Morgunblaðið - 12.07.2001, Síða 28

Morgunblaðið - 12.07.2001, Síða 28
ERLENT 28 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ KAMBÓDÍSKA þingið samþykkti í gær lög sem heimila að fyrrverandi leiðtogar ríkisstjórnar hinna Rauðu Khmera verði sóttir til saka. Rauðu Khmerarnir stjórnuðu landinu með harðri hendi á árunum 1975 til 1979 undir forystu Pol Pots. Talið er að um 1,7 milljónir manna hafi látið líf- ið undir ógnarstjórn Pots og félaga hans, bæði af völdum hungurs og skipulagðra hópmorða. Samkvæmt nýju lögunum verður settur á stofn dómstóll sem skipaður verður kambódískum og alþjóðlegum dóm- urum og saksóknurum. Konungur- inn og öldungadeild þingsins eiga eftir að staðfesta lögin, en forsætis- ráðherra Kambódíu, Hun Sen, segir að að öllu óbreyttu gætu fyrstu rétt- arhöldin hafist í lok ágúst. Hefndarþorsti má ekki ráða Sihanouk konungur hefur lýst yf- ir áhyggjum sínum af því að borg- arastyrjöld geti brotist út að nýju verði ekki rétt staðið að dómsmál- unum. „Önnur styrjöld við Rauðu Khmerana myndi eyðileggja efna- hagslegan ávinning síðustu ára“ sagði konungurinn. Kambódískir stjórnmálamenn hafa lagt á það áherslu að hefndarþorsti megi ekki ráða framvindu réttarhaldanna. „Ef við erum of upptekin við að leita hefnda getum við ekki byggt upp landið okkar, við verðum að binda enda á stríðið“ sagði þingmaðurinn Nan Sy. Búist er við að helstu sam- starfsmenn Pol Pots verði ákærðir, en Pot sjálfur andaðist árið 1998 í felustað sínum í frumskógum Kambódíu. Sihanouk konungur lagði á það áherslu að samningar sem þegar hafa verið gerðir við for- vígismenn Rauðu Khmerana standi ennþá. Skiptir hér mestu samning- urinn við Ieng Sary, fyrrverandi utanríkisráðherra í stjórn Pol Pots, en vopnahléið sem náðist 1996 er að miklu leyti því að þakka að hann yf- irgaf Khmerana. Rauðir Khmerar fyrir rétt Phnom Penh. AFP. EFNAHAGS- og orkumálaráðherra Ungverjalands, dr. György Matolcsy, er í heimsókn hér á landi þessa dag- ana ásamt hópi embættismanna í boði íslenzkra stjórnvalda. Hefur hópur- inn skoðað orkuveitur og -fyrirtæki víðs vegar um land, þar á meðal á Nesjavöllum, í Kröflu og á Húsavík. Í samtali við Morgunblaðið segir Matolcsy að til standi að gera sam- starf Íslands og Ungverjalands á sviði orkumála virkara en það er nú. Í Ungverjalandi er töluvert um nýtan- legan jarðhita en vilji ungverskra stjórnvalda stendur til að nýta hann betur en gert er, meðal annars með hjálp Íslendinga. „Strax snemma á síðasta áratug voru fyrstu skrefin stigin að samstarfi Íslands og Ungverjalands á sviði jarðhitanýtingar en nú ætlum við að koma því í alveg nýjan farveg,“ segir Matolcsy. „Þetta þýðir að við orku- málaráðherrar beggja ríkja stefnum að því að gera rammasamning um orkumálasamstarf landanna, einkum og sér í lagi með tilliti til jarðhitanýt- ingar. Í Ungverjalandi þörfnumst við íslenzkrar sérþekkingar á þessu sviði og á móti vonumst við til að geta miðl- að Íslendingum af ríkri reynslu okkar Ungverja af nýtingu jarðhitavatns á heilsuhælum og í ferðaþjónustu.