Morgunblaðið - 11.10.2001, Qupperneq 45
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 45
sem ráðuneytisstjóri, vissi hvar
mörkin lágu milli starfssviðs hans og
ráðherrans. En samvinna hans við
alla hina mörgu menntamálaráð-
herra var framúrskarandi góð, svo
sem hann hefur lýst í óprentuðum
minningum sínum. Oft mundi hafa
verið torvelt að skera úr því hvað var
komið frá ráðherranum sjálfum og
hvað frá næstráðanda hans. Hóg-
værð Birgis var slík að hann vildi
helst aldrei eigna sér neitt, allt var
komið frá ráðherranum sem undir-
ritaði skjölin. En í raun og veru hef-
ur hann átt býsna drjúgan þátt í
mörgum þeim farsælu framkvæmd-
um og endurbótum sem urðu í ís-
lenskum kennslu- og menntamálum
á síðara hluta 20. aldarinnar. Og
jafnframt beinum embættisstörfum
átti Birgir sæti í fjölmörgum nefnd-
um á vegum íslenska ríkisins, oft
sem formaður nefndanna.
Hér er ekki rúm til að telja upp
þær mikilvægu framkvæmdir sem
áttu rætur að rekja til Birgis, beint
eða óbeint, en mig langar að nefna
tvö dæmi:
Hann var formaður nefndar þeirr-
ar sem undirbjó hin svokölluðu
„grunnskólalög“ sem tóku gildi 1974,
en með þeim var hið almenna skóla-
kerfi barna og unglinga endursteypt
og gerð sú skipan sem við höfum síð-
an búið við. Með grunnskólalögunum
er öllum íslenskum ungmennum bú-
in jöfn og ókeypis skólavist, og hefur
mjög sjaldan heyrst gagnrýni á þetta
vel hugsaða skipulag.
Annað dæmi skal ég nefna þótt
minna sé í sniðum, en þar átti Birgir
algert frumkvæði og hratt málinu
fram. Hann kom því til leiðar að ís-
lenska ríkið veitir erlendum stúdent-
um dágóða styrki í eitt eða fleiri ár til
náms við Háskóla Íslands. Meðan
þetta var að byrja og styrkirnir fáir
tóku þau hjónin Birgir og Sigríður
sérstöku ástfóstri við styrkþegana,
opnuðu þeim heimili sitt og greiddu
götu þeirra í hvívetna. En smám
saman hefur styrkjunum fjölgað, og í
kjölfar þeirra var við Háskólann
komið á sérstakri „kennslu í íslensku
fyrir erlenda stúdenta“. Hefur þetta
allt haft stórmikla þýðingu til kynn-
ingar á íslenskri tungu og menningu
meðal annarra þjóða.
Ég kynntist Birgi á barnsaldri
þegar ég kom fjórtán vetra sveinn í
fóstur til Áslaugar systur minnar og
Sigurðar Thorlacius bróður Birgis,
sem þá var skólastjóri Austurbæjar-
skólans í Reykjavík. Síðan fannst
mér Birgir ávallt líta á mig sem lítinn
fóstbróður sinn, og ég leit upp til
hans á móti með hlýðni og kærleika.
Hann hafði trú á mér nokkuð fram
yfir verðleika, og hann knúði mig
áfram til þeirra verka sem hann vildi
láta mig leysa af hendi. Ég minnist
þess er hann kallaði mig eitt sinn fyr-
ir sig niður í ráðuneyti og skipaði
mér með harðri hendi að ljúka til-
teknu verki til að búa mig sem best
undir að gerast forstöðumaður
Handritastofnunar Íslands þegar
það embætti losnaði. Og auðvitað
reyndi ég að hlýðnast Birgi þá sem
endranær. Þegar handritin komu
heim fékk hann samþykki ríkis-
stjórnar til að ráða sérstakan varð-
mann til gæslu þeirra dag og nótt.
Hann samdi með mér hin nýju lög
stofnunarinnar, sem síðan heitir
Stofnun Árna Magnússonar á Ís-
landi; hann átti sæti í fyrstu stjórn
hennar og veitti henni ómældan
stuðning meðan hans naut við í emb-
ætti ráðuneytisstjóra.
