Morgunblaðið - 11.10.2001, Síða 43

Morgunblaðið - 11.10.2001, Síða 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 43 EKKI þarf mörg orð um sáttina í áliti nefnd- armeirihlutans sem átti að endurskoða kvóta- lögin. Þar er söngluð sama þula og í tólf ára gömlu tilboði um að sjávarútvegurinn greiði hluta kostnaðar sem skattgreiðendur hafa af honum. Það sem vantar í álitið er merkilegra. Misréttið Tillögurnar boða óbreytta kvótaúthlut- un, þó með frjálsara framsali og minni skyldu kvótahafa til að veiða. Ekkert er því tekið á því misrétti að sumum er útdeilt auðæf- um en öðrum engu. Það er furðulegt að þetta skuli hafa komist inn í lög- gjöf framhjá stjórnarskrá sem bann- aði sérréttindi og leyfði takmarkanir á atvinnufrelsi einungis vegna al- mannahagsmuna. Enginn spurði hvort frelsistakmörkunum bæri að haga svo sem best væri fyrir almenn- ing eða hvort gjafakvótinn væri betri fyrir þjóðina en frjáls sókn upp að heildarafla. Athuganir bæði vina og fjenda gjafakvótans sýna þó að ekki er einu sinni víst að veiðar úr kvóta í einkaeign séu betri fyrir almenning en frjálsar veiðar með sóun og veik- um fiskistofnum. Byggðasvikin Tillögurnar taka heldur ekki á vandanum sem gjafakvótinn leiðir yfir kvótalaus byggðarlög. Það er nógu afleitt að kippa fótunum undan trillu- körlum sem hafa smeygt sér löglega inn um glufurnar á kvóta- kerfinu. Það er miklu verra sem stjórnvöld hafa gert fólki sem vann ekkert til saka nema að binda ævistarf sitt í íbúðarhúsi í sjáv- arþorpi. Þetta fólk var sett í rússneska rúll- ettu fyrir framan hlaupið á kvótalögun- um. Einn góðan veður- dag hefur það vaknað við að kvótinn er farinn og atvinnufrelsið hefur verið gert upptækt í þágu einkahagsmuna. Þetta fólk hefur verið svikið í tryggð- um. Réttur þess til að stunda áfram vinnu sína hefur verið bundinn við kvótaeign, og eitthvað kynni að mega lesa út úr stjórnarskránni um slíkar bindingar. Kvótavinir segja að náttúruhamfarir og tæknibyltingar hafi fyrr eytt sveitum. Rétt er það, en gefur þó stjórnvöldum engar heimildir til að rústa byggðir með lögum frá Alþingi. Aðgengið Tillögurnar taka heldur ekki á að- gengi nýrra manna að útgerð, sem mörgum finnst mikilvægt. Í grein sem var stökkpallur dugmikilla ung- linga, verður nú að kaupa útgerðar- leyfi fyrir offjár, ef þá einhver finnst sem vill selja. Ekki stendur á kvóta- vinum að upplýsa að þannig geti menn auðvitað komist inn. Það er ekki fordæmislaust að fólk sem full- nægir óhjákvæmilegum hæfniskröf- um þurfi að sækja atvinnurétt undir þá sem fyrir eru. Það þarf vegna rík- iskvóta í leigubílaakstri og mjólkur- framleiðslu, en sjálfkrafa í rekstri sem notar landrými. Annars geta menn keppt við þá sem fyrir eru án þess að sækja rétt sinn undir þá. Leið stöðnunar og skuldsetningar Margir hafa bent á framangreinda ágalla. Hitt nefna færri að gjafakvót- inn og meirihlutaálitið gera illa rekn- um útgerðum kleift að treina lífdag- ana og hlaða upp skuldum. Hluti af 50 milljarða skuldaaukningu sjávar- útvegsins frá 1995, sem ekki verður skýrð með fjárfestingum, er þannig til kominn. Án veða í kvóta hefðu lánastofnanir aldrei leyft þessa skuldaaukningu. Meirihlutaálitið er hins vegar leyfisbréf upp á áfram- haldandi skuldasöfnun. Gjafakvótinn gerir auk þess út- gerðina að vernduðum vinnustað fyrir þá