Morgunblaðið - 11.10.2001, Side 47

Morgunblaðið - 11.10.2001, Side 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 47 ✝ Ólafur Sveinssonfæddist í Skaftár- dal á Síðu 24. október 1912. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 19. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Sveinn Steingrímsson, f. 25.10. 1874, d. 23.12. 1964, og Margrét Einarsdóttir, f. 15.7. 1878, d. 2.7. 1965. Systkini Ólafs eru: Einar, f. 22.5. 1903 (látinn), Björn, f. 30.9. 1904 (látinn), Steingrímur, f. 28.6. 1906 (látinn), Valgerður, f. 4.10. 1907 (látin), Ingibergur, f. 21.11. 1908 (látinn), Þórunn, f. 24.3. 1910, Sigríður, f. 25.1. 1914, og Guðlaug, f. 12.2. 1916. Eiginkona Ólafs var Sigrún Runólfsdóttir frá Bakkakoti í Meðallandi, f. 8. apríl 1922, d. 28. október 1998. Börn þeirra eru: 1) Gunnar, f. 12.6. 1950, d. 22.5. 1956. 2) Kjartan, f. 24.10. 1952, ókvænt- ur. 3) Sigrún, f. 5.4. 1955, m. Bárð- ur M. Níelsson, f. 30.1. 1954. Eiga þau tvo syni, Ólaf Níels, f. 1.10. 1982, og Sigurbjörn, f. 9.1. 1989. 4) Helga Ólafsdóttir, f. 6.7. 1957, m. Bjarni Jón Finnsson, f. 7.9. 1957. Eiga þau tvær dætur, Drífu, f. 28. 2. 1978, í sambúð með Árna Jóhannssyni, f. 26.8. 1978, og Sig- rúnu, f. 10.10. 1986. 5) Guðrún, f. 10.5. 1959, fyrrv. m. Gísli D. Reynisson, f. 3.11. 1957. Eiga þau fimm börn, Æsu, f. 28.12. 1977, í sambúð með Þráni Sigurðssyni, f. 21.3. 1977. Barn þeirra er Katla Þöll, f. 3.7. 2001. Óðin, f. 30.5. 1982, unnusta Sigrún Ásgeirsdóttir, f. 1.8. 1982, Þor- gerði Hlín, f. 13.3. 1987, Guðrúnu Lilju, f. 17.6. 1989, og Gunnar Svein, f. 30.4. 1991. 6) Valgerður, f. 10.5. 1959, m. Knútur Halldórs- son, f. 19.4. 1957. Eiga þau tvær dætur, Báru, f. 12.5. 1984, og Ernu, f. 12.5. 1984. Ólafur og Sigrún hófu búskap á Botnum í Meðallandi haustið 1950 og bjuggu þar alla sína tíð. Útför Ólafs fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jarðsett var í heimagrafreit 25. ágúst. Ólafur Sveinsson fæddist 24. októ- ber 1912 í Skaftárdal. Hann lést 19. ágúst síðastliðinn. Þann dag var sjúp- faðir minn, Benedikt Ólafsson, 91 árs. Með þeim var óslitinn vinarþráður í meir en hálfa öld. Óli mundi eftir Kötlugosinu 1918. Hann kynntist dul- úð Skaftár, þessarar kraftmiklu jök- ulsár sem gat komið öllum í opna skjöldu með sínum jökulhlaupum og duttlungum sem gátu teygt anga sína alla leið að túnum í Botnum hér á ár- um áður þegar örlög hans voru ráðin er hann hóf búskap fyrir meir en 50 árum í Botnum með konu sinni, Sig- rúnu Runólfsdottur. Líklega mótaði þetta hann því ekkert kom honum á óvart sem náttúruhafmarir höfðust að, sem hann fór ekki varhlut af. Óli var mikill hugsjónamaður og dug- mikill til verka. Hann var dagfars- prúður og góðmenni, vildi allt fyrir alla gera. Við okkar fyrstu kynni er ég fór með foreldrum mínum í heim- sókn til ungu hjónanna á Botnum er þau voru nýflutt þangað með ungan son sinn, heillaðist ég af Botnum þá strax og hefur mér alltaf fundist þetta fallegasti staðurinn í Meðal- landinu. Árin liðu hvert af öðru. Sigga og Óli unnu hörðum höndum. Botna- jörðin bauð upp á mikið, var fljótlega farið að virkja þar til allt var orðið upplýst þar á bæ. Börnin urðu fimm, dugmikil og bráðvel gerð. Við hjónin komum þarna næstum hvert sumar með unga syni okkar í byrjun, og hefur svo verið næstum fram á þennan dag. Óli og maður