Morgunblaðið - 11.10.2001, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 11.10.2001, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMENNI var á hátíðarsam- komu í Iðnó í gær í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdeginum. Í upphafi fluttu þeir Halldór Haraldsson, pí- anóleikari og Gunnar Kvaran, selló- leikari, nokkur tónverk og sýnt var myndskeiðið Ekki líta undan. Að því loknu las Jónína Bene- diktsdóttir, íþróttafræðingur, kafla úr bók, sem hún hefur skrifað og kemur út í haust. Bókin, sem heitir Dömufrí, fjallar að sögn Jónínu um líðan konu, sem á þrjú börn og er að reyna að lifa sinn draum og vill fá að lifa hann með öðrum. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hlaut gullstjörnu Geðræktar. Vísaði Sigurður Guð- mundsson, landlæknir, sérstaklega til skrifa Morgunblaðsins um geð- heilbrigðismál af því tilefni. Þetta er í fyrsta sinn sem gullstjarnan er afhent en hún verður héðan í frá veitt árlega, ávallt á Alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum, 10. októ- ber. Í fréttatilkynningu frá Geðrækt, sem er samstarfsverkefni Land- læknisembættisins, Geðhjálpar, geðsviðs Landspítala – háskóla- sjúkrahúss og Heilsugæslunnar í Reykjavík og hefur það meg- inmarkmið að efla geðheilsu og draga úr tíðni geðraskana, segir að gullstjarnan sé veitt þeim ein- staklingi eða samtökum sem þykja hafa unnið óeigingjarnt og fórnfúst starf í þágu geðræktar og geðheil- brigðis á Íslandi. Að loknu kaffihléi flutti Lög- reglukórinn nokkur lög en síðan fóru fram pallborðsumræður undir stjórn Sigmundar Ernis Rúnars- sonar aðstoðarritstjóra DV. Þátt- takendur í þeim voru Eva María Jónsdóttir, Sveinn Rúnar Hauks- son, Egill Helgason, Héðinn Unn- steinsson, Þorsteinn J. Vilhjálmsson og Alda Sigurðardóttir. Þær sner- ust fyrst og fremst um þá spurn- ingu, hvort dregið hefði úr for- dómum í garð geðsjúkra en í almennum umræðum um það efni komu fram skiptar skoðanir um það. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var viðstaddur samkom- una. Kynnir var Stefán Karl Stef- ánsson, leikari, sem lýsti m.a. fyrir gestum afleiðingum eineltis, sem hann varð fyrir í æsku. Í tilefni Alþjóðlega geðheilbrigð- isdagsins var einnig í gær opið hús m.a. hjá athvörfum fyrir geðfatl- aða, Geðverndarfélagi Íslands og Geðhjálp og Geðrækt þar sem boðið var upp á kaffi og meðlæti og gest- um gafst kostur að skoða starfsem- ina. Á laugardaginn, klukkan 14, verður síðan ganga frá Hlemmtorgi að Ingólfstorgi þar sem haldin verður fjölskylduhátíð og þá hefst tónlistarhátíð klukkan 15:30 á Gauki á Stöng. Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn haldinn hátíðlegur í Iðnó í gær Gullstjarna Geðræktar afhent í fyrsta sinn Morgunblaðið/Ásdís Gestkvæmt var á opnu húsi hjá Geðverndarfélagi Íslands í Álfalandi í gær og var boðið upp á kaffi og meðlæti. Morgunblaðið/Kristinn Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, tekur á móti Gullstjörnu Geðræktar úr hendi Héðins Unnsteinssonar, verkefnisstjóra. Jónína Benediktsdóttir las úr bók sinni sem kemur út fyrir jól. FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra og landlæknir voru meðal fjölmargra gesta á Sléttuvegi 9, en þar er að finna þjónustuíbúðir geð- fatlaðra einstaklinga, vegna al- þjóðageðheilbrigðisdagsins sem var í gær. Tilgangurinn var að gefa gestum kost á að fræðast um þá starfsemi sem þar fer fram og jafn- framt að skoða aðstæður heimilis- fólks en Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík leigir þar níu geðfötluðum einstaklingum þjón- ustuíbúðir. Guðrún Einarsdóttir, hjúkrunar- fræðingur og forstöðumaður þjón- ustunnar, sagði í ræðu sinni mark- miðið með þjónustunni vera m.a. að upplýsa og að það væri liður í að eyða fordómum sem enn væru í samfélaginu gegn geðfötlun. Því til staðfestingar sagði hún suma enn í dag ekki þora að setjast við hlið geðfatlaðra í strætisvögnum. Guðrún sagði starfsemina við Sléttuveg hafa gengið vel frá því að þjónustuíbúðirnar voru opnaðar fyrir um hálfu ári og að íbúar væru ánægðir með nýja heimilið enda væri húsnæðið allt til fyrirmyndar. „Að fara úr sjúkrahúsumhverfi er mikil breyting eftir svona mörg ár. Að fara út litlu herbergi þar sem menn höfðu jafnvel verið tveir sam- an og flytja í íbúð