Birgir átti við alvarlegt heilsuleysi
að stríða á ungum aldri og lærði þá
að skipuleggja líf sitt með fullkom-
inni reglufestu. Þetta varð honum
svo eðlilegt að maður tók aldrei eftir
því að hann væri neinn sérstakur
reglugikkur. Öðru nær, hann var
frjálslegur í háttum, allra manna
skemmtilegastur í viðræðum og frá-
sögnum og virtist alltaf hafa nægan
tíma til að sinna öðrum. En vinnu-
dagur hans í ráðuneytinu var geysi-
langur, og hann kom ótrúlega miklu í
verk með sinni góðu skipan. Ég lét
stundum í ljós undrun mína yfir hin-
um miklu afköstum hans, – hvort
hann væri ekki steinuppgefinn af öll-
um þessum þrældómi? „Nei, nei,“
svaraði hann, „ég á afbragðsgott
heimili, og þegar ég er kominn heim
kasta ég frá mér öllu amstri.“ Og það
var vissulega rétt, heimili hans var
friðarreitur, og líf þeirra Sigríðar var
samtvinnað og skuggalaust öll þau
sjötíu ár sem þau undu saman frá því
að þau kynntust fyrst í Samvinnu-
skólanum veturinn 1931–32. Sigríður
Thorlacius er stórgáfuð kona og vel
menntuð, fríð sýnum og höfðingleg,
og þessi glæsilegu hjón hlutu að
vekja athygli manna hvar sem þau
fóru. Þau eignuðust ekki börn og
hafa vafalaust saknað þess, því held-
ur þar sem þau voru hinar mestu
barngælur svo að allt ungviði laðað-
ist að þeim. En fjölskyldan var sam-
hent, og hið yngra frændalið, ekki
síst bræðrabörn Birgis, urðu þeim
sem þeirra eigin börn. Og síðan
komu enn yngri kynslóðir sem leit-
uðu undir vængi þeirra og veittu
þeim hlýju á móti.
Frændbörnin hafa sýnt þeim engu
minni ástúð og umhyggju heldur en
þótt þau hefðu verið þeirra skilgetin
börn. Það reyndi Birgir hin síðustu
ár í sjúkleika sínum sem hann bar
með æðruleysi og óbilandi léttlyndi.
Og það reynir frú Sigríður nú þegar
hún mætir elli sinni umvafin hlýju
hinna ungu kynslóða. – Henni sendir
Sigríður kona mín hjartanlegar sam-
úðarkveðjur og þakkir fyrir frábæra
samvinnu sem þær áttu fyrr á árum
á vegum Kvenfélagasambands Ís-
lands. Og saman þökkum við hjónin
þeim Birgi dýrmæta vináttu og vel-
gjörðir og margar ógleymanlegar
stundir á liðinni tíð, og biðjum þeim
blessunar Guðs bæði þessa heims og
annars.
Jónas Kristjánsson.
„Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað.
Vinur aftansólar sértu,
sonur morgunroðans vertu.“
Orð Klettafjallaskáldsins Steph-
ans G. Stephanssonar hefðu getað
verið einkunnarorð vinar okkar
Birgis Thorlacius.
Þrátt fyrir háan aldur og erfið
veikindi síðustu árin var hann síung-
ur í anda, tók fagnandi á móti hverj-
um degi og naut þess að hafa þrek til
að vinna að eigin málum og annarra
allt til síðustu stundar.
Alltaf átti hann svör við spurning-
um okkar, alltaf varð hann glaður er
vel gekk, alltaf átti maður vísa sam-
úð þegar á móti blés. Börnin áttu í
Birgi sérstakan vin sem hlustaði og
talaði við þau eins og fullorðin væru
og skildi að stundum er barnssálin
ennþá eldri og dýpri en aldur barns-
ins sagði til um.