minn, Kristinn, náðu vel saman og hvatti Óli hann að koma í veiði sem oftast. Með okkur Siggu tókst vin- skapur sem aldrei bar skugga á. Var farið með börnin í ferðalög um sveit- ina og alltaf verið að gera eitthvað skemmtilegt. En eitt stendur upp úr sem var ævintýraferð. Óli sagði eftir það ferðalag að það hefði þurft að skrifa um það. Því ætla ég að láta þá sögu fylgja hér með. Sumarið ’75 komum við hjonin með vinafólki okkar við á Botnum og ætl- uðum að fara upp í Laka. Þá var faðir Siggu, Runólfur Runólfsson frá Bakkakoti, staddur þar, kominn á ní- ræðisaldur. Þau slógu til og komu öll með tíu manns og tvö börn. Það var farið á tveim Wagoneer–jeppum. Þetta átti bara að vera hálfs dags ferð og var lagt af stað upp úr hádegi og gekk ferðin vel upp á Laka. Svo var farið niður hjá sæluhúsinu og tekið upp nestið. Ég og Óli fórum að rifja upp ferð sem við fórum tíu árum áður og höfðum við þá komið niður í Skaft- árdal, sem sagt hringferð. Í þessu sjáum við að þarna er búið að ýta hrauninu niður eftir Hellisá og höld- um við að þarna sé kominn vegur. En þegar farið var að keyra á þessum stóru jeppum niður hraunið, þá eru þetta ýturuðningar sem ólíklegt er að nokkur hafi ferðast um á bílum, og þar vorum við komin í sjálfheldu og gátum ekki snúið við því hraunið náði langt upp á miðja bíla. Svo ekkert var hægt annað en að keyra bara áfram og sjá hvað tæki við. En Óli þekkti þessar slóðir frá fyrri tíð. Eftir nokk- urra klukkutíma keyrslu, sem fór hægt því fólkið gat gengið með bíl- unum, fór að gæta örvæningar hjá fólkinu. Óli hélt alltaf sinni ró og taldi í okkur kjark um að þetta mundi blessast en svo endar troðningurinn við á. Þá var okkur öllum lokið. Þá reyndi á kunnáttu Óla við ána sem var líklega Hellisá. Þarna framundan voru klappir sem Óli hefur þekkt. Hann tók fólkið og stillti því upp eins og stikum á klappirnar og lét bílana keyra eftir sinni leiðsögn því það var að byrja að dimma og komið fram yfir miðnætti. Svo fór Óli yfir ána með ljós og lýsti þar sem bílarnir áttu að koma upp á bakkann hinum megin. Þetta gekk en svo tóku við mýrar, líklega Selmýrar, og ekki mátti miklu muna að bílarnir festust. Það var keyrt í fyrsta gír þó nokkra leið og spennan var í hámarki hjá ferðafélögunum, en svo komum við yfir og að Skaftárdal. Þá létti öllum og Runólfur faðir Siggu tók lagið og tóku allir undir. Þetta var hans fyrsta ferð fyrir ofan fjöll eins og hann sagði sjálfur. Það var komið heim að Botnum um þrjú um nóttina. Ef þetta ferðalag hefði verið farið án Ólafs Sveinssonar þá hefði illa farið í þá daga. Þetta hefði enginn getað hugsað til enda. En öll ævintýri eru góð sem enda vel og oft var þetta rifjað upp á góðra vina stundum með þeim hjónum í Botnum. Margar eru góðar minning- ar sem mín fjölskylda á með þeim hjónum og börnum þeirra sem við geymum vel. Vil ég biðja góðan Guð að blessa framtíð barna þeirra og barnabarna. Súsanna Kristinsdóttir. ÓLAFUR SVEINSSON Eftirstríðsárin voru mörgum þung í skauti, almennt atvinnuleysi samfara miklum skorti á mat og öðrum nauð- synjum. Þetta ástand bitnaði ekki síst á frændþjóð vorri Færeyingum en þaðan komu marg- ir djarfhuga ungir menn til að freista gæfunnar hér á landi. Einn þessara ágætu manna var Einar Kristjánsson Færeyingur eins og við sem til hans þekktum kölluðum hann ævinlega. Hann