Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 15 ALDRAÐIR í Kópavogi munu ganga í hús í bænum á laug- ardag og taka við fjárframlög- um. Þetta er liður í almennri fjársöfnun meðal bæjarbúa, sem miðar að því að safna fé til þess að hægt verði að ljúka framkvæmdum við stækkun Sunnuhlíðar, hjúkrunarheim- ilis aldraðra í Kópavogi. Karl Gústaf Ásgrímsson, formaður Félags eldri borg- ara í bænum, segist hafa feng- ið jákvæð viðbrögð frá sínu fólki og að allt stefni í góða þátttöku í söfnuninni á laug- ardaginn. „Öll mál sem snerta aldraða í Kópavogi snerta fé- lagið okkar líka og þess vegna munum við leggja okkar af mörkum og ganga í hús,“ segir Karl. 27 rúm bætast við Framkvæmdir við stækkun Sunnuhlíðar hófust í nóvem- ber á síðasta ári og er vonast til að hægt verði að taka 20 herbergi af þeim 25 sem verða í nýja húsnæðinu, í notkun í nóvember. Í húsinu verða 22 rúmgóð einstaklingsherbergi með snyrtingu og þrjú tveggja manna herbergi auk matsalar sem nýtist einnig sem hátíð- arsalur. Efri hæðin er að verða tilbúin en vonast er til að með þeim framlögum sem safnast á laugardaginn verði hægt að taka neðri hæðina í notkun á vormánuðum. „Helstu styrktaraðilar Sunnuhlíðar í gegnum árin hafa verið Kópavogsbær, Rauði kross Íslands, Verslun- armannafélag Reykjavíkur auk margra annarra,“ segir Guðjón Magnússon, formaður Sunnuhlíðarsamtakanna sem reka heimilið. Hann segir einnig fjölda einstaklinga í gegnum tíðina hafa lagt sam- tökunum lið með ýmsum hætti. „En á laugardaginn treystum við á eldri Kópa- vogsbúa til að hjálpa okkur í söfnuninni og þess vegna fengum við Félag eldri borg- ara til liðs við okkur.“ Magnús segir að reynt sé að höfða til eldri íbúa bæjarins í söfnuninni og þeim boðið að gerast styrkaraðilar með því að ánafna Sunnuhlíðarsam- tökunum ákveðna upphæð. Biðlistum útrýmt Þörfin fyrir stækkun Sunnuhlíðar er brýn, þar sem hjúkrunarheimilið er það eina sinnar tegundar í bænum, en síðan það var tekið í notkun fyrir tæpum 20 árum hefur fjöldi aldraðra, 67 ára og eldri, þrefaldast í Kópavogi. Aldrað- ir hafa því þurft að leita til ná- grannasveitarfélaganna og jafnvel út á land, til að fá sam- bærilega hjúkrunarþjónustu og býðst í Sunnuhlíð, að sögn Guðjóns. Nú eru um 30 einstaklingar á biðlista og mun nýja bygg- ingin útrýma honum að mestu og vel hefur tekist að manna þau störf sem skapast með stækkun Sunnuhlíðar, að sögn Jóhanns Árnasonar, fram- kvæmdastjóra heimilisins. 30 milljónir vantar Byggingarkostnaður við ný- bygginguna er áætlaður 265 milljónir króna en þegar hefur verið varið 220 milljónum til verksins. Ríkið greiðir 40% af kostnaðinum en Guðjón segir að enn vanti um 30 milljónir upp á til að hægt sé að ljúka framkvæmdunum. „Við gerum okkur grein fyrir að líklega náum við ekki að safna allri upphæðinni á laugardaginn, en söfnunin mun halda áfram að einhverju marki á næst- unni. En við erum bjartsýn og treystum á að samborgarar okkar taki söfnuninni vel og við hvetjum Kópavogsbúa til að leggja þessu málefni lið.