Morgunblaðið - 18.08.2001, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 18.08.2001, Qupperneq 24
ERLENT 24 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞEKKTUR bandarískur bókaútgefandi lét eitt sinn hafa eftir sér að „það væri tilhneiging til að greiða fyrrverandi forsetum allt of mikið fyrir að rita endurminningar sínar.“ Sá sem lét þessi orð falla er Ashbel Green, aðalritstjóri hjá Alfred A. Knopf-útgáfunni, sem nýlega gerði samning um útgáfu endurminninga Bills Clintons. Fjölmiðlar vestanhafs hafa mikið fjallað um væntanlega bók Clintons en hermt er að samning- urinn við Alfred A. Knopf tryggi forsetanum fyrr- verandi að minnsta kosti tíu milljónir dollara, eða um einn milljarð króna. AP-fréttastofan hafði eftir Green að í ljósi samningsins við Clinton væru ofangreind ummæli óneitanlega vandræðaleg. „En ég tel að í þessu tilfelli séu góðir möguleikar á að við fáum peninganna virði,“ sagði útgefandinn. En ummæli Greens eru þó ekki út í hött. Þrátt fyrir að útkoma endurminninga fyrrverandi Bandaríkjaforseta veki ávallt athygli er reyndin nefnilega sú að sala bókanna er sjaldnast mjög mikil. Endurminningarnar þykja oftar en ekki frekar dauflegar og óspennandi og þær eru al- mennt ekki taldar merkilegar sagnfræðiheimildir. Fæstar bókanna eru enn í prentun og aðeins ein þeirra, „Persónulegar endurminningar“ eftir Ulysses S. Grant, er talin hafa verulegt bók- menntalegt gildi. Hún kom út árið 1885 og naut forsetinn aðstoðar skáldjöfursins Mark Twain við ritunina. Forsetafrúrnar áhugaverðari Meðal forseta sem gefið hafa út endurminning- ar á undanförnum áratugum eru Ronald Reagan og Gerald Ford. Báðir hlutu þeir sjö stafa upphæð í dollurum fyrir útgáfuréttinn, en svo fór að end- urminningar eiginkvenna þeirra seldust í mun hærra upplagi. Þá má nefna að Ashbel Green tal- aði af reynslu því hann hafði umsjón með útgáfu endurminninga George Bush eldri sem hlutu hvorki náð fyrir augum gagnrýnenda né kaup- enda. Margar ævisagnanna þykja líða fyrir þurran og ópersónulegan stíl aðstoðarhöfundanna eða jafn- vel forsetanna sjálfra. Í minningum Herberts Hoovers eru til dæmis birtir reikningar fyrir mat- vælaaðstoð til Armeníu og Litháen og töflur yfir útflutning þurrkaðra ávaxta. Margir vel ritfærir forsetar fyrri tíma, til dæmis Thomas Jefferson, James Madison og John Quincy Adams, gáfu á hinn bóginn ekki út end- urminningar, enda var það varla talið við hæfi á þeim tíma. Tveir áhugaverðir forsetar, Abraham Lincoln og John F. Kennedy, voru ráðnir af dög- um, Franklin D. Roosevelt lést einnig í embætti og Woodrow Wilson komst ekki lengra en að skrifa formálann að minningum sínum. Gleymska og skreytni En jafnvel þótt líf og störf forseta geti vissulega verið efni í góða bók er ekki endilega víst að þeir sjálfir séu best til þess fallnir að færa söguna á blað. David McCullough hlaut til dæmis Pulitzer- verðlaunin fyrir ævisögu Harry Trumans en sjálfsævisaga forsetans er hins vegar flestum gleymd. Jafnvel góðvinur Trumans, utanríkisráð- herrann Dean Acheson, var mjög gagnrýninn á handritið. „Efnið er áhugaverðara og meira gríp- andi þegar þú lýsir eigin lífi og hugmyndum en þegar þú telur upp gestalista Hvíta hússins,“ sagði Acheson í bréfi til Trumans. Þar að auki er vitanlega óvarlegt að treysta á eigin frásagnir forseta af atburðum, því þeir eiga jú hagsmuna að gæta. Minni þeirra getur eins ver- ið farið að bresta auk þess sem þetta tvennt getur farið saman. Fræg er útgáfusaga endurminninga Ronalds Reagans sem forlagið Simon & Schuster gaf út undir titlinum „An American Life“. Forsetinn fyrrverandi er sagður hafa vikið sér undan því að fjalla um umdeild mál á borð við Íran/ Kontra-hneykslið en verið gjarn á að skreyta frá- sagnir af atburðum sem honum