kom á litlum kútter, fyrst til Seyðisfjarðar á átjánda ári með koffort og poka- skjatta á baki, aleigu sína eins og hann sagði mér síðar, litaðist um á bryggjunni, en Austfjarðaþokan blandaði ekki geði við fátækan Fær- eying og fábreytnin þar heillaði hann ekki til dvalar þar. Leiðin lá norður fyrir land með sama skipi og seint og um síðir var komið til Ak- ureyrar en þar fann Einar fótum sínum forráð, kynntist konu sinni og starfaði um árabil á Kristneshæli við Eyjafjörð. Síðar lá leið þeirra hjóna til Reykjavíkur þar sem Ein- ar hóf störf hjá fyrirtæki Tryggva Ófeigssonar á Kirkjusandi við smíð- ar og fleira en hann var hagur til handa og smiður góður, nánast dverghagur, sem ef til vill má rekja í föðurarf en faðir hans var velkunn- ur húsasmiður í Færeyjum í seinni tíð. Kynni okkar hófust fyrir alvöru þegar Einar kom til starfa við fyr- irtæki föður míns, Persíu teppa- verslun, en þar vann Einar um ára- fjöld við teppalagnir og fáir ef nokkur sýndu betra handbragð við lagnir og smíðslag. Einar eignaðist tvö mannvænleg börn með konu sinni Sólveigu en þau slitu samvistum og bjó Einar einn eftir það við Baldursgötu hér í borg. Hann unni hag sínum vel í ein- verunni, „mér leiðist aldrei, Hilm- ar“. Já, það má með sanni segja að EINAR DANIEL KRISTJÁNSSON ✝ Einar DanielKristjánsson fæddist í Klakksvík í Færeyjum 8. febrúar 1926. Hann lést á heimili sínu 22. sept- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkj- unni 3. október. það er gott að geta ver- ið einn með sjálfum sér í einverunni á efri ár- um, aldraðir margir eiga erfitt með það. Í Þingvallasveit, nánar tiltekið í landi Miðfells, byggði Einar sér sumarbústað fyrir rúmum tuttugu árum, þar var engum í kot vísað ef gesti bar þar að garði. Margar óborganlegar minn- ingar eigum við vinir og vandamenn þaðan enda oft hlegið dátt að græskulausu gamni þínu um menn og málefni. Úr minningabrunni for- tíðar sagðir þú mér margar sögur, allar skemmtilegar. Til að mynda þegar þú og félagi þinn einn komuð auga á hvalatorfu sem þið sáuð nálgast land og uppi varð fótur og fit við að koma björg í bú og þið fenguð að velja besta bitann fyrir vikið. Eins þegar kennarinn vildi flengja þig fyrir einhver óknytti í skólanum en þá kom ráðdeild þín þér til hjálpar því þú hafðir sett skólabækurnar inn fyrir brækurnar og niður á rass og dró það verulega úr sársaukanum sem á eftir fylgdi en það var alsiða í þá daga að pískur var notaður á pörupilta í skólum. Meðal vina og kunningja var Ein- ar oftast svo glettinn og kátur að ætla mætti að allt léki honum í lyndi og kenndi þá jafnan mikils gáska, stundum svo að engin alvara komst að fyrir spaugi og gamanyrðum. Já, það væri hægt að mæra þennan góða dreng lengi og vel en það var aldeilis ekki svo að Einar minn væri skaplaus, það fór þó dult og vel farið með. Börn voru honum sérlega hug- leikin og margt barnshjartað gladdi þessi æringi með fádæma uppákom- um og gjafmildi. Þeirra á meðal eitt barnabarn mitt sem sagði á stund- um: „Afi, komum til Einars afa.