Morgunblaðið - 11.10.2001, Qupperneq 24
RÁÐIST GEGN HRYÐJUVERKAMÖNNUM
24 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
TONY Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, hóf í gær þriggja daga ferð um
Mið-Austurlönd með heimsókn til
Persaflóaríkisins Óman. Átti hann
viðræður við þarlenda ráðamenn og
ræddi einnig við breska hermenn,
sem taka þar þátt í heræfingum.
Eftir komuna til höfuðborgarinn-
ar Muscat í gærmorgun átti Blair
fund með leiðtoga ríkisins, Qaboos
soldáni. Á fréttamannafundi að lokn-
um viðræðum þeirra sagði Blair að
hvert það ríki, sem skotið hefði
skjólshúsi yfir hryðjuverkamenn,
gæti átt von á aðgerðum af hálfu
Bandaríkjamanna og Breta.
Blair ræddi einnig við nokkra
þeirra 23.000 bresku hermanna, sem
taka þátt í mestu heræfingum Breta
í Óman frá dögum Persaflóastríðs-
ins. Áður en forsætisráðherrann
ávarpaði hermennina og snæddi með
þeim hádegisverð hafði hann fengið
skýrslu um gang mála frá yfirmanni
breska heraflans á svæðinu.
Búist var við að Blair héldi í dag til
Kaíró til fundar við Hosni Mubarak,
forseta Egyptalands.
Blair hefur verið á faraldsfæti
undanfarið til að afla stuðnings við
herferð Bandaríkjamanna og Breta
gegn hryðjuverkamönnum. Eftir
viðræður við aðra leiðtoga NATO-
og ESB-ríkja í Washington, Berlín,
Brussel og París fór hann í síðustu
viku til Rússlands, Pakistan og Ind-
lands. Á þriðjudag hélt Blair síðan til
Genfar í Sviss, þar sem hann fundaði
með Sheikh Zayed, forseta Samein-
uðu arabísku furstadæmanna.
Morðhótun
rannsökuð
Breska lögreglan sagðist í gær
vera að rannsaka meinta morðhótun
í garð forsætisráðherrans.
Í dagblaðinu Asharq al-Awsat,
sem gefið er út í London, var haft
eftir Abdel-Rahman Saleem, tals-
manni íslömsku hreyfingarinnar Al-
Muhajiroun, að árásirnar á Afganist-
an hefu gert Blair að lögmætu skot-
marki múslima. „Þetta þýðir að ef
einhver múslimi vildi myrða [Blair]
eða ryðja honum úr vegi myndi ég
ekki gráta það,“ hefur blaðið eftir
Saleem.
Leiðtogi hreyfingarinnar, Sheikh
Omar Bakri Mohammed, fullyrti
hins vegar í gær að ummælin hefðu
verið rangt eftir höfð. Saleem hefði
fullvissað sig um að hann hefði ekki
hvatt til árása á Tony Blair.
Blair í Mið-Austurlöndum
London, Muscat. AFP, AP.
AP
Tony Blair í mötuneyti bresku
hermannanna í Al Sha’afa-her-
stöðinni í Oman.
GEORGE Pataki, ríkisstjóri New
York, hefur farið fram á að banda-
ríska alríkisstjórnin leggi fram 54
milljarða dollara, eða um 5.500
milljarða ísl. kr., til uppbyggingar
á Manhattan og endurreisnar
efnahagslífsins í New York vegna
hryðjuverkanna í september.
Pataki sagði fréttamönnum á
þriðjudag að kostnaðurinn við að
fjarlægja rústir World Trade
Center-skýjaklúfanna, reisa nýjar
byggingar á svæðinu og endur-
nýja samgönguæðar, til dæmis
hrunin neðanjarðarlestargöng,
myndi samtals nema um 34 millj-
örðum dollara. Auk þess fullyrti
Pataki að þörf væri á um 20 millj-
örðum til að hleypa krafti í efna-
hagslífið í New York á ný.
Bandaríkjaþing hefur þegar
heitið 20 milljörðum dollara til
enduruppbyggingar á Manhattan
og George W. Bush Bandaríkja-
forseti tilkynnti í síðustu viku að
60–75 milljörðum dollara yrði var-
ið til að örva hagkerfið á lands-
vísu.
Ríkisstjórinn kynnti einnig
uppbyggingaráætlun undir kjör-
orðunum „endurbyggjum New
York, endurbyggjum Ameríku“,
sem samin var í samráði við for-
ystumenn í atvinnulífinu og
verkalýðshreyfingar. Gerir áætl-
unin ráð fyrir að smærri fyrir-
tækjum, sem barist hafa í bökkum
eftir árásirnar, verði veitt aðstoð.
