Morgunblaðið - 11.10.2001, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 11.10.2001, Qupperneq 20
SUÐURNES 20 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FYRSTA byggingin er að rísa á nýju iðnaðarsvæði í Vogum. Normi hf. áformar að flytja starfsemi sína þangað úr Garðabæ. Vatnsleysustrandarhreppur hefur skipulagt nýtt iðnaðarsvæði norðan Vogabrautar sem liggur frá Reykja- nesbraut í Vogana og er fyrirhugað að koma þar fyrir grófari atvinnu- starfsemi. Vélsmiðjan Normi hf. fékk úthlutað fyrstu og jafnframt stærstu lóðinni, um 20 þúsund fermetrum, og hefur verið unnið í grunni verk- smiðjuhúss í sumar. Nú er byrjað að reisa húsið sem verður um 2.000 fer- metrar að stærð með mikilli lofthæð. Þar verður vélsmiðjan starfrækt og einnig plastverksmiðjan Norm-X. Vatnsleysustrandarhreppur hefur unnið að lagningu vegar úr Vogum að nýja iðnaðarsvæðinu og Hitaveita Suðurnesja er að leggja þangað raf- magn og vatn. Að sögn Jóhönnu Reynisdóttur sveitarstjóra hefur öðrum lóðum ekki verið úthlutað þarna en þær verða auglýstar opinberlega á næst- unni. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Verið er að reisa grind verksmiðjuhúss Norma hf. í Vogum. Fyrsta húsið á nýju iðnaðarsvæði Vogar FIMMTÁN leiðbeinendur í neyðarakstri voru útskrifaðir í Reykjanesbæ á dögunum eftir námskeið sem bandarískir sér- fræðingar kenndu. Leiðbeinend- urnir munu síðan kenna slökkvi- liðsmönnum og sjúkraflutninga- mönnum aðferðirnar, hver hjá sinni stofnun. Ekki hefur verið markviss kennsla í neyðarakstri hér á landi, að sögn Sigmundar Eyþórssonar slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja. Hins vegar eru slökkviliðsmenn almennt með meirapróf og það veitir þeim góð- an grunn, segir Sigmundur. Bandarískt námskeið Brunamálaskóli ríkisins og fulltrúar stærslu slökkviliða lands- ins, það er Slökkviliðs höfuðborg- arsvæðisins, Slökkviliðs Keflavík- urflugvallar og Brunavarna Suð- urnesja hafa um tíma unnið að undirbúningi þess að hefja kennslu í neyðarakstri samkvæmt viður- kenndum stöðlum. Keypt var nám- skeið fyrir leiðbeinendur frá bandaríska tryggingafélaginu VFIS en það tryggir yfir tíu þús- und neyðarþjónustudeildir slökkvi- liða og sjúkraflutningafyrirtækja í Bandaríkjunum og Kanada. Komu tveir fulltrúar fyrirtækisins og kenndu námsefnið í Kjarna í Keflavík. Námskeiðið var keyrt í gegn á fjórum dögum auk þess sem stutt verkleg kennsla var á flugbraut á Keflavíkurflugvelli. Sigmundur segir að margt at- hyglisvert hafi komið fram á nám- skeiðinu. Lögð hafi verið áhersla á öruggan neyðarakstur. Mikilvæg- ast væri að hjálparlið kæmist örugglega á staðinn og að ekki sparaðist tími með neyðarakstri sem fram færi með miklum látum. Áfram er unnið að því að ís- lenska námsefnið og staðfæra. Það verður kennt í Brunavarnaskóla ríkisins og leiðbeinendurnir munu kenna það hver hjá sínu liði og hjá öðrum minni slökkviliðum eftir því sem þörf verður á. Leiðbeinendur á nám- skeiði í neyðarakstri Reykjanesbær HEILBRIGÐISSTOFNUN Suður- nesja fær 30 milljónir króna til að reka langlegudeild D-álmu sjúkra- hússins í Keflavík rúmlega hálft næsta ár. Telur framkvæmdastjóri stofnunarinnar það fullnægjandi. Verktaki er að ljúka við byggingu D-álmu sjúkrahússins um þessar mundir. Neðsta hæðin verður tekin í notkun smám saman næstu daga og vikur en þar verða rannsóknastofur, starfsmannaaðstaða og fleira. Á annarri hæðinni verða 24-25 rúm fyrir langlegusjúklinga og er hún einnig tilbúin. Hún verður tekin í notkun 1. júní á næsta ári, í sam- ræmi við samning ríkisins og sveit- arfélaganna á Suðurnesjum sem tóku að sér að flýtifjármagna fram- kvæmdirnar. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyr- ir næsta ár fær Heilbrigðisstofnunin 30 milljónir til að reka deildina á næsta ári og telur Jóhann Einvarðs- son framkvæmdastjóri að það dugi ef allt gengur að óskum. Eftir er að kaupa sjúkrarúm, önnur húsgögn og búnað. Kostnaður hefur ekki verið áætlaður en gæti verið einhvers staðar á öðrum tug milljóna, sam- kvæmt upplýsingum Jóhanns. Telur hann víst að sérstök fjármögnun fá- ist á því, af óskiptum fjárveitingum til ráðuneytisins. 30 millj. til að reka langlegudeild Keflavík GUÐRÚN J. Karlsdóttir, mynd- listarmaður í Keflavík, hefur opn- að málverkasýningu á Café Mil- anó í Faxafeni í Reykjavík. Á sýningunni eru 28 myndir og allar málaðar með olíu. Sýningin var opnuð sunnudag- inn 7. október síðastliðinn og stendur yfir til 18. nóvember. Guðrún J. Karlsdóttir er með sýningu í Reykjavík. Guðrún sýnir á Café Milanó Keflavík Ljósmynd/Jón Svavarsson Á námskeiðinu voru slökkviliðsmenn frá Keflavík, höfuðborgarsvæðinu, Sauðárkróki og Akureyri. Einnig voru þátttakendur frá Keflavíkurflugvelli, Brunamálastofnun, Ríkislögreglustjóra og Lögregluskólanum. SJÖ ára gamall drengur slasað- ist á höfði og hendi þegar hann lenti undir steini í malargryfju norðan Keflavíkur. Slysið varð þegar drengurinn var ásamt félaga sínum að leik í malargryfu í nágrenni Heiðar- holts síðastliðinn sunnudag. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar hefur efni verið losað á brún gryfjunnar og í því er stórgrýti. Stór steinn valt ofan á drenginn sem klemmdist undir honum. Félagi hans hljóp eftir hjálp og komu menn til hjálpar. Veltu þeir steininum, sem áætl- að er að sé 300–400 kíló að þyngd, ofan af drengnum. Drengurinn fékk skurð á höf- uð og meiddist auk þess á hendi. Hann var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík en var ekki talinn lífs- hættulega slasaður, að sögn lög- reglu. Varð undir 300 kílóa steini Keflavík TVEIMUR skjávörpum og fartölvu hefur verið stolið úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja á stuttum tíma. Lögreglunni í Keflavík var til- kynnt um þjófnaðinn síðastliðinn föstudag. Þarna er um töluverð verð- mæti að ræða, eða um 750 þúsund krónur. Annar skjávarpinn hvarf 26. september sl. en hinn skjávarpinn og fartölvan hurfu seinnipart dags 4. október. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvarf þessara hluta geta haft samband við rannsóknardeild lög- reglunnar í Keflavík. Skjávörpum stolið Keflavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.