Morgunblaðið - 11.10.2001, Síða 21
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 21
FYRIR skömmu sýndi Framhalds-
skólinn á Húsavík þá framsýni og
áræði að afhenda flestum kenn-
urum skólans fartölvur til afnota
við starf sitt þeim að kostn-
aðarlausu. Við athöfn í skólanum
kom fram í máli Guðmundar
Birkis Þorkelssonar, skólameist-
ara FSH, að þetta er fyrsti skól-
inn á landinu sem stígur þetta
skref til fulls. Aðrir skólar hafa
til þessa styrkt kennara til kaupa
á fartölvum, frá nokkrum tugum
þúsunda til allt að helmings kaup-
verðs. Stjórnendur FSH líta svo á
að fartölva sé nauðsynlegt tæki
fyrir nútíma kennsluhætti. Því sé
sjálfsagt að leggja kennurum til
slík verkfæri með svipuðum hætti
og töflukrít, landakort, vasatölvu
eða myndvarpa á árum áður.
Skólameistari sagði að ekki
væri gert ráð sérstaklega fyrir
fjárframlögum til þessa verkefnis
í fjárveitingum til framhalds-
skóla. Þó hafi tekist að fjármagna
kaupin með útsjónarsemi og
sparnaði á öðrum sviðum. Þannig
þarf nú t.d. ekki að kaupa borð-
tölvu í hverja kennslustofu með
tilheyrandi kostnaði. Á næstu
dögum er svo gert ráð fyrir að
setja upp þráðlaust net innan
skólans. Þannig geta allir sem
nota fartölvur í skólanum tengst
innra og ytra neti skólans með
einföldum og hagkvæmum hætti.
Guðmundur Birkir sagði að engar
kröfur væru um að nemendur
skólans keyptu svo dýr tæki sem
fartölvurnar væru. Nemendur
hafa aðgang að 20 nýlegum borð-
tölvum auk nokkurra eldri véla.
Hins vegar hafa allir þeir nem-
endur sem þess óska aðgang að
skólatilboðum tölvufyrirtækjanna.
Skólinn tók tilboði frá Aco-
Tæknivali um kaup á tölvunum
sem eru eru annars vegar Tosh-
iba Satellite og hins vegar Mac-
intosh iBook. Sigurður Erlends-
son, netstjóri og tölvukennari
skólans, kynnti kennurunum kosti
tölvanna sem sumir hverjir urðu
strax niðursokknir í nýju græj-
urnar. Þorsteinn Kruger tók til
máls fyrir hönd kennara og þakk-
aði stjórnendum skólans þeim
Guðmundi Birki skólameistara og
Gísla G. Auðunssyni, formanni
skólanefndar, fyrir fartölvurnar
og þann búnað sem þeim fylgir.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Gunnar Baldursson aðstoðarskólameistari, niðursokkinn í nýju tölv-
unni, og Brynjar Már Bjarkan, formaður nemendafélags skólans.
Framhaldsskólinn af-
henti kennurum fartölvur
Húsavík
LANDSÆFING Slysavarna-
félags Íslands verður haldin á
Snæfellsnesi laugardaginn 13.
október með þátttöku björgunar-
sveita frá öllum landshlutum.
Sama dag verða þjálfunarbúðir
Landsbjargar á Gufuskálum vígð-
ar af Sturlu Böðvarssyni sam-
gönguráðherra. Auk björgunar-
sveitafólks tekur þátt í æfingunni
fjöldi viðbragðsaðila s.s. lögregla,
slökkvilið, heilbrigðisstarfsmenn
Landhelgisgæslan og varnarliðið í
Keflavík. Vænst er þátttöku á
fimmta hundrað þátttakenda.
Stór þáttur æfingarinnar verður
rústabjörgun, þar sem æfð er
björgun fólks úr húsarústum í
kjölfar jarðskjálfta, sprenginga
eða annarra hamfara.