voru hugleiknir. Að sögn Michael Korda, ritstjóra hjá Simon & Schuster, var Reagan umhugað um að byrja bók- ina á frásögn frá fyrsta fundi sínum með Mikhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna, í Sviss. Reagan lýsti atburðinum þannig að hann hefði viljað sleppa frá öllum ráðgjöfunum og að- stoðarmönnunum og dregið Gorbatsjov afsíðis. Þeir hefðu farið einir inn í bátaskýli við Genf- arvatn, kveikt eld og átt innilegar samræður um heimsmálin. „Reagan lýsti þessu eins og atriði í kvikmynd, með leiftrandi smáatriðum og af innlifun,“ segir Korda. „Það var bara einn hængur á. Ég hvíslaði að einum aðstoðarmanna hans að þar sem Reagan talaði ekki rússnesku og Gorbatsjov talaði ekki ensku gætu þeir ekki hafa rætt saman í einrúmi. Aðstoðarmaðurinn jánkaði. „Þeir voru ekki einir,“ hvíslaði hann til baka. „En svona vill forsetinn bara minnast fundarins.““ Umræða um greiðslur fyrir endurminningar fyrrverandi Bandaríkjaforseta Sagðar ofmetnar og óhóflega dýrar New York. AP. Reuters Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sést hér fyrir utan nýja skrifstofu sína í Harlem-hverfi í New York. Á ÞRIÐJA tug sprengna sprakk í höfuðborg Aceh hér- aðsins í Indónesíu í gær. Frels- ishreyfing Aceh hefur lýst ábyrgð á hendur sér vegna árásanna, en í gær héldu Ind- ónesar sjálfstæðisdaginn há- tíðlegan. Engin slys urðu á fólki í sprengingunum, en þær urðu í bönkum, skólum og vatnsbólum. Frelsishreyfingin berst fyrir sjálfstæði héraðsins og hafa þúsundir fallið í átök- um skæruliða og stjórnarher- manna. Nýlega fannst fjölda- gröf með 48 líkum, og er talið að um verk skæruliða sé að ræða. Sprengjuárásir gær- dagsins þykja ekki benda til þess að frelsishreyfingin sé reiðubúin að hefja friðarvið- ræður við stjórnvöld í Jakarta. Hryllings- dýragarður DÝRAGARÐI í Brasilíu hefur verið lokað eftir að í ljós kom að dýrin sem þar voru geymd höfðu ekkert fengið að éta í nokkurn tíma. Meira en 100 dýr höfðu drepist úr sulti og voru fágætar tegundir þar á meðal. Dýragarðurinn virðist hafa komist í fjárhagsvandræði eftir að stofnandi hans lést fyrr á þessu ári og að aðstandendur garðsins hafi skorið niður út- gjöld með því að hætta að gefa dýrunum. Garðurinn hefur verið seldur, en þau dýr sem lifðu hryllinginn af munu þurfa marga mánuði til að jafna sig. Forstjóra dýragarðsins bíður nú um 2 milljóna króna sekt og fangelsisvist. Á yfir höfði sér þúsundir dómsmála ÞÝSKI lyfjarisinn Bayer getur átt von á því að þúsundir bandarískra og þýskra við- skiptavina fyrirtækisins höfði skaðabótamál á hendur því eft- ir að það viðurkenndi á mánu- dag að kólesteróllyfið Baycol hefði valdið dauða 52 sjúklinga. Bandaríski lögmaðurinn Ed Fagan, sem undirbýr nú mál á hendur fyrirtækinu, segir að um það bil 700.000 Bandaríkja- manna hafi neytt Baycols og að þeir geti allir höfðað skaða- bótamál. Þá er Fagan í sam- bandi við þýska starfsbræður sína og vonast þeir til að þýskir neytendur Baycols geti einnig höfðað mál fyrir bandarískum dómstólum þar sem skaðabæt- ur eru mun hærri en í heima- landinu. Microsoft fær ekki frest DÓMSTÓLL í Bandaríkjunum úrskurðaði í gær að hugbún- aðarrisanum Microsoft skyldi ekki veittur frestur í málinu sem höfðað hefur verið á hend- ur því vegna meintra brota á samkeppnislögum. Hafði fyrir- tækið farið fram á að málaferl- unum yrði frestað þar til Hæstiréttur Bandaríkjanna hefði fellt úrskurð í einu máls- atriðanna. Í rökstuðningi dómsins í gær sagði að Micro- soft hefði ekki tekist að sýna fram á hvers vegna fresta ætti framgangi málsins. STUTT Tugir sprenginga í Indónesíu Argentínu verður greinilega vart í efnahagslífi nágrannaríkjanna. Í yf- irlýsingu sem Vicente Fox, forseti Mexíkó, og Ricardo Lagos, forseti Chile, sendu sameiginlega frá sér á fimmtudaginn, er