Morgunblaðið - 10.07.2001, Síða 2
FRÉTTIR
2 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isFram vann stig í Keflavík / B2
Vala stökk 4,2 m í Nice / B1
12 SÍÐUR48 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Á ÞRIÐJUDÖGUM
FANGELSISMÁLASTOFNUN og
dóms- og kirkjumálaráðuneytið fóru
ekki að lögum þegar fangi, sem dvalið
hafði um skeið í áfangaheimili félaga-
samtakanna Verndar, var færður til
afplánunar í fangelsi vegna meintra
brota á útivistarreglum heimilisins.
Umboðsmaður Alþingis kemst að
þessari niðurstöðu í nýju áliti og bein-
ir þeim tilmælum til ráðuneytisins að
taka mál fangans fyrir á ný, óski hann
þess.
Umboðsmaður telur að ráðuneytið
hafi brotið á andmælarétti fangans og
málsmeðferð Fangelsismálastofnun-
ar hafi ekki verið í samræmi við hlut-
verk og stöðu stofnunarinnar. Þeim
tilmælum er beint til ráðuneytisins að
það sjái til þess að málsmeðferð í
sambærilegum málum verði hagað í
samræmi við sjónarmið sem fram
koma í áliti umboðsmanns.
Var vísað frá áfangaheimili
Forsaga málsins er sú að í byrjun
júní 1999 veitti Fangelsismálastofnun
umræddum fanga, sem þá afplánaði
refsidóm á Litla-Hrauni, leyfi til að
ljúka afplánun sinni á áfangaheimili
Verndar, þangað sem hann fór. Í lok
júlí það sumar ákvað húsnefnd heim-
ilisins að víkja fanganum tafarlaust úr
húsi vegna meintra brota á útivistar-
reglum sem kváðu á um að dvelja
ávallt á heimilinu frá kl. 23 að kvöldi
til kl. 7 morguninn eftir. Húsnefndin
byggði ákvörðun sína á vitnisburði
matráðskonu heimilisins sem stað-
festi að fanginn, ásamt tveimur öðr-
um heimilismönnum, hefði ekki verið
í húsinu klukkan hálfsjö að morgni 31.
júlí. Fanginn, ásamt félögum sínum,
var sama dag færður til afplánunar í
Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg.
Hann var ósáttur við þessa máls-
meðferð og kvartaði til Fangelsis-
málastofnunar sem taldi að ekki hefði
verið brotið á andmælarétti fangans.
Fanginn sendi kæru til dómsmála-
ráðuneytisins á hendur Fangelsis-
málastofnun. Taldi hann að atvik
málsins hefðu ekki verið nægjanlega
rannsökuð áður en ákveðið var að
færa hann til afplánunar í fangelsi.
Gerði fanginn einnig athugasemdir
við niðurstöðu málsins á grundvelli
laga um andmælarétt og rannsóknar-
og meðalhófsreglu stjórnsýslulaga.
Með úrskurði sínum í desember 1999
staðfesti ráðuneytið ákvörðun Fang-
elsismálastofnunar en fanginn kvart-
aði til umboðsmanns Alþingis í febrú-
ar árið 2000.
Ekki fjallað um mál fangans á
grundvelli stjórnsýslulaga
Í áliti sínu gerir umboðsmaður at-
hugasemd við það að Fangelsismála-
stofnun hafi ekki, að fenginni vitn-
eskju um afstöðu húsnefndar
áfangaheimilisins um málefni fang-
ans, fjallað um mál hans á grundvelli
stjórnsýslulaga og tekið formlega
stjórnvaldsákvörðun um hvort vista
ætti fangann á ný í fangelsi eða leita
annars úrræðis fyrir hann. Sam-
kvæmt framlögðum gögnum hafi
stofnunin ekki formlega látið málið til
sín taka fyrr en í ágúst 1999 þegar
lögmaður fangans sendi henni bréf.
Umboðsmaður áréttar í álitinu að
ákvörðun Fangelsismálastofnunar,
um að lagaskilyrði hafi skort og fang-
inn þurft að ljúka afplánun sinni í
fangelsi, hafi verið stjórnvaldsákvörð-
un. Samkvæmt stjórnsýslulögum sé
meginreglan sú að hlutaðeigandi
fangi eigi þess kost að tjá sig um atvik
máls áður en ákvörðun er tekin í máli
hans.
