Morgunblaðið - 11.10.2001, Síða 44
MINNINGAR
44 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Birgir Thorlac-ius fæddist á Bú-
landsnesi í Suður-
Múlasýslu 28. júlí
1913. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 2. október
síðastliðinn. For-
eldrar Birgis voru
Ólafur Jón Thorlac-
ius, héraðslæknir,
alþingismaður og
lyfsölustjóri, og
Ragnhildur Péturs-
dóttir Eggerz. Birg-
ir ólst upp á Bú-
landsnesi uns
fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur
árið 1928 þar sem hann bjó upp
frá því. Systkini hans voru: Krist-
ín, f. 1899, látin; Sigurður skóla-
stjóri, f. 1900, látinn, eftirlifandi
maki Áslaug Thorlacius; Kristín,
f. 1901 látin; Erlingur bifreiða-
1970 þar til þau ráðuneyti voru
aðskilin en eftir það ráðuneytis-
stjóri í menntamálaráðuneytinu
þar til hann lét af störfum fyrir
aldurs sakir. Forsetaritari og
orðuritari var hann 1951–1952,
ríkisráðsritari 1951–1970, for-
maður orðunefndar fálkaorðunn-
ar 1952–1957. Í stjórn Menning-
arsjóðs Norðurlanda frá 1966,
formaður 1974 og 1975. Formaður
í fjölda stjórnskipaðra nefnda og
stjórna. Tók þátt í ýmsum fundum
og ráðstefnum erlendis sem
fulltrúi Íslands um menningar- og
menntamál og var sæmdur fjölda
heiðursmerkja og viðurkenninga
fyrir störf sín að þeim málum.
Meðal rita Birgis var Ríkishand-
bók Íslands 1961 og 1965 (ásamt
öðrum), 1968 og 1988, Forseta-
bókin 1961, Ferðabók (ásamt Sig-
ríði Thorlacius) 1962, Kafli í bók-
inni Faðir minn, læknirinn, 1974, Í
þjónustu forseta og ráðherra
1994. Þá sat hann í ritnefnd Lög-
bergs/Heimskringlu 1960–1973.
Útför Birgis fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
stjóri, f. 1906, látinn;
og Kristján, formaður
BSRB, f. 1917, látinn,
eftirlifandi maki Að-
alheiður Thorlacius.
Birgir kvæntist 13.
maí 1939 Sigríði, f.
13. nóvember 1913,
Stefánsdóttur Krist-
inssonar, prófasts á
Völlum í Svarfaðar-
dal, og konu hans Sól-
veigar Pétursdóttur
Eggerz og lifir hún
mann sinn.
Birgir lauk prófi
frá Samvinnuskólan-
um árið 1932. Hann varð þing-
skrifari árið 1932 og starfsmaður
í fjármálaráðuneytinu frá 1935 til
1938. Ritari í forsætisráðuneytinu
1939 og fulltrúi þar 1941. Ráðu-
neytisstjóri bæði í forsætis- og
menntamálaráðuneyti frá 1947 til
Ég veit að haustið kemur
með myrkur í fanginu
en þangað til hlusta ég
á sönginn
á nið árinnar,
tala við sólina og hafið
um tímann
og það sem er handan við dyrnar.
(R.F.)
Fljótt í snatri og undir eins! Ég
man ekki lengur hvernig þessi fleygu
orð smeygðu sér inn í líf okkar systk-
inanna í Austurbæjarskólanum, en
það tengdist Birgi föðurbróður mín-
um á einhvern hátt, hann hafði sagt
þetta við bræður mína, líklega
Hrafnkel, og það kom okkur til að
hlæja í hvert sinn sem við höfðum
þau eftir. Það er líka víst að þannig
vildi hann hafa hlutina, þeir sem
unnu með honum áttu að gera allt
fljótt og vel. Mestar kröfur gerði
hann þó til sjálfs sín, vildi skila öllum
sínum verkum eins vel og kostur var,
vinnusamur og hörkuduglegur að
hverju sem hann gekk. Eftir að
langri og giftudrjúgri starfsævi lauk
sat hann heldur ekki auðum höndum,
þá tóku við skriftir, ættfræðigrúsk
og upprifjun endurminninga sem
hann skráði í nýju tölvuna sína.