Ég var aðeins sjö ára þegar ég sá
Birgi í fyrsta sinn, þar sem hann reis
upp úr svefnpoka á stofugólfinu
heima á Völlum í Svarfaðardal, en
þar var ég í sumarfóstri hjá góðri
frænku minni, Ingibjörgu mágkonu
hans. Ung voru þau Sigríður þá,
glaðir og kátir ferðalangar, komin að
sunnan í sumarfrí til ættingja og
vina. Liðnir eru rúmir sex áratugir
síðan þá, en sannarlega entist gleðin
og kærleikurinn þeirra í milli öll
þessi mörgu ár. Þótt þáttaskil séu í
lífi þeirra nú trúi ég eins og ljóð-
skáldið góða kvað: „ – en anda sem
unnast fær aldregi eilífð að skilið.“
Innilega samúð vottum við Sigríði
frænku okkar vegna andláts hennar
elskulega eiginmanns, Birgis
Thorlacius, ennfremur öllum þeim er
honum voru kærir og sakna nú vinar
og góðs frænda í stað.
Við kveðjum vin okkar Birgi með
þakklæti fyrir kærleiksríka vináttu
og góðar samverustundir. Blessun
Guðs fylgi göfugri og góðri sál um
nýja vegi.
Stefanía María Péturs-
dóttir, Ólafur Tómasson,
börn þeirra og fjölskyldur
frá Þinghólsbraut 60.
Stjarnan sem ég horfi á, er mað-
urinn sem ég sakna.
Hann veit að ég mun syrgja hann
um ævir og aldir, en fyrir hann mun
lífið ganga og við hittumst fyrir hin-
um megin og þá spjöllum við og hlæj-
um, og erum aftur saman.
Una Björg Magnúsdóttir.
Sumarið 1956 var mér falin for-
ysta menntamálaráðuneytisins. Þá
var ég nýorðinn fertugur. Ráðuneyt-
isstjóri var Birgir Thorlacius, fjórum
árum eldri. Hann hafði áður verið
ráðuneytisstjóri Ólafs Thors for-
sætisráðherra, mat hann mjög mikils
og kvaðst hafa mikið af honum lært.
Jafnframt hafði hann gegnt ýmsum
störfum í tengslum við æðstu stjórn-
sýslu ríkisins.
Samstarf okkar Birgis í mennta-
málaráðuneytinu varði fimmtán ár
samfleytt. Auðvitað naut ég góðs af
reynslu hans og dómgreind. En
ennþá meira virði urðu mér þeir
mannkostir, sem ég kynntist. Það
var hollt að eignast einlæga vináttu
slíks manns.
Þjóðfélagi, sem vill vera gott og
réttlátt, er það mikil nauðsyn, að þeir
menn og þær konur, sem annast
stjórnsýslu þess, grundvalli störf sín
á þekkingu og móti þau af góðvild.
Birgir Thorlacius var sómi stéttar ís-
lenskra embættismanna. Öll spor
hans voru stigin af góðum manni og
góðri eiginkonu.
Gylfi Þ. Gíslason.
Birgir Thorlacius var fyrsti ráðu-
neytisstjóri í menntamálaráðuneyt-
inu þegar forsætis- og menntamála-
ráðuneyti var skipt í tvö ráðuneyti
árið 1970 en hafði áður verið ráðu-
neytisstjóri í sameiginlegu forsætis-
og menntamálaráðuneyti frá árinu
1947.
Með Birgi Thorlacius er genginn
einn þeirra Íslendinga sem með
löngum og farsælum starfsferli
lögðu ómetanlegan skerf til þróunar
íslenskrar stjórnsýslu. Framlag
hans stendur óhaggað í tímans rás.
Fámenn stjórnsýsla vann öflugt
starf undir hans forystu jafnframt
því sem henni óx fiskur um hrygg
með fjölgun starfsfólks og auknum
verkefnum er fram liðu stundir.
Örar þjóðfélagsbreytingar í hin-
um vestræna heimi á sjöunda og átt-
unda áratugnum kölluðu á umræður
og breytingar á menntakerfum þjóð-
anna. Gilti þar einu hvort um var að
ræða grunn-, framhaldsskóla- eða
háskólakerfi.
Ísland fór ekki varhluta af þeim
miklu hræringum og tók mennta-
kerfi landsins umtalsverðum breyt-
ingum á þeim árum. Á þeim vett-
vangi vann Birgir Thorlacius
giftudrjúgt starf af þeim eldmóði
sem svo mjög einkenndi hann við þau
trúnaðarstörf sem honum voru falin.
