Morgunblaðið - 11.10.2001, Síða 48

Morgunblaðið - 11.10.2001, Síða 48
MINNINGAR 48 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Guðrún í Björk er fallin frá. Hún varð okkur öllum sem næst henni stóðum harmdauði. Ekki ein- asta vegna þess að við sáum þar á bak umhyggjusamri og ástríkri móð- ur og formóður, heldur líka hins, að með henni misstum við bakhjarl sem var í senn góður vinur og skemmti- legur félagi á góðum stundum. Og þrátt fyrir háan aldur hélt hún and- legri heilsu og reisn allt til síðustu stundar. Guðrún var fædd árið 1913 og hafði því lifað tímana tvenna. Hún var stálminnug og var unun að hlusta á lýsingar hennar á aldarhátt- um fyrri hluta síðustu aldar, allt frá bernskudögum á Ingvörum fram til fullorðinsára á Dalvík. Hún var glögg á kosti og lesti þeirra tíma og órög að reifa skoðanir sínar á mönn- um og málefnum, hvort heldur henni stóðu nær eða fjær. Ríkuleg kímni- gáfa hennar litaði gjarnan frásögn- ina og varpaði lifandi ljósi á liðna at- burði og samtíðarmenn fyrir þá sem GUÐRÚN A. KRISTINSDÓTTIR ✝ Guðrún Aðal-heiður Kristins- dóttir fæddist á Ing- vörum í Svarfaðardal 13. desember 1913. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 25. júlí síðast- liðinn. Útför Guðrúnar fer fram frá Dalvíkurkirkju 31. júlí. á hlýddu, þó án allrar rætni eða ósanngirni. Sterk réttlætiskennd var henni í blóð borin, hún hataðist við allan uppskafningshátt og þoldi illa að fólk væri dregið í dilka eftir upp- runa eða stöðu. Alla starfsævi sína er hún vann öðrum var hún verkakona í sjávarút- vegi á Dalvík, og þar mótaðist róttækt við- horf hennar til launa- mála og aðbúnaðar á vinnustað. Hún var stéttvís kona, lífsskoðun hennar var einlæg og ákveðin og henni veittist létt að miðla af henni til okkar, yngra fólksins, fremur ómeðvitað en af ásetningi. Línurnar voru skýrar og staðreyndir ljósar, enda sóttar beint í reynsluheim þess sem hafði í foreldrahúsum alist upp við góð efni en þurfti á fullorðinsárum að berjast harðri baráttu við fátæktarvofuna sem beið átekta við dyr margs al- þýðumannsins á þessum tímum. Hún hafði reynt svo margt á eigin skinni að við þurftum engra frekari vitna við. Einmitt þess vegna urðu umræðurnar í eldhúsinu í Björk jafnan til þess að brýna okkur og eggja til að marka okkur afstöðu gegn hvers kyns rangsleitni en skipa okkur í lið með sannleikanum og réttlætinu. Og þess vegna hljóma ræður vel launaðra verkalýðsleið- toga af okkar kynslóð oft fáfengilega í samanburði við reynslusögur fólks með svipaða slóð að baki og Guðrún í Björk. Einatt var vinnudagurinn langur frá börnunum sex, stundum hófst hann á beitningu úti í skúrum fyrir allar aldir og lauk síðla dags eftir flökun, snyrtingu og pökkun á frystihúsinu. Síldarsumranna á Dal- vík minntist Guðrún með sérstakri ánægju og sagði oft að þá hefði ekki gefist ráðrúm til að hugsa um þreytu, enda ástæðulaust því alltaf hefði verið svo gaman. Oft hlýtur þó grannvaxinn líkami hennar að hafa kennt svefnleysis og lúa, auk and- legs álags við að sinna öllum þörfum hópsins heima fyrir, ekki síst á með- an Gestur átti í veikindum þeim er hömluðu honum starfsorku um skeið á síðari hluta fimmta áratugarins. „Þá var það Alþýðuflokkurinn sem kom mér til bjargar með barnabót- unum,“ sagði Guðrún eitt sinn í mín eyru. „Ef þær hefðu ekki komið til hefði ég orðið að splundra fjölskyld- unni.