Morgunblaðið - 11.10.2001, Side 38

Morgunblaðið - 11.10.2001, Side 38
UMRÆÐAN 38 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ENDURSKOÐUNARNEFND sú er sjávarútvegsráðherra skipaði fyrir tveimur árum til að endur- skoða lög um stjórn fiskveiða hefur nú skil- að tillögum sínum. Virðingarleysi nefnd- armanna er algjört, gagnvart þjóðinni, sjó- mönnum og sjávar- byggðum þessa lands. Nefndin kýs að líta fram hjá hlutverki sínu, því að leggja fram tillögur um sem víðtækasta sátt um fiskveiðistjórnunar- kerfið með tilliti til stöðu sjávarútvegsins, byggðarlaganna og fólksins sem í þeim býr. Þess í stað kjósa þeir að leggja fram tillögur sem ganga lengra en áður hefur þekkst í þá átt að færa auðlindina í fárra manna hendur. Þeir vita að tillögur þeirra standast hvorki skoðun hag- fræðinnar um auðlindarentu né heil- brigða réttlætiskennd meginþorra þjóðarinnar. Sagan Nefndin velur þá leið að finna til- lögum sínum skjól innan kerfis nú- verandi fiskveiðistjórnunarkerfis sem byggt er á lögum frá 1990. Nefndin hafnar að líta til baka á upphaf núverandi kvótakerfis, til ársins 1984, Ár boðaðs aflabrests, og talið var að róttækra aðgerða væri þörf til verndunar fiskimiðum umhverfis landið. Fiskvernd og stór þorskstofn var markmiðið, þessi markmið hafa enn ekki náðst. Á þessum árum lögðu sjómenn, íbúar sjávarbyggða og landsmenn allir á sig fórnir í nafni verndunarsjónarmiða. Úthlut- un kvóta á þessum árum byggðist á aflareynslu skipa undangenginna ára. Hugsun löggjafans með aðgerð- um þessum var fyrst og fremst að vernda atvinnuréttindi þeirra sem fyrir voru í greininni með sem sárs- aukaminnstum hætti, ekki að af- henda þeim atvinnuréttindi eða einkaeignarréttindi í þessari auðlind til allrar framtíðar. Því miður höfðu þáverandi stjórn- völd ekki kjark eða löngun til að grípa til viðeigandi ráðstafana á þessum tíma, þó svo að fyrirsjánlegt væri hvert stefndi. Handhafar veiði- heimilda sáu þetta og fundu bragðið. Aðgangur að auðlindinni var að lokast og þeir einir höfðu veiðileyfi sem áttu reynslu. Færsla kvóta á milli skipa og byggðarlaga var hafin. Aðgerðir sem voru vissulega til hag- ræðingar miðað við stöðu útgerðar á þessum tíma en atvinnuéttindin að- eins tryggð til eins árs í senn. Þó sáu menn að aðgangurinn að auð- lindinni var byrjaður að taka á sig peninga- legt gildi, hvort menn þurftu að sækja aflann sjálfir eða endurleigja hann til annars aðila, eignaréttindi atvinnu- réttinda voru byrjuð að taka á sig peninga- lega mynd til eins árs í einu. Upp var komin sú staða að aflaheimildir höfðu eignast peninga- legt gildi og eftir þeim var sóst og framboð á þeim takmarkað. Grunnatriði í hag- fræðilegum skilningi. Árið 1990 er skrefið gengið til fulls. Aflaheimildir verða varanlegar og framseljanlegar. Sumir eigendur aflaheimilda kjósa að hverfa úr útgerð og selja afla- heimildir sínar hæstbjóðanda, og kvótinn fer að færast á milli bygð- arlaga og á fárra manna hendur. Sjávarbyggðirnar standa varnar- lausar. Byggðinar reyna að bjarga sér með styrkingu strandveiðflotans en vegna aflamarkskerfisins eru honum sífellt settar þröngari skorð- ur. Hann nýtir sér fisktegundir utan kvóta, gengur bærilega en þeim stoðum er líka kippt undan honum. Andstaðan Það er þetta sem fyrst og fremst skapar andstöðu þjóðarinnar á móti núverandi fiskveiðistjórnunarkefi. Kerfi sem stjórnvöld fengu stuðning við í upphafi vegna