Morgunblaðið - 09.09.2001, Page 27

Morgunblaðið - 09.09.2001, Page 27
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 27 Við sáum það eftir leikinn viðRússa um daginn að við gátum þetta. Við vorum svekktar yfir að tapa tveimur stig- um þar og þar sem við höfðum tvívegis leikið við Ítalíu, gert jafntefli í öðr- um leiknum og tapað hinum með einu marki sem þær gerðu í lokin, vissum við að við ættum að geta unnið þær. Ég held að við höfum svo sannarlega sýnt þeim það í dag að við getum unnið þær,“ sagði Olga. Þú skorar tvö glæsimörk, en í upphafi leiks varstu nokkurn tíma að finna þig, hélst ekki boltanum nægilega vel. „Já, ég áttaði mig ekki á því að ég fékk plássið sem ég fæ venju- lega ekki hér heima. Það var eng- inn í bakinu á mér í þessum leik og ég reyndi of mikið að gefa boltann í fyrstu snertingu, en þegar ég átt- aði mig á þessu var ekkert annað að gera en snúa og reyna sjálf eins og í fyrra markinu. Síðara markið kom eftir horn þar sem Gulla [Guðlaug Jónsdóttir] átti að vera á stönginni nær en ég bað hana að sleppa því í þessu horni, ég ætlaði að vera þar sjálf,“ sagði Olga, alsæl með sigurinn og mörkin tvö. Næsti leikur er í lok mánaðarins á Spáni og Olga var al- veg með hann á hreinu. „Ef við getum unnið þetta lið eigum við að vinna Spánverja.“ Breytt hugarfar í hópnum Katrín Jónsdóttir var eins og herforingi í vörn Íslands í gær, eins og raunar í leiknum á móti Rússum á dögunum. Hún var vel sátt við sigurinn: „Við vissum að við gætum þetta. Það er gjörsam- lega breytt hugarfar í hópnum; í stað þess að leika alltaf með megn- ið af liðinu í vörn erum við farnar að leggja meira upp úr sókninni og að vinna leikina. Við vissum þegar við fengum þennan riðil að það væri allt mögulegt, við losnuðum við Norðmenn og Þjóðverja og við eigum alveg að geta unnið þessar þjóðir sem við erum með í riðli. Þær pressuðu mikið í lokin og við vorum greinilega orðnar nokk- uð þreyttar. Það var í lagi á meðan við vorum tveimur mörkum yfir, en eftir að við minnkuðum muninn fyrir þær fór aðeins um mann. Ég tel að við séum með einn besta markmann í heimi og það er mjög gott að vera fyrir framan hana. Í Rússaleiknum vorum við ekki al- veg nógu samstilltar í vörninni enda lítið leikið saman, en núna gekk þetta fínt.“ Var ekki gaman að leika fyrir svona marga áhorfendur? „Jú, alveg frábært. Það er búin að vera mikil umræða vegna aug- lýsingarinnar í Mogganum. Við fengum ókeypis auglýsingu í Morg- unblaðinu og ég vil bara þakka henni Valgerði fyrir og áhorfend- um fyrir frábæran stuðning,“ sagði Katrín. Stórkostlegur sigur „ÉG get ekki annað sagt en að þetta hafi verið stórkostlegt,“ sagði Olga Færseth, sókn- armaður íslenska liðsins, sem gerði bæði mörkin gegn Ítölum á Laugardalsvelli í gær. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Morgunblaðið/Ómar Olga Færseth skoraði bæði mörk Íslands gegn Ítalíu. Bókhald 1 Námið er fyrir byrjendur og hentar þeim sem hafa áhuga á að kynna sér eða starfa við bókhald. Fjallað er um grundvallaratriði bókhalds, tilgang þess og hlutverk bókarans. Farið er í dagbókarfærslur s.s. sölu og kostnað, viðskipti við útlönd, kaup og sölu eigna og skuldabréfa- og veðlánaviðskipti. Efnahags- og rekstrarreikningar gerðir. Farið í launaútreikninga og skýrslur þeim viðkomandi. Meðferð virðisaukaskatts í bókhaldi og útfylling á vsk-skýrslu. Kenndur er reikningsjöfnuður með einföldum lokafærslum s.s. fyrirfram og ógreiddur kostnaður, tapaðar kröfur, vextir, afskriftir tækja og áhalda og tilgangur þeirra. Nemendum eru afhent raunhæf fylgiskjöl og þeir látnir færa bókhald eftir þeim. Kennt er mánudaga og miðvikudaga frá kl. 17:00 - 20:00 Kennsla hefst 24. september Bókhald 2 (tölvubókhald) Námið er fyrir þá sem hafa faglegan grunn í bókhaldi og hafa áhuga á frekara námi. Í náminu læra nemendur flóknari þætti bókhalds og tölvubókhalds. Tekið er fyrir m.a. dagbókarfærslur, reikningsjöfnuður og vaxta- og prósentureikningur. Þá er farið í lög og reglugerðir um bókhald og virðisaukaskatt og skil vsk-skýrslu. Nemendur fara yfir lög um staðgreiðslu opinberra gjalda, gerð launaseðla, mat á hlunnindum til tekna og skilagreinar staðgreiðslu. Einnig er tekið fyrir afstemmingar, fyrningar, endurmat og verðbreytingarfærslur, tekju- og eignaskattur og skattaskil. Farið er í lestur ársreikninga og verkefni í tölvubókhaldi færð samhliða yfir námstímann. Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 17:00 - 20:00 Kennsla hefst 25. september Skráning í síma 588 5810 ókhald Alhliða bókhaldsnám þar sem tekið er á flestum þáttum bókhalds. Nemendur vinna raunhæf bókhaldsverkefni úr viðskiptalífinu og geta að námi loknu séð um bókhald smærri fyrirtækja eða unnið í fjármáladeildum. B Faxafeni 10 · 108 Reykjavík · Sími 588 5810 Bréfasími 588 5822 · framtid@vt.is · www.vt.is Innrit un í fullu m gangi S k ó l i v i ð s k i p t a l í f s i n s

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.