hvatt til þess að alþjóðasamfélagið – einkum G8-hóp- ur helstu iðnríkja heims – komi Arg- entínu til aðstoðar og rói fjárfesta. Kennarar í verkfalli Fréttaskýrendur segja að aðstoð frá IMF verði háð því að harkalegar aðhaldsaðgerðir, sem kynntar voru í síðasta mánuði, verði framkvæmdar og jafnvel auknar. Samdráttur hefur verið í efnahagslífi Argentínu und- anfarin þrjú ár. Laun hafa lækkað um 12% og atvinnuleysi hefur snar- aukist í yfir 16 af hundraði. Mikil andstaða er meðal almennings við áætlanir stjórnvalda um mikla lækk- un tekna og efirlauna opinberra starfsmanna. Meðal þeirra sem hafa mótmælt aðhaldsaðgerðum stjórnarinnar hvað harðast eru kennarar, sem hafa verið í verkfalli undanfarin mánuð, víðast hvar í landinu. Mun um helmingur allra skólabarna og námsmanna í landinu hafa orðið fyr- ir barðinu á vinnustöðvuninni. „Stjórnin ætti að taka peninga frá þeim sem eiga þá, ekki frá fátæk- lingum, fólki eins og okkur, sem varla á til hnífs og skeiðar,“ sagði Ana Maria Sicora, kennari í Buenos Aires. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) staðfesti í gær í fyrsta sinn að til greina kæmi að Argentínu yrði veitt aukalán, en óttast er að landið geti ekki greitt erlendar skuldir sínar. Talsmaður IMF sagði að „möguleik- inn á aukaaðstoð frá sjóðnum“ væri til umræðu. En hann sagði að þær tölur sem heyrst hefðu í fjölmiðlum um allt að 15 milljarða dollara að- stoð væru of háar. Argentínska stjórnin reynir nú eftir fremsta megni að tryggja sér aukalán til að fylla sjóði sína, en fjár- magnseigendur eru á flótta úr bönk- um landsins og talin er hætta á að ríkissjóður geti ekki greitt þá 128 milljarða dollara sem hann skuldar. Daniel Marx, aðstoðarefnahags- málaráðherra landsins, fer fyrir sendinefnd sem setið hefur á mara- þonfundum með æðstu mönnum IMF í Washington, og hafa viðræð- urnar nú staðið í viku. Fyrr í mán- uðinum greindi IMF frá því að sjóð- urinn væri reiðubúinn að greiða út 1,2 milljarða dollara af þeim rúmu fjórtán milljörðum sem þegar hefur verið samþykkt að lána Argentínu- mönnum. Argentínskir embættis- menn sögðu að leitað yrði eftir því að fá sex til níu milljarða dollara að auki. Efnahagskreppan í Argentínu verður að líkindum efst á baugi á ráðstefnu leiðtoga ríkja Rómönsku- Ameríku sem hófst í Santiago í Chile í gær. Áhrifa efnahagsástandsins í IMF íhugar aukalán til Argentínu Washington, Santiago. AFP. ELDINGAR urðu tveimur mönn- um að bana og slösuðu þann þriðja er mikið þrumuveður gekk yfir Stokkhólm og nálæg héruð á fimmtudag. Fylgdi því óskaplegt úrfelli og haglél, sum haglkornin allt að þverhandarþykk. Rétt fyrir nónbil á fimmtudag varð tæplega sjötugur naður á reiðhjóli fyrir eldingu í bænum Salem fyrir sunnan Stokkhólm. Lést hann strax er eldingin sundr- aði hjálminum á höfði hans. Nokkrum mínútum síðar varð 19 ára gamall maður fyrir eldingu í Odensala rétt við Märsta. Laust henni niður í regnhlífina hans er hann var á gangi ásamt systur sinni 17 ára gamalli. Gerði hún strax viðvart um farsíma en bróðir hennar var látinn er björgunarfólk kom á vettvang. Þriðji maður slas- aðist síðan nokkuð alvarlega af völdum eldingar í miðborg Stokk- hólms. Sænskir veðurfræðingar segja, að rekja megi hamfarirnar til þess, að tvö veðrakerfi með þrumum og eldingum, annað yfir Vestra Gaut- landi og hitt yfir Eystra Gautlandi, hafi sameinast og gengið yfir aust- anvert landið á fimmtudag. Stefndi það síðan á Álandseyjar og búist var við því yfir Finnlandi í gær. Eldingar urðu tveimur að bana Stokkhólmi. AFP. Reuters Eldingu sló niður í þennan bóndabæ sem er fyrir utan Stokkhólm á fimmtudag og drápust 200 svín í eldsvoðanum sem fylgdi í kjölfarið. Mikið þrumuveður yfir Stokkhólmi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.