Morgunblaðið - 18.10.2001, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 18.10.2001, Qupperneq 49
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 49 REYKJAVÍK: Ármúla 11 - Sími 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka - Sími 461-1070 Model 6834 Gifsskrúfvél 470 W O = 4 x 57 mm Tilboðsverð 30.000,- Kringlukast 20% afsláttur af Triumph undirfatnaði Kringlunni 8-12, sími 553 3600, www.olympia.is H ön nu n & um b ro t eh f. © 20 00 – D V R 08 0 HreinlætistækjadagarOktóber Heilir sturtuklefar með blöndunartækjum, sturtusetti, botni og lás. 4-6 mm öryggisgler. Verð frá 56.900,- stgr. Sturtuhorn, könntuð, 4-6 mm öryggisgler. Rammar hvítir eða með stáláferð. 65 - 90 cm. á kannt. Verð frá 20.900,- stgr. Sturtuhorn, rúnnuð, 4-6 mm öryggisgler. Rammar hvítir eða með stáláferð. 80 - 90 cm. á kannt. Verð frá 34.900,- stgr. Sturtubaðkarshlífar úr öryggisgleri. Verð frá 14.670,- stgr. Sturtubotnar, margar gerðir. Verð frá 4.750,- stgr. Salerni (WC), með stút í gólf eða vegg, góð seta og festingar fylgja. Verð frá 15.850,- stgr. Handlaugar á vegg eða í borð. Fjölbreytt úrval. Verð frá 3.950,- stgr. Baðkör, margar stærðir. Verð frá 12.467,- stgr. Blöndunartæki f. baðkör. Verð frá 5.159,- stgr. Blöndunartæki fyrir handlaugar. Verð frá 3.819,- stgr. Eldhúsvaskar, einfaldir, tvölfaldir, með eða án borðs. Verð frá 7.360,- stgr. Blöndunartæki fyrir eldhúsvask. Verð frá 3.695,- stgr. Nuddbaðkör úr stáli eða plasti. Bein eða í horn. Verð frá 139.500,- stgr. OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14 Við Fellsmúla Sími 588 7332 - trygging fyrir l águ verði! MONSOON MAKE-UP MONSOON MAKE-UPLITIR SEM LÍFGA Ástríður Magnúsdóttir, förðunarfræðingur, leiðbeinir um notkun á MONSOON - MAKE UP. Kaupauki fylgir. Á sama tíma 20% afsl. af allri Karin Herzog línunni. Kynning í dag kl. 15-19 Hringbrautar Apótek Kynning á morgun kl. 14-18 Borgar Apótek ÞEIR sem lásu átak- anlega bók Erich Maria Remarque um líf og dauða ungra manna á vígvellinum í fyrri heimsstyrjöldinni fundu glöggt tilfinningu fárán- leikans í lokin þegar til- kynning um stöðu stríðsins var: „Tíðinda- laust á vesturvígstöðv- unum.“ Mér komu þessi orð í hug eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins þar sem landsfundarfulltrú- ar sögðu allt svo slétt og fellt, einingu ríkjandi og samstöðu um öll grund- vallaratriði. Því það er stórkostlegt að skyggnast bak við einingartjöld- in, þar blasir önnur veröld við. Samlíkingin á auðvitað eingöngu við um slík leikhús fáránleikans. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur sérhagsmuna Harðar deilur um tvö stærstu átakamál stjórnmálanna einkenndu landsfundinn. Það var tekist á um sjávarútvegsmál og umhverfismál. Umhverfismálin fengu herfilega út- reið. Mörgum hefur fundist að Ólafur F. Magnússon borgar- fulltrúi væri þýðingarmikill fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Með sínum málflutningi í umhverfismálum væri hann á sama hátt og Ólafur Örn Haraldsson, alþingismaður í Framsóknarflokknum, nokkurs konar haldreipi fyrir þá flokks- menn sem vilja hafa umhverfis- vernd í hávegum, vilja að náttúran njóti vafans og að leikreglur lýð- ræðis séu í fyrirrúmi við meðferð náttúruperlanna. En nei, sjónarmið Ólafs fengu engan hljómgrunn, hann var atyrtur og gróflega lít- illækkaður á landsfundinum. Og nú var afstaða flokksins til eignarhalds á sjávarauðlindinni