Morgunblaðið - 11.10.2001, Page 53

Morgunblaðið - 11.10.2001, Page 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 53 FYRSTA doktorsvörnin við fé- lagsvísindadeild Háskóla Íslands fer fram föstudaginn 12. október kl. 16. Doktorsvörnin verður haldin í hátíða- sal Háskóla Íslands í Aðalbyggingu. Árelía Eydís Guðmundsdóttir ver doktorsritgerð sína í stjórnmálafræði er hún nefnir: Íslenskur vinnumark- aður á umbrotatímum: Sveigjanleiki fyrirtækja, stjórnun og samskipti að- ila vinnumarkaðarins. Andmælendur eru Stefán Ólafs- son, prófessor við Háskóla Íslands, og Ingi Rúnar Eð- valdsson, dósent við Háskólann á Akureyri. Dokt- orsvörnin er öll- um opin. Í rannsókninni er verið að sýna fram á að tengsl séu á milli breyt- inga á vinnumarkaði og breytinga innan fyrirtækja og stofnana. Ís- lenskur vinnumarkaður á tímabilinu 1987–1995 er sérstaklega rannsakað- ur með hliðsjón af viðbrögðum stjórn- enda og aðila vinnumarkaðarins við efnahagskreppu. Árelía Eydís fæddist 1966, útskrif- aðist með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 1991, með M.sc.-gráðu í vinnumarkaðsfræði frá London School of Economics and Political Science árið 1993. Árelía var í doktorsnámi við University of Essex frá 1993–1997 en flutti þá rannsókn- ina til Háskóla Íslands. Árelía er lektor við Háskólann í Reykjavík og kennir þar stjórnun. Hún hefur verið stundakennari við University of Essex og Háskóla Ís- lands.Vann sem ráðgjafi hjá Gallup á Íslandi 1996–1999. Árelía á eina dótt- ur, Álfrúnu Perlu Baldursdóttur. Doktorsvörn við Háskóla Íslands Árelía Eydís Guðmunds- dóttir VALGERÐUR Sverrisdóttir við- skiptaráðherra hefur opnað nýjan banka, Krakkabankann, með aðstoð barna á Barnaspítala Hringsins. „Krakkabankinn er nýr vefbanki Æskulínu Búnaðarbanka Íslands og býður upp á skemmtun og fræðslu fyrir börn á leik- og grunn- skólaaldri. Í Krakkabankanum kynnast börn ýmsum hliðum á sparnaði í gamni og alvöru. Mest er áherslan þó á gamanið. Á vefnum er að finna fjölda leikja og þrauta auk þess sem útvarp Latibær flytur þar líflega tónlist. Þá geta börnin sótt um netfang á vefsetrinu krakka- banki.is,“ segir í fréttatilkynningu frá Búnaðarbankanum. Í tilefni af opnun Krakkabankans voru tveimur barnadeildum sjúkra- húsa færðar öflugar tölvur. Þessar deildir eru deild 12E á Barnaspítala Hringsins og barnadeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri. Tölv- urnar eru ætlaðar börnum sem dvelja á sjúkrahúsunum og aðstand- endum þeirra. Með nettengingu er þess vænst að eldri börnin geti haft samband við vini utan spítala með tölvupósti. Þá eiga eldri sem yngri börn að geta stytt sér stundir með aðstoð tölvanna. Síðast en ekki síst er þess vænst að foreldrar, sem oft dvelja langdvölum hjá börnum sín- um á sjúkrahúsinu, geti nýtt tölvu- aðgengið til að sinna ýmsum erind- um eða sækja sér upplýsingar. Árni Tómasson, bankastjóri Bún- aðarbankans, afhenti Barnaspítala Hringsins tölvu fyrir börn og að- standendur. Morgunblaðið/Þorkell Krakkabank- inn opnaður ÍSLENSKA stærðfræðafélagið held- ur ráðstefnu sem ber yfirskriftina Stærðfræði á Íslandi 2001 í Reykholti í Borgarfirði dagana 13.–14. október 2001. Tilgangurinn er að safna saman flestum þeirra sem fást við stærð- fræði á Íslandi, hvort sem um er að ræða rannsóknir, kennslu eða beit- ingu stærðfræði til úrlausnar á verk- efnum á öðrum sviðum. Dagskráin er mjög fjölbreytt. Að- allega verður fjallað um rannsóknir í stærðfræði, en einnig stærðfræði- kennslu. Sérstök áhersla verður lögð á hagnýtingu á stærðfræði í fiski- fræði, líftækni og í efnahags- og fjár- málafræðum, en samtals verða haldn- ir 10 fyrirlestrar um þessi efni. Fyrirlesarar eru stærðfræðingar, sem starfa við Hafrannsóknastofnun, Íslenska erfðagreiningu, Kaupþing, Seðlabankann og Háskóla Íslands. Ný námskrá grunn- og framhalds- skóla í stærðfræði auk stærðfræði- kennslu í kennaranámi verða við- fangsefni á sérstökum umræðufundi og munu nokkrir kennarar halda þar framsöguerindi um þessi mál. Ráð- stefnunni lýkur með fjórum fyrir- lestrum um tölvunotkun við stærð- fræðikennslu og rannsóknir. Þátttaka tilkynnist til Raunvísindastofnunar háskólans. Upplýsingar eru á heima- síðu Íslenska stærðfræðafélagsins, www.vedur.is/is/reykholt. Ráðstefna Íslenska stærðfræðafélagsins „Í ÁR, sem og í fyrra, efnir Skot- veiðifélag Íslands til herferðarinnar Láttu ekki þitt eftir liggja þar sem skotveiðimenn eru beðnir um að taka með sér til byggða notuð skothylki, sín og annarra. Umhverfisátak þetta er unnið í samvinnu við umhverfisráðuneytið og OLÍS,“ segir í frétt frá Skotveiði- félagi Íslands. Átak skot- veiðimanna LEIKMANNASKÓLI Þjóðkirkj- unnar býður upp á námskeið í H.