“ Miðstöð söfnunarinnar verður í safnaðarheimili Digraneskirkju og hefst hún kl. 10 á laugardagsmorgun. Auk þess sem safnað verður með því að ganga í hús er hægt að hringja í skrifstofunúmer Sunnuhlíðar, 560-4100 allan laugardaginn og á skrifstofu- tíma næstu daga. Eldri borgarar safna fyrir Sunnuhlíð Kópavogur Morgunblaðið/Arnaldur Aldraðir leggja hönd á plóg um helgina, ganga í hús og safna fyrir Sunnuhlíðarsamtökin. ÞAÐ var Ragnhildur Guðbrandsdóttir sem tók fyrstu skóflustunguna að hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð í janúar 1980. Ragnhildur var þá elsti íbúi Kópavogs, 101 árs gömul, og var afrek hennar skráð í Heimsmetabók Guinness, vegna þess að hún var elst allra í heiminum sem slíkt verk höfðu unnið. Sunnuhlíð er sjálfseignarstofnun og hafa Sunnuhlíðarsamtökin, sem að standa ýmis félagasamtök og klúbbar í Kópavogi, rekið starfsemi heimilisins til margra ára. Áður en hægt var að ráðast í fram- kvæmdir við Sunnuhlíð báru félagar klúbbanna sem stóðu að samtökunum, söfnunarbauka inn á hvert heimili í Kópavogi með tilmælum um að hver og einn legði til hliðar sem svaraði hálfu strætisvagnafargjaldi á dag. Einnig færðu einstaklingar, fyrirtæki og stofn- anir fram framlög, ríkið lét af hendi byggingarlóð og Kópavogsbær lagði fram fé sem nam um 15% af útlögðum byggingarkostnaði. Sunnuhlíð mun hafa verið fyrsta sérhæfða hjúkr- unarheimilið fyrir aldraða og eru þar núna 50 sjúkrarúm. Árið 1987 var lokið byggingu þjónustuíbúða fyrir aldraða, 40 íbúða fjölbýlishúss sunnan við heim- ilið og þegar nýja viðbyggingin verður að fullu tekin í notkun bætast 27 sjúkra- rúm við. Kópavogsbúi í heimsmetabók ÁTAK er nú í gangi á Sel- tjarnarnesi sem miðar að því að hvetja foreldra til að láta börnin ganga í skólann. Sjálfboðaliðar frá for- eldrafélögum skólanna, Íþrótta- og æskulýðsráði, skólanefnd, Slysavarnadeild kvenna á Seltjarnarnesi og umferðarnefnd Seltjarn- arness standa á vakt og að- stoða börnin við að fara yfir göturnar og þá fá öll börn afhent endurskinsmerki. Í fréttatilkynningu frá Skólaskrifstofu bæjarins segir að með því að kenna börnum á gönguleiðir og hvernig eigi að haga sér við umferðargötur aukist ör- yggi þeirra í umferðinni og þau mæti hressari í skólann. Gengið í skólann Morgunblaðið/RAX Góð og holl hreyfing fæst með því að ganga í skólann. Seltjarnarnes UNDIRRITAÐIR hafa verið leigu- og þjónustusamningar milli Hafnarfjarðarbæjar og Nýtaks ehf. um leigu á nýjum mannvirkjum Lækjarskóla á Sólvangssvæðinu. Fyrri áfangi grunnskólans verður afhentur 1. ágúst á næsta ári og er þar um þriðj- ung skólans að ræða. Síðari áfanginn verður af- hentur ári síðar og íþrótta- mannvirki með íþróttasal og sundlaug verða afhent 1. ágúst, 2004. Skólinn er alls 6.370 fer- metrar með 22 heimastofum, sérgreinastofum og þremur sérdeildum og lóðin er 18.680 fermetrar. Íþróttamannvirki eru alls 1.746 fermetrar. Nýr Lækj- arskóli Hafnarfjörður UMFERÐARLJÓS verða sett upp á gatnamótum Háa- leitisbrautar og Smáagerðis á næstunni. Ljósin eru sett upp í kjölfar alvarlegs slyss þar sem ung stúlka varð fyrir bíl á umræddum stað. Að sögn Dagbjarts Sigur- brandssonar, umsjónar- manns umferðarljósa hjá borgarverkfræðingi, kom Foreldrafélag Hvassaleitis- skóla saman eftir slysið en það hafði mikil áhrif á börn í skólanum og þurftu mörg þeirra áfallahjálp að hans sögn. Umrædd gatnamót eru í gönguleið fjölda barna til og frá skólanum. „Við það að setja upp ljós þarna verða fleiri gönguleiðir til skólans en þarna verða T-gatnamót til að byrja með. Í framtíð- inni verða líklega krossgötur þarna en það er ekki alveg búið að útfæra þetta við verslunarmiðstöðina sem er hinumegin við götuna.