Morgunblaðið - 18.10.2001, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 18.10.2001, Qupperneq 47
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 47 SAMKVÆMT vinnuverndarlögunum skal atvinnurekandi tilkynna Vinnueftirlit- inu um vinnuslys sem hjá honum verða. Nán- ari ákvæði er að finna í reglum um tilkynningu vinnuslysa. Þar er skil- greint hvaða slys telj- ast alvarleg og skal til- kynna strax símleiðis til Vinnueftirlits og lögreglu svo að vett- vangsrannsókn geti farið fram. Vinnuslys sem valda fjarvistum í a.m.k. einn dag auk slysdagsins, skulu til- kynnt Vinnueftirlitinu á þar til gerð- um eyðublöðum. Misbrestur er á að þessari skyldu sé fullnægt. Þó má vænta þess að öll alvarlegri slys og dauðaslys séu tilkynnt. Slysaskráin mikilvæg Slysaskrá Vinnueftirlitsins gefur möguleika á úrvinnslu tölfræðilegra upplýsinga, s.s. um einstaka slysa- valda, einstaka fyrirtæki eða at- vinnugrein auk þess sem hægt er að prenta út slysalýsingar. Upplýsing- ar úr skránni hafa m.a. verið notaðar í kynningar- og forvarnarstarfi Vinnueftirlitsins. Samvinna er við Tryggingastofnun ríkisins þannig að gagnagrunnur Vinnueftirlitsins nær yfir öll vinnuslys sem koma til kasta Tryggingastofnunar auk þeirra slysa sem eru tilkynnt Vinnueftirlit- inu. Vinnuslys og forvarnir Vinnueftirlitið hefur í starfi sínu í gegnum árin lagt mikla áherslu á forvarnir. Það hefur endurspeglast í ýmsum átaksverkefnum, sem ráðist hefur verið í, kynningarherferðum og sérstökum áherslum í eftirlits- starfinu. Hér á eftir verða tekin nokkur dæmi um slík verkefni. Öryggisráðstafanir við hafnarvinnu Á tilteknu árabili urðu mörg al- varleg slys og dauðaslys við hafn- arvinnu í Reykjavík. Í ljósi þessa gerði Vinnueftirlitið sérstaka könn- un á öryggisráðstöfunum við hafn- arvinnu þar sem sjónum var beint að helstu áhættuþáttum í starfsum- hverfinu og bent á leiðir til að auka öryggi hafnarverkamanna. Hluti af niðurstöðunum var síðan grunnur að frekari fyrirmælum Vinnueftirlits- ins um öryggisráðstafanir við þessi störf. Slys í landbúnaði Sérstakt átak var gert til að draga úr slysum við störf í landbúnaði vegna tíðra dauðaslysa og alvar- legra slysa við dráttarvélar eða drif- búnað þeirra. Langflest slysanna urðu vegna veltu dráttarvéla án ör- yggisgrindar. Í mörgum þessara slysa komu við sögu ungmenni innan við 16 ára aldur. Allt frá miðju ári 1986 hafa bændum og innflytjendum búvéla verið rækilega kynntar – með dreifibréfum og í fjölmiðlum – kröfur um öryggisbúnað dráttarvéla samkvæmt þá nýsettri reglugerð. Allar slíkar vélar skulu búnar ör- yggisgrind eða veltiboga. Í reglu- bundnu eftirliti hefur verið lögð áhersla á að taka vanbúnar vélar úr umferð. Árangurinn er sá að alvar- legum slysum við dráttarvélar eða drifbúnað þeirra hefur fækkað veru- lega. Slysahætta vegna nýrrar tækni við heyvinnu Samfara nýrri tækni við hirðingu á heyi með rúlluböggum skapaðist ný slysahætta sem leiddi til þess að allmörg slys urðu við flutning og stöflun þeirra, þar af var eitt dauða- slys. Í framhaldi greip Vinnueftirlit- ið til sérstakra ráðstafana sem m.a. fólust í því að