er stórt skref,“ segir hún og bætti við að það hefði gætt vissra efasemda og kvíða hjá heilbrigðisstarfsfólki á geðdeild Landspítala og aðstandendum íbú- anna þegar kom að því að flytja þangað þrátt fyrir góðan undirbún- ing. „Það var einnig ótti hér í ná- grenninu að fá geðveikt fólk hingað í húsið en við hér höfum sýnt og sannað að sá ótti var ástæðulaus,“ segir Guðrún og bætti við að haldið yrði áfram að auka lífsgæði geðfatl- aðra í framtíðinni með bjartsýni að leiðarljósi. Vonandi yrðu síðan stofnuð fleiri heimili eins og við Sléttuveg í framtíðinni. Vonandi stigin fleiri og stærri skref Páll Pétursson félagsmálaráð- herra óskaði öllum til hamingju með daginn. Hann sagði gleðiefni hve allt hefði gengið vel við Sléttu- veg og að það væri dýrmætt að þeim sem þangað kæmu til vistar væri búið betra líf en áður. „Virki- lega ánægjulegt að verða vitni að því að þessi tilraun er að ganga upp. Vonandi getum við stigið fleiri og stærri skref. Ég veit að nú er mikill áhugi hjá stjórnvöldum að sinna málum geðfatlaðra og geð- heilbrigðismálum,“ segir Páll. Í fréttatilkynningu frá Svæðis- skrifstofu Reykjavíkur kemur fram að rétt tæplega 400 einstaklingar voru á skrá með geðfötlun 1. októ- ber síðastliðinn, þar af njóta nú um 200 manns búsetuþjónustu utan geðheilbrigðisstofnana. Þá segir ennfremur að í upphafi árs hafi 47 einstaklingar með geðfötlun verið á biðlista Svæðisskrifstofunnar eftir búsetuúrræði. Í fréttatilkynningu segir orðrétt: „Miðað við þá reynslu sem komin er af félagslegri búsetuþjónustu fyrir fólk með geð- fötlun svo og óskum geðfatlaðra og aðstandenda þeirra varðandi þjón- ustu má búast við aukinni upp- byggingu á félagslegum búsetuúr- ræðum á næstu árum.“ Þeir heimilismenn sem blaða- maður náði tali af voru allir sam- mála um að við Sléttuveg væri gott að búa og einn komst meira að segja svo að orði að hann byggi nú eins og forseti. Kynning á starfsemi og þjónustuíbúðum við Sléttuveg Töluverðir fordómar enn í samfélaginu Morgunblaðið/Jim Smart F.v. Björn Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík, Páll Pétursson félagsmálaráðherra, Jón Krist- jánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Sigurður Guðmunds- son landlæknir og Guðrún Einarsdóttir, forstöðumaður þjónustunnar. Morgunblaðið/Jim Smart Fjórir af níu heimilismönnum þjónustuíbúðanna. F.v. Jóhann Gröndal, Guðmundur Kristinn Jónsson, Leifur Leifs og Sigurður Sigurðsson. FÉLAG hópferðaleyfishafa hefur farið þess á leit við samgönguráðu- neyti að kæra félagsins vegna mögulegrar misnotkunar sérleyf- ishafa á sérleyfum verði tekin til meðferðar í samræmi við álit um- boðsmanns Alþingis sem birt var í lok septembermánaðar. Þar komst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að ákvörðun ráðuneytisins að vísa frá stjórnsýslukæru félagsins hafi ekki verði í samræmi við lög. Málavextir eru þeir að félagið kærði til Vegagerðarinnar meinta misnotkun tiltekinna leyfishafa á sérleyfum og óskaði athugunar og aðgerða af hennar hálfu. Vega- gerðin taldi ekki ástæðu til að- gerða eða frekari afskipta og kærði félagið þá niðurstöðu til samgönguráðuneytis, sem vísaði kærunni frá þar sem það taldi ekki um kæranlega ákvörðun lægra stjórnvalds að ræða. Umboðsmað- ur taldi hins vegar að ráðuneytinu hefði borið að taka efnislega af- stöðu í málinu, í stað þess að vísa kærunni frá. Í fréttatilkynningu segir að fé- lagið eigi jafnframt á næstu dög- um von á úrskurði frá samkeppn- isráði vegna nýrra þjónustu- samninga á milli ríkis og sérleyfishafa. „Þjónustusamningar þessir fela í sér stórauknar styrk- veitingar til sérleyfishafa eða frá um 50 milljónum á ári yfir í 100 milljónir. Það er að mati stjórnar Félags hópferðaleyfishafa ámælis- vert hjá samgönguráðuneyti að tvöfalda styrki á sama tíma og út- boði á sérleyfum er frestað til árs- ins 2005. Óttast stjórn félagsins að þetta verði til þess að tryggja stöðu sérleyfishafa í væntanlegu útboði á sérleyfum en jafnframt að sérleyfishafar geti í ákveðnum til- fellum notað þennan styrk til að greiða niður annars konar akstur eins og hópferða- og skólaakstur sem er óstyrktur og á samkeppn- ismarkaði.“ Hópferða- leyfishafar Ráðuneyti taki stjórn- sýslukæru fyrir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.