Ennfremur er mælt fyrir um end-
urnýjun samgöngukerfisins,
aukna öryggisgæslu og aðgerðir
til að draga úr atvinnuleysi.
Undirbúningur hafinn að endur-
uppbyggingu á Manhattan
Farið fram á 54
milljarða dollara
New York. AFP, AP.
FULLTRÚAR hjálparstofnana
hafa miklar áhyggjur af því að til
hungursneyðar muni koma í Afgan-
istan en engar vistir fara nú inn í
landið ef frá eru skildar þær nauð-
þurftir sem Bandaríkjamenn hafa
verið að varpa þar til jarðar und-
anfarna daga. Sömuleiðis hafa menn
áhyggjur af afdrifum tugþúsunda
flóttamanna sem nú streyma frá
Afganistan og inn í nágrannalönd
eins og Pakistan og Íran. Gagn-
rýndu talsmenn hjálparstofnana
eins og Læknar án landamæra og
Oxfam í gær þær vistasendingar,
sem Bandaríkjaher hefur staðið fyr-
ir í Afganistan, og sögðu þær frem-
ur hluta af áróðursherferð en raun-
hæfa aðstoð.
Á þriðjudag tilkynntu hjálpar-
stofnanir að til að tryggja öryggi
starfsmanna sinna myndu þær ekki
fara inn fyrir landamæri Afganistan
með vistir handa bágstöddu fólki á
meðan loftárásir Bandaríkjanna
stæðu yfir. Mikið magn vista bíður
því við landamæri Afganistan og ná-
grannaríkjanna og var t.d. haft eftir
Gordon Weiss, talsmanni Barna-
hjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNI-
CEF), að fjörutíu og tveir trukkar
fullir af vistum væru nú í borginni
Quetta í vesturhluta Pakistans.
Hafði verið gert ráð fyrir að keyra
vistunum til borgarinnar Kandahar
í Suður-Afganistan. „Við fylgjumst
grannt með þróun mála og munum
leggja mat á hvenær óhætt er að
fara inn í Afganistan,“ sagði hann.
Hins vegar er bent á það í nýjasta
hefti tímaritsins New Scientist að
jafnvel áður en árásirnar fóru af
stað höfðu menn áhyggjur af því að
þær vistir, sem hjálparstofnanir
höfðu tiltækar til að hjálpa Afgön-
um, dygðu engan veginn til.
Óttast sjúkdómsfaraldur verði
flóttafólki hleypt inn í Pakistan
Mohammad-Esmail Akbari, að-
stoðarheilbrigðisráðherra Írans,
sagði í gær að tuttugu þúsund Afg-
anar hefðu flúið yfir landamærin til
Írans á fyrstu tveimur dögum loft-
árása Bandaríkjanna. Margir hafa
einnig flúið borgina Jalalabad í
Austur-Afganistan, þar sem
sprengjum hefur verið varpað und-
anfarna daga, og haldið áleiðis til
Pakistan. Hafa fulltrúar SÞ spáð því
að allt að 1,5 milljónir manns myndu
flýja Afganistan, langflestir til Pak-
istans.
Pervez Musharraf, forseti Pakist-
ans, sagði hins vegar á mánudag að
ekki kæmi til greina að opna landa-
mærin fyrir flóttafólkinu. Pakistan-
ar væru ekki í stakk búnir til að
taka við öllum þessum fjölda flótta-
manna. Kemur fram í New Scientist
að Pakistanar og aðrar nágranna-
þjóðir Afganistan hafi ekki aðeins
áhyggjur af þeim pólísku og efna-
hagslegu afleiðingum, sem slíkur
fjöldi flóttamanna hefði í för með
sér. Munu menn ekki síður óttast að
flóttamennirnir beri með sér ýmsa
hættulega smitsjúkdóma. Er nefnt
sem dæmi að búið sé að útrýma
lömunarveiki að mestu í Pakistan en
að hætta sé á nýjum faraldri sjúk-
dómsins sökum þess að ekki sé búið
að bólusetja gegn honum í Afganist-
an.
Hungursneyð líkleg jafnvel þó
loftárásir hefðu ekki komið til
Hættan á hungursneyð í Afgan-
istan tengist ekki aðeins hernaðar-
aðgerðum Bandaríkjamanna þar í
landi og raunar sendi Þróunaráætl-
un SÞ (UNDP) frá sér skýrslu í
þessari viku sem sýnir að Afganist-
an er meðal allra fátækustu landa
heims. Munu 70% landsmanna vera
vannærðir og aðstæður með allra
versta móti.
