Morgunblaðið - 18.10.2001, Síða 47

Morgunblaðið - 18.10.2001, Síða 47
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 47 SAMKVÆMT vinnuverndarlögunum skal atvinnurekandi tilkynna Vinnueftirlit- inu um vinnuslys sem hjá honum verða. Nán- ari ákvæði er að finna í reglum um tilkynningu vinnuslysa. Þar er skil- greint hvaða slys telj- ast alvarleg og skal til- kynna strax símleiðis til Vinnueftirlits og lögreglu svo að vett- vangsrannsókn geti farið fram. Vinnuslys sem valda fjarvistum í a.m.k. einn dag auk slysdagsins, skulu til- kynnt Vinnueftirlitinu á þar til gerð- um eyðublöðum. Misbrestur er á að þessari skyldu sé fullnægt. Þó má vænta þess að öll alvarlegri slys og dauðaslys séu tilkynnt. Slysaskráin mikilvæg Slysaskrá Vinnueftirlitsins gefur möguleika á úrvinnslu tölfræðilegra upplýsinga, s.s. um einstaka slysa- valda, einstaka fyrirtæki eða at- vinnugrein auk þess sem hægt er að prenta út slysalýsingar. Upplýsing- ar úr skránni hafa m.a. verið notaðar í kynningar- og forvarnarstarfi Vinnueftirlitsins. Samvinna er við Tryggingastofnun ríkisins þannig að gagnagrunnur Vinnueftirlitsins nær yfir öll vinnuslys sem koma til kasta Tryggingastofnunar auk þeirra slysa sem eru tilkynnt Vinnueftirlit- inu. Vinnuslys og forvarnir Vinnueftirlitið hefur í starfi sínu í gegnum árin lagt mikla áherslu á forvarnir. Það hefur endurspeglast í ýmsum átaksverkefnum, sem ráðist hefur verið í, kynningarherferðum og sérstökum áherslum í eftirlits- starfinu. Hér á eftir verða tekin nokkur dæmi um slík verkefni. Öryggisráðstafanir við hafnarvinnu Á tilteknu árabili urðu mörg al- varleg slys og dauðaslys við hafn- arvinnu í Reykjavík. Í ljósi þessa gerði Vinnueftirlitið sérstaka könn- un á öryggisráðstöfunum við hafn- arvinnu þar sem sjónum var beint að helstu áhættuþáttum í starfsum- hverfinu og bent á leiðir til að auka öryggi hafnarverkamanna. Hluti af niðurstöðunum var síðan grunnur að frekari fyrirmælum Vinnueftirlits- ins um öryggisráðstafanir við þessi störf. Slys í landbúnaði Sérstakt átak var gert til að draga úr slysum við störf í landbúnaði vegna tíðra dauðaslysa og alvar- legra slysa við dráttarvélar eða drif- búnað þeirra. Langflest slysanna urðu vegna veltu dráttarvéla án ör- yggisgrindar. Í mörgum þessara slysa komu við sögu ungmenni innan við 16 ára aldur. Allt frá miðju ári 1986 hafa bændum og innflytjendum búvéla verið rækilega kynntar – með dreifibréfum og í fjölmiðlum – kröfur um öryggisbúnað dráttarvéla samkvæmt þá nýsettri reglugerð. Allar slíkar vélar skulu búnar ör- yggisgrind eða veltiboga. Í reglu- bundnu eftirliti hefur verið lögð áhersla á að taka vanbúnar vélar úr umferð. Árangurinn er sá að alvar- legum slysum við dráttarvélar eða drifbúnað þeirra hefur fækkað veru- lega. Slysahætta vegna nýrrar tækni við heyvinnu Samfara nýrri tækni við hirðingu á heyi með rúlluböggum skapaðist ný slysahætta sem leiddi til þess að allmörg slys urðu við flutning og stöflun þeirra, þar af var eitt dauða- slys. Í framhaldi greip Vinnueftirlit- ið til sérstakra ráðstafana sem m.a. fólust í því að senda dreifibréf