Morgunblaðið - 09.09.2001, Side 48

Morgunblaðið - 09.09.2001, Side 48
48 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. KJÖR sjúkraliða hafa verið merki- lega lítið í umræðunni að undan- förnu. Sjúkraliðar eru eini hópurinn innan BSRB sem enn er ekki búið að semja við og þau laun sem farið er fram á eru síst of há miðað við menntun og ábyrgð. Nú verða sjúkraliðar að gera sér að góðu lægri laun en ófaglærðs starfsfólks sjúkra- húsanna. Vegna bágra kjara þess hóps er þó sífellt sjaldgæfara að sjá innfædda Íslendinga í störfum ófag- lærðra starfsmanna þar á bæ. Byrj- unarlaun sjúkraliða eru 89.000. Menntunarkröfur sjúkraliða eru þriggja ára nám á framhaldsskóla- stigi. Það væri fróðlegt að vita hvaða laun tíðkast hjá stéttum með sam- bærilega menntun þar sem karlar eru í meirihluta. Það er eðlilegt að al- menningur geri sér takmarkaða grein fyrir því hvað í sjúkraliðastarf- inu felst. Samninganefnd ríkisins ætti þó að hafa kynnt sér þessa þætti. Sem hjúkrunarfræðingur þekki ég starf sjúkraliða náið og veit af eigin raun að ábyrgð þeirra er mikil og starf þeirra vandasamt. Oft hefur maður orðið var við ranghug- myndir og hálfgerða lítilsvirðingu gagnvart hjúkrunar- og umönnunar- stéttum. Það er misskilningur ef fólk heldur að það sé nóg að vera góð- hjörtuð kona og það er lítilsvirðing við sjúklinga ef fólk álítur að um of- menntun hjúkrunar- og umönnunar- stétta sé að ræða. Á fáum sviðum er þróunin eins ör og á sviði heilbrigð- isvísinda. Veikari sjúklingar eru nú meðhöndlaðir og krafan um fram- leiðni hefur skilað sér í styttri legu- tíma. Á legudeildunum liggja fleiri mikið veikir sjúklingar. Þetta leggur auknar byrðar á herðar hjúkrunar- liðs. Í raun ættu þessar stéttir að njóta mjög góðra launakjara þegar litið er til þess að mikill og fyrirsjá- anlegur skortur er á faglærðu fólki, starfssviðið er sérhæft og án þessa fólks skapast fljótt neyðarástand í þjóðfélaginu. Ýmsum öðrum stéttum hefur orðið vel ágengt með jafnvel aðeins einn þessara þátta til að öðl- ast góð launakjör. Sjúkraliðar eru atvinnumenn á sínu sviði og það ber að meta. Sú töf sem hefur orðið á lag- færingum á kjörum sjúkraliða hefur nú þegar haft mikil áhrif en greini- legt er að holskefla uppsagna er framundan verði ekki úr bætt. Nú er vitað að margir sjúkraliðar hafa sagt upp störfum sínum. Það er greinilegt að fæstir þeirra koma aftur til starfa nema veruleg launaleiðrétting verði gerð. Maður sér að fólk er í fullri al- vöru að leita fyrir sér um vinnu og margir sem maður hefur rætt við eru nú þegar búnir að ráða sig annað. Það þarf ekki að leita lengi til þess að finna starf sem er betur metið til launa. Með því fólki sem hverfur til annarra starfa hverfur í mörgum til- fellum þekking sem mótuð er af ára- langri reynslu. Þar við bætist að sí- fellt erfiðara verður að fylla í skörð þeirra sem hverfa til annarra starfa. Heilbrigðisstarfsfólk innir af hendi hugsjónastarf. Það er til marks um ákveðið siðleysi að beita því sem rök- um fyrir því að greiða minni laun. Það er sú hugsun að misnota sér góð- vild annarra. Hugsjón heilbrigðis- starfsfólks beinist sem betur fer í flestum tilfellum að velferð sjúk- lingsins og aðstandenda hans. Það er ekki hægt að gera þá kröfu að heil- brigðisstarfsfólk beri meiri um- hyggju fyrir afkomu launagreiðand- ans en aðrir launþegar. ÁSGEIR VALUR SNORRASON, Stóragerði 16, Reykjavík. Hugsjónastarf í þágu sjúkra, ekki ríkissjóðs Frá Ásgeiri Vali Snorrasyni: ÉG geri ráð fyrir því að fólkið hér í Reykjavík muni það að hér voru rán- dýrar kosningar um hvort hafa ætti flugvöll í Vatnsmýri eður ei og það var margendurtekið að kosningin væri um það að hann ætti að vera til ársins 2016. Eftir kosningarnar, sem voru illa sóttar enda vildi fólk úr Sjálfstæðisflokki ekki kjósa og fram- sóknarfólk var bæði með og á móti og gat þess vegna ekki kosið, var út- koman sú að munur var mjög lítill en þó samþykkt að völlurinn ætti að fara. Þá komu allskonar spekingar og fundu vellinum stað allt frá Álfta- nesi og út í Engey og aðrir í miðjum Skerjafirði. Mánudaginn 16. júlí síð- astliðinn kom mynd af borgarstjór- anum í Fréttablaðinu með sitt fal- lega bros og ráðhúsið og nokkrar endur í bakgrunni. Þar segir borg- arstjóri, þegar hún er spurð hvort það sé ekki í andstöðu við þann vilja sem kom fram í kosningunum að gera ráð fyrir flugvelli í Vatnsmýr- inni til 2024 eins og gert er ráð fyrir í drögum að aðalskipulagi og meira en það: „Það er ekki útilokað að hafa eina flugbraut áfram eftir 2024 ef menn vilja það.“ Ég spyr nú bara í einfeldni minni: Getum við hér í Reykjavík tekið mark á borgarstjóra ef hann skiptir um skoðum sýknt og heilagt, kannski með annarri hverri tunglfyllingu? Vonandi er flugvallar- málið undantekning enda hef ég ekki séð eða heyrt það í öðrum málum. Þeir sem halda því fram endalaust að völlurinn þurfi að vera til fyrir fólkið á landsbyggðinni því að það þurfi að sækja allt til Reykjavíkur eru ekki í takt við tímann. Einn maður með tölvu á nokkrum stöðum á landinu getur annast viðskipti við höfuðborg- arsvæðið, svo einfalt er það, enda fara svona samskipti fram milli landa svo þau ættu að rúmast á hólmanum hér innanlands. Ef fólk er að fara til útlanda þá gæti það flogið til Kefla- víkur ef innanlandsflugið væri komið þangað, svo einfalt er það. En það er nægur tími til að hugsa um það fyrir þá sem þá lifa og þess njóta. GUÐMUNDUR BERGSSON, Sogavegi 178, Reykjavík. Hringsnúningur borgarstjórans Frá Guðmundi Bergssyni:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.