Morgunblaðið - 11.10.2001, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 11.10.2001, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 59 DAGBÓK GLÆSILEGIR SÍÐKJÓLAR Stærðir 36-44 Laugavegi 54, sími 552 5201 SUÐURLANDSBRAUT 54 (BLÁA HÚSIÐ Á MÓTI SUBWAY) SÍMI 533 3109 ATH! Nýr opnunartími: Mán.-fös. kl. 12-18, lau. kl. 10-16 FIMMTUDAGSTILBOÐ Dömu kuldaskór Vatnsheldir Teg.: SAB2730374 Stærðir: 36-41 Litur: Svartur Verð áður 6.995 Verð nú 3.495 Dömu götuskór VAGA BOND Teg.: JSG1178-10 Stærðir: 36-41 Litur: Svartir og b.hvítir Verð áður 7.995 Verð nú 3.995 Hápunktur haustsins Sparidagar á Hótel Örk Fyrir alla eldri borgara Sparidagarnir hefjast 21. október, þegar Gunnar Þorláksson skemmtanastjóri mætir til leiks og stjórnar dagskránni. Að venju verður í boði fjölbreytt dagskrá, m.a.: Morgunhreyfing, félagsvist, gönguferðir, bingó danskennsla, leikjanámskeið, ferðalag og svo öll tómstundaaðstaða hótelsins, auk kvöldskemmtana með söng og dansi á hverju kvöldi. Tvö tímabil eru í boði: 21. okt. -26. okt. 28. okt. - 2. nov. Verð fyrir manninn er kr. 18.500 Lykill að íslenskri gestrisni. HÓTEL ÖRK Sími 483 4700 Innifalið Gisting í fimm nætur, m.v. tvíbýli, morgunverður, þríréttaður kvöldverður ásamt skemmtidagskrá alla daga. Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake VOG Afmælisbarn dagsins: Þú ert sjálfsöruggur og veist hvað þú vilt. Þetta segir öðrum að þeim sé óhætt að treysta þér. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Láttu þér ekki leiðast, þótt hlutirnir gangi ekki alltaf eins og þú vilt. Þú þarft að taka tillit til annarra þótt það reyni á þolrifin. Naut (20. apríl - 20. maí)  Flanaðu ekki að neinu, held- ur tékkaðu af alla hluti og hafðu þitt á hreinu þegar þú grípur til aðgerða. Sýndu öðrum skilning og þolin- mæði. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Einhver þér náinn segir hlut sem veldur þér undrun og áhyggjum. Bíddu samt róleg- ur, leyfðu viðkomandi að njóta vafans og sjáðu hvað setur. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er einhver undirgangur í kringum þig. Láttu málin koma upp á yfirborðið og skoðaðu þau svo vandlega áð- ur en þú grípur til gagnráð- stafana. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Gættu þess að tjá þig jafnan afdráttarlaust svo enginn þurfi að velkjast í vafa um hvert þú ert að fara. Heið- arleiki er jafnan sterkasta vopnið. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Reyndu ekki að hespa hlut- ina af, það virkar bara illa á samstarfsmenn þína auk þess sem árangurinn verður slakur. Mættu erfiðleikum með bros á vör. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Farðu varlega og hugsaðu þig vandlega um áður en þú skuldbindur þig til einhvers. Þér liggur ekkert á og tæki- færin koma aftur til þín. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Gættu þess að misskilja ekki fyrirmæli sem þú færð frá yf- irmönnum þínum. Gakktu úr skugga um skilninginn áður en þú hefst handa. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú þarft að gera einhverjar ráðstafanir varðandi heilsu þína. Farðu í gönguferðir eða gerðu eitthvað annað sem lyftir þér upp og hressir. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ef þú lánar öðrum skaltu taka af öll tvímæli um það að þú viljir fá hlutinn aftur á til- settum tíma. Standist það ekki fær viðkomandi ekki lánað aftur. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þótt þú eigir ekki að brjóta á rétti þínum skaltu teygja þig langt til þess að halda friðinn í dag. Stundum er lognið bara undanfari stormsins. