Morgunblaðið - 12.07.2001, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 12.07.2001, Qupperneq 28
ERLENT 28 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ KAMBÓDÍSKA þingið samþykkti í gær lög sem heimila að fyrrverandi leiðtogar ríkisstjórnar hinna Rauðu Khmera verði sóttir til saka. Rauðu Khmerarnir stjórnuðu landinu með harðri hendi á árunum 1975 til 1979 undir forystu Pol Pots. Talið er að um 1,7 milljónir manna hafi látið líf- ið undir ógnarstjórn Pots og félaga hans, bæði af völdum hungurs og skipulagðra hópmorða. Samkvæmt nýju lögunum verður settur á stofn dómstóll sem skipaður verður kambódískum og alþjóðlegum dóm- urum og saksóknurum. Konungur- inn og öldungadeild þingsins eiga eftir að staðfesta lögin, en forsætis- ráðherra Kambódíu, Hun Sen, segir að að öllu óbreyttu gætu fyrstu rétt- arhöldin hafist í lok ágúst. Hefndarþorsti má ekki ráða Sihanouk konungur hefur lýst yf- ir áhyggjum sínum af því að borg- arastyrjöld geti brotist út að nýju verði ekki rétt staðið að dómsmál- unum. „Önnur styrjöld við Rauðu Khmerana myndi eyðileggja efna- hagslegan ávinning síðustu ára“ sagði konungurinn. Kambódískir stjórnmálamenn hafa lagt á það áherslu að hefndarþorsti megi ekki ráða framvindu réttarhaldanna. „Ef við erum of upptekin við að leita hefnda getum við ekki byggt upp landið okkar, við verðum að binda enda á stríðið“ sagði þingmaðurinn Nan Sy. Búist er við að helstu sam- starfsmenn Pol Pots verði ákærðir, en Pot sjálfur andaðist árið 1998 í felustað sínum í frumskógum Kambódíu. Sihanouk konungur lagði á það áherslu að samningar sem þegar hafa verið gerðir við for- vígismenn Rauðu Khmerana standi ennþá. Skiptir hér mestu samning- urinn við Ieng Sary, fyrrverandi utanríkisráðherra í stjórn Pol Pots, en vopnahléið sem náðist 1996 er að miklu leyti því að þakka að hann yf- irgaf Khmerana. Rauðir Khmerar fyrir rétt Phnom Penh. AFP. EFNAHAGS- og orkumálaráðherra Ungverjalands, dr. György Matolcsy, er í heimsókn hér á landi þessa dag- ana ásamt hópi embættismanna í boði íslenzkra stjórnvalda. Hefur hópur- inn skoðað orkuveitur og -fyrirtæki víðs vegar um land, þar á meðal á Nesjavöllum, í Kröflu og á Húsavík. Í samtali við Morgunblaðið segir Matolcsy að til standi að gera sam- starf Íslands og Ungverjalands á sviði orkumála virkara en það er nú. Í Ungverjalandi er töluvert um nýtan- legan jarðhita en vilji ungverskra stjórnvalda stendur til að nýta hann betur en gert er, meðal annars með hjálp Íslendinga. „Strax snemma á síðasta áratug voru fyrstu skrefin stigin að samstarfi Íslands og Ungverjalands á sviði jarðhitanýtingar en nú ætlum við að koma því í alveg nýjan farveg,“ segir Matolcsy. „Þetta þýðir að við orku- málaráðherrar beggja ríkja stefnum að því að gera rammasamning um orkumálasamstarf landanna, einkum og sér í lagi með tilliti til jarðhitanýt- ingar. Í Ungverjalandi þörfnumst við íslenzkrar sérþekkingar á þessu sviði og á móti vonumst við til að geta miðl- að Íslendingum af ríkri reynslu okkar Ungverja af nýtingu jarðhitavatns á heilsuhælum og í ferðaþjónustu.