senda dreifibréf til bænda þar sem athygli þeirra var vakin á þeirri alvarlegu slysahættu sem getur fylgt vinnu við rúllu- bagga. Um leið var bent á þær kröf- ur sem gerðar eru um öryggisbúnað véla sem lyfta, flytja og pakka rúlluböggum. Jafnframt var vakin at- hygli á málinu í sérrit- um bænda og því fylgt eftir með eftirliti á við- komandi stöðum. Á síð- asta ári beið einn mað- ur bana við landbúnaðarstörf er hann lenti í rúllu- baggavél. Það minnir enn og aftur á nauðsyn þess að hvergi verði látið undir höfuð leggj- ast að fylgja ýtrustu öryggiskröfum við þessi störf. Fallslys í byggingariðnaði Vinnueftirlitið hefur ætíð lagt áherslu á eftirlit á byggingarvinnu- stöðum vegna þeirrar slysahættu sem starfinu er samfara. Þar hefur sérstök áhersla verið lögð á eftirlit með fallvörnum vegna tíðra falls- lysa. Sérstök eftirlitsátök hafa jafn- framt farið fram til að draga úr slys- um við þessi störf. Vegna mikilla umsvifa í byggingariðnaði á höfuð- borgarsvæðinu síðari ár hefur auk- inn þungi verið lagður í eftirlit, m.a. með skyndiskoðunum á búnaði verk- palla, stiga og frágangs á þökum. Ennfremur var gert sérstakt fræðsluátak varðandi byggingar- vinnustaði á Norðurlandi eystra í samvinnu við viðkomandi stéttar- félög og staðarfjölmiðla. Nefna mætti fleiri dæmi um fyr- irbyggjandi starf í ákveðnum starfs- greinum, sem hefur m.a. í auknum mæli beinst að gerð reglna og leið- beininga um öryggisráðstafanir við vinnu, s.s. reglna um öryggisráð- stafanir við vinnu í lokuðu rými, leið- beininga um öryggi við hjólbarða og felgur og öryggi við notkun á klór. Kerfisbundið vinnuverndarstarf Veruleg vakning er hjá mörgum fyrirtækjum í að efla innra vinnu- verndarstarf sem m.a. felst í því að þau hafa tekið upp öryggisstjórnun- arkerfi sem hluta af gæðakerfi fyr- irtækisins. Þessi kerfi miða að því að beitt sé kerfisbundnum aðferðum við að greina áhættuþætti í vinnu- umhverfinu. Með slíkum aðferðum má draga verulega úr vinnuslysum og svokölluðum næstum-því-slysum. Á næstunni er að vænta breytinga á vinnuverndarlögunum sem fela m.a. í sér skýrari ákvæði en áður um að markvisst skuli unnið að forvörn- um. Ný lagaákvæði gera atvinnu- rekanda skylt að gera skriflegt mat á áhættuþáttum í vinnuumhverfinu og áætlun um forvarnir í samráði við starfsmenn. Tilgangur áhættumats- ins er m.a. að greina slysahættur á markvissan hátt og koma í veg slys. Allra hagur Það er allra hagur, bæði atvinnu- rekenda og starfsmanna, að það tak- ist að fækka vinnuslysum. Kostnað- ur samfélagsins er mikill í töpuðum vinnustundum, bótagreiðslum, læknisþjónustu, launatapi og í sum- um tilvikum örorkubótum, svo ekki sé talað um þær þjáningar og jafnvel örorku sem af slysinu hefur hlotist. Tökum því höndum saman og til- kynnum þau vinnuslys sem verða og stuðlum þannig markvisst að for- vörnum gegn slysum! Tilkynnum vinnuslysin Ólafur Hauksson Vinnuvernd Það er allra hagur, bæði atvinnurekenda og starfsmanna, segir Ólafur Hauksson, að það takist að fækka vinnuslysum. Höfundur er aðstoðardeildarstjóri hjá Vinnueftirlitinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.