Morgunblaðið - 18.08.2001, Blaðsíða 35
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 35
fyrir afa að sumarlagi og tína þann
óboðna gest sem fíflar eru. Fengum
við þá borgað fyrir hvern tíndan fífil
og aukalega ef rótin náðist með.
Garðurinn skipaði stóran sess í lífi
afa og var hann duglegur að halda
honum til haga. Nýuppteknar kart-
öflur úr garðinum voru mitt uppáhald
og fannst mér þær minnstu alltaf
bestar.
Afi var skákmaður mikill og á ég
honum alla mína skákkunnáttu að
þakka. Það hefur nú heldur betur
komið að góðum notum þar sem ég
hef getað kennt syni mínum fjögurra
ára undirstöðuatriðin sem hann hefur
nú náð góðu valdi á og er í miklu
uppáhaldi hjá honum að tefla við
mömmu sína.
Nú er komið að kveðjustund. Afi,
þú munt ávallt eiga stað í hjarta mínu
og aldrei mun ég gleyma þér. Ég vil
biðja Guð að varðveita ömmu og aðra
ættingja á þessum erfiðu tímamótum
í lífi okkar allra. Guð blessi okkur öll.
Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert
bresta. Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má
næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig
um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel
þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert
illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur
hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir
fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð
fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drott-
ins bý ég langa ævi.
(23. Davíðssálmur.)
Ásgerður Helga og fjölskylda.
Ég man að afi sagði mér einu sinni
frá því hvernig faðir hans kenndi hon-
um að tefla. Hann sagði mér að gamli
maðurinn passaði sig á því að valta
ekki svo yfir lærlinginn að hann gæf-
ist upp á að nema listina. Þannig fór
því að flestar skákirnar enduðu í jafn-
tefli. Svo einkennilega vildi til að
þannig enduðu einmitt flestar skákir
okkar afa. Það var skemmtilegra að
tefla við afa en nokkurn annan. Að
vísu tókst mér aldrei að sigra en tap-
aði heldur aldrei illa. Afi var sérlega
þolinmóður skákmaður og kennari.
Hann útskýrði fyrir mér hvers vegna
tiltekinn leikur væri ekki góður og
stakk upp á öðrum leik, sem hann út-
skýrði fyrir mér. „Þetta er góður leik-
ur,“ sagði hann þegar ég fór að hans
ráðum. „ Það er verst að ég veit hvað
þú hefur í huga.“ Afi lék aldrei illa af
ásettu ráði heldur hjápaði hann mér
að leika betur. Skákstíll afa var dæmi-
gerður fyrir alla hans hegðan. Hann
var alltaf þolinmóður og aldrei sá ég á
honum nokkurn asa. Allt sem hann
gerði gerði hann vel. Hann afi skilur
eftir sig góðar minningar sem ég er
þakklátur fyrir og mun varðveita í
hjarta mínu. Samúð mín og hugur eru
hjá ömmu og öðrum sem eftir lifa.
Haukur Guðmundsson,
Ann Arbor, Michigan.
Það var gott að koma á Kolku. Eig-
inlega var það eins og annað heimili
og Helga og Ásgrímur létu sér jafnan
annt um okkur systkinin. Sjálf áttu
þau sex börn en létu sig ekkert muna
um að bæta okkur þremur við þegar
svo bar undir. Í bernskuminningunni
eru fjölskyldusamkomur á hátíðis-
dögum þar sem Ásgrímur stjórnaði
happdrætti og ýmsum leikjum en
Helga bauð til veislu. Seinna gerði ég
harðar atlögur að Ásgrími við skák-
borðið en mátti oftast játa mig sigr-
aðan. Við urðum svo samherjar í póli-
tíkinni þegar árin liðu og líklega var
það fyrir áhrif frá Ásgrími að ég skip-
aði mér í sveit Sjálfstæðisflokksins.
Eftir að ég komst á fullorðinsár
hlakkaði ég til fjölskylduboðanna. Ás-
grímur kunni þá list flestum betur að
segja frá og af honum mátti margt
læra.
Ég held að hann hafi verið bóndi í
eðli sínu. Hann hafði sterkar taugar
til æskustöðvanna á Kolkuósi í Skaga-
firði og hafði verið góður hestamaður
á yngri árum. Ég man vel heyskap-
arferðir fram á Eyri með frændfólk-
inu á Kolku í yfirfullum Willis-jepp-
anum hans Ásgríms. Þá var alltaf sól
og við yngri krakkarnir þvældumst
fyrir fullorðna fólkinu við heyskapinn
en fengum engu að síður okkar skerf
af ríkulegu nestinu hjá Helgu frænku.
