Morgunblaðið - 11.10.2001, Side 60

Morgunblaðið - 11.10.2001, Side 60
FÓLK Í FRÉTTUM 60 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á MÓTI SÓL hefur verið að treysta sig í sessi í meistaradeildinni í poppbransanum, eða sveitaballa- bransanum, og er orðin með vinsælli sveitum í þeim geiranum. En það sem meira er um vert, og er auð- heyranlegt hér, hefur hljómsveitin einnig tekið stórfelldum tónlistar- legum framförum. Þessi plata, þeirra þriðja og samnefnd sveitinni, er nefnilega hið prýðilegasta dæmi um vel heppnaða poppsmíð, nokkuð sem aðrar viðlíka sveitir gætu tekið sér til fyrirmyndar. Þessi árangur er sannarlega gleðilegur, sérstaklega í ljósi þess að ég átti síst von á þessu frá þessum piltum. Á móti sól var lengi hálfgerð- ur bastarður ballsenunnar, þökk sé ömurlegum lögum eins „Djöfull er ég flottur“ og pervisnum plötum eins og Gumpin- um. En batnandi mönn- um er best að lifa, svo mikið er víst. Metnaðurinn hér er greinilegur og finnst hann víða; t.d. á pakkningum sem eru veglegar bæði og smekklegar og einn- ig á hljóðvinnslu sem er nánast fullkomin, hljómur tær og góður. Rennslið á plötunni er ákveð- ið og næsta óbrigðult og þægilega pottþétt ára umlykur gripinn. Hér er að finna fullmótuð og út- hugsuð popplög eins og „Ég er til“, „Star Wars“ og sérstaklega „Eitt- hvað er í loftinu“ sem er ekkert minna en frábært, knúð þungri og stingandi undiröldu; góðar ballöður („Ef ég má“, „Bara ef“) og grallara- leg stuðlög sem ná tilætluðum ár- angri („Austur-þýsk“ og „Afmæli“). Meira að segja jólalagið sem rekur lestina sem hálfgildings aukalag er bráðgott. Söngvaraskipti áttu sér stað hjá sveitinni fyrir nokkru og víst að það segi töluvert um þessi umskipti. Magni Ásgeirsson er með sterka og örugga rödd; leiðir lögin vel áfram án þess að verða of áberandi. Textar hjá íslensk- um poppsveitum eru sjaldnast rismiklir og mikið hægt að agnúast út í þá. Þótt greinilegt sé að textarnir hér séu að- allega samdir til að fylla upp í skylduna, fremur en af andagift, þjóna þeir til- ganginum ágætlega. Hin góða heildaráferð plötunnar nær líka að blása burt öllum pirringi, sem ella hefði kannski gert vart við sig. Vissulega er hér stöku uppfylling- arefni á ferð (t.d. „Éra springa“) en í það litlu magni að skugga slær ekki á heildina, sem er heilsteypt og góð. Á móti sól er vel heppnað verk sem aðstandendur geta verið stoltir af. Tónlist Á móti sól Á móti sól Spor Á móti sól, þriðja plata samnefndrar sveitar sem er skipuð þeim Magna Ás- geirssyni (söngur, gítar, raddir), Sævari Helgasyni (gítar, raddir), Stefáni Þór- hallssyni (trommur), Þóri Gunnarssyni (bassi) og Heimi Eyvindarsyni (hljóm- borð, raddir). Aðstoðarmenn eru Pétur Örn Guðmundsson, Jóhann Helgason, Regína Ósk, Gunnar Ólason, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, Einar Bárðarson, Sig- ursteinn Einarsson (allir raddir), Hafþór Guðmundsson (forritun, raddir), Guð- mundur Jónsson (gítar), Jóhann Hjörleifs- son (trommur), Friðrik Sturluson (bassi), Jens Hansson (hljómborð), Vignir Ólafs- son (banjó), Lárus Bjarkason (sítar) og Jón Hafsteinsson (stálgítar). Lög og textar eru eftir meðlimi en auk þess koma Stefán Jónsson, Hafþór Guð- mundsson, Guðmundur Jónsson og Einar Bárðarson við sögu í lagasmíðum. Stjórn upptöku var í höndum Hafþórs Guðmundssonar nema í laginu „Eitthvað er í loftinu“, þar sem Guðmundur Jónsson aðstoðaði hann. 45.28 mínútur. Pottþétt popp Arnar Eggert Thoroddsen „Þessi plata, þeirra þriðja og samnefnd sveitinni, er ... hið prýðileg- asta dæmi um vel heppnaða poppsmíð,“ segir Arnar Eggert Thor- oddsen um nýja plötu Á móti sól. Sniðgangan Boycott Drama Leikstjórn Clark Johnson. Aðalhlutverk Jeffrey Wright, Terrence Howard. (110 mín.) Bandaríkin 2001. Skífan VHS. Öll- um leyfð. ÞESSI VANDAÐA sjónvarps- mynd frá HBO-kapalstöðinni banda- rísku segir frá atburðum sem áttu sér stað um miðbik sjötta áratugar- ins og eru