Morgunblaðið - 09.09.2001, Side 30

Morgunblaðið - 09.09.2001, Side 30
30 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ NOTTING Hill í Lond-on er hverfið, þarsem kvikmynda-stjörnur og aðrar nú-tímastjörnur búa í öðru hverju húsi. En það er nú ekki þess vegna sem Tony Benn býr þar. Hann hefur búið í rúm- góðu húsi þar í fimmtíu ár og sér enga ástæðu til að flytja þótt hverfið hafi breyst mjög undanfar- inn áratug eins og svo mörg önnur hverfi í London. Húsinu hans er reyndar ekki eins vel við haldið og öðrum húsum þarna, en vísast kærir Benn sig kollóttan um það. Hann hefur hugann við önnur efni. Benn fæddist inn í Verkamanna- flokkinn, því pabbi hans hafði ver- ið þingmaður, ráðherra og varð síðar lávarður, þegar Harold Wil- son, þáverandi flokksleiðtoga, fannst kominn tími til að fjölga verkamannaflokkslávörðunum í deildinni, sem er annars þekkt fyr- ir yfirþyrmandi íhaldssvip. Benn gekk í flokkinn 1943, 18 ára að aldri og var kosinn á þing 1950. Tíu árum síðar lést faðir Benn og þar sem elsti bróðir Benn var þá látinn erfði Benn lávarðstitil föður síns, sem gekk í arf til elsta sonar. Það þýddi að Benn mátti ekki halda þingsæti sínu í neðri deildinni, heldur var skikkaður í lávarðadeildina, sem hann hafði engan hug á. Það kostaði hann þriggja ára streð og málaferli og á endanum þurfti lagabreytingu áð- ur en hann fékk leyfi til að hafna sætinu í lávarðadeildinni og taka aftur sæti sitt sem kjörinn þing- maður eins og hann hafði verið áð- ur í tíu ár. En það er fleira, sem hann hefur lagt til hliðar. Hann fæddist sem Anthony Wedgewood Benn, en tók síðar upp nafnið Tony Benn. Benn yppir öxlum, þegar talinu víkur að þessari baráttu, sem hon- um þykir greinilega hafa verið háð fyrir meira en lítið heimskulega ástæðu. En gamli róttæklingurinn hafnar því með öllu að hann hafi fæðst inn í eitthvert aðalsmann- aumhverfi. „Pabbi var þingmaður, fæddur í East End (sem var fá- tækrahverfi í London) og ég fædd- ist inn í stjórnmálaumhverfi,“ seg- ir hann örlítið argur, þegar hann er spurður út í uppruna sinn í for- réttindastétt. En stjórnmálaáhuganum hefur hann skilað áfram því einn þriggja sona hans, Hilary, er þingmaður og var gerður að aðstoðarráðherra í nýrri stjórn Verkamannaflokks- ins. Þeir feðgar eru þó varla alltaf sammála því sonurinn er hallur undir Tony Blair og hinn Nýja verkamannaflokk hans, en Benn eldri lætur ekkert tækifæri ónotað til að gagnrýna flokkinn og Blair. Því mun hann efalaust halda áfram, enda nýhættur á þingi, „til að helga mig stjórnmálum,“ eins og hann segir sjálfur með kímni- glampa í augunum, sem bregður oft fyrir eins og títt er um Breta. Þessi grannvaxni og keiki mað- ur, sem virðist forvitinn eins og krakki um lífið og tilveruna, hefur ekki í hyggju að setjast í helgan stein, enda veit hann vísast ekki hvernig á að fara að því. Í skrif- stofunni í kjallaranum heima hjá honum er allt fullt af bókum og blöðum og síminn hringir ótt og títt, mest af því er að verið er að biðja hann um að mæta á hinar og þessar samkomur og í fjölmiðlun- um bresku er hann vinsæll við- mælandi, ekki síst af því að hann er ekkert að skafa utan af hlut- unum. „Nútímakapítalismi skapar óöryggi“ Stjórnmál hafa verið þungamiðj- an í lífi Benn frá blautu barns- beini. Hann var ekki nema fimm eða sex ára þegar hann hitti Ma- hatma Gandhi, þjóðfrelsishetju Indverja, hann fylgdist með spænsku borgarastyrjöldinni, tók þátt í sinni fyrstu kosningabaráttu 1935 þegar hann var tíu ára og keypti bók Hitlers, Mein Kampf, þegar hún kom út á ensku. Ekki af aðdáun á Hitler heldur af því hann vildi vita hvert Hitler stefndi. Hann var um hríð fréttamaður við breska ríkisútvarpið, BBC, her- flugmaður í stríðinu, en annars hefur líf Benn snúist um stjórn- mál. „Ég hugsa aldrei út í það,“ segir hann