Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 4
SAMNINGANEFND launanefndar sveitarfélaga og samninganefnd Fé- lags tónlistarkennara, FT, hittust á fundi í húsakynnum sáttasemjara í gær og eiga aftur fund í dag. Sigrún Grendal Jóhannesdóttir, formaður FT, segir að staðan sé mjög slæm og horfur séu á því að verkfall tónlistar- kennara hefjist á mánudag. Þegar atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls fór fram voru 415 tónlistar- kennarar á kjörskrá. Sigrún segir að verði verkfall snerti það fyrst og fremst um 11.000 nemendur í tónlist- arskólum og foreldra þeirra eða for- ráðamenn sem hafi greitt fyrir þá viðkomandi gjöld. Hún segir að lög- fræðingar félagsins hafi sagt að skól- um sé ekki skylt að endurgreiða skólagjöld komi til verkfalls, en það sé í höndum hvers atvinnurekanda fyrir sig að ákveða hvað hann geri. Eins snerti verkfall framhalds- skólanemendur sem eru með tónlist- arnám sem valgreinar og ennfremur falli niður kennsla þar sem tónlistar- kennarar sinni forskólakennslu í grunnskólum en gjarnan sé um að ræða samstarfsverkefni grunnskóla og tónlistarskóla. Sigrún segir að verði verkfall geti það orðið mjög afdrifaríkt fyrir tón- listarkennslu og starfsemi tónlistar- skóla til framtíðar. Margir tónlistar- kennarar séu þegar farnir til annarra starfa og skortur sé á tón- listarkennurum. Hún segist óttast að þetta hafi sérstaklega slæm áhrif í sveitarfélögum á landsbyggðinni, því þar séu þeir einstaklingar sem sinni tónlistarkennslu jafnframt mjög framtakssamir í tómstunda-, félags- og almennu menningarlífi á hverjum stað. Það hafi því mikil áhrif ef þessir einstaklingar fáist ekki lengur til starfa úti á landi. Vantar enn um 20% hækkun á tilboði samninganefndar Að sögn Sigrúnar var farið yfir kröfur FT í gær en í dag á hún von á viðbrögðum launanefndar sveitarfé- laga. Hún segir að tónlistarkennarar geri þá kröfu fá sambærileg laun og framhaldsskólakennarar en þessir hópar voru með svipuð laun fram til ársins 1995. Til samanburðar má nefna að nýútskrifaðir tónlistar- kennarar hafa rúmlega 102 þúsund krónur í byrjunarlaun á mánuði en sambærileg laun framhaldsskóla- kennara eru rúmlega 175 þúsund krónur á mánuði. „Við viljum fá leiðréttingu á þess- um mun,“ segir Sigrún og bætir við að miðað við tilboð samninganefndar sveitarfélaga vanti enn um 20% upp á að tónlistarkennarar nái launum framhaldsskólakennara. Tónlistarnám 11.000 nemenda í uppnámi  Snertir meira en 11.000 nem- endur í tónlistarskólum og for- eldra þeirra.  Kemur við framhaldsskólanem- endur sem eru með tónlistarnám sem valgreinar.  Kennsla fellur niður þar sem tón- listarkennarar sinna forskóla- kennslu í grunnskólum.  415 tónlistarkennarar voru á kjörskrá þegar atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls fór fram og samþykktu um 95% þeirra verk- fall.  Samningaviðræður hafa staðið yfir með hléum frá því í fyrra- haust. Verkfall hefur víðtæk áhrif FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ VIÐ lítið hús við Hátún í Reykjavík eru nokkur gríðarstór tré. Eitt þess- ara trjáa er þó sérstakara en önnur því á því vaxa fagurgræn epli og hafa þau aldrei verið fleiri eða myndarlegri en í ár. Eigandi hússins og trjánna er Þórarinn Gíslason sem hefur búið þar um tólf ára skeið. Eplatréð á sér nokkra sögu sem Þórarinn segir að honum sé því mið- ur ekki nógu kunnug. Gamall maður hafi hins vegar sagt honum að það sé frá Kristmanni Guðmundssyni rithöfundi komið, sem hafði dvalist lengi í Noregi, þaðan sem tréð er upprunnið. „Það hefur aldrei verið svona mikið af eplum síðan ég kom,“ segir Þórarinn ánægður en segist þó ekki hafa haldið yfirlit yfir hversu mörg kíló hafi komið af trénu í sumar. „Nei, það hef ég ekki gert en ég þarf kannski að fara að halda dagbók yf- ir þetta til að geta talið þetta fram. Skatturinn verður að fá sitt,“ segir hann og kímir. Full karfa af mynd- arlegum eplum, sem Þórarinn sýnir blaðamanni, er þó til óræks vitnis um að uppskeran hefur verið dágóð í ár. Sætsúr á bragðið Það kemur í ljós að eplin hafa að- dráttarafl fyrir fleiri en forvitna blaðamenn því þrjú myndarleg epli, sem voru framarlega á trénu, hurfu rétt áður en ljósmyndara Morg- unblaðsins bar að garði. Þórarinn segir þetta ekki í fyrsta sinn sem eplin freisti vegfarenda. „Í fyrra voru nokkur epli, miklu minni en þetta, og þá komu tveir drengir sem stukku hér inn í garðinn og