Fangelsismálastofnun og dómsmálaráðuneytið
Brotið á fanga að mati
umboðsmanns Alþingis
MIKIL þörf er á blóðgjöfum í Blóð-
bankanum þessa dagana og hefur
verið hringt út í blóðgjafa á skrá og
þeir beðnir um að koma og gefa blóð.
„Það er alltaf mjög erfitt að ná í blóð-
gjafa á sumrin, þegar margir eru á
faraldsfæti,“ segir Sigríður Ósk Lár-
usdóttir hjá Blóðbankanum. Hún
segir að tveir starfsmenn sitji við
símann allan daginn og hringi í blóð-
gjafa, þannig að mun meira þurfi að
hafa fyrir því að ná í blóðgjafana en
ella.
Hún segir að á hverjum degi þurfi
um 70 blóðgjafa, en að dagsmeðaltal-
ið síðustu daga hafi verið lægra og
því gangi smám saman á birgðirnar
þótt neyðarástand hafi enn ekki
skapast.
Ekki minni þörf
yfir sumarið
Þörfin fyrir blóðgjafir minnkar
ekkert yfir sumarið. Sigríður segir
að svolítið hafi dregið úr aðgerðum á
sjúkrahúsunum, en að móti komi að
slys hafi verið tíð það sem af er
sumri.
Þörf er á blóðgjöfum úr öllum
blóðflokkum, að sögn Sigríðar Ósk-
ar. „Ég hvet alla sem eru hraustir til
að koma til okkar og gefa blóð og
endilega muna eftir okkur fyrir sum-
arfríið. Einnig vil ég hvetja fólk sem
býr úti á landi og eyðir sumarfríinu
sínu í Reykjavík að kíkja til okkar,“
segir hún.
Afgreiðslutími Blóðbankans er kl.
8–19 mánudaga og fimmtudaga, 8–
15 þriðjudaga og miðvikudaga og 8–
12 á föstudögum. Sigríður Ósk segir
að alltaf sé heitt kaffi á könnunni og
eitthvað gott á boðstólum fyrir blóð-
gjafa.
Gengið hef-
ur á birgðir
Blóðbanka
GULLREGN heitir þetta fallega
tré og stendur í garði Íbúða aldr-
aðra við Lönguhlíð 3 í Reykjavík.
Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir,
forstöðumaður, segir að tréð hafi
verið gróðursett við opnun húss-
ins árið 1978.
„Það er alveg óhemjufallegt
þetta tré, maður hefur helst á til-
finningunni að maður sé kominn
til suðurlanda,“ sagði hún. Ingi-
björg taldi að tréð væri orðið
nokkuð stórt í samanburði við
önnur hér á landi og sagði það
orðið nokkuð fyrirferðarmikið í
garðinum hjá þeim. Aðspurð
sagðist hún hafa heyrt af því að
blóm gullregnsins væru eitruð og
það gat Margrét Magnúsdóttir,
garðyrkjufræðingur hjá garð-
yrkjudeild Reykjavíkur, staðfest.
„Gamla garðagullregnið er
eitrað, en svo er líka til blend-
ingsgullregn sem er ekki eitrað
og blómstrar fyrr,“ sagði hún.
Margrét bætti engu að síður við
að lítil hætta væri á ferðum því
blóm gullregnsins væru ekki ban-
eitruð og ólíklegt að einhver vildi
leggja sér þau til munns, gul og
bragðvond eins og þau væru.
„Krakkar yrðu örugglega fljótir
að spýta þeim út úr sér aftur,“
sagði hún.
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Gullregn
blómstrar í
Reykjavík
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær sjúkraþjálfara til að
greiða konu rúmlega 2,6 milljónir í
bætur vegna áverka sem hún hlaut
af meðferð hjá honum í apríl 1998.
Héraðsdómur taldi sýnt að sjúkra-
þjálfarinn hefði sýnt af sér vítavert
gáleysi með því að veita konunni
meðferð sem var ekki á hans færi,
hvorki þekkingarlega né tæknilega.
