Morgunblaðið - 11.10.2001, Page 30

Morgunblaðið - 11.10.2001, Page 30
Rósa Sigrún Jónsdóttir: Innsetning 2001.Á VEGGJUM listhússins i8, í hin- um nýju og vistlegu húsakynnum að Klapparstíg 33, getur um þessar mundir að líta ný málverk Kristjáns Davíðssonar, nestors íslenzkra mód- ernista, í hinum nýju og vistlegu húsakynnum að Klapparstíg 33. Kristján er einn þeirra málara sem orða má að hafi gengið í end- urnýjaða lífdaga á efri árum, en hef- ur hér þá sérstöðu að ekki kemur til rýmri tími til átaka þá brauðstritið er að baki. Alla tíð verið svo lán- samur að geta svo til óskiptur helg- að sig málverkinu, þótt ekki hafi hann gengið breiða veginn og rækt- að grunnfærnu kenndirnar í list- sköpun sinni. En um leið má vera til umhugsunar, hve margir miðaldra svo og eldri málarar sem komnir eru á eftirlaun, eru vel virkir og í mikilli sókn án þess þó að söfnin og stærri sýningarsalir hafi gefið því tiltak- anlegan gaum. Innvígðir urðu meira en lítið undrandi er þeir litu hvítu myndir listamannsins fyrst í listasafni ASÍ fyrir réttum áratug. Málarinn lengstum öllu þekktari fyrir djarfa litanotkun og hressilega meðhöndl- un miðla sinna, og þá helst í anda hins óformlega tjástíls. Stílbragða er rekja má til Jean Fautriers í Frans (1898–1964), sem telst helstur frumkvöðull þeirra og þróaðist sjálf- ur frá afar fínt máluðum myndum, mikið til af ímynduðu landslagi, kyrralífsmyndum úthverfs innsæis, kristmyndum, andlitum og nöktu ástþrungnu kvenfólki, til tjáháttar frjálsrar mótunar. Heimagerður grunnurinn aðallega úr muldri past- elkrít blandaðri bindiefnum og olíu, en einnig túski og olíukrít sem fram- bar afar mjúka og nýstárlega áferð. Hugtakið óformlegt málverk, ĺArt Informel, varð þó ekki til fyrr en tuttugu árum seinna er tjáhátturinn breiddist út, sem gerðist á svipuðum tíma og strangflatamálverkið, geo- metrían, sem hér var allsráðandi sem alltyfirgnæfandi núlist lungann af sjötta áratugnum. Til umhugsun- ar að þegar hinir róttækustu áhang- endur stílbragðanna fullyrtu að óformlega málverkið væri hrein- ræktað táform og styddist ekki við neitt úr náttúrunni, sýnilegt og hlut- vakið: „óraunveruleiki hins óform- lega, informela, tjáir alls ekkert“, líkt og þeir orðuðu það, mótmælti Fautrier því opinberlega eins og skrifari hefur endurtekið vísað til. Frumkvöðullinn afgreiddi skilgrein- inguna fullkomlega með einni setn- ingu: „Engin listgrein er fær um að miðla, ef hún er ekki hluti þess raunveruleika sem hún hrærist í.“ Að þessu enn vikið, vegna þess að Kristján Davíðsson er gott dæmi um listamann sem eins og tók Fautrier á orðinu, þótt alls ekki sé víst að honum hafi verið kunnugt um þessa orðræðu informelistanna. Hins vegar kynntist Kristján miklum áhrifamanni um frjálsa tján- ingu í málverki, Michel Tàpié, list- rýni, listfrömuði og sýningarstjóra í listhúsi René Drouin í nágrenni Place Vendôme í París, og varð fyrir miklum áhrifum af skoðunum hans og rökræðu. Í beinu framhaldi hin- um bernsku viðhorfum og óhefta málunarhætti sem kom helst fram í myndheimi Jean Dubuffet (1901– 1985), sem Tapié hélt stíft fram og altóku listamannin á mikilvægu þroskaskeiði. Raunveruleikinn allt um kring hefur líka verið gegnumgangandi í list Kristjáns, þótt ekki hafi hann kortlagt verundina á hlutbundinn hátt, frekar að listamaðurinn hafi tekið hana til handargagns og unnið úr þeim skynrænum áhrifum sem hann hefur verið móttækilegur fyr- ir. Málverkin eru þó ekki felumynd- ir sem á að spá í eða skálda, heldur stór opinn heimur og hér erum við komin að kjarna sköpunarferlisins, sem líkast til aldrei hefur verið greinilegra en í þessum verkum síð- asta áratugar. Nú er það rýmið sjálft sem gildir, hið skynræna óendanlega og óáþreifanlega al- heimsrými, pensildrættirnir minna helst á fyrstu myndtákn barna á blaði, sem tjá