Frændi minn var fjölfróður og há-
menntaður, þótt ekki væri hann
langskólagenginn. En hann bjó alla
tíð að uppeldinu á Búlandsnesi, fjöl-
mennu menningarheimili, og þar
naut hann kennslu bæði heimilis-
kennara og föður síns og eldri bróð-
ur. Ég held honum hafi verið líkt far-
ið og vezírssyni einum sem frá er
sagt í 1001 nótt. Vezírssyni þessum
voru fengnir hinir færustu kennarar,
og tólf ára gamall hafði hann náð
þeim þroska að hann gat kennt sér
sjálfur.
Fyrir allmörgum árum buðu þau
hjón, Sigríður og Birgir, vinum sín-
um og ættingjum til mikillar veislu.
Tilefnið mun hafa verið gullbrúð-
kaup þeirra. Þarna voru auðvitað
ræður fluttar þeim til heiðurs. Ekki
hafði ég fremur en endranær upp-
burði til að segja neitt, en tók með
sjálfri mér heils hugar undir allt það
hrós sem þau fengu. Einu sinni
hrökk ég þó aðeins við og hugsaði:
Þetta hefði mér aldrei dottið í hug að
segja. Einhver ættinginn var að rifja
það upp hvað sér sem barni hefði
alltaf fundist þau Birgir og Sigga fal-
leg. Víst voru þau það, glæsilegar
manneskjur sem sópaði að hvar sem
þau komu – og þau fóru víða og báru
hróður landsins alls staðar sem þau
komu. – En fyrir mér sem barni voru
þau einn af þessum föstu punktum í
tilverunni, þau voru bara þarna,
sjálfsagður þáttur í lífi fjölskyldunn-
ar. Maður veltir ekki fyrir sér útliti
sinna nánustu, ekki vissi ég hvort
foreldrar mínir voru fallegir, nóg að
vita af þeim hjá sér, það var svo sjálf-
sagt að maður leiddi ekki hugann að
því. – En öllu er afmörkuð stund.
Hann hefur átt langt og gott líf,
sagði ég í símann við dóttur mína í
Danmörku.
Já, en við söknum hans samt, svar-
aði hún. Og það munum við vissulega
gera. Læknisfjölskyldan fluttist frá
Búlandsnesi til Reykjavíkur árið
1928. Það voru mikil viðbrigði fyrir
15 ára sveitadreng og Birgi leiddist í
borginni fyrstu árin. Ég held hann
hafi verið fremur ómannblendinn að
eðlisfari, en störf þau sem hann tók
að sér leiddu til þess að hann hafði
samskipti við fjölda manns og fórst
það með prýði. Ég er viss um að eng-
inn Íslendingur hefur vitað deili á
jafnmörgum kennurum og Birgir
meðan hann var í menntamálaráðu-
neytinu. Hann var virðulegur emb-
ættismaður, ég man hvað mér fannst
hann fínn einu sinni þegar þau Sig-
ríður voru að fara í einhverja opin-
bera móttöku, hann með allar orð-
urnar sínar. En hann gat líka verið
afskaplega skemmtilegur og hafði
ríka kímnigáfu, gat látið áheyrendur
veltast um af hlátri og sjálfur hlegið
innilega þegar honum var skemmt.
Birgir og Sigríður áttu ekki börn
en Birgir var mjög barngóður og
fylgdist grannt með bræðrabörnum
sínum alla tíð og síðan börnum
þeirra og barnabörnum. Þar var Sig-
ríður honum samstiga eins og jafnan.
Með Birgi er horfinn síðasti föð-
urbróðir minn, hann var næstyngst-
ur fjögurra bræðra. Þrjár systur átti
hann líka, en þær létust allar ungar.