til bænda þar sem athygli þeirra var vakin á þeirri alvarlegu slysahættu sem getur fylgt vinnu við rúllu- bagga. Um leið var bent á þær kröf- ur sem gerðar eru um öryggisbúnað véla sem lyfta, flytja og pakka rúlluböggum. Jafnframt var vakin at- hygli á málinu í sérrit- um bænda og því fylgt eftir með eftirliti á við- komandi stöðum. Á síð- asta ári beið einn mað- ur bana við landbúnaðarstörf er hann lenti í rúllu- baggavél. Það minnir enn og aftur á nauðsyn þess að hvergi verði látið undir höfuð leggj- ast að fylgja ýtrustu öryggiskröfum við þessi störf. Fallslys í byggingariðnaði Vinnueftirlitið hefur ætíð lagt áherslu á eftirlit á byggingarvinnu- stöðum vegna þeirrar slysahættu sem starfinu er samfara. Þar hefur sérstök áhersla verið lögð á eftirlit með fallvörnum vegna tíðra falls- lysa. Sérstök eftirlitsátök hafa jafn- framt farið fram til að draga úr slys- um við þessi störf. Vegna mikilla umsvifa í byggingariðnaði á höfuð- borgarsvæðinu síðari ár hefur auk- inn þungi verið lagður í eftirlit, m.a. með skyndiskoðunum á búnaði verk- palla, stiga og frágangs á þökum. Ennfremur var gert sérstakt fræðsluátak varðandi byggingar- vinnustaði á Norðurlandi eystra í samvinnu við viðkomandi stéttar- félög og staðarfjölmiðla. Nefna mætti fleiri dæmi um fyr- irbyggjandi starf í ákveðnum starfs- greinum, sem hefur m.a. í auknum mæli beinst að gerð reglna og leið- beininga um öryggisráðstafanir við vinnu, s.s. reglna um öryggisráð- stafanir við vinnu í lokuðu rými, leið- beininga um öryggi við hjólbarða og felgur og öryggi við notkun á klór. Kerfisbundið vinnuverndarstarf Veruleg vakning er hjá mörgum fyrirtækjum í að efla innra vinnu- verndarstarf sem m.a. felst í því að þau hafa tekið upp öryggisstjórnun- arkerfi sem hluta af gæðakerfi fyr- irtækisins. Þessi kerfi miða að því að beitt sé kerfisbundnum aðferðum við að greina áhættuþætti í vinnu- umhverfinu. Með slíkum aðferðum má draga verulega úr vinnuslysum og svokölluðum næstum-því-slysum. Á næstunni er að vænta breytinga á vinnuverndarlögunum sem fela m.a. í sér skýrari ákvæði en áður um að markvisst skuli unnið að forvörn- um. Ný lagaákvæði gera atvinnu- rekanda skylt að gera skriflegt mat á áhættuþáttum í vinnuumhverfinu og áætlun um forvarnir í samráði við starfsmenn. Tilgangur áhættumats- ins er m.a. að greina slysahættur á markvissan hátt og koma í veg slys. Allra hagur Það er allra hagur, bæði atvinnu- rekenda og starfsmanna, að það tak- ist að fækka vinnuslysum. Kostnað- ur samfélagsins er mikill í töpuðum vinnustundum, bótagreiðslum, læknisþjónustu, launatapi og í sum- um tilvikum örorkubótum, svo ekki sé talað um þær þjáningar og jafnvel örorku sem af slysinu hefur hlotist. Tökum því höndum saman og til- kynnum þau vinnuslys sem verða og stuðlum þannig markvisst að for- vörnum gegn slysum! Tilkynnum vinnuslysin Ólafur Hauksson Vinnuvernd Það er allra hagur, bæði atvinnurekenda og starfsmanna, segir Ólafur Hauksson, að það takist að fækka vinnuslysum. Höfundur er aðstoðardeildarstjóri hjá Vinnueftirlitinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.