Búðin á Kolku var sérstakur stað-
ur. Þangað komu menn gjarnan til að
spjalla. Ásgrímur hafði rekið verslun í
áratugi en eftir að önnur störf tóku
tíma hans allan, var afi í búðinni. Ekki
held ég að Ásgrímur hafi haft mikinn
afrakstur af versluninni þegar þarna
var komið sögu. Ég held miklu frem-
ur að hann hafi verið að halda úti
vinnustað fyrir afa sem var heilsuveill
og átti ekki margra kosta völ. En
þannig var Ásgrímur, lét sér annt um
sína nánustu og kostaði þá gjarnan
nokkru til. Milli hans og ömmu var
sérstakt samband. Ég man hve ná-
kvæmlega hann skoðaði hannyrðirn-
ar hennar og talaði um verkin af mikl-
um áhuga. Ömmu líkaði það harla vel.
Ásgrímur var ekki einhamur og
hafði um margt að hugsa. Hann gekk
venjulega til vinnu sinnar á bæjar-
kontórnum, stuttum, taktföstum
skrefum, grannvaxinn með sterka
andlitsdrætti, dálítið álútur, oftast
með hatt á höfði og virtist oft vera í
þungum þönkum. Hann var einn
þeirra sem gerði stjórnmál að ævi-
starfi. Hann kaus sér vettvang í bæj-
arstjórn Ólafsfjarðar, sat í hrepps-
nefnd og bæjarstjórn í 36 ár og var
bæjarstjóri í hartnær þrjátíu ár. Ég
veit að það starf var ekki alltaf
þrautalaust. Stærstu málin voru stop-
ul atvinna og erfiðar samgöngur.
Hann var af gömlu gerðinni í Sjálf-
stæðisflokknum, studdi einkafram-
takið með ráðum og dáð en varði lít-
ilmagnann og skildi nauðsyn
samhjálparinnar. Starf hans var hug-
sjónastarf. Hann var ekki bara emb-
ættismaður. Hann var baráttumaður
fyrir hagsmunum bæjarfélagsins.
Hann lagði sig allan í starfið og rækt-
aði gott samband við bæjarbúa. Per-
sónuleg tengsl hans við embættis-
menn í ríkiskerfinu og stjórn-
málamenn úr öllum flokkum skiluðu
sér í velvilja til bæjarins. Fyrir harða
baráttu hans og samstarfsmanna
hans varð Ólafsfjörður að myndarleg-
um bæ með blómlegu atvinnulífi og
gróandi mannlífi.
Nokkru eftir að Ásgrímur lét af
bæjarstjórastarfinu var þáverandi
vegamálstjóri á ferð í Ólafsfirði og
átti fund með okkur sem þá sátum í
bæjarstjórninni. Vegamálastjóri
sagði okkur að á löngum ferli sínum
sem embættismaður hefði hann fáum
mönnum kynnst eins ötulum og Ás-
grímur var. Hann sagði að Ásgrímur
hefði jafnan fylgt málum svo fast eftir
að mönnum fyrir sunnan hefði þótt
nóg um. En á ferðum til Ólafsfjarðar
hafi embættismenn jafnan mætt mik-
illi gestrisni hjáþeim hjónum, Helgu
og Ásgrími, og það hafi ekki síður
greitt fyrir málum Ólafsfirðinga. Ég
held að Helga hafi einmitt gegnt mik-
ilvægara hlutverki í bæjarmálunum
en margir gera sér grein fyrir. Hún
rak ekki eingungis stórt heimili, hún
tók með miklum sóma á móti flestum
þeim sem opinber erindi áttu til
Ólafsfjarðar í þrjá áratugi.
Ásgrímur kvaddi lífið réttum mán-
uði eftir níræðisafmælið sitt. Hann
hafði skilað drjúgu verki en var tek-
inn að þreytast á langri göngu. Ég á
Ásgrími margt að þakka en þegar ég
lít til baka er ég þakklátastur fyrir
fjölskylduböndin, að hafa í æsku átt
þau að Ásgrím og Helgu.
Sigurður Björnsson.