Landsæfing Lands-
bjargar á Snæfellsnesi
Snæfellsnes
GAMLA brúin á Blöndu sem var
vígð árið 1897 og flutt árið 1962 fram
í Svartárdal til þessa að tengja Stein-
árbæi við þjóðvegakerfið er aftur
komin á Blönduós eftir 39 ára fjar-
veru. Þessi elsta brú landsins var
hætt að gegna hlutverki sínu fyrir
Steinárbændur því samgöngutæki
nútímans eru orðin breiðari en þessi
trausta og fornfræga brú. Ákveðið
var að flytja brúna aftur til Blöndu-
óss því bæjarstjórn Blönduóss hefur
lýst yfir áhuga sínum á að fá henni
aftur hlutverk ekki síst vegna þess
hve veigamiklu hlutverki brúin
gegndi á sínum tíma og þeirra gríð-
armiklu áhrifa sem hún hafði á allar
samgöngur í héraðinu. Ýmsar hug-
myndir eru uppi um hvar eigi að
setja brúna niður og eru margir á því
að gamla Blöndubrúin þjóni best
hlutverki sínu niður við ósinn. Engar
endanlegar niðurstöður hafa verið
teknar um staðsetningu brúarinnar
en næstu mánuðir verða notaðir í
það að gera brúna upp og velta vöng-
um um hlutverk og staðsetningu
hennar. Þó svo að gamla Blöndubrú-
in væri hætt að þjóna sínu hlutverki
fyrir Steinárbændur þá fann yngsta
kynslóðin á Steinárbæjum til sárs
saknaðar þegar brúin var hífð upp og
flutt í burt því þessi reisulega, rúm-
lega aldar gamla brú átti stóran sess
í hugarheimi þeirra. Steypustöðin á
Blönduósi mun byggja fyrir Stálbæ
hf. í Kópavogi nýja brú í stað þeirrar
gömlu yfir Svartá fyrir 13 milljónir
króna og hefur ætlað sér mánuð til
að koma íbúum Steinárbæja aftur í
vegasamband.
Elsta brú landsins væntir hlutverks á ný
Gamla brúin á Blöndu komin
heim eftir 39 ár í Svartárdal
Morgunblaðið/Jón Sig.
Þegar gamla Blöndubrúin fór yfir þá nýju krækti hún í arftaka sinn
svona rétt til að minna hana á að hún væri komin aftur heim.
Blönduós
NÝR hringingarbúnaður var settur
í klukknaport Ólafsvíkurkirkju á
dögunum. Búnaðurinn, sem er
tölvustýrður, gefur möguleika á
mismunandi hringingum fyrir ólík
tilefni og stjórnar einnig hitastigi
inni í kirkjunni. Ólsurum þótti e.t.v.
nóg um þegar verið var að prufu-
keyra búnaðinn, en þá ómaði
klukknahljómur í bænum á klukku-
stundar fresti allan sólarhringinn.
Nú hringja klukkurnar kl. 12 á há-
degi og kl. 18 og minna þannig á
hógværari hátt á Guðsríkið á þess-
um síðustu og verstu tímum.
Klukknahljóm,
klukknahljóm
Ólafsvík
Morgunblaðið/Elín Una
RAUÐAKROSSDEILD
Rangárvallasýslu færði
nýverið hjúkrunar- og
dvalarheimilinu Lundi á
Hellu göngugrind að gjöf.
Kemur hún að góðum not-
um fyrir einstaklinga sem
eru verulega hreyfihaml-
aðir. Að sögn Jóhönnu
Friðriksdóttur hjúkrunar-
forstjóra eykur notkun
hennar töluvert lífsgæði
þeirra sem að öðru jöfnu
eru bundnir hjólastólum. Á
grindinni er sæti sem
hægt er að hækka og
lækka þannig að notand-
inn er veginn upp í stand-
andi stöðu. Þannig getur
hann ýmist beitt kröftum
sínum í að ganga eða hvílt
sig í sætinu þegar hann
þreytist.
Það voru sjúkraliðanem-
ar í starfsnámi á Lundi
sem bentu á að grind sem
þessi gæti komið að góðum
notum fyrir skjólstæðinga
stofnunarinnar. Tækið
keypti Rauðakrossdeildin
hjá Eirbergi ehf. og kostar
það á þriðja hundrað þús-
und króna.
Góð gjöf til hjúkrun-
ar- og dvalarheimilis
Hella
Ljósmynd/Anna Ólafsdóttir
Þorvaldur frá Núpakoti viðrar sig úti í
göngugrindinni með Jónu Guðbjörnsdótt-
ur, starfsmann á Lundi, sér við hlið.