sem vilja sjósókn sem lífsstíl fremur en atvinnurekstur. Hann leyfir nægjusömum kvótahafa að hafa þolanlega afkomu jafnvel þótt hann væri ófær um að keppa um kvóta á markaði. Þannig kýs fjöldi kvótahafa að veiða fisk og vinna stór- gróðalaust, þótt þeir gætu gert miklu betur með því að leigja frá sér. Hjá fyrirtækjum þeirra er meiri- hlutaálitið ávísun á áframhaldandi stöðnun. Gjaldeyristekjur í hættu Versti gallinn á áliti endurskoðun- arnefndarinnar tengist líka skulda- aukningunni. Hann virðist annars torfundinn og fór til dæmis alveg framhjá auðlindanefndinni sálugu. Í álitinu er hvergi sett undir lekann sem gjafakvótinn veldur í gjaldeyr- istekjunum, þessum sem gerðu sjáv- arútveginn að helstu undirstöðu ís- lenskrar hagsældar. Að þessum gjaldeyri hefur allur almenningur haft aðgang af því að sjávarútvegur- inn hefur keypt þjónustu hjá fólki sem aftur hefur keypt af samborg- urum sínum. Það er fyrir þessar tekjur sem venjulegt fólk kaupir nauðsynjavörur og bregður sér til útlanda. Hið skelfilega við gjafakvót- ann og álitið er að þessar gjaldeyr- istekjur eru settar í uppnám með eft- irfarandi hætti: 1) Með vaxandi skuldum hækka vaxtagreiðslur til útlanda. Sá gjald- eyrir verður ekki notaður í annað. Þessar 50 milljarða kvótaskuldir sem þegar eru komnar, kosta upp undir 3 milljarða í árlegum vöxtum, meira en endurskoðunarnefndin ætl- ar mest að hafa í auðlindagjald. 2) Ef útgerðin heldur kvótanum, á hún ærin veð. Til langframa verður sjávarútvegur hér áreiðanlega rek- inn með svipaðri skuldsetningu og tíðkast í hliðstæðum atvinnurekstri erlendis. Ætla má að eftir meiri- hlutaálitinu verði heildareignir út- vegsins varla undir 500 milljörðum, þar af 350 vegna kvóta, og að skuldir geti farið í 380 milljarða, þar af 260 eingöngu vegna kvótans. 3) Vextir af erlendum kvótaskuld- um geta þá orðið 15 milljarðar, meira ef vel gengur að hagræða, afli eykst og kvótinn hækkar í verði. Þá er eftir að greiða arð, í framtíðinni að hluta til erlendra eigenda. Þjóðerni kröfu- hafa skiptir raunar ekki sköpum því vextir og arðgreiðslur eru ólíkt laus- ar bundin inn í hagkerfið en launa- greiðslur mannfreks sjávarútvegs. Með frjálsum fjármagnsmörkuðum leita fjármagnstekjur þangað sem þær gefa mest af sér og lækka ekki vaxtakostnað íslenskra fyrirtækja. Því er hætta á að gjafakvótakerfið dragi brátt 15–20 milljarða af hrein- um gjaldeyristekjum út úr hagkerf- inu. Þar færu þrjú Reyðarfjarðarál- ver og virkjanir í vaskinn og það væri ávísun á verri lífskjör. Álitið er gagnslaust Íslenska þjóðin hefur haft aðgang að gjaldeyristekjum vegna þess að sjávarútvegurinn hefur þurft á þjón- ustu hennar að halda. Með hagræð- ingu og vélvæðingu minnkar sú þörf. Því má líkja við kölkun í æðunum sem flytja útflutningstekjurnar frá sjávarútvegnum út um samfélagið. Þótt pumpan sjálf – sjávarútvegur- inn – kunni að vera í lagi, verður að bregðast við þessari kölkun, ef ekki á að setja lífskjör landsmanna í stór- hættu. Tillögur endurskoðunar- meirihlutans eru þar algerlega gagnslausar. Þjóðhættulegt ófriðarálit endurskoðunarnefndar Markús Möller Kvóti Hætta er á, segir Markús Möller, að gjafakvótakerfið dragi brátt 15–20 milljarða af hreinum gjaldeyristekj- um út úr hagkerfinu. Höfundur er hagfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.