“ Matolcsy segir að íslenzk starfs- systir sín, Valgerður Sverrisdóttir, hafi þekkzt boð um að koma í opin- bera heimsókn til Ungverjalands í haust en við það tækifæri muni þau undirrita nefndan rammasamning um samstarf landanna í orkumálum. Á hraðleið inn í ESB Ungverjaland gekk fyrir tveimur árum í Atlantshafsbandalagið (NATO), ásamt miðevrópsku grann- ríkjunum Tékklandi og Póllandi, og stefnir ákveðnum skrefum inn í Evr- ópusambandið (ESB). Aðspurður um gang ESB-aðildarviðræðnanna segir Matolcsy: „Við gerum ráð fyrir að Ungverjaland geti orðið fullgilt aðild- arríki Evrópusambandsins frá ára- mótum 2004–2005. Við höfum nú þeg- ar lokið 22 af 31 kafla aðildarvið- ræðnanna. Allar stærstu hindran- irnar á þessari braut eru nú þegar yfirstignar,“ segir hann. „Þá er efnahagslíf Ungverjalands nú orðið þess fullbúið að takast á við fulla aðild að ESB,“ fullyrðir Mat- olcsy. „Um 75% ungversks útflutn- ings fer inn á ESB-markaðinn og það- an kemur um 70% alls innflutnings til Ungverjalands. Það má því segja að atvinnulíf landsins sé nú þegar orðið hluti af ESB [eða Evrópska efnahags- svæðinu]. Hagvöxtur er mikill í Ung- verjalandi um þessar mundir, í ár er hann um 5%; flestar hagtölur eru mjög hagstæðar – viðskiptajöfnuður- inn er að batna og atvinnuleysi er inn- an við 6% – sem í evrópskum sam- anburði er ekki slæmt,“ segir ráð- herrann. Ná meðalþjóðartekjum ESB eftir 15 ár „Við þörfnumst nýrra hugvitsam- legra leiða til að ýta undir nýsköpun í atvinnulífinu – nýting jarðhita er dæmi um slíkt,“ heldur Matolcsy áfram. „Við nýtum ekki sízt þróun á sviði ferðaþjónustu til að drífa áfram nýsköpun, auka framleiðni og gera at- vinnulífið samkeppnishæfara og sveigjanlegra. Við hyggjum ennfrem- ur á að færa okkur legu landsins bet- ur í nyt. Ungverjaland er að mörgu leyti brú milli norðurs og suðurs, austurs og vesturs á meginlandi Evr- ópu. Við þurfum því að fjárfesta meira í samgöngumannvirkjum eins og hraðbrautum, brúm, flugvöllum og járnbrautum. Það mun hjálpa okkur að hagnýta sem bezt þessa einstöku legu okkar á landakortinu.“ Ungverjar eru að sögn Matolcsys á góðri leið með að vinna upp efna- hagsþróunarforskot Vestur-Evrópu- þjóðanna. Enn sem komið er eru þjóðartekjur á mann í Ungverjalandi töluvert undir meðaltali ESB- ríkjanna en Matolcsy telur að þess sé ekki langt að bíða að þessi munur jafnist út. „Við þurfum um 15 ár til að ná meðaltali þjóðartekna í ESB. En við munum ekki láta þar staðar num- ið,“ segir hann. „Írland er dæmi um ESB-land sem hefur sýnt hvernig hægt er að vinna upp efnahagsforskot hinna þróuðustu ríkja sambandsins; Írar náðu Bretum að þessu leyti fyrir tveimur árum en það er enn mun meiri hagvöxtur á Írlandi en í flestum hinum ESB-ríkjunum. Þetta ætlum við að leika eftir,“ segir ráðherrann. Sem flest ríki verði með í fyrstu stækkunarlotu Matolcsy segir aðspurður að Ung- verjaland sé á sama báti og hin mið- evrópsku grannríki þess sem einnig stefni inn í ESB, einkum „Visegrad“- löndin svokölluðu sem ásamt Ung- verjalandi eru Pólland, Tékkland og Slóvakía. Ungverska stjórnin óski þess að öll ríkin fái inngöngu í ESB samtímis. Það verði öllum til hags- bóta, bæði hinum tilvonandi sem nú- verandi aðildarþjóðum. En samt eigi ESB að standa við að meta aðildar- hæfni hvers umsóknarríkis fyrir sig. Matolcsy er þó nógu bjartsýnn til að telja að burtséð frá því hvaða ríki verði með í fyrstu stækkunarlotunni til austurs muni öll téð umsóknarríki verða komin inn í klúbbinn innan 10 ára. Og með tilliti til þess að þau hafa öll nú þegar beðið í rúman áratug eft- ir að kaldastríðsskipting Evrópu verði með stækkun ESB formlega lið- in tíð, skipti örfá ár til eða frá ekki öllu máli. Efld tengsl við Ísland og innganga í ESB Efnahags- og orku- málaráðherra Ung- verjalands er bjartsýnn bæði á eflt samstarf við Ísland og að land hans verði gengið í Evrópusambandið árið 2005. Auðunn Arnórsson talaði við György Matolcsy. Morgunblaðið/Árni Sæberg György Matolcsy í dælustöð Orkuveitu Reykjavíkur við Gvendarbrunna í Heiðmörk í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.