Morgunblaðið - 18.08.2001, Síða 2

Morgunblaðið - 18.08.2001, Síða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isÍR og Tindastóll höfðu sætaskipti / B3 Kvennalandsliðið mætir Rússum á KR-velli / B2 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r18. á g ú s t ˜ 2 0 0 1 Í GÆRMORGUN var komið í veg fyrir að stjórn Reykjagarðs léti flytja úr húsnæði fyrirtækisins á Hellu tækjabúnað sem eigendur fyr- irtækisins höfðu samið um sölu á. „Það uppgötvaðist fyrir tilviljun að flytja átti í morgun burtu tæki úr húsinu sem áttu að fylgja með í kaupum á því,“ sagði Guðmundur I. Gunnlaugsson, sveitarstjóri Rang- árvallahrepps, og bætti við að hon- um skildist að stjórnarformaður Reykjagarðs og nánustu samstarfs- menn hans hefðu tekið ákvörðun um flutninginn. „Það bar að einn sveit- arstjórnarmanna þegar fara átti að flytja tækin og þá var gripið inn í og flutningurinn stöðvaður.“ Guðmundur segir að haft hafi ver- ið samband við Búnaðarbankann, eiganda Reykjagarðs, og jafnframt hafi verið leitað til héraðsdýralæknis til að fá flutninginn stöðvaðan. „Þótt ekki hefði annað komið til er vitan- lega óheimilt að fara með tæki úr svona vinnslu milli svæða fyrirvara- laust, án sótthreinsunar og viðeig- andi aðgerða,“ áréttaði hann. Viðunandi áhætta Jafnframt sagði hann að haft hefði verið samband við Samkeppnis- stofnun og frá henni fengið bráða- birgðaálit um að óheimilt væri að flytja nokkuð úr húsnæðinu meðan stofnunin hefði til umfjöllunar sam- runa fyrirtækja á fuglakjötsmark- aði. Í gærmorgun var skrifað undir viljayfirlýsingu þess efnis að eigend- ur Reykjagarðs seldu nýju rekstr- arfélagi á vegum heimamanna á Hellu húsnæði fyrirtækisins ásamt tækjabúnaði. Guðmundur segir að það séu sveitarfélögin fjögur í ut- anverðri Rangárvallasýslu, Rangár- vallahreppur, Djúpárhreppur, Ása- hreppur og Holta- og Landsveit, sem standi að kaupum á húsnæði Reykjagarðs á Hellu, ásamt öðrum fjárfestum sem komi inn á síðari stigum. „Þetta er gert til að halda eins mörgum störfum í héraðinu og kostur er,“ sagði hann. „Það verður ugglaust töluverð samkeppni en þetta er vaxandi markaður og það eru á honum aukin tækifæri. Neysla á hvítu kjöti hefur aukist mjög veru- lega undanfarin ár og ekki verður séð annað en svo muni verða áfram. Þá er þróun í fullvinnslu kjötvörunn- ar tiltölulega skammt á veg komin og talin vera mikil tækifæri á þessu sviði. Auðvitað er þetta áhætta, en menn telja alveg þess virði að taka hana,“ sagði Guðmundur. Flutningur- inn stöðvaður Reynt að flytja tæki úr húsnæði Reykjagarðs á Hellu VIÐBÚNAÐUR lögreglu vegna menningarnætur og Reykjavíkur- maraþons er töluverður og beinir hún þeim tilmælum til fólks að það kynni sér vel hvaða leiðir verði færar og hvaða götur lokaðar, en einhverjar lokanir verða í tilefni viðburðanna. Maraþonið hefst klukkan ellefu og verður hluti Sæbrautar lok- aður, auk Lækjargötu og helstu gatna þar í kring. Fjölmörgum göt- um verður lokað vegna menning- arnætur enda er búist við miklum mannfjölda í miðborginni. Flestum götunum verður lokað klukkan 16.30, þá verður nokkrum lokað klukkan 20 og loks hluta Sæbraut- ar, Snorrabrautar og Skúlagötu klukkan 22. Umferð úr miðborg- inni verður síðan beint um Sæ- braut, Miklubraut og Bústaðaveg.                                                                                 