Konan hafði leitað til heilsu-
gæslulæknis vegna verkja í mjóbaki
og síðan snúið sér til sjúkraþjálf-
unarstöðvar. Konan lýsti því svo að
eftir 8–10 skipti hjá sjúkraþjálfar-
anum hafi hún verið nokkurn veg-
inn verkjalaus í bakinu. Hinn 2.
apríl hafi sjúkraþjálfarinn spurt
hana hvort hún væri stíf í öxlum og
hálsi. Því hefði hún játað. Hann hafi
þá nuddað á henni axlirnar og síðan
sagt henni að leggjast á bakið. Í
skriflegri skýrslu lýsti hún fram-
haldinu svo:
„Hann tók höfuð mitt á milli
handa sér og velti því fram og aftur
smástund, sneri því til vinstri og
sagði: „Nú kemur svolítill hnykk-
ur.“ Þá kippti hann höfðinu eld-
snöggt alla leið til vinstri. Það brak-
aði mikið í hálsliðnum og ég fann
gífurlegan sársauka leggja um mig
alla, hálsinn, höfuðið og líkam-
ann...“ Um kvöldið fann hún fyrir
eymslum í hálsinum og daginn eftir
hafði verkurinn ágerst það mikið að
hún fór fyrr heim úr vinnunni. Hún
hafi síðan fundið fyrir ýmsum ein-
kennum, m.a. doða, jafnvægisleysi,
höfuðverk og náladofa í höndum og
fingrum.
Um haustið greindist hún með
brjósklos í hálsi en konan hafði fyr-
ir meðferðina hjá sjúkraþjálfaran-
um ekki átt við slíkt að stríða.
Brjósklosið var rakið til áverka á
hálsi sem dómnum þótti sannað að
konan hefði orðið fyrir við meðferð-
ina hjá sjúkraþjálfaranum.
Ágreiningur málsaðila laut aðal-
lega að því hvort sjúkraþjálfarinn
hefði beitt hálshnykkingu eða svo-
kallaðri IV. stigs liðlosun eins og
sjúkraþjálfarinn hélt fram. Hann
neitaði því ennfremur að hafa varað
konuna við að hún mætti eiga von á
svolitlum hnykk.
Á þetta féllst dómurinn ekki og
taldi að sjúkraþjálfarinn hefði með
aðgerðum sínum tekið áhættu á
kostnað konunnar með þeim afleið-
ingum að hún varð fyrir varanlegu
tjóni.
Kristjana Jónsdóttir héraðsdóm-
ari kvað upp dóminn. Páll Arnór
Pálsson hrl. rak málið fyrir hönd
konunnar en Ólafur Axelsson hrl.
var til varnar.
Sjúkraþjálfari dæmdur til að
greiða 2,6 milljónir í skaðabætur
Talinn hafa
sýnt gáleysiLÖGREGLAN í Hafnarfirði hefur
fengið nokkrar tilkynningar um að
skipverjar á rússneskum togurum
sem nú liggja í Hafnarfjarðarhöfn
hafi boðið áfengi og tóbak til sölu.
Ekkert slíkt hefur þó verið staðfest
að sögn lögreglunnar.
Í dagbók lögreglunnar kemur
fram að helgin hafi verið nokkuð er-
ilsöm. Talið er að um 500 til 600 er-
lendir sjómenn, einkum Rússar,
dvelji í skipum í höfninni. Lögreglan
þurfti að hafa afskipti af nokkrum
þeirra vegna ölvunar á skemmtistöð-
um og utandyra. Samkvæmt upplýs-
ingum frá lögreglunni voru þetta þó
ekki meiri átök en gengur og gerist
um helgar.
Sjö kvartanir bárust vegna hávaða
frá samkvæmum ungmenna í heima-
húsum. Þá hafði lögreglan þrisvar
afskipti af ungmennum sem grunuð
eru um fíkniefnaneyslu og voru hald-
lögð tól og tæki sem notuð eru við þá
iðju.
Annasamt
hjá lögregl-
unni í
Hafnarfirði
♦ ♦ ♦