Morgunblaðið - 12.07.2001, Page 60

Morgunblaðið - 12.07.2001, Page 60
FÓLK Í FRÉTTUM 60 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ FÁTT VIRÐIST ganga betur í leikhúsum en söngleikir, nema þá kannski farsar og fíflalæti ýmiskon- ar. Ekki alls fyrir löngu setti Leik- félag Reykjavíkur upp leikgerð Ill- uga Jökulssonar á sögum Kiplings um mannsbarnið Móglí. Nokkru síð- ar kom svo út geisladiskur með herlegheitunum, þar sem tónlist Óskars Einarsson- ar skipar stóran sess og er hér til umfjöllunar. Hljóðdæmin á Móglí eru vand- lega lesin af geisla- spilurum sem tutt- ugu talsins en lögin á geislaplöt- unni eru þó ekki nema níu. Önnur hljóðdæmi eru leikræns eðlis og verða eðli málsins samkvæmt ekki tekin til umfjöllunar hér. Undir hin- um leikrænu hljóðdæmum má þó víða heyra ýmis örstef, oftast leikin á gítar og harmonikku. Þessi áhrifs- stef eru afar vel til fundin og haglega samsett. Þjóðlagahefðum ýmiss kon- ar er blandað saman og laglínusterk eru stefin undantekningarlítið. Í eiginlegu lögunum níu er einnig að finna sterkar laglínur. Dæmi um afar vel heppnaða smíð er „Litla mannsbarn“ sem Katla Margrét Þorgeirsdóttir syngur af fádæma ör- yggi og innlifun. Það er nokkuð fátítt að heyra svo góða söngrödd úr leik- húsheimum en Katla skákar stórum hluta íslenskra dægursöngkvenna. Fleiri dæmi um laglínusterkar smíðar Óskars eru annars vegar hið Webber-skotna lag, „Það er svo skrítið“, allsæmilega sungið af Frið- riki Friðrikssyni, og hins vegar loka- lagið, „Þótt þú farir okkur frá“, sem er afar amerískt í eðli og gæti þess vegna verið beint frá Hollywood. Vel samið, engu að síður. Þótt flestar smíðar Óskars séu laglínusterkar er sumt sem ekki er jafntónvænt. Lagið „Þvílíkir hrammar“, sungið af þeim Gunnari Hanssyni og Jóhanni G. Jó- hannssyni, er dæmi um söngleikja- smíð eins og þær gerast hvað verst- ar. Þetta er heldur vandræðaleg, þófkennd og óþjál smíð en slíkt er þó einkennilega algengt í leikhúsi. „Því- líkir hrammar“ er því kannski ekki svo galin smíð og á ósköp eðlilegum leikhússtalli þótt lakari sé hún en aðrar smíðar sem plötuna prýða. „Söngur Balú“, sem þeir Theódór Júlíusson og Friðrik Friðriksson syngja leikrænt, er annað lag sem fellur svolítið undir leikhúshefðina. Það skilur og lítið eftir sig en laglín- an er þó hljómþýð, enda smíðin ein- föld, fislétt sveifla eftir bókinni. Flest lögin á Móglí eru eins og áð- ur segir eftir Óskar Einarsson. Und- antekningarnar eru tvær; annars vegar syngur Jóhanna Vigdís Arn- ardóttir nýja út- færslu á Habanera úr Carmen listavel og leikrænt (sjald- gæf blanda) og hins vegar er lag sem kallast „Hei hei“, eftir Franco nokkurn Godi, heldur óspennandi. Enn er ógetið tveggja lagasmíða Óskars, „Skógur- inn er okkar skjól“ og „Aparapp“. „Skógurinn“ er hin ágætasta smíð þótt heldur sé útsetn- ingin of slípuð miðað við alþýðleik- ann og þjóðlagakeiminn í eðli tón- smíðarinnar. „Aparappið“ er fjörugt en leiðingjarnt þótt það innihaldi kærkomið skýrmælgi sem verður að teljast afar sjaldgæft hjá íslenskum röppurum. Undarlegt. Hljóðfæraleikarar plötunnar skila sínu af stakri prýði enda eru miklir fagmenn á ferð. Jón Elvar Haf- steinsson gítarleikari og Kjartan Valdemarsson á harmonikku gera sérdeilis góða hluti og útsetningarn- ar eru yfirleitt prýðilegar þótt lítið sé um frumlegheit. Að lokum er rétt að vekja athygli á afbragðsgóðum textum Illuga Jök- ulssonar, en ég læt þó bókmennta- og leikhússpekingum eftir að velta sér frekar upp úr þeim. Móglí er vel heppnuð plata og sennilega afar eiguleg þeim sem verksins nutu í Borgarleikhúsinu. Leikhúslög TÓNLIST G e i s l a p l a t a Móglí, geislaplata með tónlist úr samnefndum söngleik. Leikgerð úr sögum Rudyards Kiplings var í höndum Illuga Jökulssonar en Ósk- ar Einarsson samdi þorra tónlistar- innar. Óskar sá einnig um forritun og lék á hljóðfæri í félagi við Jón Elvar Hafsteinsson, Kjartan Valde- marsson, Gunnlaug Briem og Jó- hann Ásmundsson. Gunnar Smári Helgason hljóðritaði og -blandaði í Hljóðsmáranum. Borgarleikhúsið gefur út en Japis dreifir. MÓGLÍ Orri Harðarson Morgunblaðið/Jim Smart Friðrik Friðriksson í hlutverki Móglís. Bankastræti 3, sími 551 3635 Póstkröfusendum Lífrænar jurtasnyrtivörur 24 stunda dag- og næturkrem BIODROGA Lifandi tónlist Vesturgötu 2, sími 551 8900 Í kvöld KRINGLUNNI, SÍMI 5811944 & LAUGAVEGI 95, SÍMI 5521844 ÚTSALAN HEFST Í DAG INTER DOUBLE BOLIR 1.290 490 SHORT PEYSUR 2.990 1.290 SODA SKYRTUR 3.990 1.490 LONDON PRJÓNAPEYSUR 5.490 1.990 COCO JAKKI 4.990 2.490 O.FL. SPENNANDI ÚTSÖLUTILBOÐ OPIÐ Í KRINGLUNNI TIL KL. 21.00

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.