verndunarsjón- armiða. Kerfi sem hefur verið mis- notað frá upphaflegum tilgangi sín- um, til verndar fiskistofnum í það að vera kerfi til verndar einstaka hags- munaöflum innan sjávarútvegsins. Íbúum sjávarbyggðanna og þjóðinni allri þykir sem farið hafi verið á bak við sig þar sem henni hefur ekki verið gefið tækifæri að tjá sig um hvaða leið verði farin við útdeilingu veiðiheimilda í sameiginlegri auð- lind í opinberum kosningum. Aðkoma endur- skoðunarnefndar Nefndin virðist velja sér þá að- komu að skoðun á sögulegum stað- reyndum sé ekki nauðsynleg og hvernig kerfið hafi orðið til. Með þessu bregðast þeir skyldu endur- skoðandans. Þeir gefa sér að það sem áður hafi verið gert innan kerf- isins sé innan þess ramma sem upp- haflega var stefnt að með lögunum frá 1983. Tillögur nefndarinnar gera ráð fyrir að sátt sé um núverandi lög um stjórnun fiskveiða. Nefndin kýs að horfa fram hjá álitsgerð Auð- lindanefndar sem varar við þeim pólitísku úrlausnarefnum sem fylgja þeirri leið sem nefndin kýs að beina tillögum sínum að. Auðlindanefnd fjallar mjög ýtarlega um þessi efni, að ná sátt við eigendur auðlindar- innar og vandamál samfara því að ákveða hverjir fái afhentar veiði- heimildir inn í kerfi líkt því sem nú er unnið að. Þessi framtíðarsýn var ekki uppi á borðum þegar til þessa kerfis var stofnað, heldur einungis verndunarsjónarmið. Vegna þessa er það vandskilið hvers vegna nefndin velur að leggja tillögur þessar fram, vitandi sögulegar stað- reyndir um tilurð kerfsins og and- stöðu meginþorra þjóðarinnar gegn því. Vitandi það hlutverk sitt, að þeim var ætlað að leiðrétta kerfið og bæta, ekki að rugla það enn meir. Ábyrgð Stjórnmálaflokkar þeir sem að þessu kerfi hafa komið bera vissu- lega alla ábyrgð á stöðu þess í dag. Allir hafa þeir tekið þátt í þeim hráskinnsleik sem í kringum kerfið hefur ríkt. Enginn þeirra flokka sem að þessu kerfi hafa komið, hef- ur lagt fram heildstæða sjávarút- vegsstefnu sína með þeirra framtíð- arsýn fram fyrir dóm kjósenda sinna frá því að kerfi þetta var tekið upp. Tillögur nefndarinnar munu nú verða lagðar fyrir Alþingi ásamt til- lögum Auðlindanefndar. Alþingis- mönnum verður gert að gera upp hug sinn gagnvart fiskveiðistjórnun- arkerfinu í heild sinni. Þá mun koma í ljós hvern mann þeir hafa að geyma. Þá þurfa þeir að svara ein- faldri samvisku spurningu „Hef ég spurt kjósendur mína leyfis að fara þessa leið og hef ég lagt þetta fyrir þá með óyggjandi hætti?“ Svar hjartans mun vísa þeim leið. Gangi þeim vel. Aðkoma endur- skoðunarnefndar Oddur Friðriksson Fiskveiðistjórnun Nefndin virðist velja sér þá aðkomu, segir Oddur Friðriksson, að skoðun á sögulegum staðreyndum sé ekki nauðsynleg og hvernig kerfið hafi orðið til. Höfundur er áhugamaður um sjávarútvegsmál. EINS og Hafnfirð- ingum er kunnugt fer fram nú um helgina skoðanakönnun hjá Samfylkingunni hér í bæ um uppröðun á framboðslista flokks- ins fyrir næstu sveit- arstjórnarkosningar. Ég var kjörin til setu í bæjarstjórn Hafnarfjarðar fyrir rúmum þremur árum og er nú ein fjöl- margra sem gef kost á mér, Samstarf okkar bæjarfulltrúa Sam- fylkingar hefur verið með miklum ágætum og byggist á trausti og virðingu manna í millum. Ég vil fá tækifæri til að eiga áfram sæti í þeim öfluga hópi sem bæjarstjórnarflokkur Samfylkingar kemur til með að skipa á næsta kjörtímabili. Og halda þar með áfram því góða starfi sem ég tel