hjartaslátt og geð- brigði ungviðisins, tákni framþróun- arinnar, meðan á athafnaseminni stendur. En hjá hinum framsækna listamanni kennir maður vitsmuna- lega viðbót, ákveðið meðvitað þroskaferli og sjálfstjórn, hér er engu ofaukið, sjálft tjáferlið hinn allt yfirgnæfandi og ríkjandi þáttur. Þetta kemur mjög vel fram í mál- verkum Kristjáns í sölum i8, einkum á neðri hæð sem sum hver tjá ým- islegt hið besta sem frá pensli hans kemur. Má þó vera álitamál hvort listamaðurinn einfaldi hlutina ekki fullmikið er svo er komið, einkum í ljósi þess að það eru litatónarnir, stigmagnandi galdrar blæbrigða, sem frá fyrstu tíð hafa verið styrkur hans og aðal … Smekkleg skrá hefur verið gefin út í tilefni sýningarinnar, inniber hugleiðingar um listamanninn eftir Halldór Björn Runólfsson listsagn- fræðing. Myndverkin eru hins vegar ónúmeruð og nafnlaus, án titils, og minnir á þá tíma er það var í móð í listheiminum að öll málverk hétu einfaldlega Málverk, allt annað þá- tíð og úti í kuldanum, passé. Heklský Í innskoti neðan við stigatröppur í kjallara, sér í mjög áhugaverða inn- setningu eftir Rósu Sigrúnu Jóns- dóttur, sem rétt er að víkja aðeins að. Áður var þar frá opnun listhúss- ins innsetning eftir Rögnu Róberts- dóttur, en nú hefur sú stefna verið tekin að gefa ungu upprennandi listafólki tækifæri til að minna á sig í listhúsinu. Allt gott um framtakið að segja og sver sig í ætt við svo- nefnd „Projekt“ eða verkefni í list- húsum og söfnum ytra sbr. verk Ólafs Elíassonar á MOMA. Engar upplýsingar fær skoðandinn í hend- urnar um þetta verk, nema að sér í nafn höfundar neðarlega á vegg til vinstri og svo liggur mappa með upplýsingum um gerandann á borði í sal. Hins vegar er útgeislan verks- ins afar sterk og allt annar hand- leggur en innsetning Rósu Sigrúnar „Heklundur“, yfir stigagangi lista- safns ASÍ fyrir skömmu. Heklaðir smádúkarnir svífa líkt og skýjaslæð- ur í ljósaskiptum, leiða hugan um sumt að litríkum klósigum og öðrum sjónrænum gjörningum himnaföð- ursins. Hið skyn- ræna rými Kristján Davíðsson: Án titils, olía á striga 2001. MYNDLIST L i s t h ú s i ð i 8 Opið þriðjudaga–laugardaga 13– 17. Til 27.10. Aðgangur ókeypis. MÁLVERK KRISTJÁN DAVÍÐSSON Bragi Ásgeirsson LISTIR 30 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ NORRÆNA barna- og ung- lingabókahátíðin Köttur úti í mýri hófst í gær með fjörmikilli opnunarhátíð. Björn Bjarnason menntamálaráðherra setti há- tíðina að viðstöddum íslenskum og erlendum fulltrúum og þátt- takendum hátíðarinnar, frú Vigdísi Finnbogadóttur, sendi- herrum Svíþjóðar, Noregs og Finnlands, og öðrum góðum gestum af eldri og yngri kyn- slóðinni. Í setningarávarpi sínu undirstrikaði menntamálaráð- herrra hlutverk hátíðarinnar við að virkja sköpunargáfu og tjáningargleði barna og fullorðinna með því að leyfa frásagnarlistinni að njóta sín og fjalla um þá sagnahefð sem norræn menning á rætur í. Sagði hann það ánægulegt að fá að taka þátt í hinni frjálslegu opnunarhátíð sem endurspeglaði jafnframt með hversu lifandi og skemmtilegum hætti efni hátíðarinnar væri fram- sett. Opnunarhátíðin hófst kl. 13 með söngskemmtun tónlistarhópsins Tante Adante frá Danmörkum, sem flutti lög á dönsku og íslensku ásamt Önnu Pálínu Árnadóttur söngkonu við góðar undirtektir hátíðargesta. Því næst bauð Riitta Heinämaa, for- stöðumaður Norræna hússins og for- maður hátíðarnefndar, gesti vel- komna í þá ævintýraferð um heima norrænna bókmennta sem hátíðinni er ætlað að vera. