Morgunblaðið - 11.10.2001, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
INNAN Alþýðusambandsins er nú
til skoðunar að kaupa hæð í byggingu
sem Efling – stéttarfélag reisti í Sæ-
túni 1 af lífeyrissjóðnum Framsýn
undir framtíðarstarfsemi sambands-
ins og einstakra landssambanda.
Um er að ræða 1. hæð hússins þar
sem ferðaskrifstofan Samvinnuferð-
ir-Landsýn er nú til húsa. Ágreining-
ur er hins vegar innan ASÍ um hvort
eðlilegt sé að ASÍ og einstök lands-
sambönd hafi með sér slíkt samstarf
og verði í sameiginlegu húsnæði í
framtíðinni.
Var tekist á um málið á miðstjórn-
arfundi í gær. Tóku einstakir mið-
stjórnarfulltrúar hugmyndina óst-
innt upp og héldu því fram að slík
nálægð einstakra aðildarsambanda
við forystu ASÍ myndi skapa tor-
tryggni innan hreyfingarinnar.
Halldór Björnsson, varaforseti
ASÍ og formaður Starfsgreinasam-
bandsins, segir að málið sé á byrj-
unarstigi en þetta sé sú hugmynd
sem er til skoðunar núna.
Að hans sögn hafa Starfsgreina-
sambandið og Sjómannasambandið
þegar samþykkt að skoða þann
möguleika að deila húsnæði með ASÍ
og jafnframt hefur Landssamband
verslunarmanna beðið um húsaskjól
hjá ASÍ. Rafiðnaðarsambandið, sem
er með höfuðstöðvar sínar í nýlegri
byggingu á Stórhöfða, er mótfallið
þessu og óvissa er um afstöðu Sam-
iðnar.
Um er að ræða um 1.400 fermetra
á 1. hæð hússins auk aðstöðu í kjall-
ara. Að sögn Halldórs má lífeyris-
sjóðurinn lögum samkvæmt ekki eiga
húsnæðið og þarf því að selja flytji
Samvinnuferðir aðstöðu sína annað.
Skrifstofur Eflingar eru á þriðju hæð
hússins og m.a. eru Framsýn og
Landssamband lífeyrissjóðanna til
húsa í Sætúni 1.
Hugmyndin umdeild
Halldór Björnsson segir að það
hafi lengi staðið til að ASÍ kæmist í
almennilegt húsnæði og hann hafi
verið hlynntur samstarfi við lands-
samböndin um þetta. Hins vegar hafi
komið í ljós í gær að miðstjórnar-
menn voru ekki sammála þessu og
komið hafi fram aðdróttanir um bak-
tjaldamakk. ,,Við erum aðallega að
hugsa um hvað er hentugt og hvort
við getum samnýtt starfsemina. Auð-
vitað verður þetta rekið sem sjálf-
stæðar einingar. Það er ákaflega erf-
itt að ná nokkurri niðurstöðu þegar
menn eru haldnir þessari firru. Það
náttúrlega borgar sig ekki að fara
með landssamböndin inn með
Alþýðusambandinu ef það veldur ein-
hverjum óróa í hreyfingunni, sem er
tiltölulega róleg í dag.“
Miðstjórn fól Grétari Þorsteins-
syni, forseta ASÍ, Gylfa Arnbjörns-
syni framkvæmdastjóra og Halldóri
Grönvold skrifstofustjóra að vera í
forsvari þessa máls á næstunni. Hall-
dór Björnsson sagði sig frá málinu
þar sem hann á sæti í stjórn lífeyr-
issjóðsins Framsýnar.
Ágreiningur í miðstjórn ASÍ um húsnæði með landssamböndum
Rætt um að kaupa hæð
í Sætúni 1 af Framsýn
MIKILL fjöldi fólks lagði leið sína
í Smáralind á fyrsta degi opnunar-
hátíðar og höfðu um 45 þúsund
manns heimsótt þessa nýju og
glæsilegu verslunarmiðstöð þegar
verslunum var lokað klukkan átta
í gærkvöld.