Ég kynntist Birgi Thorlacius ekki
persónulega, en í störfum mínum að
skólamálum á þeim tíma sem hann
var ráðuneytisstjóri komst ég að
raun um að hann var óumdeilanlegur
stuðningsmaður nýjunga í skóla-
starfi og hvatamaður breytinga sem
hann taldi landi sínu og þjóð til heilla.
Engum sem að mennta- og menn-
ingarmálum komu duldist óeigin-
gjarnt og metnaðarfullt starf hans
við að veita málefnum sem mennta-
málaráðuneytið varðaði brautar-
gengi. Gilti hið sama hvort sem var á
innlendum eða erlendum vettvangi
en Birgir átti sæti í fjölda nefnda á
vegum Íslands á erlendri grund til
stuðnings íslenskri menningu og
menntun.
Í núverandi embætti mínu sem
ráðuneytisstjóri í menntamálaráðu-
neyti hef ég átt þess kost að kynnast
þeirri kostgæfni sem Birgir Thorla-
cius sýndi í embættisfærslum sínum,
okkur sem eftir komum til eftir-
breytni.
Við fráfall Birgis Thorlaciusar
fyrrverandi ráðuneytisstjóra votta
ég eftirlifandi eiginkonu hans frú
Sigríði Thorlacius og aðstandendum
þeirra samúð mína.
Guðríður Sigurðardóttir.
Birgir Thorlacius hóf störf í
stjórnarráðinu 1935 og vann þar um
nærfellt hálfrar aldar skeið þar til
hann lét af starfi ráðuneytisstjóra í
menntamálaráðuneytinu árið 1983.
Með honum er horfinn sá maður sem
ætla má að hafi verið flestum gjör-
kunnugri í völundarhúsi íslenskrar
stjórnsýslu eins og þar háttaði til
drjúgan hluta tuttugustu aldar.
Hann vann fyrst í fjármálaráðuneyt-
inu en síðan í forsætisráðuneytinu og
sinnti um skeið störfum fyrir
menntamálaráðherra. Árið 1947 var
stofnað sérstakt ráðuneyti mennta-
mála en stjórnsýsluleg tengsl voru
milli þess og forsætisráðuneytisins
fram til ársloka 1969 og Birgir var
ráðuneytisstjóri beggja. Eftir gildis-
töku nýrra laga um Stjórnarráð Ís-
lands 1. janúar 1970 voru þessi
tengsl rofin og Birgir stýrði síðan
menntamálaráðuneytinu til starfs-
loka. Starfsleg tengsl við embætti
forseta Íslands hafði hann einnig,
bæði sem ríkisráðsritari um langt
skeið og forsetaritari um tíma. Áður
en hann réðst til starfa í stjórnar-
ráðinu hafði hann m.a. verið þing-
skrifari á Alþingi og hann hafði gam-
an af að minnast þess tíma. Öll þessi
reynsla gerði það að verkum að fátt
af því sem að höndum bar í stjórn-
kerfinu var líklegt til að koma Birgi
„í opna skjöldu“ eins og nú er gjarn-
an tekið til orða, enda var hann ekki
uppnæmur fyrir smámunum.
Veigamesti þátturinn í starfsævi
Birgis tengdist menntamálaráðu-
neytinu. Hann mótaði starfshætti
þess frá upphafi og setti svip sinn á
þróun þess hátt á fjórða áratug. Um-
svifin fóru vaxandi og starfsmönnum
fjölgaði, einkum í kringum 1970 þeg-
ar starfsemi fræðslumálaskrifstof-
unnar var færð inn í ráðuneytið. Tek-
in var upp deildaskipting og ýmiss
konar ný tækni hagnýtt eftir föng-
um. Birgir var áhugasamur um slík-
ar framfarir og mátti um það er lauk
muna tvenna tíma í þeim efnum.
