Morgunblaðið - 12.07.2001, Side 20

Morgunblaðið - 12.07.2001, Side 20
LANDIÐ 20 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ STURLA Böðvarsson samgönguráð- herra og Einar Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Íslandspósts heim- sóttu nýlega afgreiðslur fyrirtækisins í Varmahlíð og á Hofs- ósi í Skagafirði. Að sögn þeirra Sturlu og Einars var ferð þessi farin til þess að líta á afgreiðslurnar, sjá aðbúnað á hverj- um stað og hitta starfsfólkið, sérstak- lega í ljósi þeirrar neikvæðu umræðu sem orðið hefði um þessar skipulags- breytingar frá því að þær voru gerð- ar. Sagði Sturla að sér virtist sem verulega skekkt mynd hefði verið dregin upp, til dæmis í utandagskrár- umræðum á Alþingi á síðastliðnum vetri, þar sem látið hefði verið í veðri vaka að með lokun pósthúsanna væri nánast um að ræða að heilu byggð- arfélögin væru lögð í rúst. Hins vegar virtist sér sem nokkuð vel hefði til tekist og í Varmahlíð væri verið að undirbúa breytingar þannig að af- greiðslan yrði betri og auðveldari. Einar Þorsteinsson sagði að ný- lega væri búið að flytja allan rekstr- arvörulager Íslandspósts frá Reykja- vík til Blönduóss og væri þetta liður í hagræðingunni, unnt hefði verið að losa dýrt húsnæði í Reykjavík og fækka þar um tvö störf en á Blöndu- ósi þyrfti ekki að fjölga störfum og mun betri nýting fengist á því hús- næði sem þar væri og styrkti þá stöðu sem fyrirtækið hefði þar. Rætt um samstarf við Sparisjóð Vestfjarða Þá sagði hann að nú væri unnið að samningi við Sparisjóð Vestfjarða um samstarf og væru viðræður um þetta komnar á lokastig. Á Flateyri væri samstarfið komið á en gert væri ráð fyrir breytingum á fimm öðrum stöðum. Einar sagði það sérstaklega ánægjulegt að unnt hefði verið að leigja húsnæði félagsins á Hofsósi til ungra manna sem ætluðu að flytja þangað hugbúnaðarfyrirtæki sitt og væri mjög áhugavert ef Íslandspóst- ur gæti jafnframt þeim hagræðing- um sem þeir gerðu stutt uppbygg- ingu fyrirtækja heimamanna með því að leigja húsnæðið á góðum kjörum. Sturla sagði að þeir hefðu viljað fara á staðina þar sem umræða hefði verið hvað mest og hugsanlega nei- kvæðust, heyra mál heimamanna og fara yfir þá reynslu sem fengin væri, „og við höfum ekki orðið varir við annað en bærilega sátt við ástandið eins og það er.“ Þá sagðist Sturla ekki síður hafa heyrt margar ánægjuraddir, sérstak- lega meðal fólks í sveitunum, sem þætti verulegur kostur að því að fá nú póstinn alla virka daga vikunnar, og vissulega væri þetta ekki í takt við þá umræðu sem skapaðist þegar breyt- ingarnar voru gerðar. Samgönguráðherra og framkvæmdastjóri Íslandspósts í afgreiðslum fyrirtækisins í Skagafirði Breytingar tekist vel María Runólfsdóttir útibússtjóri ásamt þeim Einari Þorsteinssyni og Sturlu Böðvarssyni og aðstoðarmönnum þeirra, lengst til hægri er Gísli Gunnarsson forseti sveitarstjórnar Skagafjarðar. Skagafjörður NÁMSKEIÐ fyrir konur í byrj- enda-og framhaldsflokki er nýjung hjá Hestamiðstöðinni í Saltvík sem rekin er af Bjarna Páli Vilhjálms- syni og fjölskyldu hans og hafa þau tekist sérlega vel að sögn þeirra sem sótt hafa þessa kennslu í út- reiðum. Vegna mikillar eftirspurnar eru fyrirhuguð fleiri námskeið þar sem þessi