Er falls ván at fornu tré, segir í
Kjalnesingasögu. Mér hafði verið
sagt síðast þegar ég var á Ólafsfirði
að Ásgrímur Hartmannsson væri
kominn á Hornbrekku og væri mjög
af honum dregið. Og nú er gamla
kempan að velli lögð, svipríkur maður
og sviphreinn. Drengur góður. Og
mikill í sniðum eins og hann átti kyn
til. Mér hefur sagt Haraldur Bessa-
son að meiri reisn hafi verið yfir heim-
ilinu á Kolkuósi en nokkru heimili
öðru í Skagafirði sem hann þekkti til í
æsku sinni. – „Þeir voru fram-
kvæmdamenn, Hartmann og synir
hans,“ er vitnisburður Haralds og
getur þess í leiðinni að í stofuglugg-
unum hafi verið lituð gler, ekki mörg
en mjög til prýði.
Ásgrímur fluttist til Ólafsfjarðar
1935 og hugðist ekki verða þar nema
árið, en kynntist svo Helgu Sigurð-
ardóttur og fýsti ekki á braut eftir
það. Það var honum mikil gæfa að fá
þeirrar góðu konu, eiga með henni
sex börn og öll mannvænleg. Heimili
þeirra var fallegt og bar Helgu vitni.
Hvergi hef ég komið þar sem meiri
rausn hefur verið í garði og gesturinn
meiri aufúsa en þar. Ásgrímur Hart-
mannsson kom miklu í verk og það
átti hann líka Helgu að þakka, svo
samhent voru þau og nákomin.
Ásgrímur Hartmannsson var rétt-
ur maður á réttum stað á réttum tíma
– í fararbroddi á Ólafsfirði við stofnun
lýðveldis 1944. Hann hafði verið kjör-
inn í hreppsnefnd tveimur árum áður,
en valdist brátt til forystu og varð
bæjarstjóri réttu ári eftir að Ólafs-
fjörður fékk kaupstaðarréttindi 1945.
Það voru sviptingatímar fyrir Ólafs-
fjörð sem hafði þá sérstöðu sem
byggðarlag að þar voru búsettir
sterkir einstaklingar og framgjarnir,
sem voru staðráðnir í því að gera út
þrátt fyrir hafnleysuna. En þá stóðu
mál þannig að bátarnir urðu að fara
suður á vertíð, svo að nærri má geta
að dauflegt þótti í bænum á veturna.
Hafnarmálin voru þess vegna helsta
baráttumál Ásgríms og kom brátt í
ljós að hann var úrræðagóður og gat
farið sínu fram þegar þurfti. Hver
áfangasigurinn vannst af öðrum og að
lokum var búið að bæta hafnarskil-
yrðin svo, að hægt var að gera bátana
út frá Ólafsfirði allt árið.
Þannig hugsuðu menn fyrir hálfri
öld sem höfðu vaxið upp í kreppunni
og sáu nýja möguleika opnast eftir
stríðið. Þá varð að nýta. Atvinnumálin
skiptu mestu fyrir byggðarlögin og
svo náttúrulega samgöngumálin. Ein-
angrun Ólafsfjarðar varð að rjúfa.
Aldrei þreyttist Ásgrímur á því að
brýna vin sinn Magnús Jónsson frá
Mel á nauðsyn þess að vegur yrði
lagður fyrir Múlann. Og hann var
léttur á sér eins og fjallageit í björg-
unum og taldi ekki eftir sér að leiða
þrjá eða fjóra vegagerðarmenn fyrir
Múlann, ef það mætti verða til þess að
flýta fyrir framkvæmdinni. Þetta var
dæmigert fyrir áhuga hans, þar sem
hann vildi beita sér. Þá hlífði hann
hvorki sér né öðrum.
Vegurinn fyrir Múlann opnaði
Ólafsfjörð á sínum tíma – en þó ekki
nema til hálfs. Vegurinn var aldrei
skemmtilegur og oft beinlínis hættu-
legur, svo að hann reyndi á þolrifin
þegar til lengdar lét. Og vafalaust er
að göngin máttu ekki koma miklu síð-
ar en þau komu til þess að byggð
héldist í Ólafsfirði. Það skildi enginn
betur en Ásgrímur Hartmannsson.
Og nú erum við aftur í sömu sporum.
Ólafsfjörður og Siglufjörður báðir á
vegarenda, en breyttir atvinnuhættir
valda því að óhjákvæmilegt er að opn-
uð sé leið milli kaupstaðanna með
göngum um Héðinsfjörð. Mér finnst
fara vel á því að ég brýni mig í þessu
máli, þegar ég nú minnist vinar míns.
