Morgunblaðið - 18.10.2001, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 18.10.2001, Qupperneq 20
LANDIÐ 20 FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSKA stærðfræðafélagið þingaði í hátíðasal gamla Héraðs- skólans í Reykholti um síðustu helgi. Áður hefur félagið ekki staðið fyr- ir svo stórri yfirlitsráðstefnu, en hún stóð yfir í tvo daga. Efni ráð- stefnunnar var stærðfræði á Íslandi og var fjallað um rannsóknir og kennslu í stærðfræði á öllum skóla- stigum. Ragnar Sigurðsson, Raunvísinda- stofnun háskólans, Ólafur Ísleifsson, Seðlabanka Íslands, og Kristján Jónasson hjá Íslenskri erfðagrein- ingu, formaður félagsins, ræddu við fréttaritara Mbl. um stöðu stærð- fræðinnar á Íslandi og kom þá fram að beiting stærðfræði hefur aukist mjög í ýmsum starfsgreinum á und- anförnum árum. Með aukinni notk- un stærðfræði í mörgum starfs- greinum benti Ragnar á að jafnframt því sem beiting stærð- fræði færðist í vöxt til hagnýtingar í atvinnulífinu kölluðu slíkar hagnýt- ingar stöðugt á nýjar fræðilegar rannsóknir innan stærðfræðinnar. Þeir lögðu á það áherslu að stærð- fræði væri óðum að verða mikilvæg- ari hluti atvinnulífsins og kvæði mikið að beitingu hennar á sviði líf- tækni, hagfræði og fjármálafræði, eins og glöggt kom fram á ráðstefn- unni. Í fiskifræði og hafrannsóknum hefur stærðfræði lengi verið hag- nýtt, sem og við verkfræðilegar úr- lausnir. Segir Kristján t.d. að innan Íslenskrar erfðagreiningar starfi 15–20 stærðfræðingar. Á ráðstefnunni var sagt frá fjár- veitingu frá Evrópusambandinu til fjölþjóðlegs verkefnis á sviði haf- rannsókna með aðild Raunvísinda- stofnunar Háskólans og Hafrann- sóknastofnunar. Einnig kom fram að úr sömu átt má vænta aukins fjármagns í framtíðinni sem gerir mönnum kleift að ráðast í ný og áhugaverð verkefni af þessu tagi. Metaðsókn í stærðfræði Fyrirlestrar voru haldnir og um- ræðufundur um kennslumál stærð- fræðinnar, námsefnisgerð í grunn- skóla, námskrá framhaldsskólans og stærðfræðikennslu í kennaranámi. Ólafur benti á vilja stærðfræða- félagsins til að efla kennslu í þessu fagi á öllum skólastigum. Árið 1973 útskrifuðust fyrstu stærðfræðingar frá Háskóla Íslands og voru lengst af útskrifaðir fjórir á ári að með- altali. Aukinn áhugi virðist vera á þess- ari grein, væntanlega vegna auk- inna atvinnumöguleika, auk kennslu. Í haust innrituðust 33 nem- endur í stærðfræði við Háskóla Ís- lands og er það metaðsókn. Í Ís- lenska stærðfræðafélaginu eru um 160 félagar, en stærðfræðingar eru þar af um 100. Lýstu þeir Ragnar, Ólafur og Kristján yfir mikilli ánægju með dvölina í Reykholti og margbreyti- legt menningarefni sem einnig var boðið uppá. Mikið líf í Reykholti um helgina Auk stærðfræðinga funduðu fleiri hópar í Reykholti síðustu helgi. Í sal Snorrastofu var málþing með yfir- skriftina „Til heiðurs og huggunar. Hlutverk trúarkveðskapar á fyrri tíð“, haldið á vegum Snorrastofu með stuðningi Borgarfjarðarpró- fastsdæmis, og á hótelinu var fund- ur á vegum Einars J. Skúlasonar, EJS. Háskólakórinn var þarna samtím- is í æfingabúðum og nutu ráðstefnu- gestir þess að fá að hlýða á kórsöng. Stærðfræðingar skoðuðu sýningar undir leiðsögn séra Geirs Waage og hlýddu á tónlistarflutning heima- manna, þeirra Ólafs Flosasonar