“ Matolcsy segir að íslenzk starfs- systir sín, Valgerður Sverrisdóttir, hafi þekkzt boð um að koma í opin- bera heimsókn til Ungverjalands í haust en við það tækifæri muni þau undirrita nefndan rammasamning um samstarf landanna í orkumálum. Á hraðleið inn í ESB Ungverjaland gekk fyrir tveimur árum í Atlantshafsbandalagið (NATO), ásamt miðevrópsku grann- ríkjunum Tékklandi og Póllandi, og stefnir ákveðnum skrefum inn í Evr- ópusambandið (ESB). Aðspurður um gang ESB-aðildarviðræðnanna segir Matolcsy: „Við gerum ráð fyrir að Ungverjaland geti orðið fullgilt aðild- arríki Evrópusambandsins frá ára- mótum 2004–2005. Við höfum nú þeg- ar lokið 22 af 31 kafla aðildarvið- ræðnanna. Allar stærstu hindran- irnar á þessari braut eru nú þegar yfirstignar,“ segir hann. „Þá er efnahagslíf Ungverjalands nú orðið þess fullbúið að takast á við fulla aðild að ESB,“ fullyrðir Mat- olcsy. „Um 75% ungversks útflutn- ings fer inn á ESB-markaðinn og það- an kemur um 70% alls innflutnings til Ungverjalands. Það má því segja að atvinnulíf landsins sé nú þegar orðið hluti af ESB [eða Evrópska efnahags- svæðinu]. Hagvöxtur er mikill í Ung- verjalandi um þessar mundir, í ár er hann um 5%; flestar hagtölur eru mjög hagstæðar – viðskiptajöfnuður- inn er að batna og atvinnuleysi er inn- an við 6% – sem í evrópskum sam- anburði er ekki slæmt,“ segir ráð- herrann. Ná meðalþjóðartekjum ESB eftir 15 ár „Við þörfnumst nýrra hugvitsam- legra leiða til að ýta undir nýsköpun í atvinnulífinu – nýting jarðhita er dæmi um slíkt,“ heldur Matolcsy áfram. „Við nýtum ekki sízt þróun á sviði ferðaþjónustu til að drífa áfram nýsköpun, auka framleiðni og gera at- vinnulífið samkeppnishæfara og sveigjanlegra. Við hyggjum ennfrem- ur á að færa okkur legu landsins bet- ur í nyt. Ungverjaland er að mörgu leyti brú milli norðurs og suðurs, austurs og vesturs á meginlandi Evr- ópu. Við þurfum því að fjárfesta meira í samgöngumannvirkjum eins og hraðbrautum, brúm, flugvöllum og járnbrautum. Það mun hjálpa okkur að hagnýta sem bezt þessa einstöku legu okkar á landakortinu.“ Ungverjar eru að sögn Matolcsys á góðri leið með að vinna upp efna- hagsþróunarforskot Vestur-Evrópu- þjóðanna. Enn sem komið er eru þjóðartekjur á mann í Ungverjalandi töluvert undir meðaltali ESB- ríkjanna en Matolcsy telur að þess sé ekki langt að bíða að þessi munur jafnist út. „Við þurfum um 15 ár til að ná meðaltali þjóðartekna í ESB. En við munum ekki láta þar staðar num- ið,“ segir hann. „Írland er dæmi um ESB-land sem hefur sýnt hvernig hægt er að vinna upp efnahagsforskot hinna þróuðustu ríkja sambandsins; Írar náðu Bretum að þessu leyti fyrir tveimur árum en það er enn mun meiri hagvöxtur á Írlandi en í flestum hinum ESB-ríkjunum. Þetta ætlum við að leika eftir,“ segir ráðherrann. Sem flest ríki verði með í fyrstu stækkunarlotu Matolcsy segir aðspurður að Ung- verjaland sé á sama báti og hin mið- evrópsku grannríki þess sem einnig stefni inn í ESB, einkum „Visegrad“- löndin svokölluðu sem ásamt Ung- verjalandi eru Pólland, Tékkland og Slóvakía. Ungverska stjórnin óski þess að öll ríkin fái inngöngu í ESB samtímis. Það verði öllum til hags- bóta, bæði hinum tilvonandi sem nú- verandi aðildarþjóðum. En samt eigi ESB að standa við að meta aðildar- hæfni hvers umsóknarríkis fyrir sig. Matolcsy er þó nógu bjartsýnn til að telja að burtséð frá því hvaða ríki verði með í fyrstu stækkunarlotunni til austurs muni öll téð umsóknarríki verða komin inn í klúbbinn innan 10 ára. Og með tilliti til þess að þau hafa öll nú þegar beðið í rúman áratug eft- ir að kaldastríðsskipting Evrópu verði með stækkun ESB formlega lið- in tíð, skipti örfá ár til eða frá ekki öllu máli. Efld tengsl við Ísland og innganga í ESB Efnahags- og orku- málaráðherra Ung- verjalands er bjartsýnn bæði á eflt samstarf við Ísland og að land hans verði gengið í Evrópusambandið árið 2005. Auðunn Arnórsson talaði við György Matolcsy. Morgunblaðið/Árni Sæberg György Matolcsy í dælustöð Orkuveitu Reykjavíkur við Gvendarbrunna í Heiðmörk í gær.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.