út- kljáð. Það voru klókindi á sínum tíma að setja á laggir þverpólitísk- ar nefndir um sjávarútvegsmál í nafni sátta. Jóhannes Nordal leiddi auðlindanefndina fimlega og naut samvinnu fólks sem gerði sér vel grein fyrir almannahagsmunum. Enda vakti niðurstaða auðlinda- nefndar vonir. Hinsvegar ein- kenndi úlfúð starf síðari nefndarinnar um stjórn fiskveiða sem átti að byggjast á niðurstöðu auð- lindanefndar. Henn- ar starfi lauk í ágreiningi allra nema Sjálfstæðis- flokksins og LÍÚ. Varðandi niður- stöðu landsfundar í þessu mikla hags- munamáli er ein- faldast að vísa í um- mæli Markúsar Möller sem sagði sig úr Sjálfstæðisflokki Davíðs Oddssonar en hann segir flokkinn ganga á staurfót með lepp fyrir auganu til næstu kosninga. Já, það má öllum ljóst vera að andstæðingar gjafa- kvóta og fylgjendur réttlætis við stjórnun fiskveiða eiga ekki heimili í Sjálfstæðisflokknum. Niðursveifla varð í efnahagsmálunum Í landsfundarræðu formannsins var ekki minnst á viðskiptahalla, gengisfall krónunnar, verðbólgu né háa vexti. Ekkert um efnahagsmál- in. Hinsvegar var ráðist með of- forsi og skítkasti á formann Sam- fylkingarinnar án þess að nefna nafnið hans, sem er eftirtektarverð aðferð. Sömuleiðis í drottningarvið- tölunum sem fylgdu í kjölfarið. „Stórir menn“ kunna vel sína að- ferðafræði. Þarna kom berlega í ljós að forsætisráðherrann þolir ekki að Samfylkingin er að ná vopnum sínum og að Össur Skarp- héðinsson fletti ofan af vinnubrögð- um ríkisstjórnarinnar við fjárlaga- gerðina. Forstjóri Þjóðhagsstofnunar, Þórður Friðjónsson, hélt ræðu á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga á sama tíma þar sem hörð gagnrýni kom fram á efnahagsstefnu stjórn- valda. Að þróun í gengis- og verð- breytingum síðastliðið ár (innskot; gengisfallið varð á þriðja tug pró- senta) sé vegna skorts á aðhaldi á árunum 1998 og 1999 bæði á sviði ríkisfjármála og peningamála. Hann gerir ráð fyrir að þjóðarút- gjöld dragist saman um 4 til 5% þetta og næsta ár. Þórður Frið- jónsson benti á að erlendar skuldir hafi á þessum tíma farið úr 50% af landsframleiðslu í 84% og að búast megi við þrefalt meiri verðbólgu á næsta ári en í viðmiðunarlöndum okkar. Athyglisvert er að Þjóð- hagsstofnun staðfestir niðursveifl- una í efnahagsmálum sem ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar hefur aldrei viðurkennt. Össur hafði lög að mæla Ég minni á að Össur Skarphéð- insson hélt á lofti þeim vísbend- ingum sem komu fram á þessum tíma og taldi aðgerða þörf þá þeg- ar. Stjórnvöld daufheyrðust og töldu landsmönnum trú um viðvar- andi góðæri í stjórnartíð sinni. Því miður hefur hallað undan fæti í efnahagsmálum. Það þýðir ekki til lengdar að halda því fram að hlut- irnir séu á annan veg en þeir eru. Ekki í nútíma upplýsingasamfélagi. Þess vegna er líka öllum ljóst að hjá Sjálfstæðisflokknum er nýaf- staðinn landsfundur harðra deilna um grundvallarmál. Að þar var ekki að finna ferska strauma né nýja sýn á stærstu mál samfélags- ins. Munum að það er sitthvað fjöl- menni eða stærð, að flokkur er ekki stór nema hann sé stórhuga. Rannveig Guðmundsdóttir Stjórnmál Það er sitthvað fjöl- menni eða stærð, segir Rannveig Guðmundsdóttir, flokk- ur er ekki stór nema hann sé stórhuga. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar á Reykjanesi. Tíðindalaust á vest- urvígstöðvunum mbl.isFRÉTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.