Morgunblaðið - 09.09.2001, Síða 14
ERLENT
14 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ALLT útlit er fyrir að í kosning-
unum á morgun muni norski Verka-
mannaflokkurinn, sem hélt um
stjórnartaumana í Noregi stærstan
hluta 20. aldar, bíða sögulegan ósig-
ur.
Samkvæmt niðurstöðum skoð-
anakönnunar sem birtar voru í Aft-
enposten í vikulokin hyggjast að
þessu sinni aðeins rúmlega 21%
kjósenda greiða Verkamanna-
flokknum atkvæði sitt, en fylgi við
flokkinn á landsvísu hefur aldrei
mælzt jafn lítið.
Fyrir síðustu kosningar til Stór-
þingsins árið 1997 lýsti þáverandi
forsætisráðherra og leiðtogi Verka-
mannaflokksins, Thorbjørn Jag-
land, því yfir að flokkurinn yrði að
fá að minnsta kosti jafnmörg at-
kvæði og í kosningunum þar á und-
an. Næðist það ekki myndi hann
láta stjórnartaumana af hendi.
Fyrir fjórum árum fóru leikar
þannig að Verkamannaflokkurinn
fékk 35% atkvæða en hafði áður
36,9% og Jagland vék fyrir minni-
hlutastjórn miðflokkanna undir for-
ystu séra Kjells Magne Bondevik
úr Kristilega þjóðarflokknum. Rík-
isstjórn Bondeviks féll í marz í
fyrra og Verkamannaflokkurinn
hreiðraði aftur um sig í stjórnar-
ráðinu í Ósló, undir forystu Jens
Stoltenbergs.
„Sársaukamörk“
Stoltenbergs
Nú benda skoðanakannanir til
þess að fylgið við Verkamanna-
flokkinn sé minnst 10% undir því
sem það var í síðustu kosningum.
Því hefur sú spurning brunnið á
vörum margra, hvort flokkurinn
muni í þetta sinn setja sér einhver
slík „sársaukamörk“ eins og Jag-
land gerði síðast. Stoltenberg hefur
veigrað sér við að slá einhverjum
slíkum mörkum föstum en segir þó
að vissulega liggi mörkin einhvers
staðar.
„Það eru mörk. En ég vara mig á
að nefna nokkrar tölur,“ hefur
sænska dagblaðið Dagens Nyheter
eftir norska forsætisráðherranum,
sem ekki kærir sig um að gera
sömu mistök og fyrirrennari hans
Jagland (sem reyndar er enn for-
maður flokksins og situr sem utan-
ríkisráðherra í ríkisstjórn Stolten-
bergs). „Það eru þeir sem mæta í
kjörklefann sem gera út um þetta,“
sagði Stoltenberg á fimmtudag, í
þeirri von að fyrri kjósendur
Verkamannaflokksins „snúi heim“
og hindri að flokkurinn bíði nið-
urlægjandi kosningaósigur.
Stjórnmálaskýrendur telja að
„sársaukamörk“ Stoltenbergs felist
aðallega í tvennu. Í fyrsta lagi verði
Verkamannaflokkurinn að verða
stærri en Hægriflokkurinn, sem
hefur mælzt með mjög svipað fylgi í
skoðanakönnunum á lokasprettin-
um fyrir kosningarnar. Bernt Aar-
dal, einn kunnasti sérfræðingur
Noregs í kosningarannsóknum,
tjáði AP að vænta megi að flok-
urinn afsalaði sér tilkalli til ríkis-
stjórnarmyndunar ef hann fær und-
ir fjórðungi atkvæða.
Til þess að Verkamannaflokkur-
inn geti haldið áfram um stjórn-
artaumana verður, að mati Aardal,
þingsætadreifingin milli flokkanna
að vera þannig að Verkamanna-
flokkurinn geti reitt sig á stuðning
fastra samstarfsflokka eða að
minnsta kosti breytilegs þingmeiri-
hluta.
En þótt Verkamannaflokkurinn
geti sótt stuðning á þingi bæði á
vinstrikantinn, til Sósíalíska vinstri-
flokksins (SV), og inn á miðjuna, til
Kristilega þjóðarflokksins og Mið-
flokksins, má bóka að slíkt fjöl-
flokkasamstarf verður mjög fjar-
lægur kostur ef Verkamanna-
flokkurinn verður eins veikur og
spáð er.
Hafa ber þó í huga í þessu sam-
hengi, að á flokksþingi sínu árið
1998 samþykkti Verkamannaflokk-
urinn í fyrsta sinn í sögunni að opna
fyrir möguleikann á að eiga aðild að
samsteypustjórn.
Óánægja með
stjórnarstefnuna
En hver eru málefnin sem staðið
hafa upp úr í kosningabaráttunni?