Ásgrímur Hartmannsson var stór-
pólitískur og þótti mér gaman að
ræða við hann þau mál sem uppi voru
hverju sinni. Hann var fljótur að
skilja kjarnann frá hisminu og gat
verið glettinn og smástríðinn þegar
svo bar undir. En þó var alltaf alvar-
legur undirtónn í ræðu hans. Hann
var baráttujaxl, en að leiðarlokum
duldist ekki að andstæðingar hans
kunnu að meta kosti hans eins og
samherjarnir. Ég vil í þessu sam-
hengi draga fram þann sérstaka hæfi-
leika Ásgríms að geta náð mönnum
saman við erfið skilyrði sem oft
reyndi á á löngum ferli hans sem bæj-
arstjóra. Í 29 ár gegndi hann því
starfi og má segja að það hafi verið
samfelldur vinnudagur því að Ólafs-
fjörður var á þeim tíma krefjandi
byggðarlag fyrir þann sem þar fór
fyrir öðrum. Allt varð að byggja upp
frá grunni því að Ásgrímur hafði mik-
inn metnað fyrir byggðarlag sitt og
vissi hvað hann vildi. En um leið og
hann gekk ótrauður fram í hinum
stærri málum gleymdi hann ekki því
smáa og mannlega og áttu margir
hauk í horni þar sem hann var. Hann
var samur við alla og erfði það ekki
þótt farið væri illa að honum. Og þeir
voru áreiðanlega ekki margir sem
fóru bónleiðir til búðar þar sem hann
var. Þess vegna naut Ásgrímur
óskoraðs trausts og vináttu samborg-
ara sinna og bar með reisn sæmdar-
heitið heiðursborgari Ólafsfjarðar.
Að leiðarlokum minnist ég Ás-
gríms með þakklæti fyrir holl ráð,
vináttu og stuðning á liðnum árum.
Og samúð okkar Kristrúnar er rík,
Helga. Það er erfitt að kveðja einka-
vininn sinn eftir svo langan tíma og
eiga svo mikils að sakna. Guð blessi
þig og fjölskyldu þína. Blessuð sé
minning Ásgríms Hartmannssonar.
Halldór Blöndal.
Aldurhniginn féll að fold,
felldu margan örlög köld.
Sjaldan hef ég svartri mold
seldan vitað betri höld
Þessar ljóðlínur komu mér í hug
þegar ég spurði andlát Ásgríms Hart-
mannssonar, fyrrverandi bæjarstjóra
í Ólafsfirði. Nú hefur hann fengið
hvíld frá önnum þessa heims eftir ár-
angursríka og eftirminnilega starfs-
ævi og brátt verður hann færður til
þeirrar moldar sem við öll endum í.
Ekki ætla ég að rekja hans æviferil
frekar, enda munu aðrir mér kunn-
ugri til þess betur færir.
Kynni okkar Ásgríms hófust
skömmu eftir að ég var ráðinn til
starfa sem bæjarstjóri í Ólafsfirði á
haustdögum 1983. Fyrsta viðmót var
gott. Var að kaupa í matinn. Mætti
manni og konu sem bæði heilsuðu af
mikilli kurteisi. Hann með hatt,
grannur og fyrirmannlegur, hún með
þetta dásamlega yfirbragð konu sem
hefur yfir að ráða hljóðlátri stjórn-
semi og hlýju. Þétt handtak beggja.
Gott finnst mér nú að hugsa til
baka og finna hversu vel mér og
minni fjölskyldu var tekið í Ólafsfirði.
Ekki vorum við Ásgrímur samherjar í
stjórnmálum og ekkert af þeim heil-
ræðum sem hann gaf mér verður rak-
ið til slíks sálufélags, sem ég reyndar
met mikils og tel nauðsynlegan þátt í
hverju lýðræðisþjóðfélagi. Þess þá
heldur má meta hans góðu ráð mér til
handa.
Ásgrímur átti margar hugsjónir
sínu byggðarlagi til góða. Samnefnari
þeirra er að mínu mati þessi: „Ólafs-
firði allt“. Hann sagði mér frá ferðum
sínum til höfuðborgarinnar þegar það
tíðkaðist að hann og fáeinir aðrir
höfðingjar sveitarstjórna á Íslandi
fóru „suður“ til að glíma við fjárveit-
ingavaldið. Sú glíma hefur lengstum
verið erfið og ég trúi að svo sé enn í
dag þó að glímutökin og leikreglurnar
kunni að hafa breyst. Öll hans ráð
kenndu mér mikið og reyndust vel þó
að sumt hafi þurft að færa til nýrra
aðstæðna.