“ Gönguljós eru yfir Háaleit- isbrautina alveg við umrædd gatnamót en Dagbjartur seg- ir þau ekki duga til. „Það er ekið hratt þarna og eins eru gönguljósin dálítið nálægt horninu. Þetta eru svokölluð „pelikan“-ljós, sem eru þann- ig að göngutíminn er um 9 sekúndur áður en kallinn fer að blikka. Þá fara ljósin líka að blikka á móti umferðinni og ökumenn mega ekki fara af stað ef einhver er í gang- brautinni því það samsvarar því að menn aki yfir á rauðu en þeir eru orðnir dálítið frekir á þetta. Svo er líka ætlast til af börnum að þau gangi ekki yfir eftir að kall- inn er farinn að blikka og for- eldrar eru mjög óánægðir með þetta ástand.“ Ljósin sem verða sett upp eru svokölluð hálfumferðar- stýrð ljós. „Það verður skynj- ari fyrir bílaumferðina úr Smáagerði og gangandi veg- farendur þurfa að ýta á hnapp. Ef hvorki gangandi né akandi vegfarendur koma er alltaf grænt á Háaleitis- brautinni,“ segir Dagbjartur. Hann segir framkvæmdir líklega hefjast í þessari viku eða næstu og verða göngu- ljósin tekin niður um leið og þær hefjast. Framkvæmdirnar taka um tvær vikur en gangbrautar- vörður verður á staðnum á meðan. Breytingar framundan á gatnamótum Smáagerðis og Háaleitisbrautar Ný ljós í kjölfar slyss Háaleitishverfi         ! " ! # $ %  &                      '"((     Á FUNDI sínum á mánudag lýsti fræðsluráð Reykjavíkur- borgar þeirri skoðun sinni að rétt sé að fimm ára nemendur í einkaskólum borgarinnar verði styrktir með sama hætti og aðrir nemendur í einka- reknum grunnskólum, svo framarlega að þeir nýti ekki önnur dagvistarúrræði á veg- um borgarinnar. Fræðsluráð telur það hins vegar ekki hlut- verk fræðsluyfirvalda að út- hluta slíkum styrkjum, þar sem fimm ára börn eru ekki fræðsluskyld, og vísaði mál- inu þess vegna til borgarráðs til frekari umfjöllunar. Um var að ræða tillögu sem sjálfstæðismenn lögðu fyrir fræðsluráð. Meirihluti Reykjavíkurlistans vísaði frá meginhluta tillögunnar, sem lögð var fram á fundi seinast í ágúst, þess efnis að Fræðslu- miðstöð yrði falið að ganga til samninga við einkaskólana í Reykjavík, um að borgin legði fram jafnháa fjárupphæð til einkaskóla og almennra skóla í Reykjavík. Segir í bókun meirihlutans að það sé markmið Reykja- víkurlistans að greiða sama gjald vegna nemenda í einka- skólum og greitt er með nem- endum úr öðrum sveitarfélög- um. Fræðsluráð telji því óþarft að fela Fræðslumiðstöð að ganga til samninga við einkaskólana í Reykjavík um jafnhá framlög til einkaskóla og almennra skóla. Það myndi fela í sér mikla mismunun þar sem einkaskólar tækju auk þess gjald af foreldrum. Frá- leitt væri þess vegna að tala um að sömu framlög borgar- innar til einkaskóla og al- mennra skóla jafnaði sam- keppnisaðstöðu eins og segði í tillögu sjálfstæðismanna. Sjálfstæðismenn höfðu hins vegar mælst til þess í tengslum við tillöguna að sér- staklega yrði litið á málefni 5 ára barna og afgreiddi meiri- hluti Reykjavíkurlistans þann hluta tillögunnar á fyrr- greindan hátt, en fulltrúar minnihluta sátu hjá. Njóti styrkja eins og aðrir Reykjavík Fimm ára nemendur í einkaskólum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.