„Þeir segja að við séum svo ríkir.
En skólarnir grotna niður og fólk
stendur í biðröðum á sjúkrahús-
inu,“ hefur danska blaðið Politiken
eftir eldri konu sem sótti kosninga-
fund í Tromsø í Norður-Noregi.
„Já, þar gætu þeir aldeilis notað
eitthvað af olíupeningunum,“ segir
vinkona konunnar, sem einnig er
nokkuð við aldur. „En það á jú að
geyma þá fyrir næstu kynslóð eft-
irlaunaþega, segja þeir. Svo að við
eigum ekki að fá neitt,“ segir hún.
Þessar skoðanir gömlu vinkvenn-
anna í Tromsø eru nokkuð lýsandi
fyrir helztu átakamálin í norskum
stjórnmálum um þessar mundir.
Margir Norðmenn eru óánægðir
með sitjandi ríkisstjórn og að hinn
ráðandi meirihluti stjórnmála-
manna skuli ekki vilja beina meiru
af þeim rúmu 500 milljörðun
norskra króna – um 5.000 milljörð-
um íslenzkra króna – sem eru í olíu-
sjóðnum norska (þar sem uppsafn-
aður hagnaður norska ríkisins af
Norðursjávarolíuvinnslunni er
geymdur) til þess að leysa vanda-
mál á borð við þau sem við blasa í
skóla- og heilbrigðiskerfinu. Evr-
ópumál – og utanríkismál yfirleitt –
hafa ekki haft nokkra þýðingu í
kosningabaráttunni að þessu sinni.
Það er óánægjan sem vinkonurn-
ar í Tromsø lýsa sem skýrir að í
skoðanakönnunum hefur Sósíalíski
vinstriflokkurinn tvöfaldað fylgi sitt
frá úrslitum síðustu kosninga, og
mótmælaflokki eins og Kystpartiet,
flokki norður-norska hvalfangarans
Steinars Bastesen sem fyrst kom
manni á þing árið 1997, er nú spáð
jafnvel þremur þingsætum.
Það var þessi óánægja sem fyrir
ári skilaði Framfaraflokki Carls I.
Hagen í efsta sæti hins pólitíska
vinsældalista en innbyrðis deilur og
hneykslismál hafa síðan reytt fylgið
af honum. Þó virðist Framfara-
flokkurinn, sem hefur skapað sér
sérstöðu meðal annars með rót-
tækri afstöðu í innflytjendamálum,
eiga víst svipað fylgi og hann fékk í
síðustu kosningum, um 15%, eða lít-
ið eitt minna, og skýrist það að
miklu leyti vegna trausts persónu-
fylgis Hagens.
Það er annars Hægriflokkurinn,
sem árið 1997 fékk aðeins 14,3% at-
kvæðanna, sem hefur notið mestu
fylgisuppsveiflunnar í kjölfar óvin-
sælda ríkisstjórnarinnar nú á síð-
ustu mánuðum. Fyrir nokkrum vik-
um mældist fylgið við hann yfir
30% en var undir lok kosningabar-
áttunnar á svipuðu róli og fylgið við
Verkamannaflokkinn, á bilinu 21–
25%.
Skýra valkosti skortir
Sú mikla dreifing atkvæðanna á
flokkana sem búizt er við veldur því
að mikil óvissa ríkir um stjórnar-
myndunarmöguleika.
„Við nálgumst nú stöðu þar sem
alls kyns samsteypur eru hugsan-
legar. Kjósendur skortir skýra val-
kosti. Þeir skynja ástandið þannig
að það breyti engu hverjum þeir
greiða atkvæði sitt,“ hefur Politiken
eftir Anders Todal Jenssen, stjórn-
málafræðiprófessor við háskólann í
Þrándheimi.
Hann og margir fleiri stjórnmála-
skýrendur í Noregi eru sammála
um að þetta valdi því að búast megi
við lítilli kjörsókn. Í síðustu skoð-
anakönnununum fyrir kosningarnar
kvaðst hátt í fjórðungur kjósenda
ekki hafa enn gert upp hug sinn, og
má því reikna með að þessi stóri
kjósendahópur muni annað hvort
ekki fara á kjörstað, skila auðu eða
ákveða fyrst í kjörklefanum við
hvaða framboðslista hann merkir.
Hægristjórn?
Eins og er eiga átta flokkar full-
trúa á Stórþinginu og alls eiga í
kosningunum nú níu flokkar mögu-
leika á því að fá fulltrúa kjörna á
þing. „Þetta er algjör óreiða,“ tjáði
Carl I. Hagen AP á fimmtudag.
„Það eru engin stór málefni á dag-
skrá í þessari kosningabaráttu.