Aldinn heiðursmaður hefur nú
fengið sína hvíld. Eftir stendur minn-
ing um góðan dreng og fyrir hug-
skotssjónum fljúga fágætar samveru-
stundir hins liðna, eins og þær gerast
bestar. Margar þessara stunda átti ég
í stofunni heima hjá Helgu og Ás-
grími. Þar kynntist ég óbilandi bar-
áttumanni og fágætri konu. Þar
kynntist ég hugsjónum. Þar kynntist
ég eldhugum. Þar kynntist ég hjónum
sem vildu Ólafsfirði allt.
Við hjónin og fjölskyldan öll þökk-
um öllum sem í hlut eiga fyrir vináttu
og drengskap á dásamlegum Ólafs-
fjarðarárum og vottum vinum og
vandamönnum Ásgríms Hartmanns-
sonar okkar dýpstu samúð.
Pálína, Valtýr og synir.
Traustur hlekkur í Ólafsfirði hefur
safnast til feðra sinna eftir langan
dag. Ásgrímur átti að baki mikið og
ósérhlífið starf fyrir sitt byggðarlag
sem var honum sérlega kært. Margir
minnast hans nú að verðleikum með
þakklæti. Maðurinn vakti athygli
mína allt frá fyrstu kynnum. Hann
var bæjarstjóri í Ólafsfirði er ég kom
þangað ungur nývígður prestur. Þá
hafði atvikast þannig að sveitarfélag-
ið nýtti gamla prestssetrið til sinna
þarfa og lét í staðinn annað ágætt hús
sem þó var ekki að fullu frágengið.
Þar sá ég Ásgrím Hartmannsson
fyrst er hann tók ákvarðanir um frá-
gang á prestssetrinu sem hann taldi
réttar og fylgdi þeim fram. Gat hann
þó látið ógert.
Ásgrímur var forystumaður Sjálf-
stæðisflokksins í Ólafsfirði og er í
hópi þeirra bæjarstjóra er lengst hafa
axlað þá ábyrgð í okkar landi. Fórst
honum það vel úr hendi og naut virð-
ingar bæjarbúa að verðleikum langt
út fyrir pólitískar flokkslínur enda
skynjaði fólk að hagur byggðarlags-
ins sat jafnan í fyrirrúmi hjá honum.
Er tímar liðu fram lágu leiðir okkar
saman með margvíslegu móti. Ás-
grímur hafði veruleg áhrif til góðs í
atvinnulífi staðarins og einnig í
félagslífi og vil ég þar sérstaklega
nefna tvo þætti. Hann var einn af
stofnfélögum Rótarýklúbbs Ólafs-
fjarðar og var hann mér þar eftir-
minnilegur og góður félagi sem oft
miðlaði af reynslu sinni og þekkingu
þannig að allir höfðu gagn af. En sér-
lega vil ég þó minnast áhuga hans á
Taflfélagi Ólafsfjarðar. Félagið starf-
aði af allmiklum þrótti um nokkurra
ára skeið og hafði yfir töluverðum
skákstyrk að ráða. Er mér minnis-
stæður áhugi Ásgríms á Taflfélaginu
og mikilvægi þess til þjálfunar og
uppeldis fyrir ungt fólk. Lét Ásgrím-
ur sinn hlut þar ekki eftir liggja og
tók virkan þátt við skákborðið þrátt
fyrir annir og víðan verkahring. Er
mér bæði ljúft og skylt að minnast
þeirra stunda með þakklæti við leið-
arlok.
Ég sendi konu Ásgríms, Helgu Sig-
urðardóttur, sem jafnan stóð sem
klettur við hans hlið, sem og fjöl-
skyldunni allri innilegar samúðar-
kveðjur.
Guð blessi minningu Ásgríms
Hartmannssonar.
Úlfar Guðmundsson.
!
"# "
!" #$$%
&% !" #$$%
'(%)*% !" #$$%
!")*% !" #$$%
) % )*%( ) % ) % )*%
$
"
&+ + ,-.+//
%& '
( 0 % %1$ $ #$$%
, % #!%2% !%" (
'%%34 ((55
6 $ #!%7% 5 #$$%(55
%( #(55
0 %$ (55
$55 (55.!7(
8 %#.!7(
7% (55
3 $%8 (55
(55
% $(55! 9
) % )*%( *::!)*%