Kemur fram í grein New Scient-
ist að hættan á hungursneyð tengist
því fyrst og fremst að undanfarin
þrjú ár hafi miklir þurrkar valdið al-
gerum uppskerubresti. Vestrænir
fjölmiðlar hafi ekki sýnt málinu
mikinn áhuga fyrir 11. september
síðastliðinn, þegar hryðjuverkaárás-
in var gerð á Bandaríkin, en stað-
reyndin sé hins vegar sú, að viku
fyrir árásirnar sendu SÞ frá sér
neyðarviðvörun vegna yfirvofandi
hörmunga í Afganistan.
Segir í greininni að vistasending-
ar Bandaríkjamanna taki engan
veginn á þeim vanda sem til staðar
er. Menn hafi vart meira en mánuð
til að koma vistum til Afgana í af-
skekktustu héruðunum, eftir það
lokist mörg fjallaþorp inni allt þar
til snjóa leysir í apríl á næsta ári.
Slæmt vegakerfi og stærð landsins
geri aðstæður afar erfiðar.
Segir í leiðara New Scientist að
Bandaríkjamenn megi undir engum
kringumstæðum varpa sprengjum á
vegi og brýr, sem að jafnaði væru
meðal skotmarka í stríði sem þessu,
því það jafngilti dauðadómi yfir
hundruðum þúsunda saklausra
borgara.
Óttast mjög að til hung-
ursneyðar muni koma
Þurrkar og upp-
skerubrestur
gera aðstæður
Afgana erfiðar
Islamabad, Berlín. AFP, AP.
AP
Afgönsk fjölskylda kemur til landamæra Pakistans í gær eftir að hafa flúið borgina Jalalabad.
SENDIHERRA afgönsku talibana-
stjórnarinnar í Pakistan, Abdul Sal-
am Zaeef, sagði í gær að „draumar
Bandaríkjamanna“ myndu ekki ræt-
ast og hann hvatti múslima í Banda-
ríkjunum til að grípa til aðgerða
vegna „illvirkja“ stjórnvalda í Wash-
ington. „Skilaboð okkar til múslima í
Bandaríkjunum og allra mannrétt-
indasamtaka eru að þau ættu að
sýna andúð sína á ódæðum sem
Bandaríkin fremja gegn þjóðinni í
Afganistan,“ sagði Zaaef.
Daginn áður birti sjónvarpsstöðin
Al-Jazeera í smáríkinu Katar við
Persaflóa myndband þar sem Sul-
eiman Abu Gaith, náinn samverka-
maður Sádi-Arabans Osama bin
Ladens, sagði að Bandaríkjamenn
ættu skilið árásir þar til þeir drægju
her sinn brott frá Sádi-Arabíu,
byndu enda á viðskiptabannið gegn
Írak og hættu að styðja Ísrael.
Sjálfsvígssveitirnar sem ráðist hefðu
á Bandaríkin hefðu „unnið gott
verk“, sagði Abu Gaith.
„Bandaríkjamenn skulu vita að
stormsveipur flugvélanna mun ekki
lognast út af,“ sagði hann og vísaði
greinilega til vélanna sem hryðju-
verkamenn rændu 11. september.
Fjöldi ungra múslima væri jafn
áfjáður í að deyja og Bandaríkja-
menn í að lifa, sagði Abu Gaith. Enn
hafa al-Qaeda-samtök bin Ladens
ekki beinlínis lýst yfir ábyrgð á
hendur sér vegna árásanna í sept-
ember. En The Daily Telegraph
hafði í gær eftir Tony Blair, forsætis-
ráðherra Bretlands, að yfirlýsing
Abu Gaiths sannaði að bin Laden
hefði gefið skipun um árásirnar.
„Það sem gerst hefur í nótt stað-
festir einfaldlega það sem við höfum
alltaf sagt, að ef við stöðvum ekki bin
Laden og liðsmenn hryðjuverkanets
hans munu þeir halda áfram að ræna
flugvélum og drepa saklaust fólk,“
sagði Blair.
Í yfirlýsingu sinni sagði Abu Gaith
að Bandaríkjamenn og Bretar hefðu
með loftárásunum á Afganistan hafið
„krossferð“ og skylda sannra músl-
ima um allan heim væri nú að berjast
við hlið trúbræðra sinna og taka þátt
í jihad, heilögu stríði, gegn vestur-
veldunum. „Frá deginum í dag mun
þjóð íslams ekki þegja. Bandaríkja-
menn eiga hagsmuna að gæta um all-
an heim og sérhver múslimi verður
að gegna sínu hlutverki sem er að
styðja trú sína eins og þjóðina.“
Hvatt til
fleiri
hryðju-
verka
Islamabad, Washington. AP, AFP.