okk- ur hafa unnið og stuðla með því að sigri Samfylkingar í kom- andi kosningum. Úr okkar hópi hverfa nú tveir okkar reyndustu bæjarfulltrúa, þeir Tryggvi Harðarson og Ingvar Viktorsson eft- ir langa og giftusama setu í bæjarstjórn. Við þær aðstæður er mikilvægt að reynsla og þekking verði áfram til staðar í bæj- arfulltrúahópnum, samfara nýjum og ferskum hugmyndum með nýju fólki. Með samstilltum og kröftugum framboðslista þar sem gott jafn- vægi ríkir milli kynja, reynslu og nýjunga, aldurs og fleiri þátta, verða Samfylkingunni allir vegir færir. Með þetta í farteskinu mun ekkert stöðva sigur okkar í kosn- ingunum í maí næstkomandi. Ég hvet samfylkingarfólk í Hafnar- firði til þátttöku í könnuninni og aðra til að tryggja sér rétt til þátt- töku með því að skrá sig í Sam- fylkinguna. Með baráttukveðjum. Góðir Hafnfirðingar Jóna Dóra Karlsdóttir Samfylkingin Ég hvet samfylking- arfólk í Hafnarfirði til þátttöku í könnuninni, segir Jóna Dóra Karlsdóttir, og aðra til að tryggja sér rétt til þátttöku. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Í slenska landsliðið stillti sér tiltölulega snyrtilega upp vegna myndatöku fyrir leikinn og Eyjólfur Sverrisson brosti sínu breiðasta þegar hann tók í hönd hins fyrirliðans, Jan Heintze. (Mér þykir sérstök ástæða til að nota tækifærið og þakka Eyj- ólfi fyrir glæsilegan feril með landsliðinu. Það er leiðinlegt fyrir hann að kveðja við aðstæður sem þessar eftir jafn farsæla frammi- stöðu síðastliðinn áratug.) Eins furðulega og það kann að hljóma lék Árni Gautur Arason markvörður hreint ekki illa. Varði meira að segja nokkrum sinnum mjög vel og var besti maður ís- lenska liðsins, að mati þess sem þetta skrifar, þrátt fyrir að hafa mátt hirða boltann sex sinnum úr netinu hjá sér. Eiður Smári Guðjohnsen gerði laglega hluti með knöttinn nokkrum sinn- um, en mátti engan veginn við margnum. Einu sinni náði hann þó að leggja upp færi – eina mark- tækifæri íslenska liðsins. Íslensku áhorfendurnir, sem reiknað er með að hafi verið eitt- hvað á þriðja þúsund, stóðu vel fyrir sínu í rimmunni við hátt í 40 þúsund Dani. En þar með er eiginlega upp talið. Því miður. Ég hef verið spurður að því hvort skýringin á skellinum á Parken sé e.t.v. að íslensku leik- mennirnir séu ekki betri en þetta. Svarið er einfalt: aldeilis ekki. Á móti er þá bent á að ekki nema örfáir þeirra séu hjá mjög sterk- um liðum í sterkri deild. Hinir séu í neðri deildum Englands eða hjá liðum í Skandinavíu. Það er reyndar alveg rétt, en þá spyr ég: Frá hvaða liðum komu Íslending- arnir sem töpuðu naumlega fyrir heimsmeisturum Frakka í París fyrir tveimur árum og sigruðu Tékka glæsilega á Laugardals- velli fyrir nokkrum vikum? Komu þeir frá einhverjum öðrum liðum? Þegar sjá mátti tölurnar 14 og 2 á stóra ljósaskiltinu á Parken snemma leiksins á laugardaginn, þar sem gefið var til kynna að 14 mínútur voru liðnar og Danir bún- ir að gera 2 mörk, hefur kalt vatn eflaust runnið milli skinns og hör- unds á einhverjum Íslendingnum á áhorfendapöllunum. Tölurnar minntu óþyrmilega á leik sömu liða á sama stað 23. ágúst 1967. Björgvin Schram formaður KSÍ var spurður hvað væri til ráða eftir 14:2 leikinn og svaraði: „Ja, hvað gerir maður við krakka, sem hafa fallið á prófi? Sendir þá heim og lætur þá læra betur.