“ Þó má telja fullvíst að óbilandi kjarkur og bjartsýni hennar sjálfrar hafi ráðið mestu um að til þess þurfti hvorki að koma fyrr né síðar. Skap- festa og einurð einkenndu hana uns yfir lauk. Það sagði mér eitt sinn samtíðarmaður Guðrúnar að hún hefði verið afar vel skapi farin og geislandi af lífsorku, hvort sem var við leik eða störf, og jafnan hrókur alls fagnaðar þar sem eitthvað var um að vera. Það var Guðrúnu keppi- kefli að vera ekki upp á aðra komin. Fram á síðasta dag var hún veitandi fremur en þiggjandi og veitti höfð- inglega. Smásálir voru henni ekki að skapi, í hvaða tilliti sem var. Æv- inlega átti hún líka víðsýni til að vera hvetjandi þess að við fetuðum nýjar slóðir og bættum hag okkar. Hún var þeirrar skoðunar að allir ættu að reyna krafta sína á eigin forsendum og neyta þeirra færa sem svo ríku- lega byðust nútímafólki, en láta ekki hverjum degi nægja sína þjáningu endalaust. Eina menntunin sem Guðrún naut fyrir utan hefðbundið barnaskólanám var sauma- og hann- yrðanám sem hún stundaði í nokkra mánuði á Akureyri á unglingsárum. Það, ásamt eðlislægri útsjónarsemi, smekkvísi og handlagni, átti eftir að koma henni vel með barnahópinn stóra, sem að sögn þeirra sem til þekktu var á tyllidögum jafnan prúðbúinn heimasaumuðum flíkum sem móðirin sat við fram eftir nótt- um þegar ys dagsins var hljóðnaður. Að eigin sögn hlakkaði hún til þess allan daginn að komast að saumavél- inni ef til stóð að hanna nýja flík og gleymdi jafnskjótt stund og stað er hún var sest við verkið. Fótstigin saumavél húsfreyjunnar í Björk hef- ur verið í notkun allt fram á síðustu ár, og verða seint taldir kílómetr- arnir sem hún hefur lagt að velli á ferli sínum. Á liðnum vetri rifjaði Guðrún upp í spjalli okkar hve oft söngæfingar voru haldnar í litlu stof- unni í Björk þegar Gestur var að æfa kóra sína og sönghópa fyrir ýmis til- efni í skemmtanalífi Dalvíkinga og Svarfdælinga. Sjálf söng hún um árabil í kirkjukórum með Gesti og tók auk þess þátt í öðru söngstarfi þegar svo bar undir, búin hárri sópr- anrödd og músíkölsk með ágætum. Þá sagðist hún jafnan óska þess að hún væri orðin ung í annað sinn er hún léti hugann reika aftur til þess- ara tíma – „sem ég geri æ oftar“, sagði hún. „Þetta voru einhverjar bestu stundirnar í lífi mínu. Ég vildi að ég gæti lifað þær allar upp aftur.“ Saga Guðrúnar í Björk er ef til vill hvorki stórbrotin á mælikvarða mannkynssögunnar né einstök, mörg móðir hefur í hljóði fetað svip- aða slóð af fórnfýsi og fádæma þrautseigju. Lífsferill þessara kvenna getur þó endalaust orðið okkur eftirkomendum til lærdóms og uppörvunar, kennt okkur að vera hlutverki okkar trú og gefast ekki upp þótt móti blási. Samkvæmt því sem hin stóra bók kennir verða slíkir að lokum settir yfir mikið. Guðrúnu tengdamóður minni á ég meira að þakka en flestum öðrum. Nítján ára gamalli bætti hún mér í barnahópinn sinn og leiddi mig til frekari þroska og skilnings á lífinu. Börnum mínum reyndist hún betur en orð fá lýst. Ég hefði viljað njóta samvista við hana lengur. Solveig Brynja Grétarsdóttir. ' (    &              +). !  0# -00 4"5$26  5 3      !  "      0        1!  " ! 2! !  1 $  52  2  !"&  2&  7  2$ ' '  $ ' ' '  ( ' (     "    (  0# 4! * # 48&6 93"       3!  "      4        1!  " ! 2! ! # 8 2  :%" ; $ '  <&  3 52 $ '  ( 5           !*  !9) -00 12'= 1%   , +&   &       3!  " #      6     $  )!  " ! 1!1 ! 9>22.1   $  '1  .1      # 5 $ 22 %&(.1   $ !" .(!  4  (.1   $      ' '  $ ' ' '  (                     ! # . 0 22'$ &= 1%      1!  "      7    $   )!  " ! 1!1 ! 7         /     /        "  8 ""    ! !"'1   (   '   '  ' '  $ ' ' '  ( ' (                  )/:        & 7   & /   9!  "      -   & 7   &     1!  " ! 2! !  %"     7 ! $ 22      2 !"& $ 12  $ !"&   $ %         $  52  3>   ' '  $ ' ' '  ( :   (                 ! # -00 1 ?@ 32%  /   )!  " . $      & /         /  %  ! 6   $  A4(/ $  % 03    %  B5 !"&   %&$  4> C5A" $ . 13   &  C5A" $   )"%  $ ' '  ( 5   9D0 !# 5&%"& 3>    ! # % #  3>!&2322( -   /   (   $ /   %     %          $     & $     $       (: /   3 32< ( ;   /    (    , +&  &     ,           &      '$ / $  :"   " $ 22 :"$  9A  /2 :"$ +2 "  1   2 :"  .1 22 $ ' '  $ 2 3'  ( <     9/0/4 0/ / ,3"      =      1!  " ! 2!  "2   !" &>+31 " $  5 2> (

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.