beiðni
forsætisnefndar Alþingis en Ög-
mundur Jónasson alþingismaður
óskaði í september á síðasta ári eft-
ir svörum við nokkrum spurningum
sem lutu að útboði, hagkvæmni,
kostnaði og fleiru í tengslum við
samninginn.
Samanburður Ríkisendurskoðun-
ar leiddi m.a. í ljós að daggjald Sól-
túnsheimilisins sé um 14% hærra
en hjá samanburðaraðilunum. Þá
segir í skýrslunni að í ljósi þess hve
breytingar hafi verið umtalsverðar
á samningnum við Öldung með
hliðsjón af því hvernig staðið hafi
verið að málum í upphafi og jafn-
ræðissjónarmiðum hefði verið eðli-
legra að bjóða þjónustuna út á ný.
Fram kemur í skýrslu Ríkis-
enduskoðunar að Nýsir hafi boðist
strax að fenginni höfnun tilboðs til
þess að koma með tillögur um hag-
stæðari lausnir. Þá vitnar Ríkisend-
urskoðun til þess að samkvæmt út-
boðsstefnu ríkissjóðs frá 25. maí
1993 skuli hin almenna stefna í inn-
kaupum ríkisins vera sú að útboð
sé viðhaft. Báðum þátttakendum
útboðsins hefði því að minnsta kosti
átt að vera gefinn kostur á að koma
með ný tilboð. Það var ekki gert.
Rekstur hjúkrunarheimila
arðbærari en vitað var
Eitt af því sem gerir deilurnar
innan Lyfjaverslunar athyglisverð-
ar fyrir fleiri en hluthafa félagsins
er það nýmæli að rekstur hjúkr-
unarheimilis fyrir aldraða geti ver-
ið eins arðbær og raun ber vitni.
Skýringar meirihluta stjórnar
Lyfjaverslunar þar á eru m.a. þær
að samningurinn bjóði upp á tæki-
færi fyrir félagið á nýjum sviðum.
Ávinningur af rekstri af þessu tagi
er hins vegar nokkuð sem ekki hef-
ur verið mjög uppi á borðum hér á
landi, né víðast hvar annars staðar
áður, a.m.k. ekki í þeim mæli sem
meirihluti stjórnar Lyfjaverslunar
telur.
Ljóst er að verðmæti Frumafls
stafar af samningi Öldungs hf.,
dótturfélags fyrirtækisins, við ríkið
um rekstur Sóltúnsheimilisins. Með
hliðsjón af því verði sem Lyfja-
verslun greiðir fyrir Frumafl, hátt í
níu hundruð milljónir króna miðað
við gengi hlutabréfa Lyfjaverslunar
að undanförnu, en reyndar án
hugsanlegrar vaxtaleiðréttingar,
virðist samningurinn við ríkið vera
góður fyrir rekstraraðila Sól-
túnsheimilisins. Það kemur reyndar
einnig fram í því að hjúkrunarfor-
stjóri Sóltúnsheimilisins hefur sagt
að þar verði greidd hærri laun en
kjarasamningar bjóði upp á, þar
sem aukið svigrúm verði til launa-
greiðslna.
Þetta er nýmæli í tengslum við
hjúkrunar- eða elliheimili því um-
fjöllun á opinberum vettvangi um
önnur hjúkrunarheimili en Sól-
túnsheimilið hefur hingað til snúist
um annað en mikinn hagnað af
starfseminni eða aukið svigrúm til
launagreiðslna. Skemmst er að
minnast deilna stjórnenda elliheim-
ilisins Grundar og heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytisins vegna
daggjalda, en það var einmitt þetta
sama ráðuneyti sem samdi við Öld-
ung hf. um rekstur Sóltúnsheimil-
isins. Þáttur ríkisins í þessu máli er
því nokkuð stór.
Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra, sagðist í
samtali við Morgunblaðið í fyrra-
dag ekkert hafa að segja um þær
deilur sem verið hafi innan Lyfja-
verslunar. Þær séu ekkert á hans
borði og ekkert hafi komið fram
sem gefi tilefni til að ráðuneytið
taki Sóltúnssamninginn upp.
Frumafl og Öldungur
Jóhann Óli Guðmundsson stofn-
aði og var aðaleigandi öryggisþjón-
ustufyrirtækisins Securitas. Fyrir-
tækinu var skipt upp í tvö fyrirtæki
í upphafi árs 2000, annars vegar í
öryggisþjónustuna Securitas og
hins vegar í Frumafl. Hlutur
Securitas í dótturfélaginu Öldungi
fylgdi Frumafli í þeim skiptum. Jó-
hann Óli seldi sinn hlut í Securitas
á síðari hluta síðasta árs en Frum-
afl var í hans eigu.
ýn og völd innan Lyfjaverslunar Íslands hf. í kjölfar kaupa félagsins á fyrirtækinu Frumafli ehf.
ð
g
Morgunblaðið/Golli
gretar@mbl.is
Veruleg um-
skipti urðu í
valdahlut-
föllum innan
hluthafahóps
félagsins með
kaupunum á
Frumafli