“ Fróðlegt verður að sjá hvort forysta KSÍ telur að frammi- staðan nú jafngildi falli á prófi. Það verður a.m.k. að teljast við- eigandi að landsliðsmálin verði rædd í hreinskilni; persónulegar árásir eru ekki til neins, heldur þarf að kryfja málin á faglegan hátt. Hvað fór úrskeiðis? Hvað þarf að laga og hvernig? Eða brást e.t.v. ekkert? Allir unnendur íslenskrar knattspyrnu vilja landsliðinu vel. Eðlilegt er að menn séu ekki sam- mála um leiðir, bæði hverjir eru valdir í landsliðshópinn hverju sinni og hvaða uppstillingu er beitt, en einungis þannig að málin séu rædd faglega – og enginn taki umræðuna sem persónulega árás – er von um betri tíð. Lokaorð þessa pistils fæ ég lán- uð hjá Halldóri Laxness. Þau eru úr bókinni Eldur í Kaupinhafn, útgáfu Helgafells frá 1946. „Það var um náttmál á mið- vikudagskvöldi að eldurinn kom upp fyrir neðan Vesturport og var orsök hans talin óvarkárni barns nokkurs með kertaljós. Brand- fólkið kom fljótlega á vettváng, en með því stormur var á magnaðist eldurinn svo fljótt að við ekki varð ráðið, læsti bálið sig frá húsi til húss í hinum þraungu strætum. Lagði eldinn fyrst norðureftir með vollinum á snið inní staðinn. En hérum klukkan tíu hækkaði hann sig á, svo eldinn lagði þvers- inná borgina eftir Vesturgötu og Stúdíustræti, og var bálið þá orðið óviðráðanlegt mannlegum krafti. Af lítt skiljanlegum orsökum komu nú upp önnur eldsbál víðar í þessu nágrenni, til dæmis kvikn- aði í hjá bruggurum á Norðurgötu þá um nóttina, og læsti þetta nýa bál sig einnig skjótt á báðar síður og gerðist starfi brandfólksins æ því torveldari sem bálið útbreidd- ist. Á fimtudagsmorgun um það birta tók brunnu húsin á báðar síður við Norðurgötu og stóð þá vindur af útnorðri og lagði alt bál- ið á staðinn ofan. Hafði þá sú eldkvísl er í brann Vesturgötu foreytt þeirri götu allri og ná- grenni altofaná Gamlatorg. Um svipað leyti kom eldurinn í bisk- upsgarðinn og úr honum í Sánkti- péturskirkju, en margir inn- byggjar hugðu drottin mundu þyrma kirkjunum, og höfðu því flutt í þær alt sitt góss svo þær voru af því uppfullar, en margt af því eldfimt og þjónaði aðeins til uppkveikju. Um dagmálabil brann ráðhúsið og munaðarleys- íngjanna hús bæði senn, voru börnin úr því síðarnefnda flutt of- aní kóngsins stall, en hrossin aft- ur á móti rekin útá Friðriksberg. Hérum jöfnu báðu dagmála og há- degis kom eldurinn í Vorfrúar- kirkju. Vissu menn ekki fyren reykjarmökk lagði uppum hennar háa turn og strax þareftir gusaði útaf honum miklu eldsbáli; litlu síðar féll turnin[n] niður ásamt spírunni. Í þessari svipan brann sjá[l]f akademían og Vorfrúar- skóli. Þarmeð var eldurinn kom- inn í það hverfi þar sem hálærðir áttu sína garða. Um nónbil mátti sjá ýmsar ypparlegar fornbygg- íngar og stórhýsi staðarins upp- étast af loganum, svosem stúd- entagarðinn og collegia og hélt því frameftir degi, nær miðaftni brann Heilagrar Þrenníngar kirkja og skömmu síðar sá for- kostulegi og óbætanlegi akademí- unnar bókastóll, síðan Heilags Anda kirkja með sínu ypparlega saungverki. Alla nóttina eftir brann eldurinn í Kaupmannagöt- unni og síðan mestur neðanverður staðurinn altonað Gömluströnd, þar tókst að stöðva hann með vatni úr gröfinni.“ Áfram Ísland! Eldur í Kaupinhafn Handritin brunnu þar um árið og nú brenndi landsliðið okkar í knattspyrnu sig í Kaupinhafn. En sé grannt skoðað má alltaf finna eitthvað jákvætt; líka við frammistöðuna á Parken 7. október. VIÐHORF Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.