Morgunblaðið - 18.10.2001, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 18.10.2001, Qupperneq 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 13 HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt rúmlega fertugan karlmann í sex mánaða fangelsi en hann var fundinn sekur um að skera þáverandi eiginkonu sína í hægri fótlegg með þeim afleiðingum að hún hlaut 15 sentimetra langt skurðsár. Maðurinn var dæmdur til að greiða henni 250.000 krónur í bætur auk greiðslu alls sakarkostnaðar, þ.m.t. 200.000 krónur í málsvarnarlaun verjanda síns. Að auki var hann dæmdur fyrir að brjóta rúðu í bifreið og trampa á vél- arhlíf hennar. Loks var hann sak- felldur fyrir líkamsárás en hann ját- aði að hafa slegið mann í andlitið þar sem maðurinn stóð í dyragætt heim- ilis síns. Öll brotin áttu sér stað í mars og apríl í fyrra. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa reynt að stinga þáverandi eig- inkonu sína í brjóstið og slá hana með krepptum hnefa í höfuðið. Hvorki hún né hann mundu eftir þessu og taldi dómurinn því að það væri ósann- að og var maðurinn því sýknaður af þeim lið ákærunnar. Talinn með geðklofa með ofsóknarhugmyndum Fram kemur í dómnum að mað- urinn veiktist árið 1980 og var þá tal- inn með geðklofa með ofsóknarhug- myndum. Hann hefur misnotað vímuefni og hafði sjúkdómurinn mjög versnað við það. Maðurinn gekkst undir geðrannsókn og var talinn sak- hæfur. Sjálfur sagðist maðurinn hafa verið í annarlegu ástandi af völdum lyfja „tengdum geðlyfjum“ þegar hann skar konu sína í fótlegginn og sagðist muna illa eftir atburðinum. Maðurinn hefur hlotið fjóra refsi- dóma fyrir skjalafals, þjófnað, hús- brot, eignaspjöll og fyrir brot gegn valdstjórninni. Síðast hlaut hann dóm í janúar 1998, tveggja mánaða fang- elsi fyrir húsbrot, eignaspjöll og þjófnað. Frá árinu 1976 til ársins 1988 gekkst ákærði undir fjórar dóm- sáttir fyrir fíkniefnbrot, nytjastuld og umferðarlagabrot. Guðjón St. Marteinsson, héraðs- dómari, kvað upp dóminn. Sigríður J. Friðjónsdóttir flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins en Björn Ólafur Hall- grímsson, hrl. var til varnar. Skar eig- inkonu sína í fót- legginn Fangelsi fyrir líkamsárás og fleira Í TILLÖGU að starfsreglum fyr- ir aukaverk sóknarpresta og fermingarfræðslu, sem lögð hefur verið fram á kirkjuþingi, er gert ráð fyrir að greitt verði úr Kristnisjóði fyrir aukaverk presta, svo sem skírn, fermingu og hjónavígslu, og að greitt verði einnig sérstaklega úr sjóðnum fyrir fermingarfræðslu til við- komandi sóknarkirkju eða ann- arrar stofnunar á vegum kirkj- unnar. Kæmu þessar greiðslur í stað þeirrar þóknunar sem prestar hafa yfirleitt innheimt hjá sókn- arbörnum. Tillagan var rædd á kirkjuþingi í fyrradag og vísað til nefndar áður en hún kemur til síðari umræðu síðar á þinginu en því á að ljúka um miðja næstu viku. Í tillögunni, sem sr. Halldór Gunnarsson leggur fram, er gert ráð fyrir 2.000 kr. greiðslu fyrir skírnarathöfn, sama gjaldi fyrir fermingu en 4.000 kr. gjaldi fyrir hjónavígslu. Þá yrðu greiddar 7.000 kr. fyrir fræðslu hvers fermingarbarns. Eru þær svipað- ar og greitt hefur verið sam- kvæmt skrá um þessi prestsverk. Í greinargerð segir að vitað sé að nokkrar sóknir hafi þegar sam- þykkt að greiða slíkan kostnað og bent á að fríkirkjurnar greiði hann án þátttöku frá meðlimum. Áætlað er að kostnaðarauki vegna tillögunnar sé um 30 milljónir króna á ári vegna aukaverkanna að viðbættum um 25 milljónum vegna fermingarfræðslunnar. Kristnisjóður greiði fyrir prestsverk MARGIR bifreiðaeigendur fagna bjartviðrisdögum eins og þeim sem glatt hafa Sunnlendinga að und- anförnu, og líta þá þvottaplön hýru auga. Þótt fyrsti vetrardagur nálgist óðfluga voru fáir fyrirboðar um kulda og dimmviðri í loftinu í gær og