Morgunblaðið - 12.07.2001, Side 59

Morgunblaðið - 12.07.2001, Side 59
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 59 ÚTSALA HEFST Í DAG Allt að 60% afsl. SMASH Kringlunni, s. 553 1717 Kringlunni, s. 533 1717 Dæmi: áður nú ..............................skór .......9.900 ...........4.900 .............................skór .......9.990 ..........4.900 ..............................skór .......9.900 ..........4.900 ..............................buxur .....6.900 ..........3.900 ..............................vindbuxur.............50% afsl. .............................jakkar ...................50% afsl. .............................jakkar ...................50% afsl. .............................Allt að ..................50% afsl. ..............................bolir ......4.900 ..........1.900 fatnaður ..allt að 40% buxur ..........frá 3.990 skór ........allt að 50% fatnaður ..allt að 50% jakkar.........frá 3.990 hettupeysur ......2.990 bolir .....................990 o.fl., o.fl. St.Tropez Charhartt ÚTSALA HEFST Í DAG OPIÐ TIL KL.21.00 Í KVÖLD OPIÐ TIL KL.21.00 Í KVÖLD ....á skordýrabit... FLESTIR eldri Sega-eigendur muna líklega eftir Fighting Vipers, slags- málaleiknum sem gerði allt vitlaust stuttu eftir að Virtual Fighter-æðinu lauk. Nú hafa Sega og AM2 gefið út framhald Fighting Vipers fyrir Dreamcast en það heitir einfaldlega Fighting Vipers 2. Í Fighting Vipers var sagan frekar veik eins og í flestum slagsmálaleikj- um. Söguhetjur leiksins eru í gengi af vandræðaunglingum sem komast að því að ofurglæponinn B.M. er að reyna að ná þeim. Þær ákveða að berjast við hver við aðra þar til þau bjarga heim- inum á meðan B.M. byggir risastórt fang- elsi þar sem hann hangir öllum stundum og að lokum þarf sá sem lamdi alla vini sína að fara þangað og berj- ast við hann. Spilendur geta valið um sömu karaktera og í fyrri leiknum. Hreyfingar og útlit karakter- anna hefur breyst ötlítið en lögmálin eru þau sömu. Flestir karakteranna hafa sérstakt vopn eins og hjólabretti og línu- skauta, tapi þau því verða þau að berjast með höndunum. Allir karakterarnir hafa brynju sem and- stæðingarnir geta slegið af þeim og verða þau þá fyrir meiri skaða fái þau á sig högg, þó verður hreyf- ingafrelsið meira og spilendur geta gert ofurbrögð sem rota andstæð- inginn í nær einu höggi. Hvert slíkt högg hefur mjög skrýtna endingu, sum þeirra skjóta óvin- unum upp í geim þar sem þeir lenda á kjarnorku- sprengju sem var einmitt á leiðinni að sprengja geimstöð, annað slíkt högg skýtur óvininum yfir í fjar- læga borg sem spring- ur þegar hann lendir. Fighting Vipers er ekki mjög góður slagsmálaleikur, hönnun alls leiksins er slæm og óspennandi og engin saga heldur fólki við leikinn. Þó nokkrir bónus karakterar og borð standi til boða nennti greinarhöfundur ekki að leita að þeim. AM2 klúðraði tækifæri til þess að bæta þegar gott nafn Fighting Vipers. Ingvi M. Árnason skrif- ar um tölvuleikinn Fighting Vipers 2 Slæmur slags- málaleikur Tölvuleikir FORSPRAKKI hljómsveitarinnar Smashing Pumpkins, Billy Corgan, hefur upplýst að væntanlegt sé efni frá sveitinni, bæði á geisladiskum og stafrænum DVD-diskum. Um- ræddar útgáfur verða þó ekki á nýju efni frá hljómsveitinni heldur í formi safndiska og upptakna frá tónleikum. Corgan kom óvænt fram á tón- leikum sem haldnir voru til heiðurs Smashing Pumpkins í Metro- klúbbnum í Chicago. Hann sagði áhorfendum að plata væri vænt- anleg í lok þessa árs með öllum vin- sælustu lögum sveitarinnar. Einnig hyggjast Smashing Pumpkins gefa út plötu með b-hliðum af Mellon Collie and the Infinite Sadness, Adore og Machina/The Machine of Gold. Verður sú plata gefin út í tak- mörkuðu upplagi. Eins og áðut sagði ætlar sveitin einnig að gefa út DVD-diska. Annar á að innihalda öll tónlistar- myndbönd sveitarinnar en hinn er upptaka af kveðjutónleikum sveit- arinnar. Safnplata og afgangslög Reuters Billy Corgan. Þurrmjólkun á Smashing Pumpkins hafin Grafík: Bakgrunnar borðanna eru „kassaðir“ og sumir jafn- vel asnalegir. Karakterarnir eru virkilega óspennandi og úr sér gengnir, stereótýpur níunda áratugarins. Hljóð: Tónlist leiksins er betri en í upprunalega leikn- um en verður virkilega þreyt- andi virkilega fljótt. Stjórn: Nokkuð gott var að stjórna vandræðaungling- unum, en skipulagið er í raun of einfalt því ekki er hægt að stíga til hliðar, bara aftur á bak og áfram. Ending: Fighting Vipers endist þar til spilendur eru búnir að klára hann fjórum til fimm sinnum, verkefni sem getur ekki tekið meira en þrjá til fjóra daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.