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Tilboðin sem þér berast eru bæði mörg og margvísleg. Láttu ekki þrýsta þér til eins eða neins, heldur taktu þér tíma til að hugsa málin. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT STURLA ÞÓRÐARSON (1214–1284) Glumði á gjálfrtömðum Gestils skeiðhestum eldr of allvaldi ægis nafnfrægjum; skein af skautvænum skeiðum brimleiðar sól of sigdeili snotran óþrotlig. Laust af liðföstum ljósum valdrósar brims á bjarthimna blómum vegljóma; ferð var friðskerðis flokka áþokkuð heims of hafstrauma hringa eldingum. - - 60 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 11. október, er sextugur Arn- aldur Árnason, framhalds- skólakennari og ökukenn- ari, Holtsbúð 97, Garðabæ. Hann og eiginkona hans, Ólína Halldórsdóttir, taka á móti ættingjum og vinum í samkomuhúsinu Garðaholti laugardaginn 13. október frá kl. 17–20. 70 ÁRA afmæli. 14.október nk. verður sjötugur Leifur Ásgríms- son, húsasmíðameistari, Meistaravöllum 17, Reykja- vík. Í tilefni af því tekur hann ásamt konu sinni, Sól- veigu Þ. Hervarsdóttur, á móti ættingjum og vinum laugardaginn 13. október kl. 17–20 í matsal Strætó, Kirkjusandi (Borgartúni 41). 1. d4 d5 2. c4 dxc4 3. Rf3 Rf6 4. e3 e6 5. Bxc4 c5 6. O-O a6 7. Bb3 b5 8. a4 b4 9. Rbd2 cxd4 10. exd4 Be7 11. Rc4 Bb7 12. a5 Rbd7 13. Bf4 O-O 14. He1 Bd5 15. Dd3 Ha7 16. h3 Rb8 17. Rfe5 Rfd7 18. Bc2 g6 19. Bh6 He8 20. Ba4 Bg5 Staðan kom upp í Evrópu- keppni tafl- félaga sem lauk fyrir stuttu í Krít. Ofurstór- meistarinn Alexey Dreev (2690) hafði hvítt gegn Dov Zifroni (2548). 21. Rd6! Rxe5 Ekki gekk upp að hirða biskup- inn þar sem eftir 21...Bxh6 22. Rexf7 Dh4 23. Rxh6+ Dxh6 24. Rxe8 yrði hvítur skipta- muni og peði yfir. 22. dxe5 Bxh6 23. Rxe8 Bg5 24. Dd4 He7 25. Rd6 Dxa5 26. Bb3 Dd8 27. Bxd5 exd5 28. Dxd5 og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. SPIL dagsins kom upp í sveitakeppni á Ítalíu í vor, þar sem spiluð voru sömu spil í öllum leikjum. Norður ♠ ÁG762 ♥ K1076 ♦ G3 ♣ Á6 Vestur Austur ♠ D953 ♠ 104 ♥ D32 ♥ 5 ♦ 2 ♦ KD10987 ♣75432 ♣G1098 Suður ♠ K8 ♥ ÁG984 ♦ Á654 ♣KD Iðulega lentu NS í sex hjörtum eftir hindrun aust- urs í tígli. Landsliðsmað- urinn Guido Ferraro vann slemmuna með því að svína fyrir hjartadrottningu í vestur, sem er eðlileg spilamennska eftir tígul- sögn austurs, en alls ekki gulltrygg. Fyrrverandi landsliðsmaður Ítala og meistari allra tíma, Benito Garozzo, fór aðra leið. Austur hafði sýnt sexlit í tígli og vestur kom út með tvistinn. Garozzo tók á tígulás, síðan hjartaás og kóng, en ekki kom drottningin. Þá fór Garozzo í spaðann, tók kónginn, svínaði gosanum, henti tígli í spaðaás og trompaði spaða. Hann tók laufslagina tvo og sendi vestur svo inn á hjarta- drottningu í þessari stöðu: Norður ♠ 7 ♥ 107 ♦ G ♣ -- Vestur Austur ♠ – ♠ – ♥ D ♥ – ♦ – ♦ KD ♣754 ♣G10 Suður ♠ – ♥ G9 ♦ 65 ♣– Vestur átti aðeins lauf og varð að spila út í tvöfalda eyðu. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 5. maí sl. í Grafar- vogskirkju af sr. Vigfúsi Þór Árnasyni Hugrún Þórisdóttir og Guðjón Ingi Sigurðsson. Ljósmyndaverið Skugginn BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 30. júní sl. í Digra- neskirkju af sr. Gunnari Sigurjónssyni Inga Sæ- mundsdóttir og Sigmund- ur Jónsson. Ljósmyndaverið Skugginn                MEÐGÖNGUFATNAÐUR fyrir mömmu og allt fyrir litla krílið Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136 Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi 75 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 11. október, er 75 ára Freyja Leópoldsdóttir, Lautasm- ára 1, Kópavogi. Freyja er að heiman í dag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.