fyrradag og gafst gott tækifæri til að njóta útiveru um leið og heimilisbíllinn var tekinn í gegn. Skýjað verður með köflum í dag og fer veður hlýnandi í framhald- inu. Spáð er bjartviðri á landinu fram á sunnudag, að undanskilinni súld við austurströndina á föstu- dag og laugardag. Bíllinn bónaður í veður- blíðunni Morgunblaðið/Kristinn LEITAÐ hefur verið leiða til að skjóta styrkari stoðum undir rekstur Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði, m.a. með því að vera í samvinnu við erlenda aðila varðandi fyrirhugaða uppbyggingu stofnunarinnar, að sögn Gunnlaugs K. Jónssonar, for- seta Náttúrulækningafélags Íslands og stjórnarformanns Heilsustofnun- arinnar í Hveragerði. Viðræður milli stofnunarinnar og heilbriðgðisráðuneytisins standa yf- ir, m.a. um fé til framkvæmda, og vænst er niðurstöðu á næstu dögum. Ennfremur óskaði stofnunin eftir endurskoðun á þjónustusamningi um rekstur stofnunarinnar í upphafi þessa árs í ljósi reynslunnar á síðasta ári. Aðspurður hvort ríkið hafi staðið við skuldbindingar sínar á grundvelli gildandi samnings, segir Gunnlaugur að uppi séu mismunandi sjónarmið um hvernig túlka beri samninginn. „Við erum í þeim sporum núna að leysa þau mál og allt það ferli er nokkuð eðlilegt, þótt það hafi kannski gengið dálítið seint að okkar mati,“ segir Gunnlaugur „Við teljum okkur hafa ákveðin rök fyrir því að það sé full ástæða til að fara ofan í þessa hluti í ljósi reynslunnar,“ bætir hann við. „Heilsustofnunin í Hveragerði er ekki í eigu ríkisins heldur í eigu Nátt- úrulækningafélags Íslands og það er ýmislegt sem tengist þessu, bæði fé til framkvæmda og annað sem menn eru að ræða um. Ég hef þær vænt- ingar, eins og ég held að viðsemjend- ur okkar í ráðuneytinu hafi, að okkur takist að leysa þessi mál fyrir helgina,“ segir Gunnlaugur. Á annað hundrað manns starfa á stofnuninni í Hveragerði. Heilsustofnun Náttúrulækningafélagsins í Hveragerði Reynt að skjóta styrkari stoðum undir reksturinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði, en viðræður standa nú yfir við heilbrigðisráðuneytið og er niðurstaðna að vænta fyrir helgi. NÍU íslensk matvælafyrirtæki munu kynna vörur sínar á íslenskri matvælaviku í Kína dagana 27. október til 2. nóvember næstkom- andi. Matvælavikan er haldin í til- efni af því að um þessar mundir eru liðin þrjátíu ár frá því að stjórn- málasamband var tekið upp milli landanna tveggja. Matvælavikan hefst á kynningu á íslenskum matvælum á Radisson SAS hótelinu í Peking og er hún einkum ætluð völdum hópi við- skiptavina frá hótelum og veit- ingastöðum. Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra verður viðstaddur opnunina en dagana sem kynningin er haldin verður hann í opinberri heimsókn í Kína. Það er Íslensk- kínverska viðskiptaráðið sem stend- ur að matvælavikunni ásamt Við- skiptaþjónustu utanríkisráðuneyt- isins og Útflutningsráði Íslands. Einnig verður opnuð ljósmyndasýn- ing á myndum Páls Stefánssonar ljósmyndara á Radisson hótelinu. Þá mun kínversk óperusöngkona syngja íslensk lög. Fyrirtækin sem munu taka þátt í matvælavikunni eru E. Ólafsson, sem kynnir graflax, reyktan lax, grásleppukavíar og þorskalifrarpaté, Fiskeldi Eyja- fjarðar, er kynna mun eldislúðu, Norðurís, sem kynnir bragðefni úr humar, rækju og ufsa, Sameinaðir útflytjendur kynna rækju, Sæbýli býður upp á sæeyru, Jón Ásbjörns- son býður saltfisk, Sláturfélag Suð- urlands kynnir hangikjöt og lamba- kjöt, Ora mun kynna síld, kavíar og fyrirtækið Þórsbrunnur kynnir ís- lenskt vatn. Að sögn Stefáns Guðjónssonar hjá Íslensk-kínverska viðskipta- ráðinu, hafa sum þessara fyrirtækja þegar haslað sér völl á kínverskum markaði en hin eru að kynna sér markaðinn. Íslensk matvæli kynnt í Kína
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.