óbó- leikara og Zsuzsanna Budai píanó- leikara í hinni margrómuðu tónlistarkirkju. Mikið líf var á staðnum og má geta þess að þegar gestir á ráðstefn- unni um trúarkveðskap höfðu staðið upp frá borðum í safnaðarsal kirkj- unnar, þar sem hótelið bar fram kjötsúpu, var dúkum svipt af borð- um og salurinn undirbúinn fyrir próftöku. Nokkrir stærðfræðinemar áttu að vera í prófi á meðan ráð- stefnan stóð yfir og fengu þeir að þreyta prófið í safnaðarheimili Reykholtskirkju samtímis því sem félagar þeirra leystu sama próf í Reykjavík, en af ríflega 60 ráð- stefnugestum voru 15 stúdentar við Háskóla Íslands. Stærðfræðingarnir vildu þó taka fram að engin ytri truflun hefði truflað einbeitinguna á ráðstefnunni og sögðu það snjallt að fara út á land með svona viðburði. Mikil gróska í stærðfræði Reykholt í Borgarfirði bar heitið fræðasetur með rentu um síðustu helgi. Sigríður Kristinsdóttir ræddi við þrjá stærðfræðinga, en á staðnum voru einnig fulltrúar tónlistar, trúarkveðskapar og tölvuviðskipta. Reykholt Stærðfræðingar voru meðal gesta í Reykholti um síðustu helgi. Morgunblaðið/Sigríður RJÚPNAVEIÐITÍMINN er hafinn og var í sumum tilfellum farið af stað meira af kappi en forsjá. Að sögn Sigurðar Brynj- ólfssonar, yfirvarðstjóra á Húsa- vík, var mikil bílaumferð á þjóð- vegi 1 og voru þar rjúpnaskyttur í meirihluta. Lögreglan stöðvaði tugi bíla og athugaði vopn og veiðikort og reyndist allt vera í lagi. Sagði Sigurður að telja mætti í hundruðum veiðimennina sem stefndu nú á þingeyskar veiðilendur. Á Þórshöfn fjölgar alltaf í bænum á þessum árstíma og nóg var að gera á Hótel Jórvík. Leið- indaveður var á rjúpnaslóðum, þoka og rigning og allt á kafi í bleytu og drullu. Fréttaritari var á leið yfir Öx- arfjarðarheiði hinn 15. og ók þar fram á veiðimann sem kominn var niður á veg með aðstoð GPS tækis en bifreið hans var nokkru ofar á heiðinni svo hann fékk far á áfangastað. Hann hafði verið á göngu frá kl. sex um morguninn og hafði fengið fjórar rjúpur, sagði ekki mikið vera af rjúpu á þessu svæði. Fimmtu rjúpuna fékk hann svo á leiðinni niður af heiðinni með fréttaritara en þar skammt frá veginum sat ein hvít og beið spök á meðan bíllinn var stöðvaður í nokkurri fjarlægð og byssan tekin úr farangursrýminu – þar með voru örlög hennar ráðin. Ójafn leikur Öxarfjarðarheiðin var alauð þennan fyrsta rjúpnadag en rjúpan hvít. Fuglinn er því auð- velt skotmark og leikurinn ójafn. Spurning er hvort hún á nokkuð meiri möguleika þegar snjór er yfir því þá er töluvert um það að menn fari á stórum jeppum, vél- sleðum og fjórhjólum upp um all- ar heiðar og elti fuglinn á þess- um farartækjum þó að lögreglan reyni eftir föngum að koma í veg fyrir slíkt athæfi. Gangandi veiðimenn snauta þá heim því þeir eiga enga möguleika á rjúpu á eftir slíkum öflum. Rjúpnastofninn er nú í lág- marki og veiðitölur eftir fyrsta daginn eru almennt lágar, að sögn manna á þingeyskum veiði- slóðum. Rjúpnaskyttan Baldur Öxdal nær fimmtu rjúpunni á Öxarfjarð- arheiði, hún beið róleg meðan bíllinn keyrði hæfilega langt í burtu og vopnið var gripið úr farangursrýminu. Eins og sjá má er ekki snjókorn á heiðinni en rjúpan orðin hvít. Fjölmennt á rjúpnaslóðum Þórshöfn Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.