Lokanir vegna menning- arnætur og maraþons ALÞÝÐUSAMBAND Íslands hefur áfrýjað til Hæstaréttar dómi Hér- aðsdóms Reykjavíkur frá 18. júlí sl. í máli gegn íslenska ríkinu vegna lagasetningar á sjómenn. Í bréfi sem lögmaður áfrýjanda, Ástráður Har- aldsson, ritaði Hæstarétti í fyrradag fyrir hönd ASÍ er farið fram á að hin- ir skipuðu dómarar Hæstaréttar víki sæti við meðferð málsins vegna fyrri afskipta af málinu á stjórnsýslustigi. Í bréfinu segir að krafan sé sett fram með vísan í 5. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Segir í bréfinu að það sé skoðun umbjóðandans [ASÍ] að það að Hæstiréttur skipaði svokallaðan gerðardóm skv. lögum nr. 34/2001, sem um er deilt í málinu, leiði til þess að dómendur réttarins hafi með þeim hætti komið að fram- kvæmd laganna að leiði til vanhæfis í skilningi einkamálalaga. Sigrún Guðmundsdóttir, skrif- stofustjóri Hæstaréttar, segir að tekin verði afstaða til krafna ASÍ hjá Hæstarétti þegar öll gögn hafa bor- ist og málið er tilbúið til flutnings. Ríkið hefur enn frest til að skila inn greinargerð til Hæstaréttar. Alþingi setti lög um miðjan maí sem bundu enda á langvarandi verk- fall sjómanna. Samkvæmt lögunum átti Hæstiréttur að tilnefna þrjá menn í gerðardóm sem tæki ákvarð- anir um kjaramál sjómanna. Dóm- urinn var skipaður í júní og kvað hann upp úrskurð mánuði síðar. ASÍ höfðaði mál á hendur ríkinu og krafðist þess m.a. að lögin næðu ekki til þriggja aðildarfélaga sem ekki áttu í verkfallsátökum og að viður- kennt yrði að lögin fælu í sér ólög- mæta skerðingu á samningsfrelsi og verkfallsrétti þeirra félaga sem voru í verkfalli. Héraðsdómur Reykjavík- ur hafnaði öllum kröfunum. Hæstarétt- ardómarar víki sæti ASÍ áfrýjar máli gegn ríkinu vegna lagasetn- ingar á sjómenn LOÐNUSKIPIÐ Antares VE sigldi á skut Sigurðar VE þeg- ar það var að leggjast að bryggju í höfninni í Vest- mannaeyjum í gærmorgun. Antares hafnaði síðan á Naust- hamarsbryggju og olli miklum skemmdum á bryggjunni sem er reyndar enn í smíði. Ólafur Kristinsson hafnar- stjóri sagði að hætt væri við því að hér væri um miklar skemmdir að ræða. Hann sagði að Antares hefði verið með um 600 tonn í lestum og því þungt í sjó. Ekki er ljóst á þessu stigi hvað olli árekstr- inum. Skemmdir urðu óveru- legar á skipunum. Bryggjan er ný og stóð til að taka hana í notkun eftir fjórar vikur. Ólaf- ur taldi víst að tryggingafélag skipsins myndi bæta tjónið en ekki væri nokkur leið að áætla tjónið að svo stöddu. Von væri á mönnum frá Siglingastofnun og tryggingafélögum eftir helgi. Naustham- arsbryggja skemmd eftir árekstur Í DAG er hlaupið Reykjavíkur- maraþon en í gærkvöldi lauk skrán- ingu í Laugardalshöll. Þátttakend- um var einnig boðið í pastaveislu í höllinni. Þeir sem hlaupa maraþon leggja af stað klukkan ellefu fyrir hádegi. Lagt er í þriggja og sjö km skemmti- skokk klukkan tólf og tíu mínútum síðar fara þeir sem hlaupa hálf- maraþon, tíu km hlaup og tíu km línuskautahlaup. Rásmark og enda- mark hlaupsins er í Lækjargötu. Allir þátttakendur sem ljúka hlaupi hljóta að launum verðlauna- pening. Þrír fyrstu í karla- og kvennaflokki í maraþoni og hálf- maraþoni fá utanlandsflugmiða frá Flugleiðum auk sérverðlauna. Þá fá fyrsti karl og fyrsta kona í tíu kíló- metra hlaupi og línuskautahlaupi einnig verðlaun. Verðlaunaafhending fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan hálfsjö í kvöld þar sem veitt verða verðlaun fyrir einstaklings-, aldurs- flokka- og sveitakeppni, auk verð- launa fyrir furðulegasta hlaupabún- inginn. Morgunblaðið/Billi Skráning og pasta- veisla Metþátttaka útlendinga í Reykjavíkurmaraþoni 2001

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.