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson flutti því næst gestum kveðju fyrir hönd Rithöfundasam- bands Íslands og flutti ávarp sem hann nefndi „Mýrarkattarromsu“. Að loknu setningarávarpi mennta- málaráðherra og upplestri Vigdísar Finnbogadóttur á ævintýrinu um Hans Klaufa eftir H.C. Andersen þáðu gestir ævintýralegar veitingar og héldu svo niður í sýningarrými Norræna hússins til að skoða þar æv- intýrasýninguna Köttur úti í mýri. Þar fengu gestir að feta sig um slóðir frásagnarhefðar norrænna bók- mennta og fluttu persónur úr leikrit- inu Blái hnötturinn þar atriði. Að lok- um voru heiðursgestir hátíðarinnar, skáldkonurnar Herdís Egilsdóttir, Magnea frá Kleifum og Vilborg Dag- bjartsdóttir, heiðraðar með lófataki. Hátíðin Köttur úti í mýri stendur til sunnudagsins 14. október. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vigdís Finnbogadóttir las söguna um Hans klaufa fyrir hátíðargesti við opn- un hátíðarinnar Köttur úti í Mýri. „Mikilvægt að virkja sköpunargáfuna“ Norræna barna- og unglingabóka- hátíðin sett í Norræna húsinu IAN Wilson, þjóðskjalavörður Kan- ada, færði í gær Þjóðskjalasafni Ís- lands afrit af skjölum sem taka til ís- lenskra innflytjenda í Kanada á 19. og 20. öld, sem að mestu leyti hafa verið ókönnuð til þessa. Einnig fylgir gjöfinni nákvæmur listi yfir þau skjöl sem fjalla um Vestur-Íslendinga í kanadíska þjóðskjalasafninu. Wilson segir að kanadísk stjórn- völd hafi á 19. öld sent hingað til lands fulltrúa sína til að skrá upplýs- ingar um Íslendinga sem hugðust flytjast búferlum til Kanada. Með í för voru ljósmyndarar og fylgja skjalasafninu 25 ljósmyndir teknar í byrjun aldarinnar, örfilmur með upp- lýsingum um manntal og ríkisskjöl sem taka til innflytjenda. „Á níunda og tíunda tug 19. aldar starfræktu kanadísk stjórnvöld innflytjenda- skrifstofur í mörgum löndum. Sett var upp skrifstofa á Íslandi enda sótt- ust Kanadamenn eftir Íslendingum, sem voru dugmiklir bændur, sterkt og stolt fólk sem var vel til þess fallið að nema ný lönd í vesturhluta Kan- ada. Árið 1885 var nýbúið að leggja járnbraut þvert yfir Kanada og það vantaði fólk til þess að nema þessi nýju lönd. Skjölin fjalla um þetta en einnig annað sem tengist Íslending- um í Kanada. Ég veit að mikill áhugi er á erfðafræði á Íslandi og skjölin gætu reynst gagnleg á því sviði með því að rekja hluta ætta sem hafa flutt til Kanada,“ segir Wilson. Ólafur Ásgeirsson, þjóðskjalavörð- ur, tók við skjalasafninu fyrir hönd Þjóðskjalasafns Íslands. Hann segir að skjölin séu vel til þess fallin að virkja áhuga á rannsóknum og menn hafi fram til þessa ekki nýtt sér mikið opinber skjöl í slíkum rannsóknum. Skjölin ná til tímabilsins frá níunda áratug 19. aldar fram til fyrri heims- styrjaldar. Á þessu tímabili hafi verið mestur straumur innflytjenda frá Ís- landi til Kanada og sömuleiðis öðrum norrænum löndum. Líklega taka skjölin til nærri um 10.000 Íslend- inga. Wilson segir að skjölin greini frá því hvaðan innflytjendurnir komi og hverjir fjölskylduhagir þeirra séu, störf þeirra og hver bústofn þeirra hafi verið. Önnur skjöl fjalla um afsal á jörðum til nýrra landnema frá bresku krúnunni. Wilson segir að gjöfin sé þakkar- vottur til Þjóðskjalasafns Íslands fyrir að skipuleggja og standa að heimsfundi þjóðskjalavarða í Reykjavík. Aðild að samtökum for- stöðumanna þjóðskjalasafna eiga fulltrúar 180 landa víðs vegar um heim. Wilson, sem er forseti hring- borðsráðstefnu samtakanna, sagði að Íslendingar væru frábærir gestgjaf- ar og það hefði verið vel við hæfi að færa þeim afrit af skjölunum. „Skjölin eru afar mikilvæg fyrir Ís- lendinga. Þau voru okkur jafn mik- ilvæg þegar þau voru í Kanada en ekki jafn aðgengileg og þau eru núna. Við getum nú opnað aðgang að þessu efni fyrir þá sem vilja stunda rann- sóknir hér og jafnframt stuðlað að enn frekari rannsóknum á sögu land- námsins í Kanada,“ segir Ólafur. Gjöf til Íslendinga frá Þjóðskjalasafni Kanada Skjöl og ljósmyndir af ís- lenskum innflytjendum Morgunblaðið/Ásdís Ian Wilson afhendir Ólafi Ásgeirssyni skjölin. Þau eru svo til ókönnuð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.