Tvær Kristínar dóu í bernsku, önnur
aðeins nokkurra vikna, löngu áður en
Birgir fæddist, hin varð 14 ára, d.
1916. Sú þriðja, Ragnhildur, náði
fullorðinsaldri en dó í Reykjavík árið
1936. Ég heyrði sjaldan minnst á
þessar látnu frænkur mínar, en
dauði þeirra hefur áreiðanlega skilið
eftir sár í sálum bræðranna sem eftir
lifðu.
Ég kveð frænda minn með þakk-
læti og virðingu og bið honum bless-
unar. Sigríði sendum við, börnin mín
og ég, innilegar samúðarkveðjur.
Kristín R. Thorlacius.
Ein af mínum fyrstu bernsku-
minningum er um Birgi föðurbróður
minn.
Ég er þriggja eða fjögurra ára og
hef lagt land undir fót – alla leið að
heiman, ofan af efstu hæð Austur-
bæjarskólans niður á Barónsstíg til
Siggu og Birgis. Mér er tekið með
kostum og kynjum og brátt er komið
að hápunkti heimsóknarinnar sem
enn í dag er hlaðinn spennu í minn-
ingu minni. Galdratunnan er tekin
ofan úr hillu. Þetta er rósamáluð
trékrús með loki – frá Rússlandi. Al-
vöruþrunginn á svip snýr Birgir lok-
inu ofurhægt. Og þá gerist hið mikla
undur: Það ískrar í lokinu og ég fæ
enn einu sinni staðfestingu á því sem
ég hef lengi vitað: Birgir frændi er
göldróttur. Eftir á að hyggja held ég
að hugboð mitt hafi ekki verið fjarri
sanni. Hann kunni þá list að komast
alla leið inn í barnssálina á sinn ein-
falda hátt. Með því að taka af sér
þumalfingurinn, horfa djúpt í augun
á manni og setja hann á sig aftur var
hann búinn að innsigla eilífa vináttu.
Þetta held ég að öll börn sem ein-
hvern tímann hafa kynnst honum
séu sammála um.
Ef hægt er að lýsa Birgi frænda
mínum með einu orði þá er það orðið
jafnvægi. Flestir eru alla ævi að
basla við að höndla það sem var alveg
eðlilegur og sjálfgefinn eiginleiki hjá
honum. Margir andstæðir þættir í
skapferli hans unnu saman svo allt
var í jafvægi. Hann var í senn
strangur og virðulegur embættis-
maður sem hvergi mátti vamm sitt
vita, kurteis, ljúfur og kátur, fyndinn
og skemmtilegur sögumaður. Meira
að segja þegar annar fóturinn var
tekinn af honum fyrir nokkrum árum
þá missti hann samt ekki jafnvægið.
Ég vil á kveðjustund þakka þessi
ógleymanlegu augnablik lífs míns,
þegar honum tókst að láta mig
standa á öndinni – yfir engu.
Sigríði, konu Birgis og sálufélaga
á langri ævi, sem ég á líka svo ótal
margt að þakka, sendi ég innilegustu
samúðarkveðjur frá mér og Ragnari,
Guðrúnu og Helgu.
Hallveig Thorlacius.
Birgir Thorlacius átti virðingu
allra sem þekktu hann.
Slíkir voru mannkostir hans að
mikið skarð stendur eftir í fjölskyld-
unni við andlát hans. Margir þekktu
af afspurn embættismanninn Birgi
Thorlacius ráðuneytisstjóra, sem oft
var talað um sem tákn hins ná-
kvæma, skyldurækna og oft kröfu-
harða embættismanns af gamla skól-
anum, sem hann vissulega var. En
Birgir var einnig með skemmtileg-
ustu mönnum sem ég hef kynnst,
mikill humoristi, hafsjór fróðleiks
um menn og málefni og gæddur mik-
illi frásagnargáfu.
