Morgunblaðið - 11.10.2001, Síða 1

Morgunblaðið - 11.10.2001, Síða 1
232. TBL. 89. ÁRG. FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 11. OKTÓBER 2001 „Nú þegar Bandaríkin hafa hafið stríð við múslíma er staðan gerbreytt og öllum hömlum á Osama bin Laden hefur verið aflétt,“ sagði Abdul Hai Muttman, talsmaður talinbanastjórn- arinnar. „Heilagt stríð er skylda allra múslíma í heiminum. Við viljum þetta, bin Laden líka, og Bandaríkin verða að taka afleiðingunum.“ Áður hafði hreyfing bin Ladens, al- Qaeda, hótað fleiri árásum í Banda- ríkjunum. Þarlend yfirvöld eru með mikinn öryggisviðbúnað vegna hætt- unnar á fleiri árásum hryðjuverka- manna og farþegavél á leiðinni frá Atlanta í Georgíu til Los Angeles var nauðlent í gærkvöld í fylgd tveggja orrustuþotna eftir að flugstjórinn skýrði frá því að farþegi hefði verið með ólæti í stjórnklefanum. Bin Laden er efstur á lista sem George W. Bush birti í gær yfir 22 meinta hryðjuverkamenn sem Bandaríkjastjórn leggur mest kapp á að handtaka. Bandarískur embættismaður sagði í gærkvöld að leyniþjónustumenn hefðu skýrt frá því að nokkrir af for- ystumönnum talibana hefðu fallið í loftárásunum á Afganistan á sunnu- dag, þeirra á meðal tveir frændur Mohammads Omars, leiðtoga talib- ana. Árásum á fleiri ríki hafnað Herþotur vörpuðu sprengjum á skotmörk í Afganistan í gær í hörð- ustu loftárásunum til þessa í barátt- unni við hryðjuverkamenn. Þoturnar beittu í fyrsta sinn öflugri sprengju sem notuð er til að eyðileggja neð- anjarðarbyrgi. Talibanar sögðu að 76 óbreyttir borgarar hefðu látið lífið í árásunum frá því á sunnudag. Utanríkisráðherrar OIC, samtaka íslamskra ríkja, sögðust í gær vera andvígir því að árásir yrðu gerðar á önnur múslímaríki en Afganistan í baráttunni gegn hryðjuverkastarf- semi. Ráðherrarnir fordæmdu ekki árásirnar á Afganistan en létu í ljósi áhyggjur af því að þær gætu valdið mannfalli meðal óbreyttra borgara. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, hvatti til alþjóðlegra aðgerða til að uppræta hvers konar hryðju- verkastarfsemi í heiminum. Leiðtogar talibana hvetja alla múslíma til árása á Bandaríkin Gefa bin Laden frjálsar hendur til að heyja stríð STJÓRN talibana í Afganistan tilkynnti í gær að sádi-arabíski útlag- inn Osama bin Laden hefði nú frjálsar hendur í baráttunni við Banda- ríkjastjórn og sagði það skyldu hans og raunar allra múslíma í heim- inum að heyja „heilagt stríð“ við Bandaríkin. Reuters Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hóf í gær þriggja daga ferð um Mið-Austurlönd og ávarpar hér breska hermenn í Óman. Blair sagði að yfirlýsing talibana um að Osama bin Laden hefði frjálsar hendur til að heyja „heilagt stríð“ við Bandaríkin sannaði að loftárásirnar á Afganistan væru nauðsynlegar. Kabúl, Íslamabad, Washington. AFP, AP.  Ráðist gegn/24–26 Nokkrir forystumenn talibana sagðir hafa fallið í loftárásunum BANDARÍSKA alríkislögreglan, FBI, hélt í gær áfram að rann- saka tildrög tveggja miltisbrands- sýkinga í Flórída og fregnir hermdu að „einstakir eiginleikar“ sýkilsins bentu til þess að hann kynni að hafa verið ræktaður á rannsóknarstofu í Iowa fyrir hálfri öld. Dagblaðið The Miami Herald og CNN-sjónvarpið höfðu þetta eftir heimildarmönnum í lögreglunni. Þeir lögðu áherslu á að lokaniðurstaða rannsókn- arinnar lægi ekki fyrir en sögðu að ef rétt reyndist að miltisbrand- urinn væri af mannavöldum yrði málið rannsakað sem sakamál. Þeir tilgreindu ekki rannsókn- arstofuna sem kann að hafa rækt- að sýkilinn og sögðust ekki vita hvort hún væri enn starfrækt. Störfuðu í sömu byggingu Miltisbrandur er bráðdrepandi bakteríusjúkdómur og annar mannanna sem sýktust í Flórída lést á föstudag. Þeir störfuðu báðir í byggingu nokkurra síð- degisblaða í bænum Boca Raton og heilbrigðisyfirvöld í Flórída sögðu í gær að líkurnar á að tveir menn sýktust af miltisbrandi á sama stað væru „einn á móti milljarði“. Grunur lék á að kona, sem starfaði í sömu byggingu, hefði einnig sýkst af miltisbrandi en læknar sögðu í gær að það væri mjög ólíklegt. Rannsóknarmenn eru hér að störfum í fjölmiðlabyggingunni í Boca Raton. Reuters Miltis- brandurinn af manna- völdum?  