fyrstu voru tilraun til þess að bjóða upp á eitthvað nýtt. Kennslan er bæði verkleg og bókleg og í lok námskeiðs fá þátt- takendur afhent viðurkenningar- skjal. Að sögn leiðbeinandans Maríu Kristie Pálsdóttur gengu þau nám- skeið sem nú eru nýlega búin mun betur en hún bjóst við og tókst mjög vel að efla áhuga kvennanna auk þess sem þær öðluðust mun meira öryggi gagnvart hestum. Starfsemin í Saltvík er margþætt og eru haldin mörg námskeið á vor- in fyrir börn og unglinga og á dög- unum fóru ellefu krakkar á firma- keppni Grana eftir að námskeiði þeirra lauk. Mikið er um útlendinga og er Mývatnshringurinn vinsæll, fimm daga ferð um Suður-Þingeyj- arsýslu. Hún hefst í Félagsheim- ilinu Heiðarbæ þar sem er gist og farið í sund, en síðan er farið til Þeistareykja og þaðan að Hraun- brún í Mývatnssveit. Þá er farið niður Laxárdal og endað á Breiðu- mýri í Reykjadal. Í þessum ferðum er að jafnaði 12-15 manns, en 40-50 hestar og eru hverjum manni því ætlaðir 2-3 hestar. Í sumar verður líklega farið í sex slíkar ferðir. Hjá Hestamiðstöðinni er einnig hægt að fá styttri túra og er nokk- uð um að ferðafólk sem kemur til Húsavíkur komi og farið í 1-2 tíma styttri ferðir um nágrenni Saltvík- ur. Þá er boðið upp á svefnpoka- gistingu í íbúðarhúsinu og er pláss fyrir 15 manns í rúmum. Á veturna fara fram tamningar í Saltvík og eru allt að því 70 hestar á fóðrum en á sumrin eru nokkrir hestar úr nágrenninu fengnir að láni til þess að geta orðið við vax- andi eftirspurn. Hestamiðstöðin í Saltvík með kvennanámskeið Laxamýri Þorskurinn kann að meta laxaseiðin ÞAÐ hefur vakið athygli þeirra sem rennt hafa fyrir þorsk á sjóstöng eða handfæri austanvert í innanverðum Húnaflóa, Húnafirði svokölluðum, hversu mikið er af laxaseiðum í maga þorskanna. Það er álit margra þeirra sem renna færi í sjó á milli Blönduóss og Skagastrandar að mikið sé af þorski á þessum slóðum og tala menn jafn- vel um að þorskurinn sem Hafrann- sóknarstofnun týndi sé nú fundinn. Margar af bestu laxveiðiám lands- ins renna til sjávar í Húnaflóann og ljóst er að þorskurinn veit það líka og gerir sér laxaseiðin að góðu þegar þau ganga í stríðum straumum til sjávar þessa dagana. Húnafjörður RATLEIKIR eru vinsæl útivistar- afþreying, en sá sem nú er verið að undirbúa í Mývatnssveit er senni- lega sá langviðamesti sem farið hefur í gang hérlendis og þó víðar væri leitað. Það er rafgeymafyrirtækið VARTA í Þýskalandi sem stendur að þessari uppákomu sem er liður í markaðsátaki þeirra. Áður hefur farið fram forval meðal ungmenna á aldrinum 18 til 22 ára um þátt- tökurétt í þessari keppni. Aðalleikurinn „prufukeyrður“ Nú um helgina var fjölmennt lið frá Þýskalandi og frá Sel-Hóteli Mývatni í sameiningu að prufu- keyra aðalleikinn sem fara á fram 14.-16. ágúst. Úti í Hamborg var annað lið starfsmanna og keppenda og fór hluti leiksins fram um Int- ernetið. Farið var meðal annars út á Mý- vatn á kajökum og í hestaferð með Arngrími. Þá var hjólað sem hrað- ast um víðan völl, gengið á fjöll og margir viðkomustaðir heimsóttir í ágætis veðri. Ratleikur við Mývatn Mývatnssveit Þátttakendur hvíla lúin bein um leið og næsti áfangi er undirbúinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.