Kynni okkar hófust fyrir 40 árum,
þegar ég kom fyrst á heimili hans í
Bólstaðarhlíð 16 sem unnusta bróð-
ursonar Birgis. Þar bjuggu þeir
bræður, Birgir með konu sinni Sig-
ríði á efri hæð en tengdaforeldrar
mínir væntanlegu Kristján og Aðal-
heiður á neðri hæð. Fljótlega hófum
við hjónin síðan búskap okkar í ris-
íbúð hússins. Í þessu húsi var sam-
gangur og samskipti fjölskyldu eins
og best getur orðið og ógleymanleg-
ar margar samverustundir þar sem
þeir bræður sögðu frá ýmsum
skemmtilegum atvikum sem gerst
höfðu á löngum ferli í opinberri þjón-
ustu. Bar þar stundum á góma ým-
islegt sem gerst hefur á bak við tjöld-
in og ekki er á allra vitorði. Höfðum
við oft á orði við Birgi að þetta mætti
ekki gleymast og vonast ég til að eitt-
hvað hafi hann fest á blað.
Birgir var mikill náttúruunnandi
og fóru þau hjónin Sigríður og hann í
fjölda göngu- og hestaferða um há-
lendi landsins á yngri árum, löngu
áður en slíkar ferðir komust í tísku.
Þá var hann mikill áhugamaður um
fugla og hafa þar sennilega ráðið
bernskuár hans austur á Búlands-
nesi þar sem var mikil fuglaparadís.
Hann var einnig mikill menningar-
maður enda hafði hann í starfi sínu
mikil afskipti af menningarmálum
þjóðarinnar. Hann var ljóðelskur og
einkum var frændi hans Jónas Hall-
grímsson í uppáhaldi hjá honum.
Þeim hjónum varð ekki barna auð-
ið en ef til vill áttu þau fleiri börn en
margir aðrir, slíkar voru vinsældir
þeirra hjá börnum ættingja þeirra
og vina. Birgir sýndi börnum virð-
ingu og ræddi við þau eins og full-
orðið fólk. Hafði hann oft á orði að
aldrei væri hægt að vera of góður við
börn.
Ævinlega var gaman að koma í
heimsókn til þeirra enda hjónin ákaf-
lega gestrisin og nutu þess að fá
gesti í heimsókn. Birgir var mér sem
annar tengdafaðir og sem annar afi
barna okkar þriggja, sem eru harmi
slegin við fráfall hans. Hann tók þau
með sér í ferðalög um landið og borg-
ina, kenndi þeim að synda og sýndi
þeim á allan hátt mikinn kærleik og
umhyggju. Það var táknrænt fyrir
hann að þegar 8 ára dótturdóttir
okkar eignaðist farsíma fyrir nokkru
var það Birgir frændi hennar sem
hringdi oftast til hennar. Þau Sigríð-
ur gengu í hjónaband í apríl 1939 og
hafði hjónaband þeirra því staðið í 62
ár í vor og aldrei öll þessi ár varð
þeim sundurorða.
Þegar þau komu í heimsókn til
okkar sátu þau oft eins og nýtrúlofað
par og héldust í hendur og ást þeirra
og gagnkvæm virðing leyndi sér
ekki.
Birgis verður sárt saknað.
Svala Thorlacius.
Það voru forréttindi að fá að alast
upp í Bólstaðarhlíðinni í faðmi stór-
fjölskyldunnar, í næsta húsi við Birgi
og Siggu. Við systur vorum heldur
ekki háar í loftinu þegar við byrj-
uðum að venja komur okkar til
þeirra. Þar nutum við þess sem öll
börn þrá, umhyggju, vináttu, virð-
ingar, fræðslu og ómældrar skemmt-
unar, að ógleymdu heita súkkulaðinu
og öllum hinum góðu veitingunum.