Mikil hræðsla/2 TALSMAÐUR Bandaríkjafor- seta hvatti í gær bandarískar sjónvarpsstöðvar til þess að hugsa sig vel um áður en þær sýndu upptökur af yfirlýsingum Osama bin Ladens og sagði hann geta notað þær til að fyrirskipa hryðjuverk. „Þegar best lætur eru skila- boð bin Ladens áróður, áskorun um að drepa Bandaríkjamenn. Í versta falli er hugsanlegt að hann gefi fylgismönnum sínum fyrirmæli um að hefja slíkar árásir,“ sagði talsmaðurinn, Ari Fleischer. Sjónvarpsstöðvarnar sögðust ætla að verða við þessari beiðni, þeirra á meðal CNN sem kvaðst ætla að kanna vandlega allar upptökur af yfirlýsingum bin Ladens áður en þeim yrði sjón- varpað og hafna efni sem talið væri „greiða fyrir hryðjuverk- um“. „Þegar ákveðið er hvað skuli sýnt hyggst CNN hugleiða ráðleggingar yfirvalda.“ CNN hefur hingað til sýnt ávörp bin Ladens og hreyfingar hans um leið og arabíska sjón- varpið Al-Jazeera án þess að kanna boðskapinn áður. Fleisch- er kvað Bandaríkjastjórn vilja að fjölmiðlar vöruðust að birta skilaboðin í heild. „Það er ekki ritskoðun, heldur beiðni til fjöl- miðla og þeir ákveða sjálfir hvað skuli birt.“ Fjölmiðlar varist áróður bin Ladens Washington. AFP.  Afskipti af fjölmiðlum/25 FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins (ESB) gaf í gær ríkis- stjórnum aðildarlandanna leyfi til að hlaupa undir bagga með flugfélögum sem orðið hafa fyrir miklu tjóni vegna afleiðinga hryðjuverkanna í Banda- ríkjunum 11. september. „Við viljum ekki að evrópsk flugfélög standi höll- um fæti gagnvart bandarískum keppinautum,“ sagði Loyola de Pal- acio sem fer með samgöngumál í framkvæmdastjórninni. Mikil endur- skipulagning var hafin í evrópskum flugrekstri fyrir árásirnar og de Pal- acio sagði að sérstakar aðstæður nú breyttu því ekki að eftir sem áður þyrfti að gera róttækar breytingar. „Falla þarf frá hugmyndinni um þjóðarflugfélag, við gætum þurft Evrópuflugfélag. Raunveruleikinn krefst þess,“ sagði de Palacio. Bandarísk stjórnvöld hafa veitt innlendum flugfélögum samanlagt 15 milljarða dollara aðstoð í kjölfar árás- anna á New York og Washington. Samgönguráðherrar ESB-ríkjanna hittast í Lúxemborg á mánudag og fjalla þá um tillögur framkvæmda- stjórnarinnar. Að sögn de Palacio hef- ur pöntunum hjá evrópsku félögunum á ferðum til Bandaríkjanna og Mið- Austurlanda fækkað um 30%. Framkvæmdastjórnin leggur m.a. til að stjórnvöld framlengi ríkis- ábyrgð vegna hækkaðra tryggingaið- gjalda. „Okkur skilst að þörf sé á nokkrum bótum vegna tapsins sem félögin urðu fyrir meðan lofthelgi Bandaríkjanna var lokuð í fjóra daga,“ sagði de Palacio en gaf í skyn að um takmarkaða aðstoð yrði að ræða. Einnig er mælt með að slakað verði á kröfum um þjónustu og eftirlit á leiðum sem fáir nota og evrópsk flug- félög ættu ekki að þurfa að óttast að missa réttindi á flugvöllum vegna minni umsvifa í kjölfar árásanna. Kanna mætti hvort sams konar til- slökun væri við hæfi í vetur ef sam- drátturinn í flugi héldi áfram. Bandarísk félög hafa gripið til ým- issa ráðstafana til að auka öryggi og eftirlit og de Palacio sagði að herða yrði öryggiskröfur í Evrópu þótt ekki væri að þessu sinni mælt með því að öryggisverðir yrðu í vélunum. ESB mælir með aðstoð við flugfélög Hugmyndir um eitt Evrópuflugfélag Brussel. AP, AFP.  Stjórnvöld/2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.