Formleg opnun Smáralindar fór
fram klukkan tíu mínútur yfir tíu í
gærmorgun þegar þau Smári Páll
Svavarsson og Linda Margrét
Gunnarsdóttir ýttu á rofann sem
hleypti m.a. straumi á ljós og
rúllustiga og höfðu þá þegar
myndast raðir við helstu dyr
verslunarmiðstöðvarinnar.
Að sögn Þorvalds Þorlákssonar,
markaðsstjóra Smáralindar, var
aðsóknin um 20% meiri en gert
hafði verið ráð fyrir. Umferð gekk
vel við Smáralind, að sögn lög-
reglu, og urðu engar teljandi tafir.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði í ræðu sinni við opnunina að
Smáralind væri glæsilegt mann-
virki sem myndi auka fjölbreytni í
þjónustu og verslun.
Þá væri hægt að treysta því að
verslunarmiðstöðin myndi auka
samkeppni „en fákeppni er fjand-
maður neytandans, eins og dæmin
sanna“, sagði forsætisráðherra.
45.000 gestir heim-
sóttu Smáralind
Glæsilegt/28–29
Morgunblaðið/Ásdís
Margt var um manninn í Smáralind í gær á fyrsta degi opnunarhátíðar verslunarmiðstöðvarinnar.
SEÐLABANKINN greip inn á
gjaldeyrismarkaði í gær með því að
selja 4,5 milljónir dollara. Þetta jafn-
gildir krónukaupum fyrir u.þ.b. 1,8
milljarða króna. Inngripin voru gerð
eftir að ljóst var að krónan væri tek-
in að styrkjast og frá opnun markaða
til lokunar nam styrkingin tæpum
tveimur prósentum.
Að sögn Birgis Ísleifs Gunnars-
sonar seðlabankastjóra byrjaði
krónan að styrkjast í gærmorgun
eftir mikla lækkun að undanförnu.
„Við erum mjög eindregið þeirrar
skoðunar að það séu engin efnahags-
leg rök fyrir þeirri lækkun sem hefur
orðið undanfarnar vikur. Þannig að
við ákváðum að fylgja því eftir þegar
ljóst var að krónan var byrjuð að
styrkjast og reyna að fá fram frekari
styrkingu. Það gerðist þannig að hún
styrktist um tæp 2% frá opnun til
loka markaðarins.“ Hann segir að
inngripin hafi byggst á þeirri ein-
dregnu skoðun Seðlabankans að
krónan væri orðin of veik. „Við bara
fylgjumst rækilega með því sem ger-
ist á markaðinum en það virtist vera
komin ró yfir markaðinn fljótlega
eftir hádegið [í gær] og krónan var
frekar að styrkjast. Við vonum að sú
óvissa, sem verið hefur á markaðin-
um, sé búin.“
Seðlabankinn seldi dollara í gær fyrir 1,8 milljarða króna
Fylgdi eftir styrk-
ingu krónunnar
HEILDSALAR í Texas og
Oklohoma í Bandaríkjunum
hafa óskað eftir að kaupa
þrjátíu tonn af hrútspungum
af Norðlenska. Í Bandaríkj-
unum eru hrútspungarnir
seldir djúpsteiktir á skyndi-
bitastöðum og þykja mjög
góðir.
Nær ekki að afgreiða
svo stóra pöntun
Ljóst er að Norðlenska
nær ekki að afgreiða svo
stóra pöntun en fyrirtækið
telur sig geta flutt út tólf
tonn í haust og fær það
hærra verð fyrir pungana
ytra en hér heima. Fastlega
er gert ráð fyrir að framhald
verði á þessum útflutningi
næsta haust.
Hrúts-
pungar
útflutn-
ingsvara
Selja 12 tonn/C1
FÓLKIÐ sem slasaðist í miklu
grjóthruni í Glymsgili í Hvalfirði
hinn 29. september síðastliðinn
hefur verið útskrifað af sjúkrahúsi.
Tveir slösuðust í gilinu, 28 ára
kona og 32 ára maður, og voru þau
lögð inn á sjúkrahús með mikil
meiðsli á fótum. Maðurinn lá á
sjúkrahúsinu á Akranesi og var út-
skrifaður fyrir nokkrum dögum.
Konan lá á Landspítalanum í Foss-
vogi og var útskrifuð af bæklunar-
deild í gær.
Útskrifuð af
sjúkrahúsi