Birgir var bróðir Sigurðar afa
okkar sem lést löngu áður en við
fæddumst. Við trúðum því alltaf
sjálfar að Birgir hefði tekið að sér að
rækja skyldur bróður síns gagnvart
okkur. En hvernig sem það var vor-
um við síður en svo einu börnin sem
hann fóstraði. Hann var góður við öll
börn og átti ávallt stóran hóp vina
meðal yngstu kynslóðarinnar. Það
segir kannski mest um Birgi og
Siggu að í mörg ár svöruðu þau per-
sónulega öllum bréfum sem stíluð
voru á Jólasveininn á Íslandi. Þau
fengu Barböru Árnason til að teikna
fallegt kort sem þau skrifuðu á en
þetta var fyrir daga ljósritunarvél-
arinnar og tölvunnar.
Það er ævintýrablær yfir heimili
þeirra. Þar er uppstoppuð snæugla
og fálki sem heilla krakka og ótelj-
andi dýrgripir frá öllum heimshorn-
um. Í okkar huga ber þó hæst aust-
urlensku galdraskóna. Það var
hámark hamingjunnar að ganga um
húsið með rjúkandi reykelsi á eftir
Birgi sem þuldi torkennilegar
galdraromsur. Á höndunum hafði
hann skóna góðu og nuddaði saman á
þeim sólunum. Svo skellti hann þeim
saman og dró fram ómetanlegar ger-
semar. Við vorum sannfærðar um að
hann væri rammgöldróttur.
Sigga og Birgir ferðuðust mikið og
færðu okkur marga fallega muni frá
útlöndum. Gjafirnar frá þeim voru
samt ekki eintómt dekur heldu fólu
þær alltaf í sér notagildi eða fróðleik
um viðkomandi land. Þau buðu okk-
ur gjarnan í sunnudagsferðir. Þá
fóru þau með okkur í sund eða
gönguferð, á Náttúrugripasafnið,
Þjóðminjasafnið eða kannski í berja-
mó. Þau sýndu okkur handritin, æð-
arvarp og ótalmargt fleira. Við upp-
lifðum þetta sem skemmtun en eftir
á að hyggja höfðu þessar ferðir ekki
síður mikið menntunargildi. Það var
hugsun á bakvið allt.
Birgir var yfirvegaður, agaður og
stoltur séntilmaður. Alltaf opnaði
hann bíldyrnar fyrir Siggu og hjálp-
aði henni í kápuna þótt auðvitað væri
hún fullfær um að gera það sjálf.
Aldrei lét hann nokkurn mann finna
að hann væri illa fyrir kallaður, var
alltaf fínn í tauinu og tók vel á móti
öllum, hvernig sem á gat staðið. Og
hann lét engan bilbug á sér finna
þótt dauðinn sækti að en skipulagði
framtíðina fram á síðustu stund.
Sigga og Birgir voru svo samhent
hjón að það er ekki hægt að tala um
annað án þess að nefna hitt. Auðvitað
er dálítið ósanngjarnt að tala um þau
í þátíð þótt Birgir sé dáinn. Sigga er
enn í fullu fjöri og ævintýraheimur-
inn er enn í Bólstaðarhlíð 16. Það
verður samt skrýtið að koma þangað
eftir að Birgir er farinn. Mest verða
þó viðbrigðin fyrir Siggu að hafa
hann ekki lengur sér við hlið.
Birgir var lánsamur maður. Hann
naut góðrar heilsu, átti góða konu og
saman lifðu þau vel og lengi. Það er
gæfa.
Ingileif, Áslaug, Sigrún,
Solveig og Sigríður.
„Það sem Thorlacius vill, það nær
fram að ganga,“ mælti starfsmaður
Norrænu menningarskrifstofunnar
eitt sinn við mig. Ég var að ráðgast
við hann um það hvernig ég ætti að
klófesta styrk til einhvers hugðar-
efnis sem ég bar fyrir brjósti, en
Birgir sat í stjórn menningarsjóðs-
ins. Ég gladddist yfir þessum vitn-
isburði um Birgi vin minn, þótt ég
hefði hins vegar enga vissu fyrir því
að hann mundi styðja umsókn mína.