Til að átta sig á því hve langt og
viðburðaríkt skeið starfsferill Birgis
í menntamálaráðuneytinu spannaði
nægir að nefna örfá dæmi um mál-
efni sem komu til kasta ráðuneytis-
ins á þeim tíma. Við upphaf hans var
ný fræðslulöggjöf að komast til
framkvæmda. Aldarfjórðungi síðar
veitti Birgir forustu nefnd sem und-
irbjó nýja lagasetningu um grunn-
skóla og undir starfslokin átti hann
þátt í því að leggja drög að háskóla-
kennslu á Akureyri. Hann vann að
undirbúningi löggjafar um fjárhags-
stuðning við tónlistarskóla og laga
um færslu kennaramenntunar á há-
skólastig. Ýmsar menningarstofnan-
ir sem nú eru gamalgrónar komust á
legg á þessum tíma, m.a. Þjóðleik-
húsið, Sinfóníuhljómsveit Íslands,
Listahátíð í Reykjavík og Stofnun
Árna Magnússonar á Íslandi. Þetta
er reyndar fánýt og villandi upptaln-
ing því að margfalt fleira verður
ónefnt af hliðstæðum viðfangsefnum
frá þessum tíma þar sem Birgir
Thorlacius kom við sögu með einum
eða öðrum hætti. Aðild menntamála-
ráðuneytisins að fjölþjóðlegu sam-
starfi í mennta- og menningarmálum
færðist mjög í aukana á þessum ár-
um og Birgir tók drjúgan þátt í því
starfi, bæði á norrænum og alþjóð-
legum vettvangi. Hann beitti sér fyr-
ir því að menntamálaráðuneytið hóf
árið 1949 að veita erlendum stúdent-
um styrk til náms í íslenskri tungu,
bókmenntum og sögu við Háskóla
Íslands. Hann lét sér mjög annt um
að dvölin hér yrði styrkþegunum ár-
angursrík og ánægjuleg; sumir
námsmennirnir urðu heimagangar á
heimili þeirra hjóna og bundu við
þau ævarandi vináttu.
Birgir Thorlacius var mikill elju-
maður og gæddur ótæpilegu starfs-
þreki sem entist honum til æviloka.
Vinnutíminn í ráðuneytinu var oft
langur og ekki einskorðaður við
virka daga. Ég held að vinnan hafi
verið honum gjöful, enda verkefnin
fjölbreytt og tækifærin mörg til að
láta að sér kveða þörfum málefnum
til gagns. Þess varð stundum vart að
þjóðsögur væru á kreiki um að Birg-
ir væri allheimaríkur í ráðuneytinu
og réði mestu um afdrif mála. Hitt
var þó sannara að hann vissi manna
best að starfsmenn ráðuneytis vinna
öll sín verk á ábyrgð ráðherra. Hann
lagði áherslu á að menn væru þess
minnugir og brygðust ekki trúnaði í
því efni.
Þótt Birgir sinnti starfi sínu af al-
úð og áhuga fór því fjarri að það væri
allsráðandi í lífi hans. Hann átti sér
mörg önnur hugðarefni og kunni vel
að njóta þeirra. Hann var víðförull,
bæði á vegum starfsins og utan þess
og þau hjónin rituðu saman bók með
frásögnum af ferðum sínum. Jafn-
framt naut Birgir sín vel heima fyrir
á hlýlegu og menningarlegu heimili
þeirra Sigríðar. Engum fékk dulist
hve náið og traust samband þeirra
var og hvílíkan styrk þau höfðu hvort
af öðru. Þau voru höfðingjar heim að
sækja eins og starfsfólk mennta-
málaráðuneytisins fékk oft að reyna.
Birgir Thorlacius var gagnmennt-
aður maður, víðlesinn og margfróð-
ur. Saga Íslands bæði á fyrri og síð-
arí tímum var honum mjög tiltæk.
Hann var málamaður góður og hafði
sérlega traust vald á íslenskri tungu.
Honum var eðlilegt að tala og rita
skýrt og skipulegt mál, kjarngóða ís-
lensku, en hann var frábitinn tilgerð
og málskrúði. Hann sagði vel frá og
bjó að mörgum hnyttilegum sögu-
efnum. Hann var glöggskyggn og
einarður, traustur maður og ekki
hvikull í viðhorfi til manna eða mál-
efna.