“ Já, bragð er að, þá barnið finnur. Ég vil að lokum þakka forsjóninni fyrir að hafa átt þig sem vin ævi- langt, kynni öll, hjálp og ráðdeild í árafjöld, þú skildir betur við þennan heim sem þú fæddist í. Sól mun skína yfir ævi þína. Aðstandendum öllum votta ég innilega hluttekningu. Hilmar Hlíðberg. Hafsteinn kenndi okk- ur til verka. Fyrstu sumrin sem við unnum hjá Steiniðju S. Helga- sonar var það undir handleiðslu hans. Hann hafði yfirum- sjón með útivinnu fyrirtækisins. Vinnan fólst aðallega í því að reisa legsteina í kirkjugörðum suðvestur- hornsins, byggja smærri mannvirki fyrir fasta viðskiptavini fyrirtækisins og leggja steinvirki ýmiss konar í samvinnu við múrara og steinsmiði fyrirtækisins. Hafsteinn var að mörgu leyti sér- stæður maður. Verkamaður og stolt- ur af starfi sínu. Á miðjum aldri tók hann sig til og lærði pípulagnir og starfaði við það fag þar til hann veikt- ist fyrir tæpu ári síðan af þeim sjúk- dómi sem dró hann til dauða. Lífsbar- átta Hafsteins var hörð. Hann og kona hans Margrét Þorsteinsdóttir voru barnmörg og eignuðust enn fleiri barnabörn. Hjónin unnu bæði HAFSTEINN DANÍELSSON ✝ Hafsteinn Daníels-son fæddist í Borg- arnesi hinn 15. mars 1936. Hann lést á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi í Fossvogi hinn 30. ágúst síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Lága- fellskirkju 6. septem- ber. hörðum höndum en það dugði vart til á stundum. Hafsteinn kvartaði ekki en hafði aftur á móti afgerandi skoðanir á misskipt- ingu auðs og tæki- færa. Við lærðum fljótt að vantreysta mennta- mönnum og þá sér- staklega verkfræðing- um og öðrum þeim sem bjuggu til for- skriftir við teikniborð án þess að hafa tekið ærlega til höndunum sjálfir, eins og hann hefði orðað það. Þetta voru ekki fordómar að hans mati. Hann bar mikla virðingu fyrir góðum fagmönnum eins og t.a.m. Hannesi Davíðssyni arkitekt sem hann vann lengi náið með. Hann var aftur á móti óspar á sögur af fræð- ingum sem hann stóð að því að brjóta náttúrulögmálin með því að hanna einhverjar, að hans mati, ófram- kvæmanlegar gloríur. Það er spurn- ing hvort síðbúin faggráða hans í pípulagningum mildaði þessa afstöðu hans, en hvernig sem það fór, hvatti hann afkomendur sína til mennta ef tækifæri til þess sköpuðust. Hafstein dreymdi líklega alltaf um að hverfa aftur til sveitarinnar og ger- ast bóndi. Hann var sjaldan ánægðari en þegar hann var að spjalla við bændur í réttum Borgarfjarðar. Þessi draumur hans varð þó aldrei að öðru en sumarbústað á þeim stað sem hann taldi vera sína heimabyggð. Á síðari árum, þegar samskiptin urðu stopul, er það myndin af Haf- steini umkringdum barnabörnum sem er hvað sterkust. Barnabörnin, sem mörg hver bjuggu tímabundið hjá afa sínum og ömmu, hændust mjög að Hafsteini, jafnvel þó hann væri bæði hrjúfur á yfirborðinu og jafnvel höstugur. Það var eitthvað í viðmóti hans, hlýja og staðfesta. Hafsteinn og fjölskylda hans hafa svo sannarlega þurft að hafa fyrir líf- inu. Ef litið er til baka þá gæti líf hans hafa snúist um nauðþurftir handa sér og sínum, en það var ríkara en svo. Þau áttu sínar góðu stundir og það verða þær sem lifa í minningunni. Við kveðjum læriföður okkar, þökkum honum uppeldið og vottum aðstandendum innilega samúð. Örn Daníel Jónsson, Friðrik Þór Friðriksson.                                      !  " #  $ % &      !"  "  # " $   "$ #  % !"&   !" $   %# '    $ ( ' (                )*+, -)./!  0/  $   )*! +  "  , +&  - "  ! . $      & /      ! .1 )"%$   !"  /2% 2 .1   2 *23$ .1     $   .2   %"2  (Sími 562 0200 Erfisdrykkjur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.