stuttaralega þegar talinu vík- ur að því hver áhrif það hafi haft á hann að alast upp við meiri for- réttindi en flestir aðrir jafnaldrar á þeim tímum þegar stéttaskipting var svo miklu meiri í Englandi en nú er. „Ég er dæmdur af verkum mínum, ekki af uppruna og aðrir geta sagt það sem þeir vilja. Það er hægt að skilgreina stétt á ýmsa vegu. Við búum enn við konung- dæmi,“ segir Benn, sem er þekkt- ur fyrir andúð sína á konungdæm- inu og aðalstitlum. „Þess vegna höfum við nánast lénsskipulag, þar sem þeir er lægra eru settir skríða fyrir þeim sem eru yfir þeim í kerfinu. Inn í þetta galna kerfi fæddist ég og það er fjarska þrúg- andi, því frá blautu barnsbeini lærir maður að aðrir séu alltaf betri en maður sjálfur. Önnur stéttaskilgreining er hvort maður erfi það sem maður á, eða vinnur fyrir eigum sínum. Það eru um 90 prósent, sem vinna fyrir sér, en tíu prósent hafa erft eigur sínar. Stéttakerfið hér í Bretlandi er svona blanda af þessu tvennu, þannig að þeir, sem gengur vel, eru gerðir að lávörðum til að þeim geti gengið enn betur og þeir grætt enn meir.“ En það er ekki þessi skilgrein- ing, sem Tony Blair gengur út frá, heldur talar hann um „merítók- rata“ og stjórn þeirra sem hafa með hæfileikum sínum áunnið sér það sem þeir hafa og eiga það því skilið. Hvernig líst þér á þessa kenningu? „Þetta er hin nýja kenning. Það tilheyra allir miðstéttinni ef þeir eiga bíl og sjónvarp og fara í frí til Spánar. Svo eru það menn eins og Bill Gates og Rupert Murdoch, sem eru snillingar og eru þess vegna ríkir. Þeir, sem ekki eru í millistéttinni eða ríkir snillingar eru í lágstéttinni, af því þeir eru latir. Öllum, sem eru á götunni gæti gengið vel, ef þeir bara nenntu því. Þetta er inntakið en undir það tek ég ekki. Staðreyndin er sú að bilið milli ríkra og fátækra hefur aukist þau undanfarin fjögur ár, sem Verka- mannaflokkurinn hefur setið í stjórn. Það eru miklu fleiri millj- arðamæringar nú en áður en það eru líka miklu fleiri fátækir. Vel- megunin seitlar ekki niður til hinna fátæku af auði hinna ríku. Það er bara blekking hinna ríku. Það eru margir, sem eiga erfitt og þurfa stuðning, en sá stuðn- ingur mun ekki koma frá Nýja verkamannaflokknum. Það er ekki mikið um það hér að skattakerfið sé notað til tekjudreifingar. Stjórnin heldur verndarhendi yfir þeim ríku og það skapast fé- lagslegar gjár, sem stjórnin dreg- ur sannarlega ekki úr, heldur hef- ur hún haldið áfram á fullu að framfylgja stefnu Margaret Thatcher.“ En það er væntanlega ekki til- viljun að stjórnin hefur valið að fara þessa leið? „Blair komst að þeirri niður- stöðu að til að vinna 1997 þá þyrfti að þóknast eignafólki. Það er aug- ljóslega miklu líklegra að vinna með stuðningi Murdoch og blaðs eins og Sun en án þess stuðnings. Blair hélt áfram stefnu Thatcher, kallaði stefnuna „Nýja verka- mannaflokkinn“ og gerir út á óör- yggi fólks. Það er mikil óvissa, sem fylgir alþjóðavæðingu, líka meðal þeirra sem hafa það gott. Þeir sem eru í góðu starfi geta átt á hættu að mæta í vinnuna einn daginn og fá að vita að nú eigi þeir að rýma skrifborðið sitt. Nútímakapítalismi skapar óöryggi og það er hættu- legt ástand, sem getur leitt til fas- isma eins og við höfum séð áður. En það getur líka leitt til baráttu fyrir réttlátara þjóðfélagi, sem sér „Breska stjórnin er rótlaus og gæti því auðveldlega fallið“ Stjórnmálaáhuginn er erfða- sjúkdómur þegar Benn- fjölskyldan á í hlut, eins og Sigrún Davíðsdóttir heyrði er hún ræddi við Tony Benn, fyrrverandi ráðherra Verkamannaflokksins, sem ekki viðurkennir Nýja verkamannaflokkinn. Pípan er nánast vörumerki Tonys Benns og hann reykir íbygginn á svip. Hann er þess fullviss að pendúll stjórnmálanna muni sveiflast til vinstri á nýjan leik.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.