hrifsuðu þau og hlupu svo í burtu. En ég hef nú ekkert verið að vesenast í þessu heldur bara látið þetta vera,“ segir hann. En hvernig bragðast svo góðgæt- ið? „Það er svolítið beiskt þegar maður bítur í það og þá fyllist munn- urinn af munnvatni. Þetta er svona súrsætt bragð,“ segir Þórarinn. Eplin eru þó ekki það eina sem vex í garði Þórarins. Auk eplatrés- ins er þar gríðarstórt gullregn og sírena sem Þórarinn segir að fylli garðinn af angan um tveggja vikna skeið á sumrin. Og í einu horni garðsins er lítið gróðurhús þar sem Þórarinn ræktar rósir og jarðarber. „Ég fékk einar þrjár skálar af jarð- arberjum út úr gróðurhúsinu í sum- ar. Þau eru ekki mjög stór en þetta voru um þrír lítrar,“ segir hann. Þá er ótalinn rabarbarinn sem Þór- arinn sýður sultur úr eftir eigin upp- skriftum og graslaukur sem hann segir að sé hreint yndislegur með grænmeti. Garðyrkjan er síðari tíma áhuga- mál hjá Þórarni en hann hætti að vinna fyrir fjórum árum. „Áhuginn vaknaði fyrst og fremst þegar ég flutti í húsið. Ég hef verið mestan hluta ævinnar til sjós en þetta hefur lánast afskaplega vel sem ég hef verið að gera í garðinum.“ Hann tekur undir að það sé tölu- verð vinna að halda plöntunum við. „Jújú, en það er alveg eins með trén og okkur sjálf, við þurfum að láta skerða hár okkar til að halda því í réttu horfi,“ segir hann að lokum. Morgunblaðið/Golli Þórarinn hjá eplatrénu sem skartaði fjölda epla í haust. Aldrei fleiri epli en nú í haust Morgunblaðið/Golli Þó að eplin séu ekki jafnstór og þau sem maður á að venjast út úr búð eru þau mjög gómsæt og frísk á bragðið. Með myndarlegt eplatré í garðinum LÖGREGLAN í Reykjavík krafðist í gær gæsluvarðhalds yfir þrítugri konu sem grunuð er um innbrot í apó- tek í borginni að undanförnu. Brotist var inn í Laugarnesapótek við Kirkju- teig um kl. 1.30 í fyrrinótt auk þess sem brotist var inn í Heilsubrunninn sem er í sama húsi. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu var rúða brotin í útihurð og tvær hurðir spenntar upp. Ekki er vitað til þess að nokkru hafi verið stol- ið. Þá var brotist inn í Borgarapótek í Álftamýri aðfaranótt þriðjudags og þaðan stolið morfínlyfjum. Tilraunir voru síðan gerðar til að brjótast inn í þrjú apótek til viðbótar þá um nóttina og á mánudagskvöld.                          !"  #               Grunuð um ítrekuð innbrot í apótek FJÖLDI lána til lífeyrissjóðsfélaga hefur aukist nokkuð á milli ára og eru dæmi um að hjá einstökum líf- eyrissjóðum hafi lánum fjölgað um 30% fyrstu sex mánuði þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Á heimasíðu Lífeyrissjóðs versl- unarmanna, stærsta lífeyrissjóðs landsins, kemur m.a. fram að lán- um til sjóðfélaga hafi fjölgað um 28% milli áranna 2000 og 2001. „Fjárhæð lánveitinganna nam 2.057 milljónum á fyrstu 6 mán- uðum ársins [2001] en 1.585 millj- ónum á sama tímabili 2000 sem er 30% hækkun milli ára.“ Hrafn Magnússon, fram- kvæmdastjóri Landssamtaka líf- eyrissjóða, staðfestir í samtali við Morgunblaðið að lífeyrissjóðslán- um hafi fjölgað milli ára og segir skýringuna m.a. þá að fólk sé í auknum mæli að skuldbreyta óhag- stæðum bankalánum í lífeyris- sjóðslán. Undir þetta tekur Haukur Haf- steinsson, framkvæmdastjóri Líf- eyrissjóðs starfsmanna ríkisins, en þar hefur lánum fjölgað um 30% á fyrstu sjö mánuðum þessa árs mið- að við sama tímabil í fyrra. „Það hefur reyndar orðið stöðug aukn- ing á lífeyrissjóðslánum undanfar- in þrjú ár,“ segir hann og telur helstu skýringuna þá að meiri eft- irspurn sé almennt eftir lánsfé í þjóðfélaginu en áður. „Að hluta til er þetta líka vegna þess að menn hafa verið að skuldbreyta óhag- stæðum bankalánum í lífeyris- sjóðslán.“ Mikil eftirspurn vegna þenslu Auk þess bendir hann á að ávallt hafi mikil eftirspurn verið eftir líf- eyrissjóðslánum þegar mikil þensla sé á fasteignamarkaði. „Á undanförnum árum hefur verið mikil þensla á fasteignamarkaðin- um eins og kunnugt er og það kemur fram í þessari auknu eft- irspurn.“ Aðspurður hvort vísbendingar séu um að farið sé að draga úr um- sóknum um lífeyrissjóðslán segir hann svo vera. „Við tökum eftir því að heldur hefur dregið úr umsókn- um á síðustu vikum en þó þarf að horfa yfir lengra tímabil til að geta sagt til um það með vissu.“ Dæmi um 30% fjölgun fyrstu sex mánuðina Lánum til lífeyrissjóðsfélaga fjölgað nokkuð milli ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.