af mörgum taldir marka upphaf mannréttindahreyfingar samtímans. Kveikjan virtist lítilfjör- leg í fyrstu. Rosa Parks, svartur íbúi suðurríkjabæjarins Montgomery, neit- aði að standa upp fyrir hvítum manni í strætisvagni og storkaði þar með reglum um aðskiln- að hvítra og svartra sem voru í gildi í bænum sem er í Alabama-ríki. Svartir íbúar bæjarins ákváðu í framhaldið að sniðganga strætis- vagnana í mótmælaskyni og kölluðu til ungan og efnilegan prest til að stjórna aðgerðum sínum en það var enginn annar en dr. Martin Luther King sem seinna varð leiðtogi frið- samlegrar baráttu svartra um gerv- öll Bandaríkin fyrir auknum borg- aralegum réttindum. Þetta er blátt áfram og nokkuð heiðarleg frásögn af merkum við- burði í samtímasögu okkar. Galli er þó að ekki náist að grípa mann betur með svo safaríku viðfangsefni en Wright geislar hins vegar í hlutverki dr. Kings og nær honum skuggalega vel, bæði í máli og fasi. Magnaður leikari. Myndbönd Söguleg strætóferð Skarphéðinn Guðmundsson ÍÞRÓTTIR Ungir íslenskir listamenn í aðalhlutverkum Snorri Wium stundaði söngnám í Reykjavík og Vínarborg. Hann var fastráðinn við óperuna í Coburg í Þýskalandi á árunum 1992-1996 og söng hlutverk Dr. Blind í uppfærslu Íslensku óperunnar á Leðurblökunni vorið 1999. Athugið breytilegan sýningartíma. Gefðu þig ævintýrinu á vald! Sími miðasölu: 511 4200 – töfraheimur á sviði Íslensku óperunnar MÓNÓSTATÓS UPPSELT Mozart Píanókonsert nr. 23. KV 488 Idomeneo, balletttónlist Sinfónía nr. 40 í g-moll, K 550 Hljómsveitarstjóri: Philippe Entremont Einleikari: Philippe Entremont Sinfónían Háskólabíó við Hagatorg Sími 545 2500 sinfonia@sinfonia.is www.sinfonia.is Rauð áskriftaröð í kvöld kl. 19:30 í Háskólabíói AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Hinn heimskunni píanisti og hljómsveitar- stjóri Philippe Entremont færir okkur konfekt frá ýmsum tímum í ævi Mozarts:                                                                           !      ! "# $  "# #  # % #"#&  !   !"##$%&&       '()*+, - '!./ 0)*) 1 2(3 4!3#5''-%&     46+' (  ' 6  - 7 -- 1' .  '-#89#: ! 64  .   !$;%#$&& <<<-'-  BLÍÐFINNUR e. Þorvald Þorsteinsson í leikgerð Hörpu Arnardóttur Frums. Lau 20. okt kl. 14:00 ÖRFÁ SÆTI 2. sýn. su. 21.okt. kl. 14:00 ÖRFÁ SÆTI lau 27. okt kl. 14:00 ÖRFÁ SÆTI su 28. okt. kl. 14:00 ÖRFÁ SÆTI lau 3. nóv kl. 14:00 UPPSELT su 4. nóv kl. 14:00 NOKKUR SÆTI KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI e. Halldór Laxness 5. sýning lau 13. okt kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI 6. sýning su 14. okt kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI 7. sýning fi 18. okt kl. 20 - NOKKUR SÆTI 8. sýning fö 19. okt kl. 20 - NOKKUR SÆTI 9. sýning lau 27. okt kl. 20 - NOKKUR SÆTI 10. sýning su 28. okt kl. 20 - NOKKUR SÆTI 11. sýning fi 1. nóv kl. 20 - NOKKUR SÆTI 12. sýn. fö 2. nóv KL. 20 - NOKKUR SÆTI MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Fö 12. okt. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 20. okt. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fö 26. okt kl. 20 - LAUS SÆTI Lau 3. nóv kl. 20 - LAUS SÆTI BEÐIÐ EFTIR GODOT e. Samuel Beckett Frumsýning Su 14. okt kl. 17 - UPPSELT 2. sýn f i 18. okt kl. 20 - UPPSELT 3 sýn Fö 19.okt kl 20:00 - ÖRFÁ SÆTI 4. sýn Lau 27. okt kl. 20:00 - NOKKUR SÆTI PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler Í kvöld kl. 20 - UPPSELTI Lau 13. okt kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fi 18. okt kl. 20 - LAUS SÆTI Fö 19. okt. kl. 20 - LAUS SÆTI 20/10 og 21/10 í Vestmannaeyjum ÖNDVEGISKONUR e. Werner Schwab Í kvöld kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fö 12. okt. 20 - LAUS SÆTI ATH. SÍÐUSTU SÝNINGAR Stóra svið Litla svið 3. hæðin Nýja sviðið Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is                                    !"#$" %&!!'(%&!')

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.