Morgunblaðið - 18.08.2001, Page 19
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 19
LÍKLEGA hefur aldrei orpið önn-
ur eins mergð af kríu á Rifi sem
nú og er varpið á Rifi þó þekkt
sem hið mesta í heimi.
Ekki leit þó út fyrir slíkt í kuld-
unum í vor en þá var mjög dauft
yfir kríunni og virtist hún koma
seint til að undirbúa varpið.
Nú eru hreiðrin hins vegar
komin um allt svæðið frá Rifi og
út á Hellissand. Varpið er varið
gegn vargi og eggjatínsla bönnuð.
Komi hins vegar svo mikið sem
köttur á svæðið ráðast svo margir
fuglar gegn óvininum að það er
sem skýstrókar fari yfir og flest
kvikindi verða fegin að forða sér.
Kríumergð
á Rifi
Ólafsvík
Morgunblaðið/Helgi
Veistu að þ
að eru
komin ný fö
t í
Krílið?
Já þau
eru
æðisle
g.
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
flísar
SETT hefur verið upp skilti með
upplýsingum um fjöruna á Stokks-
eyri þar sem koma fram upplýsingar
um tilurð fjörunnar og það fugla- og
plöntulíf sem í henni þrífst.
Hugmyndina að þessu skilti áttu
þeir Siggeir Ingólfsson, starfsmaður
hjá Árborg, og Snorri Sigurfinnsson,
fyrrverandi garðyrkjustjóri í Ár-
borg, og hefur Siggeir séð um að
fylgja verkinu úr hlaði.
Einnig hefur verið komið upp
svona skilti á Eyrarbakka.
Skiltið á Stokkseyri er staðsett
austan við þorpið til móts við hjúkr-
unar- og dvalarheimilið Kumbara-
vog, en á Eyrarbakka er skiltið stað-
sett við samkomuhúsið Stað.
Fjörulíf á
Stokkseyri
Stokkseyri
Morgunblaðið/Gísli Gíslason
Skiltið með upplýsingum um til-
urð fjörunnar, fuglalíf og gróð-
urfar hennar.
Golfkúlur 3 stk. í pakka
aðeins 850 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is