Í. mánudagana 15. október og 22. októ- ber n.k. kl. 18.00-20.30 sem nefnist Is- lam í sögu og samtíð. „Þar ætlar sr. Þórhallur Heimisson að veita innsýn í veröld Islam og kynna upphaf, sögu, útbreiðslu og þjóðfélagsáhrif frá dög- um Múhammeðs spámanns til dags- ins í dag. Spurt verður um eðli kór- ansins, stöðu karla og kvenna, trú og stjórnmál og mörg þau atriði sem eru í fréttum í dag. Einnig mun hann fjalla um hina ýmsu flokka múslima s.s. sunníta, shíta, wahabíta og þá sem í dag eru kallaðir bókstafstrúarmenn eða öfgamenn. Skráning fer fram á vef Leik- mannnaskólans, www.kirkjurad.is/ leikmannaskoli,“. Námskeið um íslam Í SAMRÆMI við samning milli Ís- lands og Argentínu, sem öðlaðist gildi 28. september 2001, hefur skylda íslenskra ríkisborgara til að hafa undir höndum vegabréfsáritun í ferðum til Argentínu verið afnumin. Afnám þessarar skyldu er bundið við 3 mánaða dvöl á hverju sex mánaða tímabili fyrir ferðamenn, fólk í við- skiptaerindum og þá sem taka þátt í íþróttum eða vísinda- og menningar- starfsemi, enda sé ekki um það að ræða að viðkomandi stundi launaða vinnu. Sem fyrr þarf sérstök leyfi til lengri dvalar í Argentínu svo og til að stunda þar launaða vinnu. Þarf ekki vegabréf til Argentínu Á AÐALFUNDI fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Hafnarfirði sl. mánudagskvöld var tillaga kjör- nefndar um prófkjör fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar einróma samþykkt. Prófkjörið verður opið þeim stuðningsmönnum Sjálfstæðis- flokksins sem eiga munu kosninga- rétt í Hafnarfirði á kjördegi, segir í fréttatilkynningu. Opið prófkjör sam- þykkt í Hafnarfirði MENNTAMÁLARÁÐHERRA hef- ur skipað húsafriðunarnefnd sam- kvæmt nýjum lögum um húsafriðun nr. 104/2001. Nefndin er nú þannig skipuð: Þorsteinn Gunnarsson arkitekt, formaður, skipaður án tilnefningar, Pétur H. Ármannsson arkitekt, varaformaður, tilnefndur af Arki- tektafélagi Íslands, Einar Njálsson bæjarstjóri, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Nikulás Úlf- ar Másson arkitekt og Guðmundur Þór Guðmundsson lögfræðingur, skipaðir án tilnefninga. Varamenn eru Gylfi Guðjónsson arkitekt, tilnefndur af Arkitekta- félagi Íslands, Ingunn Guðmunds- dóttir, formaður bæjarráðs, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Júlíana Gottskálksdóttir forstöðu- maður, Guðrún Kristinsdóttir safn- stjóri og Lýður Pálsson safnstjóri, skipuð án tilnefninga. Ný skipun í húsafriðunarnefnd MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá stjórn BHM: „Stjórn Bandalags háskólamanna undrast að í tillögum ríkisstjórnar- innar í skattamálum skuli ekki tekið tillit til sjónarmiða háskólamanna, sem ítrekað hafa komið fram, um að afborganir af lánum Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna skuli dragast frá tekjuskattsstofni. Í mörgum til- vikum nema afborganir af námslán- um svipaðri upphæð og ráðstöfunar- tekjur eins mánaðar. Kominn er tími til þess að fyrrverandi lánþegar LÍN fái laun í tólf mánuði eins og flestir aðrir í samfélaginu.“ Dæmi um endurgreiðslur náms- lána segir stjórn BHM vera: Með- allaun félaga í Bandalagi háskóla- manna eru um 270.000 á mánuði. Útborguð laun eru þá um 178.000. Samkvæmt vef LÍN eru afborganir þeirra sem eru með 3.250.000 í árs- tekjur; 154.375 fyrir þá sem tóku lán eftir 1992 en 121.875 fyrir þá sem tóku lán fyrir 1992. Ályktun frá stjórn BHM VIÐ fjöruborðið á Stokkseyri verður 108 ára afmælis Páls Ísólfs- sonar minnst í kvöld, fimmtudags- kvöld, kl. 20.30. Bjarki Svein- björnsson flytur létt erindi úr tónlistarsögu strandarinnar. Að dagskránni standa Ung- mennafélag Stokkseyrar, Kven- félag Stokkseyrar, Hagsmunafélag hestaeigenda og Hrútavinafélagið Örvar. Tónlistarmanns minnst á Stokkseyri Í TILEFNI af þriggja ára afmæli Dvalar, athvarfs fyrir fólk með geðraskanir, er opið hús í Dvöl fyrir almenning laugardaginn 13. október. Sjálfboðaliðar Dvalar munu taka á móti gestum frá klukkan 13–16. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér starfsemi Dvalar, Reyni- hvammi 43, Kópavogi, eru vel- komnir. Opið í Dvöl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.