[Hún] hefur aðeins snúizt um hverj-
ir eigi að sitja í næstu stjórn,“ sagði
hann. Flestir Norðmenn njóti mik-
illa lífsgæða og kæri sig kollótta um
stjórnmál vegna þess, að sögn Hag-
ens, „að það eru ekki lengur neinir
skýrir valkostir“. Mæltist Hagen til
þess að hann og leiðtogar Hægri-
flokksins og Kristilega þjóðar-
flokksins tækju höndum saman um
að gefa kjósendum fyrirheit um að
þessir þrír flokkar myndu stefna að
stjórnarsamstarfi, næðu þeir þing-
meirihluta; þannig hefðu kjósendur
skýran valkost.
En þessi hvatningarorð Hagens
hlutu dræmar undirtektir. Jan Pet-
ersen, formaður Hægriflokksins,
gaf lítið fyrir frýjunarorð Fram-
faraflokksleiðtogans. Þó hefur þessi
möguleiki oft verið ræddur í fjöl-
miðlum. Uppi eru kenningar um, að
Petersen – sem skortir persónu-
fylgi til að geta gert trúverðugt til-
kall til forsætisráðherraembættis-
ins – ætli sér utanríkisráð-
herrastólinn í hugsanlegri
samsteypustjórn með Kristilega
þjóðarflokknum, sem Kjell Magne
Bondevik myndi fara fyrir. Þessir
tveir flokkar myndu þó ekki ráða
yfir þingmeirihluta og því vera háð-
ir stuðningi þingmanna Framfara-
flokksins og jafnvel fleiri flokka,
eftir því hvernig þingsætin dreifast
er talið hefur verið upp úr kjörköss-
unum.
Þrátt fyrir að Framfaraflokkur-
inn sé búinn að losa sig við róttæk-
linga í eigin röðum og flokksleiðtog-
inn Hagen hafi lagt sig fram um að
breyta ímynd flokksins þannig að
hann verði vænni kostur til ríkis-
stjórnarsamstarfs hafa ýmsir
stjórnmálaleiðtogar, þar á meðal
bæði Petersen og Bondevik, viljað –
alla vega í orði – loka alveg á slíkt
samstarf.
Ef mynda á hægristjórn þarf því
að yfirstíga ýmsar hindranir. Það
kann þó að hjálpa til að Bondevik
hefur á síðustu mánuðum verið sá
stjórnmálamaður sem flestir Norð-
menn myndu vilja sjá sem forsætis-
ráðherra, en þar sem miðflokkarnir
sem að baki honum standa njóta að-
eins stuðnings innan við fimmtungs
kjósenda geta þeir augljóslega ekki
gert tilkall til að stjórna landinu
einir.
Hver sem úrslitin verða munu
Norðmenn þurfa að lifa næstu fjög-
ur árin við þá samsetningu Stór-
þingsins sem þau leiða af sér, þar
sem lokað er fyrir það í stjórnar-
skrá landsins að þing sé rofið áður
en kjörtímabili þess lýkur.
Óskýrar línur fyrir
stórþingskosningar
Norðmenn ganga til
þingkosninga á morgun,
10. september. Útlit er
fyrir að stjórnarmyndun
verði erfið, skrifar
Auðunn Arnórsson,
þar sem atkvæðin
virðast ætla að dreifast
enn meir milli flokk-
anna en áður.
!"
#$
%&'
(
)
'
(
* +
)
!
"##$
%
& !
"%
,
-
.
+
)
&
!
!
#
#
!
/
'
(!
")*
"##$
+
& 0
(
1
,$
(
! 2)
3
$
+
/
+
4&'
,
-
'
!
!!
!
! !
! *
!!
"*
+
& 2
)
)
(
!"
5
6
)
)
)
(
!
7
/4& &' +& !
3
899:
+
!
,
(
;<<< ,
=
+
.!
& /
0!
'
"*$
!
"##$
+
&
1!
2
!
3
44
>
"
=
"
)
!
3!
' ?
@
@ !
/
4& ,
&'
5
6
7
8
!
$*#
"##$
""
& !
=
@
!
@
!"
+
/
-
!
.
!
#
&
&
#4& !
A! ' &'
0/! !
!
.!
'
! 9
2
3
0/&
%
:
!
"##$
+
#
&
6
B<C
@
@
)
"
)
+
& !
(
!
;!
04
)*
"##$
%
& 4
'
(
899:
!
D(;C
=
/ '
& )
,
"
(
)
%
34=&
0
0
1!! ;6..<7=-7
9
=670.<
0>7?-=@-=A
Jens
Stoltenberg
Kjell Magne
Bondevik
Carl I.
Hagen
auar@mbl.is