En það gerði hann raunar, og ég
fékk það sem ég bað um.
Þrennt olli þeim mikla áhrifa-
mætti sem Birgir Thorlacius hafði
vissulega til að bera: Hann studdi
með öðrum mörg þau mál sem voru
skynsamleg og nytsamleg. Hann fitj-
aði sjálfur upp á ýmsum nýmælum
sem síðan hafa sannað ágæti sitt; og
hann hafði til að bera virðuleik, festu
og sannfæringarkraft sem fékk
menn til að fylgja honum að málum.
Birgir hafði ekki að baki langa
skólagöngu, en hann var bráðgáfað-
ur og eljusamur, alinn upp á miklu
menningarheimili læknishjónanna á
Búlandsnesi og öðlaðist fjölþætta
menntun með sjálfsnámi og lífs-
reynslu. Og það sýnir hvílíkt traust
hann hafði að hann var um lengri og
skemmri tíma stýrimaður á fleyjum
hinna æðstu embættismanna Ís-
lands. Rúmlega þrítugur var hann
gerður ráðuneytisstjóri bæði í for-
sætis- og menntamálaráðuneyti, og
síðan í menntamálaráðuneyti einu
eftir að það varð fullkomlega sjálf-
stætt, uns hann lét af embætti fyrir
aldurs sakir er hann stóð á sjötugu.
Jafnframt þessu var hann um skeið
forsetaritari í tíð Sveins Björnsson-
ar, og ritari ríkisráðs – það er að
segja forseta Íslands og ríkisstjórn-
ar – var hann í tvo ártugi, frá 1951–
1970.
Í lýðræðisríkjum skapast nokkuð
fast kerfi embættismanna sem starf-
ar við hlið og undir forræði þings og
stjórnar. Óhjákvæmilegt er að þetta
stjórnkerfi hárra og lágra haldi sínu
skeiði að miklu leyti ótruflað þótt
skipt sé um menn í ráðherrastólum.
Stjórnmálamenn sitja oft skamma
hríð að völdum, og það væri miður
heppilegt ef þeir færu að hræra í öllu
kerfinu, kollvarpa því sem áður hef-
ur verið gert og knýja fram fljót-
hugsuð nýmæli. Hins vegar eru góð-
ir stjórnarráðsmenn fúsir að styðja
nýjan ráðherra og miðla honum af
þekkingu sinni: Men may come, and
men may go, but I go on forever, seg-
ir lækurinn í kvæði Tennysons.
Þetta gerir almenningur sér ekki
ætíð ljóst og á þá til að henda gaman
að ráðherranum sem þykir vera eins
og viljalaust verkfæri í höndum und-
irmanna sinna. Í hug koma vinsælir
enskir gamanþættir sem fyrir
nokkru voru sýndir í íslenska sjón-
varpinu: „Já, ráðherra!“ Nú vil ég
ekki líkja Birgi Thorlacius beinlínis
við aðalhetjuna í þáttum þessum; en
hjá hinu getur ekki farið að sá maður
sem er „næstráðandi“ í hinum æðstu
stjórnarstofnunum ríkisins í hálfan
fjórða áratug hljóti að marka þar
mikil spor.
Birgir lagði sérstaka stund á að
kynna sér allar reglur sem gilda í op-
inberri stjórnsýslu og samskiptum.
Hann hefur fundið nauðsyn þessa
sem trúnaðarmaður hinna æðstu
embætta og athafna – sem forseta-
ritari og orðuritari, formaður orðu-
nefndar, ráðuneytisstjóri forsætis-
ráðuneytis, ritari ríkisráðs o.s.frv.
Þannig varð hann sérstakur trúnað-
armaður forseta Íslands og ríkis-
stjórnar í þessum efnum, eins konar
„siðameistari“ ríkisins sem mælti
fyrir um tilhögun við vandasamar
opinberar athafnir. Hann þekkti því
út í hörgul skyldur sínar og réttindi
BIRGIR
THORLACIUS