Birgir Thorlacius var húsbóndi
minn í menntamálaráðuneytinu í ríf-
lega tuttugu og fjögur ár. Á marg-
víslegt og náið samstarf okkar brá
aldrei neinum skugga og ég á honum
þökk að gjalda fyrir óbilandi stuðn-
ing og vinsemd öll þau ár og æ síðan.
Sú þökk er mér nú efst í huga ásamt
þeirri ósk til handa Sigríði að birta
og ylur minninganna megi sem fyrst
reynast sorginni yfirsterkari.
Árni Gunnarsson.
Birgir Thorlacius var óvanalegur
embættismaður. Hann starfaði leng-
ur í Stjórnarráði Íslands en nær allir
aðrir. Hann var valdamikill og naut
meira álits en flestir aðrir og hann
skóp eitt stærsta ráðuneytið,
menntamálaráðuneytið, öðrum
fremur. Staða hans í ráðuneytinu var
enn fremur með þeim hætti, að hann
var „hann“ í ráðuneytinu og menn
töldu á tíðum, að betra væri að tala
við „hann“ en ráðherrann. Ég á Birgi
margt að þakka, en vil að honum
látnum einungis minnast hér á
tvennt sem ríkt er í minni.
Sumarið 1967 var annasamt. Ég
var að ganga frá doktorsritgerð er-
lendis, sinna skyldu í héraði auk ann-
ars. Fyrirrennari minn í starfi,
Kristinn Stefánsson, frændi Birgis
og venslamaður, var orðinn alvar-
lega veikur og til stóð, að ég yrði
settur til þess að gegna störfum hans
í veikindaleyfi hans frá upphafi há-
skólaárs um haustið. Áður en svo
yrði dó Kristinn. Var þá allt komið í
eindaga og ég fékk þau boð frá rekt-
or og deildarforseta að ég „myndi fá
greitt fyrir starfið síðar þegar ég
hefði verið skipaður!“ Þeim, sem lítið
eiga salt í heimilisgrautinn, þótti
þetta bág tíðindi og ólífvænlegt við
að búa. Ég sneri mér því til Birgis.
Hann ræddi við ríkisféhirði – og
sagði mér að sækja kaupið mitt
þangað. Ríkisféhirðir sagðist reglum
samkvæmt ekki mega greiða mér
féð, en gerði það nú samt, því að
„hann“ hefði mælt svo fyrir!
Snemma árs 1970 kom þáverandi
ráðherra heilbrigðismála upp á mig
að stýra fyrsta könnunarhópi um
notkun ávana- og fíkniefna hér á
landi. Aukaafurð af þeirri vinnu var
lítill fræðslupési. Birgir fékk áhuga á
þessum pésa og gaf hann út á ný lít-
illega endurskoðaðan 1972. Enn síð-
ar fór hann að ámálga við mig, að
gefa þyrfti út bók um efnið. Tvívegis
fékk hann mig á fund með oddvitum
framhaldsskóla í landinu til þess að
heyra álit þeirra á málinu. Fór svo að
lokum, að til varð bókin: „Lyfjafræði
miðtaugakerfisins.
Nokkrir höfuðdrættir. Helstu
vímugjafar, sem gefin var út af Há-
skóla Íslands og menntamálaráðu-
neytinu 1984. Ég gat sent Birgi
fyrsta eintakið á Þorláksmessu 1984,
en hann hafði þá látið af störfum.
Hvergi nokkurs staðar var skrifað á
blað, að ég skyldi skrifa þessa bók,
né fá fé fyrir.
Engu að síður gat ég valsað með
kafla og handritsbrot í ríkisprent-
smiðjuna eins og mér hentast þótti í
annasömu starfi, því að „hann“ hafði
sagt það! Og að lokum fékk ég svo
höfðingleg ritlaun fyrir, hin einu slík
um dagana, þótt „hann“ væri þá
hættur störfum. Vera má, að hér hafi
ég einnig notið velvilja þáverandi
ráðherra.
Að lokinni langri leið er mér minn-
ingin kær um embættismanninn sem
barg mér ungum fyrir horn í efna-
hagslegu tilliti og fékk mig síðar til
þess að takast á til fullnustu að beita
íslensku til fræðilegra skrifa. Og
minningin um góðan dreng mun æ
lifa.
Þorkell Jóhannesson.